Leita í fréttum mbl.is

Mamma farðu burt

 

Bretinn er í fríi þessa viku. Það frí nýtist held ég, einna helst í snúninga fyrir og með Gelgjuna og svo auðvitað golf.

Hann stígur ekki fæti sjálfviljugur inn í Kringluna og örugglega hægt að telja á fingrum annarrar handar hans ferðir þangað á árinu. En Gelgjan hefur dregið hann þangað 2x í vikunni. Í fyrra skiptið til að kaupa dót fyrir skólann og plataði þá út úr honum ferð á uppáhaldsveitingastaðinn sinn, Cafe Bleu, og át uppáhaldsréttinn sinn; hamborgara með frönskum og sósu.

Í dag fóru þau svo í gallabuxnaleiðangur. Og trúið mér; this is BIG. Þetta barn hefur ekki fengist áður til að klæðast gallabuxum. ALDREI á sínum 11 árum. Þetta er baaaaara byrjunin, ég veit það. Og þó að þessar buxur hafi ''aðeins'' kostað 5000 kr þá veit ég að fyrr en varir verður farið að væla um 15 þús kr merkjagallabuxur. Fimmtíuogáttaþúsund króna skór eru svo næsta skref þar á eftir.

En Bretinn var sem sagt upptekin í Kringlunni og ég, vinnandi konan sagði: allt í lagi elskan, ég verð komin heim áður en Ian kemur með rútunni. Ekki málið.

Á leiðinni heim mundi ég svo að ég var ekki með lykil að útidyrahurðinni.

Þegar ég renndi í hlað sá ég trýnið á Vidda Vitleysing útflatt á glugganum eins og venjulega. Himinlifandi glaður að fá mig heim byrjaði hann að snúast í hringi. Sú gleði breyttist fljótt í hávært gelt og pirring. Því ekki skilaði ég mér inn, heldur sniglaðist í kringum húsið eins og sá sem ekkert gott hefur í hyggju. Hann var alls ekki ánægður með þetta. 

Ég var komin úr kápunni og búin að sparka af mér hælaskónum. Nennti ekki að skakklappast í þessu outfitti í gegnum garðinn en þangað fór ég til að ná mér í stiga. Svo skreið ég inn um glugga í fína skrifstofudressinu mínu og fæturnir klæddir nælonsokkum einum fata voru síðastir inn.

Og þá var því máli reddað.

En svo kom Sá Einhverfi heim og fór að háskæla þegar hann sá mig. Hann átti ekki von á mér heima og var ekki ánægður með þessa óvæntu uppákomu.

Farðu burt, sagði hann

ég fékk ekki að faðma hann eða hugga. Hann vildi bara ekkert með móður sína hafa. Fannst ég vera með átroðning.

Svo jafnaði hann sig smátt og smátt og sætti sig við að mamma hans var heima. Eða það hélt ég. þangað til Bretinn, Gelgjan og Viðhengið komu heim. Gelgjan sæl á svip með gallabuxur í appelsínugulum plastpoka.

Þá heyrðist af efri hæðinni: mamma fara í göngutúr.

Og það gerði hún. Með Vidda Vitleysingi. Ekki nema sjálfsagt að láta einn Einn Einhverfan stjórna sér og sínu lífi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Awwwww

Ómar Ingi, 19.8.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

krúttlegast í heimi ... þú í dragtinni að troða þér inn um glugga hhahahahaaa

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 19.8.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef víst gleymt að segja þér hvað ég elska þig heitt addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Er aldrei flóa friður á heimilinu ykkar?

Þú verður bara að halda stelpunni í skalanum hvað buxurnar mega kosta, og trúðu mér, þær eru ekkert verri þó þær séu ekki frá Diesel eða Lívæs eða eitthvað svoleiðis!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:18

5 identicon

Þú ert bara best 

Edda (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, hann er algjör dásemd þessi drengur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:40

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hörður minn verður að vera í gallabuxum alltaf, vill helst sofa í þeim,en honum er sem betru fer ennþá sama hvað þær kosta eða hvar þær fást svo lengi sem honum finnst þær flottar.. mamma gaf honum bónus útsölubuxur um daginn á 1200 kr og hann fór ekki úr þeim í viku

Það hefur aldeilis verið æðislegt að fá svona móttökur þegar maður er nýbúinn að skríða innum glugga til að komast inn.. "Farðu burt"

Guðríður Pétursdóttir, 20.8.2008 kl. 00:42

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Reyndu að fara með dömuna í Vinnufatabúðina, nei annars hún er dama, en það er séns að Ian vilji stríðsbuxur, var svo heppin með eldri minn að hann vildi bara svart/grá/hvítar úr vinnufatab. og þær voru mjög ódýrar.  Hissa að Viddi skildi ekki bíta þig þegar þú komst loksins inn um vitlaust gat, en hann elskar þig greinilega og var ekki ráðinn til að vera varðhundur dúllan.  Bóthildur er þreytt á því að vera vasaljós en það er bara vika eftir, hún er alltaf fallegust og biður að heilsa. Good Night

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 00:48

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 20.8.2008 kl. 01:23

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vona að engir glæponar lesi þessa síðu,  stigi í garðinum til þess að komast inn um glugga  Það er betra að passa sig nútildags.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.8.2008 kl. 01:50

11 Smámynd: Tína

Vó hvað ég er innilega að sjá þig fyrir mér skríðandi inn um glugga í vinnudressinu . Með eindæmum skemmtileg færsla að vanda.

Knús inn í daginn þinn Jóna mín.

Tína, 20.8.2008 kl. 07:01

12 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 20.8.2008 kl. 08:49

13 identicon

Ég er sem mest í gallabuxum, bláum eða svörtum. En yndisleg frásögn - eins og ávallt.

Einu sinni á ágústkvöldi (ókei, tæknilega séð var miður dagur!) var ég rennandi blautur á leið heim, eftir smá fjör í kynningarviku Háskólans á Akureyri. Ég átti að labba á reipi yfir tjörn og steyptist auðvitað í tjörnina. Komst að því svo rennblautur heima að lykillinn hafði greinilega farið í tjörnina líka og því voru góð ráð dýr. Ég náði að fara úr blautum gallabuxunum og skreið í gegnum glugga ... og reddaði þessu þannig. 

En ég spyr mig ... hvað ætli nágranninn hafi sagt þegar hann sá sem-feit læri troðast inn um litla rifu ... og eflaust ekki flottustu briefs í heimi á endanum sem blasti við honum...? 

Gaman að þessu. Kærar kveðjur úr norðri! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 09:05

14 identicon

Þú hefur svo oft yljað mér um hjartaræturnar með skrifum þínum og kominn tími til að þakka fyrir sig. Snilldarpenni.

Svandís (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:32

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert óendanlega yndisleg

Heiða Þórðar, 20.8.2008 kl. 13:41

16 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Hihi ég hefði viljað  sjá þig skriða inn um gluggann, en ég sé þetta alveg fyrir mér.  Þú ert alveg yndisleg og átt frábæra fjölskyldu.

Sigríður Þórarinsdóttir, 20.8.2008 kl. 18:06

17 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ thid erud svooooooooooooo frábær øll sømul  og algerlega yndislegt ad lesa frásagnirnar af ykkar høgum.

María Guðmundsdóttir, 20.8.2008 kl. 18:19

18 Smámynd: Helga Björg

Líst vel á þetta , þú reddar bara málonum sest ekki og bíður eftir að eithvað gerist ;)

Helga Björg, 20.8.2008 kl. 20:45

19 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hvenær koma skólabúningarnir?

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.8.2008 kl. 21:21

20 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Heheh sé þig fyrir mér skríða inn um gluggann ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 20.8.2008 kl. 21:35

21 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 22:59

22 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

 Skemmtileg lesning. 

Kveðjur frá okkur á Ströndinni, fiðruðum jafnt sem ófiðruðum.

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:33

23 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Hehehe, maður reddar sér!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 21.8.2008 kl. 10:18

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er víst nóg að gera í sambandi við skólann.Stórt knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 13:31

25 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.8.2008 kl. 21:23

26 Smámynd: Erna

Snillingur ertu alltaf

Erna, 21.8.2008 kl. 22:24

27 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 06:52

28 identicon

Ég les yfirleitt ekki blogg en ég les alltaf þín skrif.

Þakka þér fyrir góðar frásagnir af þínu amstri.

Jazz (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband