Leita í fréttum mbl.is

Nú fauk í mig

 

Ég á að vera að skrifa fyrir bókina mína. Fjarlægði sjálfa mig út af heimilinu og kom mér fyrir við skrifborðið mitt á vinnustað. Gengur svona lala.

Kíkti á visir.is til að dreifa huganum aðeins og rakst þá á þessa frétt. Hún gerir mig fokreiða. Þegar útlitsdýrkunin sem tröllríður heiminum, er farin að ná yfir börnin okkar... litlu börnin okkar, þá er nú fokið í flest skjól. Hvernig er hægt að segja við litla fallega telpu: nei væna mín, þú ert ekki nógu falleg. Við ætlum að nota röddina þína en finna sætari stelpu til að koma fram.

Og hvaða skilaboð er verið að senda báðum þessum litlu dömum?

Og sjáiði hvað þær eru fallegar. Báðar tvær. Geislandi af sakleysi og einlægni. Bara að það fengi að haldast þannig....

 Peiyi

 

 

 

 

 

 

Reyndar er margt sem ég les þessa dagana, bæði um Kína og Ólympíuleikana, að gerir mig reiða. Smávegis vitundarvakning í gangi hjá mér.

Ég er samt ekki mjög reið yfir gengi Strákanna okkar....

handb

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kina = Crazy People

Ísland = Best í Heimi

Ómar Ingi, 17.8.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kínverjar eru sér á parti burtséð frá útlitsdýrkun í hinum vestræna heimi.  Þeir hika ekki við að feika alla hluti.

Btw, velkomin heim.  Hringdu þegar þú nennir addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst þessi sem söng lagið bara krúttleg, hún hefði alveg eins mátt vera þarna uppi að syngja, hin var bara rosalega gervileg fannst mér....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.8.2008 kl. 15:48

4 identicon

Sæl.Er 100% sammála Þetta kalla ég alþjóðlegt einelti sem ekki á að líða.

Nei þó það nú væri! Strákarnir hafa staðið sig frábærilega og hvernig sem þetta fer hjá þeim nú, þá eru þeyr búnir að skila meyr en hægt er að ætlast til af þeim.Við erum jú bara 300.0000 á þessum grjóthólma he he. Hv pallielis

Páll Rúnar Elíson (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:23

5 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Hvernig gekk svo í bústaðnum?

Er einmitt að fara um næstu helgi með ungling og einhverfan

Guðrún Jónsdóttir, 17.8.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Því miður er þessi útlitsdýrkun allsráðandi svo til um allan heim. En þetta finnst mér of langt gengið.

Svava frá Strandbergi , 17.8.2008 kl. 17:19

7 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Það fauk líka í mig þegar ég las þetta.

Einar Örn Einarsson, 17.8.2008 kl. 19:30

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já hún er fallegri ef eitthvað er þessi með tennurnar í vexti - alveg eins og heilbrigðir krakkar eru á þessum aldri.

Já strákarnir okkar eru æði!

Edda Agnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 19:41

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála þetta er ekki fallegt, en kannski þorði hin ekki ?

"Strákarnir"þora....

Haraldur Davíðsson, 17.8.2008 kl. 20:36

10 identicon

Finnst ekkert að þessu. Ég er kannski með nægilegt sjálfstraust til að láta svona hluti ekki pirra mig.

Jóhann (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:50

11 identicon

Þetta er að sjálfögðu ekki gott fyrir stúlkuna sem söng en mátti ekki sjást, hin gæti svosem grætt á þessu.

Svona lagað er því miður bara of algengt.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:53

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Búztaðarfamelíuferðarzkýrzlu znarlega !

Steingrímur Helgason, 17.8.2008 kl. 22:33

13 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

obobbobb.  ´Velkomin úr bústaðaferð.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:27

14 Smámynd: Halla Rut

Þetta er svo sorglegt.

Halla Rut , 17.8.2008 kl. 23:48

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Jóna mín, hefur þú eða þínir bloggvinir,  prófað að syngja, hangandi í böndum, í 30 metra hæð, og hreyfandi þig eins og þú sért að hlaupa. - Nei, auðvitað ekki. - Ég helda að annað tveggja sé alveg nóg fyrir svona ungt barn að gera í einu,  við opnun Ólympíuleika, þó að hreyfingar og söngur séu ekki lagt, á eitt og sama barnið í einu. - Manstu eftir opnun Ólympíuleikanna í Aþenu, síðast.  - Ég man mjög vel eftir opnunaratriðinu.  -  Það var alveg yndilegur hreinn og tær söngur, þar sem söngkonan kom upp úr jörðinni og stækkaði og stækkaði og kjóllinn hennar flæddi út um allan leikvanginn eins og hraunflæði. - Það var stórkostleg sjón, manstu eftir því? -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:53

16 Smámynd: tatum

Kína þarf á svo miklu gervi að halda þessa dagana, þeim er vorkunn... En fegurðin kemur innan frá, það vita allir!!! Ljótt fólk verður oft  fallegt við viðkynningu, og fallegt fólk verður oft  ljótt við viðkynningu...við erum sem betur fer ekki eins öll, fyrir það þakka ég á hverjum degi.  Ég væri ekki til í að ganga niður Laugaveginn og hitta alla eins og mig, allir í eins fötum, og brosa eins og ég....  En að senda þessi skilaboð til ungrar stúlku sem er með fallega rödd, getur hafa brotið hana niður fyrir lífstíð.   Og hvaða einstaklingar bera ábyrgð á því?  Jú fullorðið fólk!  það fólk á að skammast sín!  ( ég held að skammast sín sé ekki til í kínversku máli)

tatum, 17.8.2008 kl. 23:54

17 Smámynd: Karl Tómasson

Já Jóna mín, tilgerðin og sjónarspilið kemur víða við. Mikið hjartanlega er ég sammála þér að þegar það er farið að snúa að börnum er fokið í flest skjól.

Hvenær á að fara í hestamennskuna?

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 18.8.2008 kl. 00:12

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sú sem söng lagið er fallegt barn, svo getur hún líka sungið. Þeir ættu að skammast sín fyrir þetta - en það gera þeir auðvitað ekki.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.8.2008 kl. 19:30

19 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Það er margt svo óþolandi heimskt í þessum heimi..

Guðríður Pétursdóttir, 18.8.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband