Leita í fréttum mbl.is

Lifir fjölskyldan þetta af?

Hér stendur sumarbústaðaferð fyrir dyrum. Og það er nú alveg með ólíkindum hvað þetta getur verið flókið. Allavega hjá þessari fjölskyldu.

Upphaflega stóð til að við færum öll, ásamt kærustu Unglingsins og Viðhengi Gelgjunnar. Viddi vitleysingur líka þó að kettir og naggrís yrðu að vera eftir heima.

Skyndilega stöndum við frammi fyrir því að unga parið er að ''beila'' á okkur og Viðhengið líka. Og nú sitjum við Bretinn uppi með einhverfan gaur sem segir ''nei nei ekki sumabústa'' og Gelgju sem segir ''Ohhhhh það verður ekkert að gera þarna''.

Hún virðist líka hafa áhyggjur af því að Bretinn og ég séum langt frá því að vera liðtæk í að ''halda á lofti''. Þ.e. bolta.

Og þó að ég segi ekkert upphátt (nema við Brynju vinkonu) þá hugsa ég á svipuðum nótum; hvernig munum við fúnkera sem fjölskylda fjarri nettengingu, tölvu, stöð 2, trampólíni....

Já, það er alveg ljóst að enginn í þessari fjölskyldu er náttúrubarn. Sjáum ekki fyrir okkur langa göngutúra þar sem lesið er í laufin á trjánum og skordýrin rannsökuð.

Verð að viðurkenna að það var hálfgert sjokk þegar þessar hugsanir byrjuðu að leita á mig.

Brynja vinkona benti mér á ljósa punktinn í þessu. Hugsaðu þetta sem spennandi könnunarleiðangur, sagði hún. Munuð þið.. eða munuð þið ekki... lifa þetta af.

hahaha já já voða fyndið Brynja mín.

---------------------------------

Annars var ég að lesa svo assgoti áhugaverða færslu. Kíkið á hana. Ég held að allir hafi einhverja skoðun á málefninu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Ég hef mestar áhyggjur af því ef þú lifir þetta ekki af: Hættirðu þá að blogga? Annars bara: Njóttu þess í tætlur að kúplast frá menningunni (ef menning skyldi kalla) í smá tíma!

Himmalingur, 10.8.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þetta verður spennandi tími hjá ykkur

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2008 kl. 17:51

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 17:52

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Ef þú færð þér púng þá geturðu bloggað, þá á bara eftir að finna lausn fyrir hina tvo. En segðu mér, ertu ekki það nálægt einhverjum bloggvinum sem geta komið í heimsókn, kannaðu málið.  Annars má líka bara beila á línuna eða vera styttra. 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 17:52

5 Smámynd: M

Sumarbústaðaferð er þolraun á fjölskylduna.

Hef ykkur í bænum mínum í kvöld

M, 10.8.2008 kl. 17:55

6 identicon

Kannast við þetta.Krónprinsinn 11 ára þyngist um 30kg við tilhugsunina að vera einn með foreldrunum í útilegu. Þrátt fyrir fögur loforð um að við munum vera stöðugt með honum í fótbolta og spilum. Hvað getur maður gert

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:12

7 identicon

Vorum í nákvæmlega sömu sporum um daginn, unglingur, gelgja OG einn einhverfur og við náðum 4 dögum :) Heiti potturinn reddaði geðheilsu gelgjunnar

hm (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:45

8 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Snilld.

Hafa með sér videocameru, búa til survival þátt.

Góða skemmtun í sveitinni.

Einar Örn Einarsson, 10.8.2008 kl. 18:49

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þið farið öll létt með þetta, bara ekki vera með væntingar frekar enn þegar farið er í borgarferðir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.8.2008 kl. 18:54

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er það ekki einn dagur í einu? Eða jafnvel 2 tímar í einu?

Blessuð sértu sveitin mín...

Edda Agnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 19:03

11 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 10.8.2008 kl. 19:07

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafið þið það gott í sumarbústaðnum og góða skemmtun.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2008 kl. 19:40

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ágætis tækifæri fyrir ykkur að læra að þola hvert annað

Segi svona.

Góða ferð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2008 kl. 19:43

14 Smámynd: Ómar Ingi

Góða ferð og góða skemmtun

Ómar Ingi, 10.8.2008 kl. 19:45

15 Smámynd: Erna

Ég hlakka til að heyra ferðasöguna þegar þú kemur heim  Góða ferð og njóttu nú kyrrðarinnar í sveitinni Jóna mín

Erna, 10.8.2008 kl. 21:14

16 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ekki gefast upp á thessu. Góda ferd.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:19

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

He he...minnir mig á gamalt skaup þar sem rafmagnið fór af og fjölskyldan sat í myrkrinu og vissi ekkert hvað gera skyldi...

Mamman var samt pínu spennt...sá þarna tækifæri til að kynnast krökkunum og sagði glaðlega: Við gætum kannski talað saman????

Og hinir meðlimirnir litu á hana með hryllingi og sögðu hneyksluð í kór: Um hvaaaað????

Blessuð vertu...þetta verður bara gaman...ný hlið á lífinu og ný reynsla...spennandi áskorun...hlakka til að heyra afraksturinn.....

Bergljót Hreinsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:30

18 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Er ekki heitur pottur? Getið þið ekki sullað svolítið í honum? Tínt ber?  Ég elska að tína bér. Ég ætla í berjamó alveg pottþétt.

Hva...ég veit að það verður gaman. Ég er ekki náttúrubarn, ég eins ónáttúruleg og hægt er...samt er alltaf gaman í sumarbústað!

Góða ferð

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:15

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Æji, eruð þið að fara í bústað.

Eymíngja Jóna & hennar famelí.

Steingrímur Helgason, 11.8.2008 kl. 00:15

20 Smámynd: Anna Guðný

Líst vel á hugmynd nr. 9.

Hér bíða örugglega allir spenntir

Anna Guðný , 11.8.2008 kl. 00:39

21 Smámynd: Kolgrima

Soldið spennt! Get ekki beðið eftir að fá að heyra hvernig sumarbústaðarferðin fór!

Kolgrima, 11.8.2008 kl. 01:39

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta verður alveg frábær ferð, þið getið spilað, á spil. Og talað, tínt ber, skoðað fuglana, (fáið fuglabókina á bókasafninu og Íslensku jurtabókina), legið í grasinu og horft á skýin, og hlustað á fuglana, og reyna að geta ykkur til um hvað þeir heita, og hvaða fugl hneggjar, og hvaða fugl syngur dýrðin, dýrðin. - Ef þið tínið blóm og kennið þeim að þurrka blómin, ég er viss um að Ian hefur gaman af því. - Takið svo endilega með ykkur háf, og veiðistöng. - (ódýrar stangir á bensínstöð) Og ef ekki er hægt að veiða, á stöng þá er hægt að veiða á síli í háf.  - Verið líka vel útbúinn með regngalla, jakka, buxur og stígvél. - Þá er hægt að vera úti hvernig sem viðrar. - Og ef það er hestaleiga í nágrenninu endilega skreppið á bak. - í sund. - Njótið vel. - Því áður en þið vitið af verður vikan liðin og þið verðið fúl yfir að fara heim.  Góða skemmtun.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 02:03

23 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Tillaga nr. 9 gæti gefið spennandi ferð

Góða ferð!

Guðrún Þorleifs, 11.8.2008 kl. 06:30

24 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þið getið farið í 'Hæ Gosi' Þá hlær maður einhver býsn.

Svava frá Strandbergi , 11.8.2008 kl. 07:25

25 Smámynd: Hulla Dan

Þetta verður bara gaman.
Ótrúlegt hvað maður getur fengið tímann til að líða án þess að vera með öll þessi tæki sem maður telur sér trú um að maður sé andlega háður, og komist ekki í gegnum heilan dag án.

Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 08:16

26 Smámynd: Hugarfluga

Takið bara nóg áfengi með ykkur!!  Nei, djók.

Langaði bara að þakka þér fyrir fallegt komment á síðunni minni, Jóna mín.

Hugarfluga, 11.8.2008 kl. 11:33

27 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þið eruð nú meiri klikkaða fjölskyldan

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.8.2008 kl. 15:43

28 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Við lögðum af stað í týpiska enska útlegu.... þ.e. með hjólhýsi í eftirdragi, ætluðum að vera minnst í viku. Unglingurinn okkar hafði verið upptekin að lesa og senda smess og áttaði sig ekki fyrr en um kvöldið þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í sveitinni, þar sem náðist ekkert samband! Þá leit hún upp alveg ringluð og spurði ".....ég man ekki eftir að hafa samþykkt að taka þátt í þessu?" hehe...

Hún var glöðust af öllum þegar við gáfumst upp eftir þrjá daga og drösluðum okkur heim úr rigningunni með eitthvað í eftirdragi sem minnti helst orðið á lúbarinn harðfisk.... búinn að strjúkast "létt" við hitt og þetta á þröngum sveitavegunum....

Næst verður það bara "bed and breakfast for two" takk!

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 17:44

29 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þið lifið þetta nú alveg af!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:12

30 Smámynd: Linda litla

oohhhh... ég elska að fara í bústað og fer sko allt of sjaldan. Því miður. Vonandi ráðið þið eitthvað fram úr þessu

Linda litla, 12.8.2008 kl. 00:09

31 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

I will keep my fingers crossed for you

Guðríður Pétursdóttir, 12.8.2008 kl. 00:34

32 Smámynd: Sporðdrekinn

Eg aettladi ad segja "goda ferd", en aetti kannski bara ad segja: Gangi ykkur vel

Sporðdrekinn, 12.8.2008 kl. 03:42

33 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bara njóta líðandi stundar Jóna mín þetta verður örugglega eftirminnileg ferð fyrir ykkur öll, eitthvað öðruvísi....

Ía Jóhannsdóttir, 12.8.2008 kl. 04:59

34 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Við eigum í þessu vandamáli - 15 ára og 13 ára stúlkurnar mínar. Er að hugsa um að fá mér púng

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 12.8.2008 kl. 09:40

35 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:38

36 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þetta er skerí Jóna, virkilega skerí ... veistu ekki að sumarleifi er einn stærsti "orsakavaldur"!? í að sundra fjölskyldum á Íslandi. Þá reynir á allan pakkan ....  Nei æ ég er allt of kaldhæðinn núna. Þú verður bara að taka þetta eins og Handboltalandsliðið taklaði heimsmeistarana í dag.

Bros, knús og kveðja :)

Hólmgeir Karlsson, 12.8.2008 kl. 22:12

37 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg er vissum að þið lifið þetta af og eigið eftir að hafa það gott

Anna Margrét Bragadóttir, 13.8.2008 kl. 10:00

38 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hvernig sem allt veltur er víst að ferðasagan verður frábærlega skemmtileg.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:04

39 Smámynd: Helga Björg

Vá hlakka til að lesa ferðasöguna :) það verður sennilega eitt stórt ævintýri :) Góða skemmtun í sveitinni ,þó það sé ekkert must að það sé einhver tóm hamingja að fara í sumarbústað þá vona ég svo sannarlega að það verði það hjá ykkur

Helga Björg, 13.8.2008 kl. 18:58

40 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Mín stúlka umbreytist í algjört náttúrubarn þegar hún kemst út í sveit og verður alveg sallaróleg og ánægð með lífið og tilveruna.  Unglingurinn lifir svona ferðir af með því að lesa og hanga í heita pottinum.  Og sofa, ekki gleyma tækifæri til að sofa endalaust.  Gangi ykkur vel!

Þórdís Guðmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 22:18

41 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Get ekki beðið eftir ferðasögunni .

Vona að þið hafið það rosa gott.

Elísabet Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 14:53

42 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kíktu á síðuna mína darlingur og skrifaðu undir ároðurinn?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:54

43 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Hæ,hæ.

Gott að fá að heyra í ykkur aftur-komin heim úr sumó og kannski fer ynnilegi barnahláturinn að óma aftur úr trampólíninu sem kætir mig meira en nokkur önnur hljóð hér í nágrenninu, hann hefur svo smitandi hlátur.     

Sigríður B Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 23:00

44 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Burtséð frá efni: Sá þetta á wikipedia:

 "Individuals with autism spectrum disorders (ASD) may have lower than normal levels of melatonin. A 2008 study found that unaffected parents of individuals with ASD also have lower melatonin levels, and that the deficits were associated with low activity of the ASMT gene, which encodes the last enzyme of melatonin synthesis."

Fannst það áhugavert.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband