Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkjamenn eru með kynlíf (annarra) á heilanum

 

Alveg er það með ólíkindum hvað það skiptir Bandaríkjamenn miklu máli hjá hverjum forsetarnir þeirra og forsetaefnin, sofa hjá. Mesta kikkið er auðvitað að grafa upp sem mestan ósóma og smjatta á því.

Þetta skiptir hinn almenna borgara mun meira máli heldur en það hvort forsetinn hafi einhverjar gáfur, stjórnunarhæfileika eða annað sem kæmi sér vel í embættinu.

Hinn almenni ameríski borgari hefur lítinn áhuga á hvað gerist á milli eyrnanna á forsetum landsins. Áhuginn beinist frekar að því hvað gerist á milli lappanna á þeim.

Úff hvað þetta pirrar mig.


mbl.is Edwards viðurkennir framhjáhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Get sko tekið undir þetta pirr, þeir eru svo einstaklega skinhelgir og leiðinlegir í þessu öllu.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Ragnheiður

Já en er það ekki bara vegna þess að almennt er ekkert milli eyrnanna á bna forsetum ? Þá verður að skima eftir lífsmarki annarsstaðar

Mér finnst þessi kóni ansi lélegur annars....

Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 23:56

3 identicon

Góður Ragnheiður

alva (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fyrir örfáum árum þá réðist lögreglan í Texasríki inn á heimili 2ja manna sem bjuggu saman, handtók þá og ákærðu þá fyrir hommaskap, inn á heimilinu. -  Þeir fengu lífstíðardóm, - Mannréttindasamtök hafa verið að berjast fyrir því að fá þessum dómi hnekkt. -

Mér er þetta minnisstætt þar sem dóttir mín var þarna skiptinemi á þessum tíma. - Og hún mátti að sjálfsögðu ekki horfa á Will og Grace því það voru svo ógeðslegir þættir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Kanarnir samir við sig. Jóna ég er sammála þér.

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þeir eru eitthvað svo hallærislegir.   

Elísabet Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 00:59

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Stúlkur, hægann anda...

Fyrir það fyrzta, þá samsvara íslendíngar sig alltaf fyrzt & fremzt við ameríkanann, taka þaðan upp súrt & sætt í bland & hafa alltaf gert.

Gagnrýnin verður því dáldið innhverf, frá þeim sem að deila & margfalda í senn þjóð sem að telur 200 milljónir plúz, á móti 300 þúzund bjánum sem að hefur ekki upp alizt við annað en að máta skóna hennar á góðum degi.

Jamm, ég á rauðann pazza...

Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 01:00

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég verð að taka undir með Steingrími.

Ég er líka nokkuð viss um að ef að Íslenskur alþingismaður/kona, borgarstjóri, forseti eða bara einhver sem er í stjórn landsins yrði uppvís af því að halda framhjá konu sinni / manni sínum, þá myndi Íslenska þjóðin smjatta á því.

Framhjáhald sínir óstöðuleika og svik, svo spurningin er: Ef að stjórnmálamaður/kona ........ og allt það sem ég taldi upp áðan, svíkur maka sinn á þennan hátt, mun hann/hún þá svíkja okkur?

Sporðdrekinn, 9.8.2008 kl. 01:12

9 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Öldungis undarleg þjóð þarna í Bandaríkjahrepp. Dæmi Lilju Guðrúnar segir ansi margt um þessa frelsisbera heimsins.

Því miður stefnum við hraðbyri inn í þessa hnýsni í Séð og Heyrt menguninni.

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 01:20

10 Smámynd: Kristinn Jónsson

Er sammála, Frakkar og Italir og fleirum finnst ekki svo mikið mál þó einhver hafi misstigið sig. Þessi tvíræðrni, ekki megast sjást konu brjóst í sjónvarpi, en það má limlesta og drepa fólk á sem frumlegastan hátt. sá einhver RAMBO IV. Bara spyr

kveðja

k

Kristinn Jónsson, 9.8.2008 kl. 01:21

11 Smámynd: Vitringur

Steingrímur og Sporðdreki

Dettur ykkur í hug að íslenskir stjórnmálamenn stundi eitthvað minna framhjáhald en annað fólk?  Ég yrði hissa ef þeir gerðu það EKKI.  Hér nennir fólk bara ekkert að vera að kjamsa á því, vegna þess að það eru allir alls staðar í einhverju pukri með eitthvað.

Vitringur, 9.8.2008 kl. 01:58

12 identicon

Mikid mundi eg vilja fa afrit af thessari frett Lilja Gudrun!!  Texas hefur reyndar alltaf verid "odruvisi" riki og mjog frumstaedir. 

Elizabeth, ef amerikanar eru svona rosalega hallaerislegir, afhverju apa islendingar 99% af theim. Hefur thu thetta "hallaerislega" daemi eftir ad horfa of mikid a Jerry Springer, eda Melrose place??  Hefurdu komid til Bandarikjana og ferdast til annara stada en thar sem Icelandair fljuga til? Eg efast um thad.

Eg hef buid i Californiu i 15 ar og hef ferdast mikid um Cali og nagrannafylkja. I USA bua 300 milljonir manna (ef ekki meira med ollum ologlegum) og ju, her er mikid um skritid folk inna milli, en ekkert meira en midad vid % tolu a Islandi. Islendingar eru 300,000 og kannski 5% af theim aumingjar =15,000 manns sem fela sig inni ibudinni sinni og lata kannski sja sig seint a kvoldin ad kaupa dop. Ef vid segjum ad thad seu jafnmargir aumingjar (i prosentum) i ameriku, tha gerir thad 15 milljonir manns. Mjog mikill munur, en sama prosentu tala.

Fer mjog i taugarnar a mer thegar folk er ad setja skit a Ameriku utaf thvi sem thad hefur horft a i sjonvarpinu eda sed i frettunum. Veistu hvad vid faum her i frettunum um Island. Ekkert annad en um jardskjalfta og eldgos. Hlytur ad vera hrillilegur stadur ad bua a thar sem heilu fjollin geta sprungid yfir mann, ha? Thetta gaeti madur sagt ef madur vissi ekki betur. Thad eru bara vondar frettir i frettunum og sumt vitgrannt folk fer alveg eftir thvi thegar thad daemir landid, thvi midur.

Birna (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 02:25

13 Smámynd: Sporðdrekinn

Kannski er ég bara svona rosalega barnaleg og eða heiðarleg, mér finnst pukur ekki í lagi. Ekki þegar að það særir fólk eða gerir einhverjum illt. Ég myndi td hugsa mig tvisvar um áður en að ég kysi einhvern ef að hann eða hún hefði verið uppvís af framhjáhaldi. Eins og ég segi svik eru svik.

Sporðdrekinn, 9.8.2008 kl. 02:50

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

innlitskvedja frá danmørkinni....og hér er ekki heldur fólki sama hver sefur hjá hverjum tharna hjá toppunum en persónulega missi ég ekki svefn yfir thvi.

knus i helgina thina

María Guðmundsdóttir, 9.8.2008 kl. 06:51

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Í því landi sem ég bý í er það þjóðaríþrótt að halda fram hjá maka sínum og engin maður/kona með mönnum nema hafa viðhald.  Tékkar tala frekar um ef einhver hangir í sama farinu ár eftir ár.   

Ía Jóhannsdóttir, 9.8.2008 kl. 07:52

16 identicon

Hver segir ad EKKI se haldid framhja a ISLANDI??

bjork (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 08:19

17 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

Mér fannst þeir t.d. missa sig hrikalega yfir Clinton hérna um árið.....og þó maðurinn hafi sýnt ákveðinn breiskleika (og ósmekkvísi) í samskiptum sínum við Moniku - þá var það mál fyrst og fremst milli hans og Hillary og hafði nota bene ekert með hæfni hans sem forseta að öðru leyti að gera. 

Þarna hentu Bandaríkjamenn einum skásta foseta sem þeir höfðu haft gæfu til að kjósa yfir sig á einu bretti út af hlut sem hafði ekkert með stjórnmál að gera.

Anna Þóra Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 09:50

18 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

...sorrý á auðvitað að vera ekkert og forseta.....er greinilega ekki vöknuð í puttunum svona snemma.

Anna Þóra Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 09:52

19 Smámynd: Jón Jónsson

Ég er svo hjartanlega sammala Steingrími, Sporðdreka og Birnu. Ég myndi ekki kjósa yfir mig stjórnmálamann sem sýndi óheiðarleika eins og framhjáheld! Þeir sem gagnrína USA eins og margir gera hafa auðsjáanlega ekki mikið á milli eyrnanna og ættu að kynna sér bandarískt þjóðfélag betur ef þeir þá hafa hæfileika til þess.

Jón Jónsson, 9.8.2008 kl. 10:42

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha alveg kveikja ótrúlegustu atriði í fólki.

Auðvitað er framhjáhald ekkert meira eða minna í USA en annars staðar. Það var alls ekki það sem ég átti við.

Eins og Anna Þóra segir þá misstu menn sig alveg hrikalega yfir Clinton og Moniku hérna um árið og úr varð einn allsherjar sirkus. Persónulega myndi ég frekar vilja forseta eins og Clinton sem er mikið upp á kvenhöndina og á svolítið erfitt með sig að því leytinu til, heldur en mann eins og Bush sem hefur pínkulítinn heila og fær það bara hjá konunni sinni.

Ég meina common! Hvað í andskotanum kemur mér það við hvernig gengur í hjónabandinu hjá einhverjum manni úti í bæ?

Og er einhver sem heldur því virkilega fram að allir sem haldi framhjá séu vondar manneskjur og eigi ekkert gott skilið?

Ef ykkur líður þannig þá er ég ansi hrædd um að þið þurfið að fara að endurskoða alla sem ykkur þykir vænt um. Það leynast pottþétt illar sálir þar inn á milli. Jafnvel þar sem þér myndi aldrei detta það til hugar.

Ég  er ekki að mæla framhjáhaldi bót. Myndi aldrei gera það. En sumir lifa í opnum hjónaböndum án þess að aðrir hafi hugmynd um það. Sumir eiga veika maka, elska þá ekki lengur en vilja ekki yfirgefa þá við þessar aðstæður.

Það er bara svo margt sem ætti bara að vera á milli hjóna og við hin ekki að reka nefið ofan í.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 11:10

21 Smámynd: Ómar Ingi

I did NOT have sexual releationship with that woman !!

Vindill

Ómar Ingi, 9.8.2008 kl. 11:30

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ommi láttu ekki svona. Þú veist að bandaríkjamenn sjá ekki munngælur sem kynlíf .

Og svo eru unglingar (sennilega í ansi mörgum löndum) einnig haldnir þessari ranghugmynd.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 11:54

23 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Einar Ágúst Ólafsson... þingmaður samfylkingarinnar.. sagði í raun eitthvað svipað og þú þegar hann var í bandaríkjunum. Það væri ekkert fjallað um málefni í kostningarbaráttu heldur miklu frekar hvort frambjóðendur væru eligant og með flottan front.

ég þoli þetta land ekki og mun aldrei gera það nema að verulegar breitingar munu eiga sér stað. 

Brynjar Jóhannsson, 9.8.2008 kl. 12:58

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Brynjar. ég er nú ekki mikið fyrir að setja heilu þjóðirnar undir einn og sama hattinn, en sumt er bara staðreynd. Skil ekki afhverju fólk tekur þessu illa. Það má margt segja um Íslendinga sem er miður fallegt. Hóp- og þjóðarsálin birtist í einhverri mynd hjá öllum þjóðum.

Og ef Einar Ágúst sagði eitthvað í þessum dúr þá er ég hjartanlega sammála honum. Framboð innan stjórnmála í USA eru ekkert nema eftirlíking af Hollywood falskheitunum. Allt svo fínt og fallegt á yfirborðinu og svo keppast allir um að grafa upp sem mestan viðbjóð um keppinautinn.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 13:15

25 Smámynd: Himmalingur

Margir kristnir menn ( og konur ) eru með kynlíf annarra á heilanum! Þá sérstaklega kynlíf þeirra sem eru samkynhneigðir!

Himmalingur, 9.8.2008 kl. 13:28

26 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég vildi ekki að það kæmi þannig frá mér að ég héldi að það gerði manneskju vonda og að hún ætti ekkert gott skilið ef að hún héldi framhjá.

En það breytir því ekki að mér finnst framhjáhald vera ljótt. Ég vill einnig taka það fram að ég lít ekki svo á að fólk sé að halda framhjá ef að það býr í opnu sambandi. Ég veit að stundum er þögult samkomulag um það að sá sem að á veikan maka sofi hjá annarstaðar. Ef að það er gert með vitneskju veika makans þá er það ekki heldur framhjáhald.

Annars bregst ég alltaf illa við þegar að talið berst að framhjáhaldi. Ég man eftir mér sem stelpu horfandi á sjónvarpið og fatta þessi svik í fyrsta skipti. Mín viðbrögð voru mjög sterk þá (komu mér og foreldrum mínum á óvart, þar sem að allt var í gúddí á heimilinu) og eru enn.

Kannski er þetta sporðdrekinn í mér, á erfitt með að fyrirgefa ef að einhver gerir mér eða mínum eitthvað illt. Eða kannski er það bara að ég þoli ekkert sem kallast lygi, svik eða óheiðarleiki.

Sporðdrekinn, 9.8.2008 kl. 14:09

27 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

inniltskvitt hjá þér Jóna mín og góða helgi

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.8.2008 kl. 14:52

28 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

 Vá, ég er bara svo sammála ( segi bara ekki hverjum) hí hí

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 15:34

29 Smámynd: Ásgerður

Sorglega satt hjá þér Jóna

Ásgerður , 9.8.2008 kl. 15:40

30 Smámynd: Sporðdrekinn

Brynja, það þarf tvo til að halda við hjónabandið og kynlífið. Kannski eru þessar kellingar sem að þú ert að tala um bara orðnar hundleiðar á lélegum bólförum mannsins og nenna því ekki að leggjast til rekkjum með þeim.

Ef að þessir menn sem að þú ert að tala um geta ekki séð sóma sinn í að halda fjármálunum í lagi þá er konan kannski líka bara búin að fá nóg af kallinum og hans ábyrgðarleysi. Kannski ef að kallin sæi svo um að konan þyrfti ekki að hafa áhyggjur þá mynda hana langa til að sænga með manninum. Áhyggjur drepa jú oft niður kynlífs löngunina.

Annars á fólk sem er svo óhamingjusamt í hjónabandi að það talar svona illa um makann sinn, að skilja.

Sólveig: Þú ert nú kjarkaðri en það, er það ekki?

Sporðdrekinn, 9.8.2008 kl. 17:58

31 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Stundum finnst mér blessaður Kanninn vera dálítið líkur höfuðandstæðingi sínum TALÍBÖNUM og íslömskum ofsatrúarmönnum.  Sérstaklega hvað viðkemur fordómum þeirra á kynlífi annarra. 

Sagt er í fornum viskufræðum: "Skoðaðu vel hvað það er í fari náunga þíns sem þú amast mest við og þú munt sjá að það sama er í þínu fari." 

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  

Sigurbjörn Friðriksson, 9.8.2008 kl. 18:24

32 Smámynd: Jón Jónsson

Ég er búinn að lesa öll innlegin hér að ofan og verð að segja að flestir ættu að kynna sér bandrískt þjóðfélag betur (ef þeir hafa andlega getu til þess). Það er auðséð að álit flestra byggist á hreynskærri öfund. Þetta er eins og með krakkan í götunni sem á flottustu leikföngin og er úr ríkustu fjölskyldunni, hann mun alltaf verða öfundaður og hataður af hinum krökkunum í götunni! Það er margt sem íslendingar mættu taka sér til fyrirmyndar hjá bandaríkjamönnum. 

Jón Jónsson, 9.8.2008 kl. 19:44

33 Smámynd: Snorri Bergz

Sæl. Þegar Monicu hneykslið átti sér stað í DC var ég að vinna hjá bandarískri alríkisstofnun, rétt hjá Hvíta húsinu. Ég snæddi með starfsmönnum ríkisins, drakk með þeim kaffi. Enginn þeirra þorði að ræða um þetta mál. Ég heyrði aldrei minnst á það. Það var ekki PC að tala um þetta í sölum ríkisins.

Ég gat reyndar ekki á mér setið og kom með nokkra brandara uns ég var kallaður á "teppið". Directorinn sjálfur var ekki nógu hrifinn af því að vera að hafa þetta mál í flimtingum.

Þarna mátti amk ekki tala um kynlíf annarra, en síðar, þegar ég mætti directornum á leiðinni út um málmleitartækjasamstæðuna í anddyrinu glotti hann og sagði: "Góðir brandarar. En svona eru Bandaríkin."

Bandaríkjamönnum finnst e.t.v. gaman að tala um kynlíf annarra, eins lengi og það er gert í fjölmiðlum og utan stjórnarbygginga. Meira veit ég ekki. Sumir eru frakkir, aðrir bældir.

Snorri Bergz, 9.8.2008 kl. 19:49

34 Smámynd: Ásgerður

Þú heppinn Jón Jónsson að hafa alla þessa andlegu getu

Ásgerður , 9.8.2008 kl. 20:07

35 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hilmar. Ansi mikið til í þessu

Sporðdreki. Ég vona að þú hafir ekki tekið það sem ég sagði sérstaklega til þín. Ég var bara að tala almennt. Framhjáhald eru svik, það er einfalt mál. En þau svik eru framin af svo mörgum mismunandi ástæðum.

Guðrún Jó. Góða helgi sömuleiðis

Sólveig. hehe nei þú átt réttinn á að halda því fyrir þig

Ásgerður. Það finnst mér

Brynja. Ég vona svo sannarlega að ekkert af því sem ég sagði hafi mátt túlkast eins og þú gerir. Þú ert líka að grínast, er það ekki?

Sporðdrekinn. Touché!!

Jón. Já það er rétt hjá þér. Við öfundumst öll út í Bandaríkin því allt er í himnalagi þar. Sérstaklega í utanríkismálum þeirra. Jebb græn af öfund öll sömul...

Snorri. Athyglisvert. En kemur svo sem ekki á óvart. Skandall &#39;&#39;yfirmannsins&#39;&#39; ekki ræddur á vinnustaðnum eða þar um kring heldur frekar þegar starfsfólkið kemur saman og fær sér í glas (svona ef ég yfirfæri þetta á íslenskt fyrirtæki).

Ásgerður. Jebb. Ekki öllum gefin.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 20:27

36 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Sporddreki: Hvort ég sé kjørkud, jú eiginlega. Ég nenni bara eiginlega ekki ad fara ad røkræda. Thar ad auki finnst mér margar hlidar alveg passa. Thad er enginn einn sannleikur eda einn adili sem hefur rétt fyrir sér.  Mér finnst t.d. kynlíf fólk tmt. framhjáhald theirra vera theirra einkamál. Mér finnst kosningabaráttan í bandaríkjunum oft einkennast af ad vera undir beltisstad, og thar finnst mér t.d. auglýsingar McCain ad undanførnu vera svo lágkúrulegar. Mér finnst hins vegar á sama tíma ad madur geti alveg búist vid af forsetaframbjódendum og ødru fólki sem ætlar ad bjóda sig fram í há embætti, ad thau hafi ákvedna etik og móral. Mér finnst bandaríkjamenn oft vera svo einfaldir, en ég veit ad thad eru fordómar eins og ein búsett vestra røkstuddi vel í sínu innleggi. Thad finnst alls konar fólk í USA, alveg eins og á Íslandi og Danmørku, thar sem ég bý. En nú les ég ekki øll innleggin aftur og man t.a.l. ekki hvad fólk eiginlega var ad skrifa. Eiginlega var thetta bara innlitskvitt og ekki neitt annad. SVo hér med kvitt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 20:38

37 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Æi ég hef alltaf haldið að það væri bara yfirleytt ekkert á milli eyrna þeirra BNAmanna og tel mig ekki geta bætt einu einasta orði við færslu tvö, frá henni Ragnheiði.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.8.2008 kl. 20:52

38 identicon

Oftar er þetta helgislepjupakk allt verra en hvað annað.

Ég er svo innilega sammála þér.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 21:43

39 Smámynd: Jens Guð

  Um eitthvað verða blessaðir Kanarnir að tala.  Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast.  Einn kunningi minn er hraðlyginn.  Ég þekki engan mann sem er jafn tortrygginn gagnvart því sem aðrir segja.  Hann grunar flesta um að ljúga öðru hverju orði sem þeir segja. 

Jens Guð, 9.8.2008 kl. 23:03

40 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta með gáfurnar og stjórnunarhæfileikana er náttúrulega aukaatriði.  Kynlífið, hvort þú hefur haft vottorð vegna herskildunnar, eyturlyfjafíkn eru aðalmálin hjá könunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2008 kl. 02:20

41 identicon

Spordreki: Karlar thurfa ekki ad sja um ad reikningar seu borgadir. Thad er ekkert frekar theirra stada heldur en eiginkonunnar.

 Jon Jonson: alveg hrillilega sammala ther. Koma ekki allir Islendingar i verslunarferdir til USA af thvi thar er allt svo hrillilega odyrt??? Og svo apa Islendingar allt eftir amerikonum (eins og eg sagdi her fyrr).  Ef eg ynni mina vinnu a Islandi fengi eg 3x minna kaup thar en her (Og, by the way, eg hef okeypis heilbrigdisthjonustu) og ef eg hefdi keypt husid mitt a Islandi (eg by i resort town og er talin mjog dyr og finn stadur, (medal annars eiga margir leikarar hus her og flestir fyrrverandi forsetar USA) mundi husid mitt kosta um 4x meira en herna. Matur er um 3x odyrari her, bensin um 3x odyrari.....................a eg ad fara ad telja hvad meira Islendingar eru ofundsjukir uti OKKur amerikana (jebb, er med am. rikisborgararett og mjog stollt af thvi).

Jona Kolbrun: thad er ekki lengur herskilda i USA. Thad var haett fyrir morgum morgum aratugum sidan. Aettir kannski ad kikja adeins i sogubaekurnar og fraedast betur um heiminn :)

Birna (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 06:19

42 Smámynd: fellatio

mér finnst vera ansi mikið um fordóma og rasisma gagnvart bandaríkjamönnum hér.

fellatio, 10.8.2008 kl. 09:07

43 Smámynd: fellatio

það er spurning hvort það eigi ekki að tilkynna þetta blogg?

fellatio, 10.8.2008 kl. 09:12

44 Smámynd: fellatio

svo ættum við að líta aðeins nær kannske. erum við ekki með forsætisráðherra sem er fífl og klikkaðann borgarstjóra og við gerum ekki neitt.

fellatio, 10.8.2008 kl. 09:23

45 Smámynd: Jón Jónsson

Þvílíkir fordómar og þekkingarleysi! Steingrímur, Sporðdreki, Birna og María, þakka ykkur fyrir innlegg ykkar. Já Ásgerður ég þakka mínum sæla fyrir að hafa góða andlega getu og mikla greind (ca. IQ 130). Svo er alsherjarsirkus eitt orð! Í upphafi sagði Jóna að hinn almenni ameríski borgari hefði lítinn áhuga á því sem gerist á milli eyrnanna á forsetum landsins. Þvílík steypa! Jóna hefur bara alls ekki kynnt sér amerískt þjóðféag að nokkru leyti. Fólk ætti að slappa af og hætta þessum fordómum og kynna sér þetta þjóðfélag án fordóma. Það er margt sem íslendingar gætu tekið sér til fyrirmyndar hjá þeim. Til að mynda er réttarkerfið hjá þeim mun réttlátra en hér. Þar myndi til dæmis ekki þekkjast þar að taka ökuskýrteini fólks án dóms og laga. Síðan eru ameríkanar miklu fremri en við (og evrópubúar) í innflytjendamálum. Í USA búa innflytjendur við mun meiri réttindi en hér. Það var vel tekið á móti mér þegar ég kom þar og settist að. Konan mín, sem er amerísk hefur ekki fengið sömu mótukur hér eftir að við fluttumst hingað. Fólk af mismunandi þjóðerni og trúarbrögðum býr saman í sátt og samlindi í USA. Hvað um allar þær uppfyndingar og nýjungar sem komið hafa frá USA og hvað um allar uppgvötvanir þeirra í læknisfræði? Eru þær allar komnar frá fólki með ekkert á milli eyrnanna? Hættið nú þessum fordómum og reynið að vera málefnaleg.

Jón Jónsson, 10.8.2008 kl. 10:35

46 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvaða hvaða. Voðaleg viðkvæmni er þetta! það stendur hvergi að Bandaríkin séu alslæm eða að Ísland sé fullkomið. Það er ekki gott ef ekki má gagnrýna menn og málefni vegna þess að eitthvað annað málefni á sama stað er til fyrirmyndar.

og hvenær í ósköpunum sagði ég að almenningur í USA væri ekki með neitt á milli eyrnanna?

Jón getur þú í einlægni sagt að ekki sé mikið um persónulegt skítkast og uppgröft í persónulegum málefnum í  framboði til forsetaembættisins?

Ef þú berð saman Clinton og Bush... hvor finnst þér hafa skilað sínu betur?

Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 11:25

47 Smámynd: Jón Jónsson

Mér fynnst  umræðan einkennast af fordómum í garð bandaríkjamanna og vanþekkingu á þeim. Það er vissulega skýtkast sem gengur á milli manna í kosningabaráttunni hjá þeim og það er miður. Því miður er það þetta skýtkast sem íslenskir fjölmiðlar virðast þrýfast á enda er efnið vinsælt eins best sést á þessu bloggi þar sem upphaflega umræðuefnið var nú framhjáhald eða hver svæfi hjá hverjum.

Þú sagðir aldrei að ekkert væri á milli eyrnana á bandaríkjamönnum en aðrir hafa verið að segja það hér á þessu bloggi.

Ég er ekki dómbær á hvor var betri Clinton eða Bush. Hann Bush kemur stundum mjög illa fyrir og fólk virðist dæma hann fyrir það. Það er langt því frá að hann sé alslæmur. Clinton gerði margt gott en hann laug undir yfirheyrslum þrátt fyrir að hafa svarið fyrir að segja sannleikann. Það eru plúsar og mínusar á öllu.

Það er bara þreytandi að heyra alla þessa fordóma því ég þekki amerískt þjóðfélag vel þar sem ég bjó í USA nokkuð lengi sjálfur.

Jón Jónsson, 10.8.2008 kl. 11:46

48 Smámynd: fellatio

ef þetta væri blogg um múslima eða negra þá væri sennilega búið að loka þessu bloggi.

fellatio, 10.8.2008 kl. 11:56

49 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jón. Ég viðurkenni það fúslega. ég er með vissa fordóma í garð Bandaríkjamanna. En vissulega eru þeir fordómar eingöngu byggðir á því sem ég les og heyri um landið. Því aldrei hef ég búið þar. En uppistaðan í þessari bloggfærslu minni átti að vera að mér finndist rangar áherslur hjá kjósendum í USA á því hverjir eiginlega forseta þeirra ættu að vera. Ég fer ekkert ofan af því. Og vissulega kemur þetta öllum heiminum við því ákvarðanatökur þar á bæ hafa svo sannarlega snert við okkur hér.

Fellatio. Í fáfræði minni hélt ég að n-orðið væri ekki æskilegt að nota þegar talað er um þeldökkt fólk.

Í öll þau skipti sem ég hef gagnrýnt okkur Íslendinga sem hóp, hvort sem það hefur verið varðandi heilbrigðismál, hegðun í umferð, framkomu við lítilmagnann eða annað, hefur enginn ýjað að því að loka ætti síðunni. Skrítið!

Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 12:11

50 Smámynd: fellatio

ég ætlaði að segja blámenn auðvitað. fyrirgefðu.

fellatio, 10.8.2008 kl. 12:13

51 Smámynd: K Zeta

Fellatio

Bandaríkin eru þjóð en ekki kynþáttur þannig að kynþáttarfordómar eiga ekki við hérna.  Samt er hægt að segja að þetta blogg sé móðgun við Bandaríkin en þá um leið bann við málfrelsi.  Það er mjög þunn rauð lína þegar maður talar um fordóma og staðreyndir.  Mér finnst ekki fordómar að tala um vandamál er varða múslima.  Trú sem boðuð er opinberlega og boðar stríð er að mínu mati vandamál og hefur ekkert með fordóma að gera. Voru bandamenn seinni heimstyrjaldar með fordóma gagnvart nasistum?  Nasistar boðuðu stríð og sama sé ég hjá öfgamúslimum.

K Zeta, 10.8.2008 kl. 16:55

52 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

K Zeta. Assgoti góður punktur hjá þér með nasistana. Og reyndar allt hitt líka.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 17:18

53 Smámynd: Árni Gunnarsson

Upp úr stendur þrátt fyrir allt hin afdráttarlausa ályktun konu Arnæusar er hún leitaði fregna hjá Jóni Hreggviðssyni af framhjáhaldi bónda síns með Snæfríði Íslandssól:

"Það er engin afsökun til fyrir íslenskan mann að halda framhjá danskri konu!"

Enda fór það nú eins og það fór.

Árni Gunnarsson, 10.8.2008 kl. 18:11

54 identicon

Ætli það kæmi ekki grein eða tvær ef upplýstist að Dabbi, Geir eða Björn Bjarnason væru að riðlast á starfsfólki sínu.  Það er stórkostlegt að lesa ummæla þeirra sem greinilega hafa ekki hugmynd um Bandarískt þjófélag.  Að byggja alhæfingar um heila þjóð á sápuóperum og kvikmyndum vekur spurningu um dómgreind viðkomandi.  Ég er að endurlesa 101 Reykjavík og Mýrina, miðað við þær bókmenntir eru Íslendingar aumingjar. Maður skorinn á háls í miðborg Reykjavikur, þetta hlítur að vera krimmabæli!  

Það er viss húmor í þess Kanahati Íslendinga, það er ekkert land í Evrópu sem sýnir meiri merki um áhrif Bandaríkjanna en Ísland :)   

snorri (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 18:27

55 Smámynd: Jón Jónsson

Þakka þér Snorri en ég held því nú fram að Ísland tilheyri Evrópu ekki , hvorki landfræðilega né sögulega. Ísland hefur miklu meira sameiginlegt með löndum eins og Kanada og USA heldur en Evrópulöndum sögulega séð og tala ekki um stöðu landins á landakortinu.

Þið kanahatarar ættuð að fara inn á: http://projects.washingtonpost.com/2008-presidential-candidates/john-mccain/

og: http://projects.washingtonpost.com/2008-presidential-candidates/barack-obama/

og lesa svo undir eftirfarandi: McCain&#39;s Issue Statement og Obama&#39;s Issue Statement.

Svo er annað sem ég get bætt við í sambandi við kynhegðun og siðferðiskennd ameríkana en það er sú staðreynd að þeir halda upp á dag sem þeir kalla feðradag. Hér á landi væri þetta óframkvæmanlegt því slíkur dagur myndi valda gífurlegum glundroða og pælingum. Flestir hér á landi myndu spyrja sjálfa sig hver væri faðir hvers!

Jón Jónsson, 10.8.2008 kl. 20:11

56 Smámynd: Jón Jónsson

Ég vona að einhverjir hafi farið inn á þessar slóðir sem ég setti inn hér að afan og lesið sig til um ýmis málefni sem forsetaframbjóðendurnir í USA hafa fram að færa. Þetta er ekki allt skýtkast og innantóm þvæla sem sem fer fram þarna hjá þeim en því miður er virðist að bæði fjölmiðlar hér á landi og almenningur þrýfist á þess háttar fréttum.

Jón Jónsson, 10.8.2008 kl. 23:38

57 identicon

Takk Snorri og Jon.

Vitidi hversu oft eg hef verid spurd ad thvi (af Islendingum) hvort eg se ekki hraedd ad labba uti a gotu af thvi eg gaeti verid skotin eda bitin af snaki, eda etin af fjallaljoni. Thad kemur frett a Islandi af folki skotnu i USA (munidi, thad bua 300 milljonir manns herna) og nokkrir gedveikir eru i thvi ad drepa hvorn annan. Thad kemur frett a Islandi ad madur deyji vegna snaksbit, en flestir sem eru bitnir af snakum hafa verid eitthvad ad angra tha og pota med priki i tha. Ju, thad eru hoggormar og fjallaljon thar sem eg by, en 2x hef eg sed hoggorm og verid tha i fjallgongu og haft vit a thvi ad forda mer. Aldrei hef eg sed fjallaljon eftir ad hafa buid herna i 15 ar. Aldrei hefur neinn verid drepin i nagrenni minu, og mjog sjaldan eru mord i borginni sem eg by i, og thegar thau eru gerist thad i einhverju dopbaeli.

 Thid sem lesid thetta og hafid aldrei komid til USA, munid tha ad allar frettir sem koma i sjonvarpinu eru VONDAR frettir. Haldidi virkilega ad einhverjir mundu horfa a frettirnar ef thad vaeri bara talad um goda hluti; Birna fylgdi gamallri konu yfir gotuna i dag, Birna gaf betlara ad borda i dag, engin skogareldar i 6 manudi i Californiu......................Thad mundi enginn nenna ad hlusta a thetta thvi mannskepnan, thvi midur, er thannig gerd ad hun gledst yfir oforum annarra. Hversu margir dou? Thvi fleiri thvi betra frettaefni.

 Eins og Snorri segir, folk daemir heilu thjodina (sem er reyndar mjog blondud af allskonar kynthattum, tungumalum, og sidum) utaf einhverjum sapuoperum. Eg var i vinnunni um daginn og var eg einmitt ad tala vid vinnufelaga mina um hversu sorglegt thad er ad flestir thaettir i TV sem eru syndir utan USA eru svo vitlausir, og flokid sem hefur aldrei komid eda buid i USA heldur ad svona seu allir amerikanar. Vid (amerikanar) skommust okkar ad horfa a svona thaetti thvi thetta er svo vitlaust.

 Thad er svo mikil fafraedi a Islandi um USA. Margir daema landid af hernum sem var a Islandi. Daema heila thjod utaf tvitugu folki sem gengur i herinn. Hversu vitlaus vorum vid thegar vid vorum tvitug? Svo eru margir sem daema landid utaf biomyndum. Eg hef einmitt heyrt: "Birna, mer langar ekkert til Ameriku thvi mer finnst thetta ekkert spennandi utlit thad sem eg hef sed i bio, ekkert nema storhysi og fullt af folki" Thetta er reyndar eitthvad heimskasta comment sem eg hef fengid, enda ekki mjog vitur munnur sem thad kom ut ur.

Ef Islendingar aetla ad daema ALLA amerikana sem hitt og thetta, tha gaetum vid alveg eins sagt ad allir sem eru fra Evropu seu heimskir og vitlausir, thvi thad ma segja ad USA seu eins og morg lond med sama forsetann. I Californiu er td. allt onnur log vid mordum, naudgunum, umferdarlagabrotum, ofl, heldur en i td. Alabama eda Texas. Hvert riki um sig hefur sin log og lika sinn culture.

Thvi midur fyrir ykkur sem tholid ekki Ameriku (en hafid aldrei komid thangad eda ferdast um nema til New York eda Baltimore, tha hef eg thetta ad segja: "you can&#39;t cure stupidity"

Jon, hvar bjostu annars i US?

Og eitt enn til fellatio sem er svo mikil skraefa ad geta ekki skrifad undir med sinu raunverulega nafni: eiginmadurinn minn (og sonur okkar til halfs) er blamadur, negri, hvad sem thu villt kalla tha, en eg thori ad vedja uppa mitt lif ad thad er bara of litid undir ther og thu ert eflaust einn af thessum 15,000 aumingjum a Islandi:):):)  Sorglegt ad folk eins og thu serst enntha til.

Birna (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 05:36

58 Smámynd: Jón Jónsson

Þakka þér fyrir Birna. Ég bjó í NJ og aldrei sá ég neinn drepinn og það var ekki nema eitt morð í mínu nágrenni á öllum þeim árum sem ég bjó þarna. Og þvílíku munur í í umferðinni, allir víka og hliðra til fyrir öðrum og í verslunum bíður fólk í röðum en ryst ekki fram fyrir eins og hér á Íslandi! Fólk heldur dyrunum meira að segja opnum fyrir manni en skellir hurðinni ekki í andlitið á manni eins og svo oft er gert á Íslandi þegar maður gengur í gegn um dyr á eftir einhverjum.

Jón Jónsson, 11.8.2008 kl. 09:06

59 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Birna. Ég held að mannskepnan sé nú ekki almennt þannig gerð að hún gleðjist yfir óförum annarra. Ég vona allavega ekki. En það er vissulega rétt að slæmar fréttir selja oft á tíðum betur en þær góðu, því þessar góðu þykja oft ekki &#39;&#39;fréttir&#39;&#39;.

og ég held reyndar að Fellatio hafi á sinn skrítna hátt verið að verja aðra kynþætti en þann hvíta. Fórst það bara ekki vel úr hendi.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2008 kl. 09:19

60 Smámynd: K Zeta

Kanar sjá okkur fyrir tölvum, lyfjum, lækningatækjum og stórum hluta nýjunga sem bæta dvöl manna- og kvenna á jörðinni.  Þegar við vorum að drekkja konum fyrir lauslæti þá voru þeir að setja lög um samkeppni.  En auðvitað má finna Könum margt til lasta en að segja að þessi þjóð sem framleiðir hjartagangráða og nánast sitja einir að tölvum heimsins séu heimskir; öðruvísi en varla heimskir.

K Zeta, 11.8.2008 kl. 16:16

61 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Jóna Á. Gísladóttir;  Þetta er aldeilis búinn að vera góður pistill hjá þér um Bandaríkjamenn, um hver er munurinn hjá þeim á hver er munurinn á því sem er hjá þeim: "Mellem fotos" og "Mellem eyrnos"

Þetta er komið út í kynþáttaeitthvað-rugl hjá fólki.

Kær kveðja, Björn bóndi  J

Sigurbjörn Friðriksson, 11.8.2008 kl. 16:59

62 Smámynd: Jón Jónsson

K Zeta, þú meinar er það ekki að bæta dvöl karla og kvenna þar em þú segir "bæta dvöl manna- og kvenna". Kvenmenn eru jú menn!

Jón Jónsson, 11.8.2008 kl. 18:10

63 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er það ekki "tippaleysi" ljósfræðinga sem heftir launin?  Athugið söguna...fyrir 150 árum voru ljósmæður karlkyns í Eyjafirði (alltaf a´undan) OG TILÞEIRRA VAR BORIÐ MIKIÐ TRAUST, ENDA BÆNDUR OG 1 PRESTUR!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:02

64 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

HELD AÐ MEIRIHLUTI MANNKYNS (EINS OG SPENDÝRA ALLMENNT) "HUGSI" MEÐ KYNFÆRUMUM.   ...vona að það se´rangt, en það er jafnt á milli kynja. Hugsun kvenna er ekki frekar á milli fagurra leggja, fremur en hugsun karla í púngum á milli tilllings?....eða hvað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:06

65 Smámynd: K Zeta

Einu sinni átti ég stóran amerískan bíl, &#39;69 árgerð af Plymouth Fury III og mig dreymir ennþá að ég sé að keyra hann.  Núna á ég bara Japanska bíla en held samt áfram með þeim amerísku.  Þetta er bara heimska og aulaskapur.  Svona er það nú samt.

K Zeta, 11.8.2008 kl. 23:11

66 Smámynd: Sporðdrekinn

AE, nu vildi eg vera vid tolfuna mina, thad er svo margt sem ad mig langar til ad segja her en thar sem ad eg er afleit i stafsetningu og thar ad auki ekki med Islenska stafi hef eg thetta i styttri kanntinum.

Jona, nei eg er ekki "touche". en af einhverji oskiljsnlegri astaedu tha hef eg alltaf ordid half grimm thegar ad talid berst ad framhjahaldi. Eg tok thetta ekkert spes til min.

Solveig,  god rokfaersla hja ther

Birna: Mikid rett, audvitad eiga konur og karlar baedi ad takka that i ad borga reikninga, rett eins og ad sja um heimilid. Hvernig thessu er skift nidur i hverju sambandi fyrir sig er a milli theirra sem er i sambandinu. Enda var eg ekkert ad segja ad karlinn aetti ad vera eina fyrirvinnan eda sja um reikningana. 

Eins og margir hafa bennt a tha eru Bandarikin mjog stort land og her er mikid af folki. Folk er misjafnt eins og thar er margt og thad a vid her jafnt og annarstadar i heiminum.

Eg hef buid a thremur stodum her i USA og hefur mer lidid mjog vel a thessum stodum. Folk er mjog kurteist og hjalpsamt a thessum stodum, audvitad er thetta ekki algilt um alla bandarikjamenn enda hef eg ekki hitt tha alla.

Eg veit ad thad skiptir ekki mali hvad vid sem hofum buid her segjum odrum that oft sem annad halda ad her seu ekki allir eins, thid hafid bitid thetta i ykkur. Thad er td madur i fjolksyldunni minni sem blotar og raggnar thessum amerikonum fyrir framan mig og mina, jafnvel thot ad minir seu annad hvort al eda half bandariskir. Thessi sami madur segir lika "brandara" fyrir framann okkur um folk somu truar og madurinn minn, jafnvel  thott ad vid seum a stadnum. Thetta finnst mer svolitid syna hvad folk med fordoma getur verid sorglega vitlaust. Ekki heimskt af thvi ad that er eftil vill flug gafad a einhverju odru svidi. 

Fordomar koma af fafraedi.

Thid hljotid ad gera ykkur grein fyrir thvi ad thad sem kemur i frettunum a Islandi segir ekki alla soguna um USA. En thad segir fullt um folkid sem ad skrifar, les og horfir a frettirnar.  

Jona, thatt er margt sem ad betur maetti fara her i stjornmalum, eg held ad vid getum oll verid sammala um thad! 

Sporðdrekinn, 12.8.2008 kl. 02:37

67 Smámynd: Jónína Christensen

Ein smá athugasemd til K Zeta, sem nefndi at Islam væru trúarbrögð sem boðuðu stríð.

Islam eru trúarbrögð. Trúarbrögðin hvetja ekki til stríðs. Það gera hinsvegar ákveðnir hópar innan Islam. Venjulegir múslimar eru jafn friðelskandi og bæði þú og ég (allavega ég), og myndu líta á skrif þín sem fordóma.

 Og ef þú ætlar að fara að vísa í Kóraninn,  lestu þá Biblíuna líka, þar er margt ljótt ef ætti að fara bókstaflega eftir því.

Jónína Christensen, 12.8.2008 kl. 12:40

68 identicon

Jon, eg skil thig svo vel. I hvert skipti sem eg kem til Islands finn eg ad eg er utlendingur thar sem kemst ekki inni theirra culture. Eg er von ad gefa stefnuljos her og tha er vikid fyrir manni, en a Islandi er gefid i. Ef thad er manneskja sem labbar inn a undan mer inni bud, tha byst eg vid ad hun haldi hurdinni opni fyrir mer (eins og eg geri fyrir annad folk), en a Islandi fae eg skellinn beint a nefid a mer. Thegar eg bakka utur bilastaedum a Islandi verd eg svo reid ad folk stoppar ekki fyrir manni, eins og er gert her. Eitt asnalegasta daemi var thegar sonur minn var um 2 ara og eg var sidust ut ur flugvelinni a Islandi og hann var threyttur (eg var ein ad ferdast med hann) og helt a honum, plus handtoskunni minni og bleyjupokanum hans og var ad burdast med thetta allt, thegar ALLT fluglidid ur Icelandair flugvelinni labbar framhja mer a rampinum og ser i hvada vanda eg er, en af thessu 8-10 manns (flugmennirnir og flugthjonar) badst engin um ad hjalpa mer. Thetta hefdi aldrei gerst i USA (eg hef aldrei skilid hvad flugfeyjur a Islandi eru merkilegar med sig thegar thetta job er bara thjonusta i flugvel). Thegar sonur minn segir "please" thegar hann bidur um eitthvad a Islandi, tha er alltaf sagt vid mig: "oh, hvad hann er kurteis. Mikid vildi eg ad bornin a Islandi vaeru svona kurteis", en biddu..... hver kennir theim kurteisi??? Duh.  Eg kys ekki ad bua a Islandi thvi eg tholi ekki donaskapinn i theim (og margt fleira sem eg tholi ekki vid Island.) Nei, eg er ekki sannur fodurlandsvinur og hef aldrei monntad mig af thvi ad vera fra Islandi. Frekar skammast min fyrir thad.

Spordreki: eg hef ordid fyrir svona fordomum lika. Sonur minn er halfur svertingi og mjog dokkur midad vid mig, og tha serstaklega a sumrin. OFT hef eg verid spurd ad thvi "hvar eg fekk hann, hvenaer eg fekk hann, hvadan hann se, ofl"  Einu sinni sagdi madur vid mig ad thad vaeri vond lykt af svertingjum og sonur minn var beint fyrir framan hann. Eg labbadi i burtu brosandi, thvi eg vissi ad hann var bara ad vonast eftir riflildi. Eg hef kennt syni minum ad labba i burtu fra svona folki. Thad er ekki thess virdi ad eyda ordum i thad. Eins og eg sagdi her fyrr: "you can&#39;t cure stupidity" og thad er alveg satt. I minu starfi hef eg hitt svo mikid af heimsku folki ad thad maetti halda ad thad vaeri bara ekki heili tharna uppi.

Birna (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 06:38

69 Smámynd: Sporðdrekinn

Birna: Eg segi nu bara "Thu ert sterk ad hafa getad gengid i burtu" thad er an efa mun betrafordaemi sem ad thu kenndir syni thinum med thvi ad gera thad en ad fara ad rifast.

Sporðdrekinn, 14.8.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1639984

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband