Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Sól seinna
Það er byrjað að kólna. Finnið þið það?
Sem aftur þýðir að Sá Einhverfi fær ekki að fara á stuttbuxum út í rútu á morgnana. Og það er hann ekki ánægður með. Undanfarnar vikur hefur hann verið alsæll með bera leggi og í strigaskóm. En hettupeysan og derhúfan eru ómissandi.
Í morgun áttu drengur og faðir í útistöðum í buxnamálum, en Bretanum tókst þó að fá krakkann til að fara í síðbuxur.
Þegar ég hengslaðist svo niður til þeirra eftir andlitspörslun (sem tekur alltaf lengri og lengri tíma) rek ég augun í það að stráksi er í öfugum buxunum. Það hvarflaði að mér að sleppa honum þannig út. Viss áhætta að láta hann fara úr buxunum. Ekki víst að hann fengist í þær aftur.
En ég tók þá ákvörðun að mér finndist það ekki mjög smart að láta drenginn mæta svo öfugsnúinn í Vesturhlíð. Þetta hafðist allt á endanum en ekki fyrr en við Bretinn lofuðum upp í ermina á okkur:
Sól seinna, heimtaði Sá Einhverfi
Og við héldum það nú aldeilis.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1640374
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Thad er ørugglega næg vinna og nóg af pælingum, thegar madur á barn sem hefur einhverfu. Gódar baráttukvedjur.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.8.2008 kl. 12:28
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 12:34
Alveg lágmark að lofa blessuðu barninu sól!
ðaeldénú....
Steingrímur Helgason, 7.8.2008 kl. 12:50
Það kemur sól seinna ég er viss um það. En er ekki hægt að kaupa á hann síðbuxur með rennilás um hnén, þá á hann möguleika á að stytta þær ef sólin brýst út með látum, kannski er þetta sáttaleið? bara hugmynd
Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 12:53
Það kemur sól aftur. Vertu viss.
Hulla Dan, 7.8.2008 kl. 12:55
Það kemur sól, en kvartbuxur eru enn í tísku, og mér finnst þær alveg rosalega töff á litlum gaurum, og svo má nota flotta íþróttasokka við þegar fer að kólna, það finnst mínum strák toppurinn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 13:13
Hehehe ... get ekki annað en glott út í annað Hef einmitt verið að glíma við sambærilega hluti hérna
Minn fæst venjulega ekki úr fötunum þegar hlýnar í veðri fyrr en eftir heilmiklar fortölur - og þá helst ef einhver annar en við teljum honum trú um að það sé alveg nóg að vera á bol, brók og stuttbuxum ... þangað til er hann helst í flíspeysu og með húfuna niður í augum! Við skelltum okkur til Spánar í fyrra og þar tók það einn dag að sannfæra hann um að á Spáni væri maður svona léttklæddur ... svínvirkaði því hann fór beint í föt þegar hann kom heim En svo voru góð ráð dýr þegar Spánar veðrið sótti okkur heim í sumar Eftir að hafa sent hann í "æfingabúðir" til vinkonu minnar kom hann heim svona til í allt - þar með að vera fáklæddur og berfættur í "sandala-skóm". Svona gekk þetta svo dögum skipti en þegar aftur tók að kólna vandaðist málið ... nú að fá hann aftur í föt!!
Við höfum sæst á ákveðna millileið í þessu máli eins og er ... hann er í peysu og buxum en fær áfram að vera berfættur í "sandala-skónum" sínum Ég get þó huggað mig við það að ekki slítur hann sokkunum sínum á meðan ... eða reytir/klippir af þeim spottana svo þeir líti út eins og gatasigti!!!
"Sól seinna" ... í vor var einmitt stanslaust spurt: "hvenær kemur eiginlega sumar og sól og grænt gras?!" Ég gat ekki lengur notað "þegar sólin kemur" þar sem snjórinn er stundum svo lengi að yfirgefa okkur Norðlendingana - því fann ég upp þetta með græna grasið ... svínvirkaði hérna
Góðar kveðjur til ykkar allra héðan frá Dalvík - þar sem allt er að fyllast af fiski-óðu og góðu fólki
Margrét Laxdal (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:50
Úff, lendi í fata rökræður nánast á hverjum degi. Mín er ekki einhverf, heldur fékk hún bara fullan þrjóskuskammt í arf úr báðum ættum. Auðvitað ekki frá forledrunum, afar og ömmur eru svona.
En við getum huggað okkur við það að sólin er eins og Jóhanna, hún kemur alltaf aftur.
Hafðu það gott.
Anna Guðný , 7.8.2008 kl. 15:01
Ég skal syngja sólarsönginn fyrir þig.
Elísabet Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 15:36
æ skil hann vel..ég er búin ad vera á kvartbuxum meira og minna..en nú er komin rigningartid og ég átti bágt ad fara i gallabuxurnar aftur
vonandi kemur svo meiri sól sidar
María Guðmundsdóttir, 7.8.2008 kl. 16:06
Ég heimta Sól með Ian seinna
Ómar Ingi, 7.8.2008 kl. 16:52
Ekki spurning...það kemur sko sól seinna....enda lungan af ágúst eftir og það er alltaf góður tími....sem og haustið með öllum sínum fallegu sóalrdögum...
Mæli með svona rennilásabuxum...þær svínvirka....
Bergljót Hreinsdóttir, 7.8.2008 kl. 17:55
Það er mikið rétt hjá þér, það er sko byrjað að kólna. En ekki er öll nótt úti enn, við hljótum að fá einhverja fleiri heita daga í viðbót. Vittu til og þá verður Ian glaður.
Linda litla, 7.8.2008 kl. 18:11
Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:47
Takk fyrir bloggvináttuna kæra Jóna
Erna, 7.8.2008 kl. 18:50
Já það er sko eins gott að það komi seinna sól. Þetta er fáránlega stutt sumar.
Minn er líka ánægður þegar hann fær að vera á stuttbuxunum en fyrirbærið stuttermabolur er frá hinum vonda að hans mati.
Guðrún Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 22:02
Sólveig. Alltaf stuð á þessu heimili.
Jenfo.
Steingrímur. Já það fannst honum allavega
Ásdís. Þetta er reyndar snilldarhugmynd.
Hulla Dan. Ég ætla rétt að vona það..
Lilja Guðrún. hann á einar kvartbuxur sem voru lengi vinsælar, en hann neitar að fara í þær núna. Hef ekki hugmynd um afhverju
Margrét. hahahaha einmitt! Erfitt að koma þeim úr vetrarfötunum á vorin og jafn erfitt að koma þeim aftur í vetrar-outfittið á hausin.
Anna Guðný. Nei auðvitað eru þessi gen ekki frá foreldrunum komin
Elísabet. Af einhverjum ástæðum er ég búin að vera með lag á heilanum síðan ég las kommentið þitt fyrr í dag: Ég skal mála allan heiminn elsku mamma....
María. Á fitubömmernum er ég bara svakalega glöð að geta farið að dúða mig aftur. Ég veit.. ég er biluð
Ómar. Gat nú verið...
Bergljót. Já ég ætla að athuga með rennilásabuxur.
Linda litla. Það verður sérstaklega gleðilegt ef næsta vika verður sólrík því þá verð ég í fríi
Guðrún B. Knús til þín elskan mín
Erna. Og takk fyrir bónorðið
Guðrún Jóns. hahaha er það!? Ian finnst það um langermaboli. Að þeir komi úr hinu neðra
Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2008 kl. 22:55
Nei! Sumarið er að byrja,verður fram til nóvember.
Ég krossa fingur mínar fyrir þér.
Páll Rúnar Elíson, 7.8.2008 kl. 23:18
Tek undir þessa kröfu, hún er bæði sanngjörn og eðlileg.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2008 kl. 00:09
alva (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:46
En sniðugt Jóna, þetta lag hljómar hérna á hálftímafresti á daginn, er eitt af uppáhaldslögunum hennar litlu minnar. Það mætti halda að þú værir skyggn.
Elísabet Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 02:21
Takk fyrir kveðjuna:)
Mér fannst nú ekki annað hægt en að vera bloggvinkona þín þar sem ég er alveg húkt á að lesa færslurnar þínar.
að einhverju leiti því ég kannast sko snúðinn þinn (Ég hef verið að vinna í laugalandi síðastliðin 3 sumur) og sé því sumar frásagnirnar ljóslifandi fyrir mér:) Hann er frábær! og að öðru leiti því þú ert svo bráðskemmtilegur penni:)
Ragnhildur Þóra , 8.8.2008 kl. 16:15
Meiri krúsalían þessi strákur þinn!
Edda Agnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.