Leita í fréttum mbl.is

Ditten og datten

 

Ég átti fund með Ritstýrunni í hádeginu í dag. Það gekk vel og bókin tekur sífellt meiri mynd á sig í hausnum á okkur. Það er góð tilfinning.

Ég dreif mig svo aftur í vinnuna því þar var verið að grilla bleikju og Meistari Mikki stóð við grillið. Ég kom síðust að borðinu og það má segja að akkúrat mátulegur skammtur hafi beðið eftir mér. Fólk tók hraustlega til matar síns, enda bleikjan ekkert slor hjá grillmeistaranum. Og sætu kartöflurnar voru algjört lostæti.

Menn voru svo upprifin af matnum að Meistari Mikki sendi uppskrift og eldunaraðferð í tölvupósti á okkur öll og kemur hér sá póstur óbreyttur. Kópí-peist bara:

Sætkartöflusallat:
>> Saxa sætkartöflu (skræla fyrst of coz) 2 stórar (m.v. 4 bumbur)
>> Saxa  kúrbít x2
>> Saxa einn rauðlauk ekki of smátt
>> Furuhnetur (...eða hezlehnetur a-la Pétur Jakob)
>> Setja allt í tvöfaldan álpappír og bretta upp á hliðarnar  (eða álbakka)
>> Hella slatta af ólífuolíu yfir allt (helst exta virgin)
>> Krydda með einhverju góðu kryddi (t.d. fire-up frá Cape-and-spice company)....og hræra öllu saman
>> Leggja bakka á sjóðandi heitt grill og grilla ca. 30 mín þar til sætkartöflur eru orðnar mjúkar, hræra nokkrum sinnum í þessu meðan grillað


Bleikjan (Sama uppskrift og í fyrra):
> Leggja bleikjuflökin á álpappír, roðið snýr niður.
> Smyrja mango chutney sósu yfir
> Hella smá sojasósu yfir flökin
> Strá lítið af söxuðum hvítlauk
> Leggja álpappír yfir og loka
> Setja á sjóðandi heitt grill (6 mín fyrir lítil flök, 10 mín fyrir stór flök - ALLS EKKI GRILLA OF LENGI)
> Opna álpappírinn þegar búið að grilla rúmlega helminginn af tímanum



SKORA NÆST Á GUNNAR AÐ GRILLA FYRIR OKKUR HUMAR FRÁ WESTMAN-ISLANDS !!!!!!!!!!!!!!!

Ef áskoruninni verður tekið og svo skorað á einhvern annan... og svo koll af kolli... þá líst mér ekki á aðhaldið ma'r.

-----

Á meðan ég átti mína vanalegu stund á rúmstokk Þess Einhverfa í kvöld, lágu bæði Viddi og Grímur-Perla til fóta hjá honum. Stráksi reis margoft upp á olnbogana til að virða þá félaga fyrir sér og ánægjusvipurinn sagði allt sem segja þarf. Hann nýtur þess svo mikið að hafa dýrin í kringum sig.

Nú sit ég hér í stofunni og það er opið út á pall. Tréin bærast aðeins í golunni og það er rökkur úti.

Ég kann vel við rökkrið. Líkar vel akkúrat þessi tími ársins þar sem aðeins er farið að dimma aftur án þess að það verði kolniðamyrkur. Væri alveg til í að hafa þetta svona allan ársins hring.

Uppi snörlar í Unglingnum. Hann virðist hafa náð sér í kvef og hálsbólgu á miðju sumri og var ansi slappur í dag. 

Gelgjan er að pakka niður. Ætlar út úr bænum um helgina með Viðhenginu og fjölskyldu. Á milli þess sem hún raðar tuskum í tösku sprangar hún um með púða eða eitthvað annað dótarí, innan undir náttbuxum og bol og virðist vera vel yfir kjörþyngd. Kom mér til að hlæja með litlum leikþætti hér áðan.

Bretinn var að koma inn úr dyrunum. Fór golfhring í Þorlákshöfn. Svo hann skuldar mér nudd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 01:54

2 identicon

Ég á líka einn svona Mikka sem finnst voða gaman að elda en hann er fjögurra ára hann Mikael minn og er efni í lystakokk...sammála þér með rökkrið, alveg yndislegt, væri til í að hafa júlí og ágústmánuð allan ársins hring...

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 02:17

3 Smámynd: Dísa Dóra

MMMMMMMMMMMMM þessa uppskrift verð ég að prófa

Dísa Dóra, 18.7.2008 kl. 08:34

4 identicon

Svona smá viðbót við sögurnar af börnunum í gær. Ég tók einu sinni saman sögur af drengnum mínum og setti í smá rit. Þessi sonur minn dó fyrir aldur fram en hann var þroskahamlaður og hreyfiskertur. Hann gat verið ansi orð(ó) heppin stundum en um leið bráðfyndin. Leyfi ég lesendum þessarar síðu að njóta tveggja góðra:

Þegar Sólveig langamma dó   langaði Jóhanni  að fara í jarðarförina. Hann hafði ekki kynnst þessari langömmu sinni mikið og á þessum tíma var ekki hægt að reikna út hvað hann myndi segja og hvar svo hann var látinn vera heima hjá bróður sínum. Hann grét og grét og vildi endilega koma með.  Ég reyndi að útskýra  fyrir honum að það væri ekkert gaman í jarðarförum en ég myndi sækja hann á eftir og fara með hann í kaffi í félagsheimilinu. Á meðan hann beið heima huggaði Öddi bróðir hans hann með því að segja honum að jarðarfarir væru hundleiðinlegar. Svo kom ég heim og sótti hann í kaffið. Hann beið spenntur, kominn í sparifötin og mætti hinn glaðasti á staðinn.  Hann var mikill selskapsmaður.  Hann settist við eitt borðið, horfði hinn kátasti yfir salinn, fólkið og allar kræsingarnar (fullt af kóki), sló sér á lær og sagði  stundarhátt:  “Þetta er nú fínasta veisla, MIKLU betri en þessi HUNDLEIÐINLEGA  jarðarför.”Jóhann byrjaði mjög snemma að hugsa um að hann þyrfti að fá sér konu. Hann bað kvenna á öllum aldri og átti fullt af kærustum en skipti það hann engu máli þótt þær ættu  kærasta fyrir eða væru giftar. Hann talaði og spurði mikið um hvernig lífið yrði þegar hann væri fluttur að heiman og kominn með konu.  Aftur á móti vissi hann afar lítið um kynlíf.  Svo var það eitt sinn þegar hann var að horfa á sjónvarpið að  hann fylgist af athygli með heitri ástarsenu og  finnst mjög spennandi. Þegar ástarsenunni er lokið þá teygir hann makindalega úr sér í sófanum og  segir með vellíðunartón:  “Þegar ég verð stór þá ætla ég sko að sleikja konuna mína eins og hundur.”

Erna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 08:48

5 identicon

Því miður komu sögurnar hér að ofan í einum belg og biðu. Vona ég að það komi ekki að sök og fólk átti sig á hvar ein endar og önnur tekur við

kveðja Erna Stef

erna Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 08:50

6 identicon

Mmm ekkert smá girnilegar uppskriftir. Hlakka til að prófa þetta í sumar.

Bryndís R (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 08:57

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

mmmm....hljómar vel. Ég keypti nú bara marineraða bleikju í Krónunni sem var algert sælgæti

Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 09:23

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

A.K.Æ. Ekki amalegt að hafa einn svona upprennandi á heimilinu. Þú gætir sest í helgan stein frá eldhússtörfum eftir svona eitt ár.

Dísa Dóra og Bryndís. Hvet ykkur til að prófa þetta. Ótrúlega fljótlegt og þægilegt. Og svaaaaakalega gott.

Erna. Kærar þakkir fyrir þessar frábæru frásagnir. Ekki annað hægt en að hlæja upphátt að orðheppni drengsins þíns. Ég samhryggist þér fyrir að hafa misst hann, en vona að þú sért sátt.  Ómetanlegt fyrir ykkur að eiga ritið þitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.7.2008 kl. 09:24

9 Smámynd: Ómar Ingi

MMMMMM 

Ég er svangur , bara við lesninguna

Ómar Ingi, 18.7.2008 kl. 09:37

10 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er ekki bleikju manneskja... en mér finnst samt vel matreiddur fiskur alveg hrikalega góður

Ég vona að Hörður vilji verða kokkur... það mundi auðvelda lífið um helming ef ekki meira

Guðríður Pétursdóttir, 18.7.2008 kl. 10:15

11 identicon

Ég hef verið að lesa bloggið þitt síðstu mánuði og hef gaman af því. Varð nú að kvitta í þetta skiptið þar sem þú ert að tala um eldamennskuna hjá honum mági mínum  Hann er snilli við grillið en þú ættir að biðja hann uppskrift af kjúllafile eða öðrum mat að hætti þangað sem hann á ættir að rekja, þá færðu geggjaðann mat

Snæa (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 10:17

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það kom vatn í munninn á mér við að lesa þetta.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:27

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ohhh...ég tók upp á því á gamals aldri að fá ofnæmi fyrir fiski....hefði þegið það hérna á árum áður þegar verið var að stappa þessum óbjóð ofan í mig......en svo fór ég að vinna í leikskóla og lærði að borða fisk og kjúklng..

En..uhmmmmm...Þetta hljómar mjööööög vel....gæti prófað sætu kartöflurnar....

Bergljót Hreinsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:01

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hlakka svo til að lesa bókina þína

Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:39

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta hljómar girnilega en er því miður með ofnæmi fyrir fiski. Fæ mér samt stundum humar og fullt af ofnæmislyfjum.

Helga Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 16:15

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú tók sig upp STÓRT Hómersslef nammi namm.  Skemmtilegar sögur hjá Ernu.  Hafðu það gott um helgina hvað sem þið gerið skemmtilegt. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 18:20

17 identicon

UMMMMMMMM

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 18:31

18 identicon

Ég er uppskriftasafnari - líst hrikalega vel á, veitir ekki af tilbreytingu í bleikjurétti þegar ofurveiðimaður býr á heimilinu. Mange tak

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:12

19 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

UMMMM!!!!!

Bóndinn minn er mikill veiðimaður og er búinn að fara tvisvar sinnum upp á Arnarvatnsheiði nýlega og við eigum fullt af bleikju og öðrum dýrindis fiskum......Hann missir nú reyndar alltaf stærstu fiskanna og segir mér sögur af því þegar hann kemur heim úr veiðiferðunum sínum Hvort sem það eru ýkjur eða ekki þá er það góð búbót að eiga veiðimann Ég mun pottþétt prufa þessa uppskrift.....um leið og við erum búin að kaupa grillið.....

Ég elska ágústnætur, dimmt, hlýtt, og fuglasöngur........Enda verður brúðkaupið okkar í ágúst

Risaknús

Skemmtilegar sögurnar hennar Ernu.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 19.7.2008 kl. 01:04

20 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hljómar svooo vel þessi uppskrift. 

Ég er búin að hlæja mig máttlausa af sögunum hennar Ernu, yndislegar.

Góða helgi

Elísabet Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 01:09

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gott að heyra góðar fregnir af 'jólabókinni' í ár & einar fínar uppskripptir atarna, fagmennska í fyrirrúmi, nema það að brúkaður er álpappír & líklega gazgrill, sem að eyðileggur alveg fyrir mér bragðlaukalöngunarslefið.

En, að öðru þá vil ég segja frá mínu hjarta þá var nú eitthvert fyrsta bloggið sem að ég varð gjörheillaður af & þurfti alltaf að lesa var nú eiginlega bloggeríið hennar Ernu Stefánsdóttur sem hér athugasemdaðist fyrr um hann Jóhann sinn.

Þið eruð eðal, báðar í hvað þið hafði gefið í ykkar bloggeríi um ykkar.

Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 01:33

22 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:18

23 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ósköp er notaleg lýsingin á veru þinni með kvöldinu og andvaranum!

gangi þér vel með bókina.

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband