Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Er skammast rétta orðið?
Sif... (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 01:53
Takk Sif. Veit að þetta getur ekki verið gaman fyrir þig, en ég grét úr hlátri við lesturinn. Já, ég veit hvernig svip þú ert að meina. hehe.
Einhverju sinni hélt Sá Einhverfi uppi stuðinu í biðröð á pizzastað. Það eina sem ég gat gert var að vona að hann héldi leikatriðunum sínum lágstemmdum. Fólk átti erfitt með að láta vera að stara á okkur. Fyrst þetta augnaráð á drengnum... og svo færist það hægt og bítandi yfir til mín. Breytist úr undrun og vantrú í rannsakandi. Verið að kanna mín viðbrögð. Athuga hvort ég sé kannski jafn skrýtin og barnið.
Þetta er alltaf bráðfyndið eftir á en ansi nail biting á meðan á því stendur.
Þýðir það að maður skammist sín? Ég skammast mín ef ég skammast mín fyrir krakkann. Ég sem er alltaf að predika að við þurfum ekki öll að vera eins. Sennilega væri nær lagi að segja að við vissar kringumstæður fari ég hjá mér. Og það þýðir auðvitað að ég láti á mig fá hvað aðrir hugsa.
Annars er fátt yndislegra en einlægni barna. Og einlægni þeirra getur stundum komið manni í bobba.
Komma so... deila sögum um illa uppöldu börnin ykkar sem urðu ykkur til skammar á einhverjum tímapunkti í lífinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:45 | Facebook
Athugasemdir
Ég get það ekki, var látin skrifa undir eitthvað skjal hjá lögfræðingnum dóttur minni á meðan hún beindi skotvopni að höfði mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 00:43
Get ekki sagt eitt né neitt er á konu og barna.(að því er ég best veit)
Eiríkur Harðarson, 17.7.2008 kl. 00:47
Jenný. Þessu trúi ég. Jenný Una mun fylla í skarðið og þú munt hafa fullt fullt af sögum að segja mér.
Eiríkur. þar hittirðu naglann á höfuðið; eftir því sem þú best veist
Jóna Á. Gísladóttir, 17.7.2008 kl. 00:49
pifffff ég skammast mín oft fyrir minn gaur.... og skammast mín ekkert fyrir það.
Skammast mín samt ekkert meira fyrir hann en hin börnin mín stundum.
Hann er yngstur af systkinunum sínum, á 2 eldri systur og sérstaklega fermingardaman skammast sín ferlega fyrir hann :=)
Ég fór með hann á Greiningastöðina í vor honum fannst ægilega gaman í flugvélinni en þegar við komum suður beið okkar á flugvellinum ferlega flottur 4ra milljóna króna svartur Bens, allur leðurklæddur með hvítu leðri að innan og ég var bara eins og Dorrit Moussaef á götum Reykjavíkur þennan tíma (vantaði bara hækjurnar og plásturinn á nefið, jú og Óla Forseta til að vísa mér veginn).
Guttinn var nú ekki á því að setjast upp í þennan bíl, ekki okkar bíll og hann hafði aldrei séð hann áður og sagði bara þvert NEI. "Nei ekki þessi bill, nei ekkkkkkiii þessssiii bílll, minnnnn bííílll" Þarna stóð ég gjörsamlega titrandi með allan farangurinn búinn að labba um allt stæðið til að leyta að bílnum. Með krakkan alveg brjálaðan að reyna að koma honum inn í bílinn :=) Veit ekki alveg hvað fólk hugsaði þegar það labbaði framhjá okkur, gaf bara skít í það í þetta skiptið.
En eftir miklar og langar fortölur og sáttasemjaraumræður sættist á hann á bílinn. OMG hvað það var sveitt, pirruð og þreytt mamma með grenjandi krakka í aftursætinu sem leitaði og leitaði og villtist og villtist við að leita að húsi Þroskahjálpar í Kópavoginum :=)
Eftir þessa ferð þarna suður á greiningastöðina get ég allavega sagt og segi það með stolti.... Sonur minn er með dæmigerða einhverfu og hann er með þroskahömlun þess vegna er hann svona :=)
Sif... (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 01:26
Svo er annað sem fer í mínar fínustu taugar, og best að pústa aðeins í þér Jóna :=)
Það er þegar fólk segir við mig að ég láti of mikið eftir honum... jú kannski geri ég það, en drengurinn er með svo mikla þráhyggju að það er erfitt að snúa honum.... ég geri mitt besta í þvi að láta honum líða vel það er númer 1 2 og 3. Veit líka að til langstíma þá er ég kannski ekki að gera honum gott. Ég læt ekki undan frekjunni í honum en læt oft undan þráhyggjunni, tel mig vita sem móðir hans að ég þekki í sundur þráhyggjuna og frekjuna en annað fólk sér það ekki .
Held að ég verði að drífa mig í að fara á eitthvað námskeið í því hvernig sé best að tækla svona snililnga eins og okkar !!!!
Sif... (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 01:46
Ég gæti skrifað bók um mína stráka og vandræðaganginn sem þeir hafa komið mér í
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 17.7.2008 kl. 10:14
Ég er nú viss um að öll börn fá foreldrana sína til að roðna og vilja að jörðin gleypi þá einhverfa eða ekki.
Ólöf Anna , 17.7.2008 kl. 10:52
Sæl Jóna mín og takk fyrir frábær skrif. Ég les alltaf bloggið þitt og hef bæði hlegið og grátið. Á sjálf einn með dæmigerða einhverfu og þroskahömlun.
Mig langar bara að koma að einum skilaboðum til ykkar hinna sem ekki voruð valin til að ala upp svona gullmola: EKKI stara á okkur í búðum þegar börnin okkar eru "í stuði". Ég skammast mín sko ekki fyrir minn son, hann er dásamlegur, fallegur, skemmtilegur, yndislegur en jafnframt erfiðasta barn sem ég þekki :-) Virkilegt "challenge" fyrir alla. Ég skammast mín hins vegar MIKIÐ fyrir sjálfa mig. Það að ég skuli ennþá fá kökk í hálsinn og tárast þegar ég lendi í svona aðstæðum á meðal fólks. Ég hef ósjaldan farið að hágráta þegar ég er komin út í bíl og ekið grenjandi frá hinum ýmsu búðum í bænum. Mér finnst það svo leiðinlegt en ég ræð ekki við það svo hættið að stara á mig - leyfið mér að tárast í laumi án áhorfenda. Takk.
mamman (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:53
Sif. hahahaha ég kannast við þetta með svitaköstin. Ótrúlegt hvað börn geta fengið mann til að svitna rosalega. Já, það er að vissu leiti léttir að fá greiningu því það þýðir skýring á svo mörgu.
Við foreldrarnir vitum best hvernig á að tækla óæskilega hegðun og vissulega er stundum betri kostur fyrir alla, að láta undan. En í rauninni er það að vera samkvæmur sjálfum sér, enn nauðsynlegra en með ''venjulegu'' börnin okkar. Hinn gullni meðalvegur er oft vandrataður í þessu sem og öðru. Á meðan þú breytir eftir þinni bestu samvisku og eins og þú telur best, reyndu þá að láta fólkið í kringum þig ekki hafa áhrif á þig.
Ommi. Þú kannast við þetta
Hulda Bergrós. Já einmitt. Komdu með eins og eina sögu
Mamman. Kærar þakkir fyir kveðjuna. Mér vöknaði nú aðeins um augun við að lesa þetta. Þekki þetta svooo vel. Þú mátt nú fyrst og fremst vera stolt af því að drösla drengnum þínum í búðir þrátt fyrir allt. Margur (þar á meðal ég) sleppi því helst barasta. Blessuð vertu ekki að skammast þín fyrir kökkinn. Þetta eru streitumerki og ekkert annað. Við skulum bara gera okkar besta til að hætta að pæla í hvað fólk er að hugsa og það minnkar örugglega stressið. En þetta er líka sorg mín kæra. Ég held að þetta lagist með tímanum.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.7.2008 kl. 11:20
úffff.....gæti eflaust skrifad bók um skømmustulegar uppákomur barna minna..bædi grátlegar og hlægilegar...enda med 4 stykki sko....en ekkert eitt sem stendur uppúr..
eigdu gódan dag.
María Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:32
Sæl Jóna og takk fyrir yndislega pistla,
dóttir mín, þá svona 7-8 ára byrjaði að spjalla við mann, einmitt í svona biðröð í búð, og klikkti út með því að maðurinn gæti alveg komið með okkur heim og gist því mamma hennar ætti engan mann. Soldið vandræðalegt :D
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:58
Dóttir mín ,,mjög erfið" sem barn og hefði eflaust fengið einhvers konar greiningu hefði ég verið nógu klár til að gera eitthvað annað en að fara með hana til sálfræðings sem sagði mér að vera ákveðnari döh.. Hún tók svakaleg köst og varð oft alveg "dýrvitlaus" í sundi og það réði ENGINN við hana. Ég er blíð og góð móðir ... believe me ... en þegar ókunnar konur voru farnar að koma hlaupandi með prinspóló til að róa fjögurra ára barnið mitt og karlarnir í karlaklefanum hinum megin í byggingunni þurftu að halda fyrir eyrun, var ég í alvöru að hugsa um að læsa hana bara inni í einum skápnum í sundlauginni og skilja hana eftir.. móðir fór sveitt út, systir fór sveitt út, pabbi beið sveittur fyrir utan og barnið .. tja.. kom hálfklætt út, eldrautt í framan... og uppgefin eftir ,,hamfarirnar" .. Þetta var því miður ekki einsdæmi.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.7.2008 kl. 13:46
Hmm...búðarferðir frá víti fyrir svona 1-2 árum. Þegar daman var í góðu formi þurfti maður "bara" að hlaupa á harðaspretti á eftir henni um Hagkaup í Smáralind. Þegar hún var verr upplögð gátu fylgt öskur og læti þegar hún var búin að fá nóg og/eða fékk ekki það sem hún ætlaði sér. Og já svo situr maður titrandi úti í bíl á eftir. Hef aldrei spáð í hvað öðrum finnst um þetta, að hugsa um barnið hefur forgang. Þetta hefur mikið lagast núna en gömlu hjónin fá þó stundum að spretta vel úr spori.
Jú, og þegar hún stakk sér undir fiskborðið í Nóatúni og ég rétt náði í lappirnar á henni þar sem hún var að hverfa undir það. Dró hana svo fram og við vorum báðar útataðar í slori eftir þá viðureign. Þegar heim kom þurftum við báðar að strippa í anddyrinu og ÖLL fötin okkar að fara í þvottinn út af lyktinni og við sjálfar beint í sturtu!
Manni leiðist víst ekki á meðan!
Þórdís Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 14:21
Tourette stelpan mín á mörg gullkornin frá því hún var lítil, hún stökk á fólk út í búð og spurði ótrúlegustu spurninga, sumir urðu fúlur en aðrir brostu, aldrei skammaðist ég mín neitt að ráði. Fannst viðbrögðin oft fyndin.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 14:57
Synir mín hafa svo oft sett mig í klípu á almannafæri að það er efni í heila færslu á mínu eigins bloggi.
Helga Magnúsdóttir, 17.7.2008 kl. 16:29
Elsti sonur minn, sem reyndar er ekki einhverfur, var einstaklega laginn við það að koma mér til þess að skammast mín niður í tær. Eitt sinn þegar hann var tæplega 5 ára gamall, vorum við stödd í strætóskýli að bíða eftir strætó.
Ég hafði verið slæm í maganum allan daginn, en það hafði bráð af mér svo ég treysti mér út með strákinn.
En sonur minn hafði ennþá hugann við mín pínlegu veikindi og vildi greinilega sýna að hann bæri umhyggju fyrir mér, því þar sem við stöndum þarna í strætóskýlinu innan um bráðókunnugt fólk, hrópar hann skyndilega í áhyggjutón til mín . 'Mamma!! Ertu ennþá með niðurgang??'
Svava frá Strandbergi , 17.7.2008 kl. 17:32
kannski hef ég einhverntíman sent fólki "svip" í gegnum árin þegar mikil eru lætin, en almennt mér finnst fátt yndislegra en sjá þessa "einstöku" einstaklinga blómstra og huga bara hvað foreldrarnir eru dugleg að sjá um þau og best þegar þau koma öllum í bobba með einlægninni sinni.
man eitt sinn þegar ég var að vinna í Nóatúni þá var ungur maður búinn að stara á par sem var að kynna fisk og svo þegar mamman kallaði á hann og bað hann að koma þá sagði hann hátt og skýrt meðan hann labbaði í burtu .... "mamma ég hef bara aldrei áður séð svona stóra konu og svona ljótan mann"
mamman sökk niður í jörðina en parið og allir hinir sem vitni urðu að þessu hló hástöfum
Rebbý, 17.7.2008 kl. 18:04
Minn litli áttar sig ekki alltaf á hlutunum hann fór á námskeið hjá skátunum og allir krakkarnir áttu að vaða yfir læk allir voru voða penir við þetta brettu aðeins upp buxurnar og fóru úr sokkunum, en allt í einu kallar lítil stelpa það er alsber strákur í læknum þá hafði minn bara ekki fengið nógu skýr fyrirmæli hvernig þetta átti nákvæmlega að vera .
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 17.7.2008 kl. 20:23
Nú ætla ég bara að þakka þér fyrir hjálpina elsku Jóna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.7.2008 kl. 21:03
Öhh. Fyrir nokkrum árum fór ég með tveggja-þriggja ára dóttur mína, ákaflega skýrmælta, í verslun hér í DK. Keypti ýmislegt, m.a. dömubindi.
"Er det til din tissekone, mor" spurði krakkinn hátt og skýrt. Og þegar mamman varð vandræðaleg og sussaði á barnið, endurtók hún spurninguna enn hærri röddu, og flissaði yfir móður sinni...
Jónína Christensen, 17.7.2008 kl. 21:53
Ég er nú svo seinþroska sjálfur að ég man ekki eftir að hafa þurft að skammast mín fyrir þau en þau hafa líklega oft "farið hjá sér" fyrir mig, en varðandi strákana hennar Huldu Rósar þá get ég sagt ykkur þeir eru bæði kurteysir og vandaðir.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.7.2008 kl. 22:17
Sæl Jóna - Ég er áskrifandi að blogginu þínu og get ekki annað, enda eru þín skrif oft eins og bein lýsing úr mínu lífi.
Ég get oftast farið með minn einhverfa í búðir, enda með athyglisbrest á háu stigi og því svo margt sem glepur að hann hefur ekki tíma til að vera með læti. Ég man bara eftir einu skipti sem ég bar hann gargandi og gólandi út úr gamla IKEA alveg inn úr miðri búð - en mér var slétt sama hvað fólki fannst um aðfarirnar. Skiptin hafa örugglega verið fleiri en það er gott að vera fljótur að gleyma !
Það er hins vegar alheilbrigða og á köflum kjaftfora 31/2 litla skottið sem hefur fengið mig til að roðna. Tvö nýleg atriði koma upp í hugann. Fyrst þegar við gengum hönd í hönd út af leikskólanum og hún sagði við mig þegar við mættum einum pabbanum "Þetta er pabbi minn" með spurnar röddu, rétt eins og hún væri að leita sér að álitlegum pabba (við foreldrarnir búum saman með okkar börnum). Í annað skipti fullyrti hún við mig þar sem við vorum staddar í verslun "Þú er með barn í maganum mamma" - ég leit í kringum um mig og vonaði að enginn sem við þekktum væri í grenndinni, því fullyrðingin á ekki við rök að styðjast.
Jóhanna María (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:30
Heil og sæl.
Ég er ekki foreldri einhverfs barns en hef fengið þau forréttindi að fá að vinna með einum slíkum og það er bara búið að vera gaman. Vissulega hefur hann komið manni í bobba en ég hef aldrei skammast mín, annað hvort brosað að fáfræði annara eða verið að rifna úr stolti þegar árangur vinnu okkar er góður. Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt og það að hafa kynnst dæmigerðri einhverfu og reyndar krökkum á einhverfurófinu læðir brosi á varirnar þegar maður les sumt sem þú skrifar.
Eigðu góðar stundir, ein ókunnug.
ókunnug (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 00:31
Ég var liðveisla fyrir einn yndislegan einhverfan strák sem var 4 ára þegar þetta átti sér stað. Við löbbuðum hönd í hönd inní verslunarmiðstöð (mitt hlutverk var m.a. að fara reglulega í búðarrölt og venja hann smám saman á mannfjöldann og allt það..) þegar hann slítur sig lausann og hleypur af stað. Ég strýk fingurgómunum eftir hettunni á úlpunni og drengurinn rééétt þaut úr höndunum á mér. Fljótlega sá ég hvert hann hljóp - að manni sem sat á hækjum sér að skoða brauð neðst í hillu á verslun einni. Drengurinn stekkur á bakið á manninum, rífur með annari hendinni um hálsinn á honum og hinni sveiflar hann uppí loftið um leið og hann öskrar hátt "JÍÍÍÍHAAAAAA!"
Gaman að þessu. Ég viðurkenni að ég skammaðist mín, en mér fannst þetta líka bara svo ómótstæðilega fyndið að ég hló eiginlega meira en ég grét hehe
Jóhanna Reykjalín (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:37
Rut. hehe. Barnið æst í að koma mömmu sinni út
Jóhanna. Guð minn góður. hef lent í svona uppákomum í sundi. Það er ekki góður staður til að standa í þessu veseni.
Þórdís. nei manni leiðist sko ekki
Guðný Svava. Nú hló ég
Rebbý. hahaha ég er ekki viss um að ég hefði haft húmor fyrir þessu ef ég hefði verið stóra konan eða ljóti maðurinn
Hallgerður. hehe bara eftir pöntun. Frábær spurning: ertu dáin
Emma. en yndislegt. Sjálfsagðasti hlutur í heimi, auðvitað.
Jónína. Svo blátt áfram þessar elskur **fliss**
J'ohanna María. HAHAHAHA
Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2008 kl. 21:41
Jóhanna María. Ég var ekki búin hehe... en stórkostlegt. Hefur hún látið upp einhverjar efasemdir um faðerni sitt
Ókunnug. Takk fyrir innlitið. Takk fyrir starfið þitt.
Aðalbjörg. Úff segi ég bara. Dáist að þér. Þetta geta ekki hafa verið auðveld 8 ár. Ég vona að betra taki við nú þegar greiningin liggur fyrir.
Hún lét nágrannadrenginn heldur betur hafa það. Gott hjá henni. Snilldar röksemdarfærsla
Jóhanna Reykjalín. Með því fyndnara sem ég hef heyrt
Takk kærlega öll fyrir sögurnar.
Jóna Á. Gísladóttir, 21.7.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Elska þetta komment sem ég fékk við síðustu færslu:
Væri til í svona bol eða peysu sem stæði á "Ekki tala við mig, ég er einhverfur og þoli þig ekki"
Myndi alltaf setja minn í peysuna í þau fáu skipti sem hann fær að fara með mér í búðir :=)
Minn öskrar á ókunnuga sem yrða á hann nefnilega, svo fær mamman svona svip frá viðkomandi .... þú veist hvernig svip !!!!