Leita í fréttum mbl.is

Tískuvitund Þess Einhverfa

 

Ég held ég hafi fengið að upplifa það í dag að sjá tískuvitund Þess Einhverfa fæðast.

Í morgun neitaði hann að fara í buxur sem ég bauð honum. Buxur sem hann hefur átt lengi og margoft notað.

Þetta var ekki þetta týpíska reiða og æsta NEI, heldur róleg og yfirveguð höfnun á flíkinni. Ég stóð hugsi svolitla stund en ákvað að sjá hvert þetta leiddi okkur og náði í aðrar buxur. Hann fór í þær þegjandi og hljóðalaust.

Seinnipartinn ákvað ég að setja í þvottavél og þar sem hæfileikar mínir sem húsmóður liggja einmitt í þvottahúsinu þá var ekki miklum óhreinum þvotti fyrir að fara. Sá Einhverfi var í polobol sem ég festi kaup á í GAP í UK og ég vildi henda honum í vélina, sem var ekki meira en hálf.

Ég keypti bolinn algjörlega upp á von og óvon, því eins og allir vita eru polobolir með kraga og tölum. Það hefur ekki fallið í kramið hjá Þeim Einhverfa hingað til. Ó nei. Einfaldir bolir er það eina sem hefur verið samþykkt. Og hverskyns langermabolir koma ekki til greina.

En polobolurinn varð algjört hit og er nú uppáhalds.

Og nú neitaði Sá Einhverfi að fara úr honum svo ég gæti þvegið hann. 

Ef þú ætlar að fara í þessum bol í Vesturhlíð á morgun, sagði ég, þá verðurðu að leyfa mér að setja hann í þvottavélina núna.

Mér til mikillar gleði fór hann úr bolnum. Hvort það var gagngert til að geta mætt hipp og kúl í Vesturhlíð í fyrramálið, veit ég ekki. En það gæti allt eins verið, hann kemur sífellt á óvart, gormurinn minn.

Og mér datt í hug að bjóða honum stutterma skyrtu af Bretanum. Og í skyrtuna fór hann. Ég hef ALDREI fengið að klæða hann í skyrtu. ALDREI.

Á meðan ég setti í þvottavél fór hann úr skyrtunni, fann sér stuttermabol, klæddi sig í hann og fór í skyrtuna utan yfir. Fannst greinilega vanta eitthvað upp á stílinn.

Gelgjan hoppaði upp og niður af kæti, rauk svo upp á loft og kom aftur niður með bindi. Mér var allri lokið þegar við fengum að setja bindi á krakkann og hann skoðaði sig rogginn í spegli.

Bindið fékk reyndar ekki að sitja lengi á sínum stað, en hann pældi allavega í þessu. Gaf því séns.

Það var með herkjum að ég náði honum úr skyrtunni eftir að hann var kominn upp í rúm. Nú er bara að sjá hvort hann velur  í fyrramálið: skyrtuna af Bretanum eða polobolinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krúttkast..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

En æðislegt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.7.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Þetta er skemmtileg lýsing hjá þér.

Linda Samsonar Gísladóttir, 11.7.2008 kl. 01:29

4 identicon

Gaman að þessu

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 03:56

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

madur vill nú vera tøff sko  gaman ad lesa hvad hann er alltaf ad brillera strákurinn

María Guðmundsdóttir, 11.7.2008 kl. 04:44

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það hlýtur að vara gaman þegar það gerast svona óvæntir hlutir þar sem sjaldan koma óvæntir hlutir. hann er greinilega að verða glegja og meðvitaður um útlitið.

kær kveðja

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 08:01

7 Smámynd: Helga skjol

Bara snilld þessi drengur

Helga skjol, 11.7.2008 kl. 08:09

8 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Framhald í kvöld vonandi?!?!?!

Steinþór Ásgeirsson, 11.7.2008 kl. 09:41

9 Smámynd: Dísa Dóra

Hann er algjör snillingur þessi strákur

Dísa Dóra, 11.7.2008 kl. 10:53

10 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:00

11 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Krúttkast

Bjarndís Helena Mitchell, 11.7.2008 kl. 11:58

12 identicon

VÁ!!!  Pólóbolur - skyrta - bindi!!!  Frábært!!!  

Það er ekki auðvelt að kaupa föt á þessar elskur, maður veit aldrei hver viðbrögðin verða.

Hérna er þvert nei við gallabuxum, sparibuxum með tölum, hettupeysum, öllum bolum með kraga og tölum - hvort sem ermarnar eru stuttar eða langar ... og lengi vel máttu engir miðar vera! 

Núna hins vegar pirra hann alls kyns spottar á flíkum ... oftast á stöðum sem ég sé varla en hann hefur einstakt lag á að draga fram spotta úr flíkum og vilja klippa þá úr.  Nú er sjálfstæðið orðið það mikið að hann nær sjálfur í skærin og snyrtir til föt dagsins - stundum því miður full vel   Dag eftir dag eru t.d. nýir sokkar komnir með gat á ýmsum stöðum því full hraustlega var farið í snyrtinguna ... opnaði sokkaskúffuna í morgun og sá að pörin sem eftir voru eru teljandi á fingrum annarrar handar    Eins fá allar reimar að fjúka núna ... áður var vandamálið að enginn nema mamma kunni að reima rétt (laust en samt það fast að reimarnir losnuðu ekki við dagleg brúk!) - núna eru þær bara klipptar úr ef ekki dugir að toga þær úr

Það skemmtilega er samt að ekkert virðist vera eilíft, það kemur alltaf eitthvað nýtt og stanslaust er hægt að koma manni á óvart  

Margrét L. Laxdal (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:18

13 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Oh hann er nú meira krúttið, greinilega skemmtilegur strákur. 

Minn strákur fór í fyrsta skipti á ævi sinni í gallabuxur 11 ára, hann var svo þver með þessa hluti. 

Kær kveðja og eigðu góðan dag.

Elísabet Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:19

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá  litlir sigrar en samt svo gríðarlega stór skref hjá honum.  Takk enn og aftur fyrir að þroska okkur hin með skrifum þínum um Ian, yndislegur drengur eins og þú ert yndislega manneskja og móðir elsku Jóna mín.  Góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:55

15 identicon

Hey frábært... vona að minn einhverfi finni einhvern tíman upp á þessu líka.

Drengurinn minn er alltaf eins og niðursetningur í tauinu, eða segjum frekar eins og fallegur niðursetningur. Á nú 3 íþróttagalla til skiptanna sem hann vill vera í ( tveir eru eins svo að halda mætti að hann væri alltaf í sömu fötunum). Í vetur tók hann upp á því að vilja alls ekki fara í peysu, svo að hann var alltaf bara á bolnum, ekki sjens að fá hann í peysu !!!!

Á aðfangadagskvöld var hann á brókinni, í eldgömlum batman bol og með spiderman húfu á hausnum.... Flottar jólamyndir á mínu heimili þetta árið :=)

Þegar búið var að pakka vetrarfötunum niður var komið að því að hann myndi velja sér sumarfötin. Nokkrar flíspeysur, húfur, buff, og strigaskór voru sett fyrir framan hann og hann pikkaði út..... Til að gera langa sögu stutta þá valdi hann sér skó úr RÚMFÓ, flispeysan var líka úr RÚMFÓ og buffið var þetta líka fallega RUMFATALAGERS buff, vel merkt RÚMFATALAGERNUM :=)

Ég var virkilega að pæla að tala við forstjóra rúmfatalagersins og ath hvað hann vildi borga mér á mánuði fyrir þessa ókeypis auglýsingu :=)

Hann er bara krúttlegasta rúmfatalagersauglýsing sem ég hef séð ....

Sif... (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:31

16 Smámynd: Ómar Ingi

Ian verðandi tískulögga

Ómar Ingi, 11.7.2008 kl. 14:39

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:48

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi ég sit hérna brosandi út að eyrum. ÆÐISLEGA sögur sem ég les hérna.

Margrét. Ég kannast við götóttu sokkana. Sem betur fer varði það tímabil stutt en ekki fyrir löngu síðan fann hann alltaf spotta á sokkunum sínum og rakti upp. haha

Sif. Ekki spurning. Rukka RL. Og ég get sko vel ímyndað mér að þetta sé krúttlegasta auglýsing ever. Ég þekki vel barn á brókinni á aðfangadagskvöld. Laaaangt síðan ég hætti að setja það fyrir mig. En vissulega væri gaman að fara að geta sýnt sig skammlaust í ammmmælum og sonna með vel klæddan krakka

Takk öll fyrir kveðjurnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2008 kl. 15:40

19 Smámynd: Brynja skordal

Flottur er krúttstrákurinn þinn hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 16:46

20 identicon

Hann er klárlega flottastur!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:53

21 identicon

Á ekki sá Einhverfi nafn ......furðulegt að nefna hann bara þessu nafni !!!

Kv. Sunna

Sunna (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 17:59

22 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þetta er skemmtileg lýsing en við erum jú öll svolítið einhverf, bara mis mikið. Gangi ykkur vel.

Marta Gunnarsdóttir, 11.7.2008 kl. 18:11

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, sannkallaður dásemdar drengur, er allt í einu farin að líta í kringum sig, hann er nú samt of ungur til að vera kominn með hvolpavit.  - En hann gæti hafa hitt sæta stelpu sem honum fannst líka fallega klædd,  í sveitinni. - Getur það verið Jóna ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 19:34

24 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Tilvonandi tískulögga.  Unglingurinn minn er vanalega ánægður með það sem hann fer í en það er svo fyndið þegar hann neitar gjörsamlega að fara í flík.  Hann byrjar á því að henda henni úr búnkanum og þegar ég kem með hana aftur og býð honum að fara í snýr hann bara upp á sig og gerir handahreifinguna fyrir nei.  Endar vanalega á því að ég þarf að ná í nýja flík sem hann vill vera í.

Bergdís Rósantsdóttir, 11.7.2008 kl. 20:03

25 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

skildi hann vera orðinn ástfanginn gaurinn :-)

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:14

26 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Krakkar og föt eru heill kapítuli út af fyrir sig. Strákurinn kemur sífellt á óvart.

Önnur dóttir mín tók upp á því að neita að ganga í samstæðum sokkum. Þurfti alltaf að vera í einum bleikum og öðrum gulum eða eitthvað í þeim dúr! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.7.2008 kl. 00:08

27 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú ert dásamlegur penni Jóna

Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 03:14

28 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Hann er aldeilis komin í explore mode litli pjakkurinn.. spennandi að vita hvað gerist næst

Guðríður Pétursdóttir, 14.7.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband