Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Gin og tónik, Söngvaborg og kónguló
Ég vaknaði mun betur upplögð í morgun og það bestnaði bara þegar leið á daginn. Sennilega er það vegna þess að þið eruð bestust. Ég hef legið í kasti yfir sumum sögunum sem þið skelltuð inn í kommentakerfið hjá mér. Takk kærlega fyrir mig.
Núna sit ég hér með rótsterkan gin og tónik sem Bretinn blandaði ofan í mig. Ég held að hann vonist til þess að ég drepist fyrir matinn. Hann ætlar að grilla borgara ofan í okkur og fær náttúrlega fleiri ef ég verð ekki hæf til borðhalds.
Sá Einhverfi situr / stendur fyrir framan sjónvarpið og Söngvaborg (allar útgáfur) endurómar hér veggja á milli.
Hann syngur hástöfum með og það er svoooo skemmtilegt að hlusta og horfa á. Þessar DVD myndir hafa fylgt okkur í mörg ár og það er svo greinileg framför hjá orminum. Bæði hvað varðar framburð á texta og svo tóneyrað hans. Sumt er auðvitað út úr kú og er svakalega krúttlegt.
Annað sem gleður er að hann horfir beint á okkur og syngur hátt og vandar sig. Hann VILL fá komment á sönginn sinn. Er að sýna sig.
Í gær stóð hann upp á svölum og virti fyrir sér risastóran kóngulóarvef með einni feitri hangandi í honum miðjum. Leit svo á mig og sagði hátt og skýrt: SJÁÐU
Einhvers staðar stendur að einhverfir leiti ekki eftir viðurkenningu og deili hvorki upplifun né hlutum með öðrum. Hann afsannar hverja ''regluna'' á fætur annarri þessi gaur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Ég held að það sé hægt að afsanna þetta að allir einhverfir séu líkir...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 18:43
Ég dáist endalaust að þessum gaur, hann er æðislegur.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 18:50
Hann sonur þinn er bara YNDISLEGUR!!!! Já þetta er einmitt málið einhverfa er ekki sama og einhverfa, hún birtist í mismunandi myndum á mismunandi hátt og er jafnvel mismunandi dag frá degi. Alla veganna er það í mínu tilfelli. Sumir dagar eru öðruvísi en aðrir :-)
Litrófið er svo fallegt, yndislegt og umfram allt trilljón litir og því trilljón mismunandi :-)
GÓÐA SKEMMTUN og njóttu kvöldsins :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.7.2008 kl. 19:41
Drengurinn ykkar er yndi. Og þið öll! Þakka þér yndislega pistla, sem ég les mér til ánægju og þeir hressa mína sál. Kær kveðja til ykkar allra, tvífætlinga sem fjórfætlinga og njótið sumarsins
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 20:01
Ég þekki 3 á einhverfurófinu og þeir vilja allir viðurkenningu ég er í mjög reglulegum samskiptum þeir eru allir 7 ára og vinir þetta eru stór skrýtin og skemmtileg samskipti einn er að taka upp á því að vera veikur í tíma og ótíma það er auðvitað bara þráhyggja en hans leið til að ver strokinn og knúsaður, þeir þurfa allir mikið hrós. þetta er sérstök veröld hef stundum velt því fyrir mér hvort einhverfu fylgi skyggnigáfa.
sé þinn mann alveg fyrir mér að syngja svona flott
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 9.7.2008 kl. 20:13
Hey.... flokkast gin og tónik ekki undir fljótandi nart???? hvað með átaki?? er allt bú?
Æi hann er yndislegur sá einhverfi...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.7.2008 kl. 21:00
Æj en fallegt. Farðu varlega í búsið og njóttu borgarans.
Ragga (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 21:04
Gunnar. Auðvitað eru þau öll einstaklingar eins og við hin. Þó er margt líkt með þeim líka.
Guðrún. Takk 'skan. Við eigum það sameiginlegt
Elísabet. Þar ratast þér satt orð á munn: litrófið er yndislegt. Við kunnum bara ekki alltaf að njóta þess.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 21:10
Skál Jóna mín
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 9.7.2008 kl. 21:47
Skál Jóna
Ómar Ingi, 9.7.2008 kl. 22:08
Huld S. Ringsted, 9.7.2008 kl. 22:34
Gott að þú ert hressari í dag og hann sonur þinn er bara perla
Eyrún Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 22:39
Auður. Kærar þakkir fyrir kveðjuna
Emma. Ian hefur lengi þótt vænt um hrós en hann hefur ekki sýnt það svo greinilega fram að þessu að hann sækist eftir því. Þú ert heppin að þekkja alla þessa frábæru einstaklinga.
Hrafnhildur. Svo sannarlega er það fljótandi nart . En mundu að ég er ekki í átaki heldur að vinna í breyttum lífsstíl. Og hann felur sko ekki í sér að ég sleppi öllu áfengi
Ragga. Borgarinn var sko góður.
Skál Hulda og Ómar
Takk Eyrún mín. Já mun hressari í dag.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 22:45
Huld. Gleymdi að senda þér knús
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 22:46
Já Jóna það er rétt að við kunnum ekki allltaf að njóta litrófsins en ég held samt að eftir því sem við eldumst "hóst" þroskumst hehe þá lærum við að njóta mun meira heldur en við hefðum gert fyrir þessa reynslu okkar
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 10.7.2008 kl. 00:05
Farin að drekka FYRIR kvöldmat og í MIÐRI viku. Ésúsamía.
Hann Ian er svo mikill dúlludúskur að það er ekki fyndið einu sinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 00:10
ég þekkji fólk sem er einhverfir.eða var í svona spes bekk.þvi ég með vægaþroskahömlun. hey þetta eru frábær fólk.þau koma mani svo mikið á óvart. besta vinkona min með mer í bekk þegar ég var í skóla . hún er einhverf.ég tala oft við hana á msn.er enþa vinkona mín. mér fysnt frábært að hun getur notað msn.mér fynst líka rosa gaman þegar hún kemur með nýtt orð til mín. ég veit það er erfit að ná til einhverfa.en ég næ til vinkona mína.það ná ekki allir svona vel til henar eins ég.ég kem við hana fram eins og allar aðra vini mina.ju kaski smá öðruvisi. ..ég var hrifin af strák með einvhverfu fór smá læra um hvað einhverfa væri.en held han var með asperger.ég veit fólk með asperger eru meira í okkar heimi.en einvherfir lifa sig oft í sýnum heimi. . vilja oft held ég vera ein en ekki alltaf.ég veit fólk með einhverfu er ekki mikið fyrir snertingu fam og knús .en ég veit alavega vinkona min.fynst rosa gaman þegar ég kitla heni. .og eg er samala eingin einhverfir eru eins. ju þau geta verið svipuð með einerju en ekki allt
íris hér. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 00:26
Elskulega Jóna, eins og þú veist án vafa vel, þá getum við verið:
Einhverf, sjálfhverf, ofvirk, gagnvirk, meðvirk, óvirk, geðveik. krabbameinsveik, sjónlaus, getulaus, allslaus, tjónlaus ( ég lenti í árekstri í dag þeim fyrsta frá því ég fékk prófið fyrir tæpum 25 árum) engin slasaðist. Svo getum við líka verið skemmtileg og leiðinleg.
Ég held að þú sért oftast óskaplega skemmtileg. Hvenær ætlar þú að láta helstu og allra skemmtilegustu bloggara hittast aftur????? Þú stjórnar því og ég mæli með að Jenný verði veislustjóri.
Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 10.7.2008 kl. 01:23
Hann er bara snilli strákurinn
María Guðmundsdóttir, 10.7.2008 kl. 04:39
Hann er meiri perlan þessi snillingur.
Elísabet Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 09:58
Já hann er gullmoli elsku strákurinn.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:04
Hann Ian er yndi .Og framfarirnar á einu ári eru miklar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:07
Það er svo gaman að lesa frásagnirnar um litlu og stóru sigrana og framfarirnar hjá Ian. Þú segir svo fallega frá líka. Hafið það gott og knús frá mér.
Bjarndís Helena Mitchell, 10.7.2008 kl. 11:24
Puff, fólk heldur svo margt um okkur fólkið á einhverfurófinu en við erum hin mestu gæðablóð ogmikið hæfari en fólk heldur. Ekki trúa öllu sem um okkur er sagt.
ónefnd (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:32
Þeir eru ófáir sem greinast með einhverfu og fá á sig hinn og þennan stimpilinn, að þeir séu svona og hinsegin. Þó þeir séu einstakir, þá virðast þeir nú vera einstakir hver á sinn hátt, hver og einn á sinn frábæra hátt réttara sagt, segðu Þeim einhverfa að Anna á Akureyri myndi elska að heyra hann syngja
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:15
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.7.2008 kl. 22:22
frábær alveg hreint. Algjör snilli.
Bergdís Rósantsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:42
Kær innnlitskveðja.
Benedikt Halldórsson, 10.7.2008 kl. 22:54
Kvitt fyrir mig.. og skál :)
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:13
Maðurinn minn segir alltaf að " Hóflega drukkin kona, gleður mannsins hjarta" Þú ættir kanski að fá "Bretann" til að hella fyrir þig í glasið annars slagið..
Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:19
Drengurinn er algjör dásemd, eins og ég hef margoft sagt og hann hefur jafnoft sannað, með sínum merkilegu framförum. - Og eins og þú lýsir nú, sannar hann það enn einusinni, að hann er algjör dásemd og til hamingju með það.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 00:36
krakkakrúttið....
æi....
þú veist hvað ég meina..
knús
Valdís (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:55
Það er eiginlega ekki hægt að alhæfa neitt þegar kemur að heilkennum eða sjúkdómum... það er í raun eins og að segja að "það verði ekki betra en þetta"
kannski er ég ekki að orða þetta rétt
Guðríður Pétursdóttir, 14.7.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.