Þriðjudagur, 8. júlí 2008
One of these days...
Í dag er ég bæði andlaus og leiðinleg. Og það er svo slæmt að ég þjáist í eigin návist. Ég ætla því ekki að bjóða fleirum en nauðsynlega þurfa að þola, upp á félagsskapinn þann.
Treysti því að þegar Bretinn kemur heim frá golfslætti að hann komi með eitt af gullkornunum sínum og eitt gott hláturskast frelsi mig. Ef það bregst þá treysti ég á að svefninn bæti ástandið.
Þið gætuð líka kætt mig með neyðarlegum sögum af ykkur (eða einhverjum sem þið þekkið). Kommaso. Skemmtið mér á mínu bloggi. Er það ekki þannig sem þetta gengur fyrir sig?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt 9.7.2008 kl. 00:24 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Æ elsku Jóna mín, mikið ertu leiðinleg.....
Heyrðu ég fékk einmitt gat í nefið ( þú hefur kannski lesið þetta áður ), þegar ég var lítil. Ég var á vegasalti og datt niður beint á andlitið, var öll bólgin og nefið á mér var víst hrikalega bólgið. Ég var eins og tröllskessa, en fékk þó gat í nefið, fékk nefnilega stein í gegn.
Þegar mamma kom og sótti mig á leiksskólann, þá sátu systir mín og vinkona hennar aftur í, þær 5 árum eldri en ég. Ég fór aftur í líka og þegar ég kom inn í bíl grét vinkona systur minnar svo hrikalega úr hlátri!! Ef ég bara ætti mynd af þessu myndi ég sýna þér, því ekki man ég eftir þessu....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:29
Tek áskorun Jóna mín varðandi neyðarlegu sögurnar..ég drattaðist í ræktina áðan - eftir rúmlega mánaðarhlé. Það eru þung spor..sko, eins og þú veist. Jæja, þegar ég kom að skógrindinni hvað sé ég annað en blómatöflurnar mínar!!!...og hugsaði sem snöggvast hvort að ég hefði brennt heilasellur í stað kaloría í síðasta spinningtíma og gengið út á íþróttaskónum = gleymt fínu blómatöflunum mínum. Hmmm.. fattaði þá að það gætu fleiri átt svona skó, enda voru þeir keyptir í Hagkaup og ekki módelsmíði. Kíkti betur og skórnir voru nr. 38, mínir eru í skíðastærð nr. 41!
Roðnaði bara smá inní mér og kannski soldið utaná líka... og ætlaði engum að segja hversu stjúpid ég gat verið....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.7.2008 kl. 22:33
Ég hefði kannski þurft svoleiðis dag sjálf.
Ég er á þriðja degi í harðsperrum (list kostar!) og samt ákvað ég að vera voðalega manísk og ráðast á allt það sem ég hugsanlega gat hér heima, ætlaði að bletta aðeins í forstofuna en endaði með að mála hana alla og loftið líka og þá var ekkert sem gat stöðvað mig, ég varð að vaða í útidyrahurðina sem nú er skemmtilega skellótt eftir lakkleysi og viðbjóð og það hlakkar í mér að fara að geta málað hana sem fyrst, sem allra fyrst því ekki get ég stoppað!
Ég sem hafði reiknað með að eyða sumrinu í annars konar málningarvinnu, eitthvað svona í ætt við striga og trönur ekki útidyr!
Stundum held ég að ég sé snar.
Ragga (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:35
Ég get sagt þér mjööööög margar neiðarlegar sögur af mér er frekar seinheppin einu sinni þegar ég var kasólétt og við hjónin að rúnta í sveitini þurfti ég enn eina ferðina að pissa og bóndin orðin svolítið þreittur á að stoppa á 700 m fresti og þar sem við vorum víðsfjarri wc var ekki um annað að ræða en að klöngrast út úr bílnum og pissa í guðs grænni bóndin ætlaði að vera ferlega findin og keira aðeins áfram það vildi ekki betur til en að ég hálf sat náttla útskeif og hann keirði yfir löppina á mér sá skammaðist sín í marga mánuði á eftir.
Eyrún Gísladóttir, 8.7.2008 kl. 22:52
Þig vantar að narta,þess vegna ertu fúl :-)
Hef vafalaust lent í einhv. neyðarlegu, en man ekkert í augnablikinu.
M, 8.7.2008 kl. 22:58
Ég persónulega lendi aldrei í neyðarlegum aðstæðum. Bara aldrei.
En ég elska þig samt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 23:00
Tja, á mínu bloggi er saga sem er bæði mjög neyðarleg til frásagnar.. og eigum við að segja að hún sé byggð á sönnum atburðum? Kannski getur hún kallað bros fram á varir hjá einhverjum.
Emelía (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:04
Fullt af broslegri vitleysu og krassi hjá mér Dúlludrottning
http://ommi.blog.is/blog/ommi/category/1608/
Ómar Ingi, 8.7.2008 kl. 23:09
Ég skal segja þér eina hrikalega neyðarlega; ég fer mjöööög sjaldan í sokkaabuxur...svo var ég eitt sinn á vooooða fínu balli, sem krafðist sokkabuxnamúderingu og svo þegar leið á kvöldið, þurfti mín að skvetta úr skjóðunni auðvitað eins og gerist og gengur, fór að pissa...í sokkabuxum, tók þær niður og settist á postulínið ...fattaði þá að ég var að pissa í gegn um nærbuxurnar og veistu...ég hef ALDREI sagt frá þessu...allt fyrir þig mín kæra, vona að blessað geðið fari að lagast, það eru víst ekki alltaf jólin...
En að allt öðru; ef þú vilt ráð sem gerir þig alveg gersamlega afhuga narti í sætindi þá skal ég gefa þér mitt ef þú vilt, það virkar svo vel á mig að þegar ég er í búð og sé nammihillurnar, þá gubbar ég næstum úr ógeði..og það er dásemdartilfinning....
Bestu kveðjur Alva.
alva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:11
Ég hef fest rassinn í klósettinu og næstum því fest rassinn í baði
Guðríður Pétursdóttir, 8.7.2008 kl. 23:37
Róslín. Ég veit... hundleiðinleg. Fékkstu að halda steininum í nefinu? Þetta hefur örugglega ekki verið þægileg bylta svo þú skalt bara þakka fyrir að muna ekki eftir þessu.
Jóhanna. hahahaha ég las orðið blómatöflur og hélt að þetta væri eitthvað pilluglas sem þú hefðir skilið eftir þarna í skógrindinni. En til hamingju með að hafa drattast aftur í ræktina (mín hlé eru alltaf lengri en mánuður). Ég sé alveg fyrir mér að heilinn á þér hefur farið á yfirsnúning á meðan þú starðir á skóna og reyndir að fá einhvern botn í þetta. hehe
Ragga. Þú ert orkubolta. Svo mikið hef ég lesið í gegnum síðuna þína. Er ekki líka bara ágætt að taka sér smá frí frá trönunum? Þú mátt alveg koma og mála tréverkið á húsinu hjá mér
Eyrún. hahahaha æi varstu ekki brjáluð? og kasólétt hahahaha OMG. Og svo hlæ ég að þessu. Kom barnið út með flatar tær?
M. Gæti verið en ég held ekki. Held ég sé bara að eðlisfari leiðinleg á nokkra vikna fresti.
Jenný. Ég veit elskan. Ég veit. Þú ert svo mikil dama
Emelía. Þetta er ekki sönn saga er það? Sem ég var að lesa á blogginu þínu. Hún er helvíti góð og vel skrifuð. Sómir sér vel sem skáldsaga. Og hehe enn betur ef hún er sönn.
Hallgerður. Veistu það... í mínum kolsvarta egóista heimi var þetta huggun. Oft er einhver skýring betri en engin.
Ommi minn. Ég kíki á þig
A.K.Æ. hahahaha þetta hefur komið fyrir mig... næstum því. Var eitt sinn sest á postulínið en uppgötvaði nærbuxurnar í tæka tíð. Nú drepst ég.
þið eruð yndi.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2008 kl. 23:49
Guðríður. Þú ert engri lík Ég vil nöfn vitna.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.7.2008 kl. 23:49
Málaðu það sjálf, ég verð að mála stofuna mína
En síríöslí, ég er manísk, ekki orkubolti. Ég blótaði því hægri vinstri að það væri þriðjudagur því annars gæti ég með góðri samvisku sungið "manic monday" en svo fattaði ég að sunnudagur er langt í frá að vera minn "fun day" svo að þetta féll allt um sjálft sig og ég hlustaði í staðin á "Can´t you hear me knocking" með Stones meðan að ég krafsaði málninguna af útidyrahurðinni, þótti það pínulítið viðeigandi.
Til að toppa svo manískan dag ákvað ég að halda einkasýningu í ágúst, bara svona spör of the móment í kvöld. *dæs* ætli ég geti sýnt útidyrahurðina mína?
Ragga (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:55
Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.7.2008 kl. 00:21
Ragga. takk fyrir hjálpina . Einkasýning! Hljómar spennandi. Og gekkstu frá öllu í sambandi við það, bara sisona?
Högni. Að hverju brosir þú?
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 00:28
Já, svona í anda dagsins, nemenda gallerí og svona. Nú er ég að reyna að finna leið til að ferja útidyrahurðina þangað :þ
Ragga (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 00:43
Kannski meira spurning um hvernig þú eigir að halda húsinu þínu lokuðu fyrir óviðkomandi á meðan á sýningu stendur
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 00:46
Ég kem hér reglulega og les, hlæ og græt. Hef aldrei skilið eftir athugasemd en vona að vandræðalega sagan mín létti þér eitthvað daginn... :)
Einhvern tímann var ég stödd á útsölu í Kringlunni. Mannfjöldinn ruglaði mig eitthvað, enda var ég nýkomin úr fámenninu í sveitinni, og alveg óvart gekk ég allt í einu harkalega beint á manneskju sem kom á móti mér. Ég baðst innilega afsökunnar, steig til vinstri og áfram en þá vildi ekki betur til en svo að stelpan gerði það líka og við rákumst aftur á! Þegar ég stíg svo til baka eltir stelpan, og það er ekki fyrr en hún brosir eitthvað kunnuglega til mín að ég fatta að ég stend fyrir framan spegil...
Dísa (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 00:50
Dísa. Ó jú þú léttir mér lífið. Dýrðleg saga. Og þú ert ekki sú eina sem hefur afneitað eigin spegilmynd, hef heyrt eina eða tvær sögur um slíkt.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 00:58
Eða bara ég haldi sýningu heima hjá mér... ef þú kemur að lokuðum dyrum missiru ekki af neinu!
Ragga (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 01:06
Sæl Jóna,
Ég hef lesið bloggið þitt lengi og hef mjög gaman af! Hef unnið mikið með einstaklingum með einhverfu og það er frábært að heyra þína hlið af þeirri reynslu. Ég hef verið að bíða eftir góðu tækifæri til að kvitta fyrir mig og hér færirðu mér það á silfurfati!
Sumarið 95, þá 15 ára gömul, vann ég í sumarskóla fyrir börn með einhverfu. Við vorum í sturtu eftir að hafa verið í sundi í Laugardalnum þegar drengurinn sem ég fylgdi þann daginn ákvað að hann vildi synda meira og þaut aftur út í laug. Ég hafði snúið mér frá honum augnablik til að ná í sápu en þegar ég sá að hann var horfinn hljóp ég af stað á eftir honum. Hann var kominn alveg að bakkanum þegar ég náði honum, greip í handlegg hans og sneri honum við. Á sama augnabliki fann ég hvernig vindurinn blés um ný svæði... Ég var semsagt allsber þarna á sundlaugarbakkanum.
Gangan var ansi löng aftur inn í sturtuklefa þar sem samstarfskonur mínar og aðrir sundlaugargestir klöppuðu fyrir mér. Það leið mjög langur tími þar til ég gat sagt fólki frá þessu en í dag nota ég þessa sögu til að ítreka mikilvægi þess að fylgjast með eldsnöggum börnum
Takk fyrir mig
Anna Klara (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 15:29
Nei frekjan í þessu liði, fékk ekki að halda honum.. reyndar ekki perlunni sem var troðið annað hvort í eyrað á mér eða nefið, hana þurfti að taka. En svo fannst aldrei stóra perlan sem ég kyngdi, ég er algjör safnari sko!....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.7.2008 kl. 15:43
Anna Klara. Æðislegt!!! Ég sit hérna brosandi út að eyrum.
''Á sama augnabliki fann ég hvernig vindurinn blés um ný svæði...''
Þú hefur greinilega verið afskaplega ábyrgðarfull ung stúlka. Takk kærlega fyrir kommentið.
Róslín. Þú heldur bara áfram að sanka að þér steinum af öllum gerðum.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 16:11
En að allt öðru; ef þú vilt ráð sem gerir þig alveg gersamlega afhuga narti í sætindi þá skal ég gefa þér mitt ef þú vilt, það virkar svo vel á mig að þegar ég er í búð og sé nammihillurnar, þá gubbar ég næstum úr ógeði..og það er dásemdartilfinning....
Þessi athugasemd kom frá A.K.Æ Mig langar svo svakaleg að vita meira!!!! Ég á vísu ekki við nart að stríð en borða oft súkkulaði og lakkrís (að vísu lífrænt) í staðin fyrir mat.
p.s. Jóna þú ert uppáhalds.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.