Föstudagur, 20. júní 2008
Brot úr dagbók í fríinu
17. júní 2008 Þegar þetta er skrifað sit ég um borð í flugi Icelandair , FI450 til London Heathrow, ásamt fríðu föruneyti. Sem myndi þá vera Bretinn, Unglingurinn og Gelgjan.
Ég held ég hafi öðlast nýjan skilning á okkur sem fjölskyldu í morgun. Í Leifsstöð. Það er eitthvað attitjút í gangi hjá okkur öllum sem er í góðu lagi heima og ekkert okkar tekur sérstaklega eftir. En ég varð skyndilega afar meðvituð á Kaffi Tári fyrir ca 2 klst síðan.
Gelgjunni lá hátt rómur og upplýsti alla nærstadda um ýmislegt sem viðkemur skólanum o.fl. Bretinn lækkaði heldur ekki röddina þegar hann tilkynnti mér að ég væri eitthvað pirruð (not true) og ekki skemmtileg (not true at all). Svo hló hann hátt og mikið og konan á næsta borði horfði á okkur með blöndu af samúð og hrylling í svipnum. Ég veit ekki hvoru okkar hún vorkenndi meira fyrir makaval.
Ég gaf henni til kynna með augnaráðinu að ég væri sú sem hún ætti bágt. Á fleiri en einn hátt.
Ég dáðist mest að Unglingnum fyrir að ranghvolfa ekki í sér augunum og yfirgefa samsætið en hann lét þó ekki vera að tilkynna systur sinni að hún væri stórbiluð, enda dóttir móður sinnar.
Ég er afar ósátt við það að verða sífellt flughræddari eftir því sem ég eldist. Þó er ósanngjarnt gagnvart þeim sem virkilega þjást af flughræðslu að nefna þetta því orði. En við hvert flugtak hugsa ég: þetta er nú meira ruglið. Absurd really. Og á þessu flugi sem ég er stödd á núna, finnst mér óþarflega mikill hristingur.
Þá lít ég á flugþjónana og flugfreyjurnar til að athuga hvort þau séu sallaróleg, sem þau eru auðvitað. Þau hafa nákvæmlega engar áhyggjur af því að þessi níðþunga blikkdolla missi dampinn. Bilun!
En svo hef ég líka heyrt, bæði frá enskum flugvirkja og enskum flugmanni að íslenskir flugmenn séu þeir bestu. Og hana nú!
----
19. júní 2008
Á sunnudag keyrðum við Þann Einhverfa í sumarbúðirnar um þrjúleytið. Hann var ótrúlega spenntur um morguninn og það var svo gaman að fylgjast með honum. Hann valdi DVD myndir til að taka með sér og fylgdist grannt með því öllu sem ég lét ofan í töskuna hans.
Eftir að hafa fengið okkur kaffi, kíkt á herbergið hans og spjallað við Daníel sem mun sjá um Þann Einhverfa næstu tvær vikurnar, ásamt Gylfa, var kominn tími til að kveðja. Og það varð ekki auðvelt.
Guttinn kyssti okkur bless með tárin í augunum og gerði allt sem hann gat til að halda aftur af grátinum. Svo sneri hann sér við og gekk niðurlútur í burtu með nýja vininum sínum honum Daníel.Þetta var eitt af þeim andartökum þar sem togast á í mér miklar og andstæðar tilfinningar. Annars vegar rífur og slítur í hjartað en hins vegar er stolt og gleði yfir enn einu þroskamerkinu. Enn eitt skrefið í átt að ´´eðlilegri´´ hegðun. Hvað sem það ný þýðir.En látið ykkur ekki detta neitt annað í hug en að ég sé búin sms-ast eins og vitfirringur við fóstrana, Daníel og Gylfa.
------
20. júní 2008
Ég sit hér í litla tölvuherbergi Rasistans. Bretinn sá um að tengja fartölvuna mína við netið. Hér er ekki þráðlausu neti til að dreifa. Allt fullt af snúrum og veseni.
Ég fékk sms frá Gylfa fóstra í gærkvöldi. Sá Einhverfi fór í óvissuferð ásamt hinum krökkunum í sumarbúðunum og skemmti sér vel. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég heyrði um óvissuferðina, því það gefur auga á leið að óvissu-eitthvað (í hvaða formi sem er) er ekki hans uppáhalds.
Litli drengurinn minn saknar mömmu og pabba. Beygir af öðru hverju, en harkar af sér. Ég held samt að hver dagur sé öðrum betri. Hetjan mín..
knús á ykkur öll frá UK
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Frábært að heyra frá þér dúllan mín. Góða skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2008 kl. 12:35
Ég hefði viljað vera á næsta borði við ykkur í Leifsstöð
Berglind Inga, 20.6.2008 kl. 12:40
Sigrún Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:44
Skemmtið ykkur vel
Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:49
Æ, gaman að heyra frá þér!
Ég er alveg með þér í liði að vakta öll hljóð og alla andlitsdrætti flugáhafna...svona til að vera viss um að allt sé í lagi....hvað er þetta með flughræðsluna eiginlega?
Guttinn þinn er örugglega í frábærum höndum og skemmtir sér konunglega....
Góða skemmtun UK!
Bergljót Hreinsdóttir, 20.6.2008 kl. 13:42
Sé ykkur fyrir mér í Leifsstöð
Hafið það gott í UK. Bið að heilsa litla rasistanum.
Risa risa knús á ykkur héðan úr 'Alfaskeiðinu
Anna Margrét Bragadóttir, 20.6.2008 kl. 14:24
Æ hvað hann er duglegur strákur.
Þið eruð greinilega frábær fjölskylda sem getið verið þið sjálf, hvar sem er.
Góða skemmtun.
Elísabet Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 14:33
Segi bara njótið ferðarinnar í botn....
Um þar síðustu helgi þegar minn einhverfi gaur fór til stuðningsfjölskyldunnar þá vinkaði hann mér í fyrsta skiptið á ævinni sinni BLESS !!!
Sif (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 15:33
Honum kemur örugglega til með að líða frábærlega í sumarbúðunum, þrátt fyrir svona óvissu-eitthvað.
Helga Magnúsdóttir, 20.6.2008 kl. 15:44
Þetta á örugglega eftir að ganga vel hjá drengnum - en mikið skil ég þig!!!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:22
Góðar stundir í UK
p.s. afhv. kallarðu tengdó rasistann ? Bara forvitin sko, ekkert hneyks í gangi.
M, 20.6.2008 kl. 17:04
já thetta getur ekki verid annad en erfitt en vonandi léttist adeins med hverjum degi sem lídur,hann á eflaust eftir ad skemmta sér konunglega.
Njótid ferdarinnar og hafid thad sem best
María Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 17:14
Knús á þig og fjölskylduna - gott að sjá að allt gengur vel!
Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:15
Gaman að kíkja í dagbókina þína Jóna mín. Þetta frí er eflaust eftir að vera ykkur öllum ánægjulegt. Það hlýtur að vera erfitt að vera flughræddur, sjálf er ég það ekki, en maðurinn minn og önnur dóttir mín eru flughrædd en það hefur samt eitthvað lagast með árunum. Hafðu það gott í fríinu.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:20
have fun.......
Svona er ég margbreytileg!! Nú ert þú í Englandi og ég tala ensku........ ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 20:01
Njótið ferðarinnar ...efast ekki um að drengurinn sakni mömmu og pabba
Ásta Björk Hermannsdóttir, 20.6.2008 kl. 20:03
Hafi þið það gott og góða skemmtun.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 20:30
ELSKU DÚLLAN MÍN. VEISTU AÐ SAMVISKUBITIÐ ELDIST EKKI AF OKKUR> VIÐ ERUM OG VERÐUM MÖMMUR SVO LENGI SEM VIÐ LIFUM OG BÖRNIN OKKAR VERÐA ÆTÍÐ BÖRNIN OKKAR. HVERSU GÖMUL SEM ÞAU VERÐA. EG TALA AF REYNSLU.
SBG (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 20:39
Góða skemmtun og vonandi njótið þið ykkar vel, öllsömul.
Bjarndís Helena Mitchell, 20.6.2008 kl. 20:42
Vá hvað hann er duglegur! Góða dvöl í Úglandinu.
Guðrún Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 21:22
Hvar í UK ertu, Jóna? Ég er þessa dagana í Norfolk... nánar tiltekið Great Yarmouth.
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:41
Æ, það er ógeðslega erfitt að skilja svona við ungana sína. En gott að hann nýtur þess að vera í sumarbúðunum, það hafa allir gott af því, einhverfir sem aðrir.
Hafið það gott í fríinu!!
Lilja G. Bolladóttir, 20.6.2008 kl. 23:43
Njóttu þess að vera með litlu fjölskyldunni þinni þó það vanti guttann þinn. Hann spjarar sig ábyggilega og nýtur þess að vera til eins og þið hin skuluð gera þessar vikur.
Ía Jóhannsdóttir, 21.6.2008 kl. 15:16
Hafið það gott í fríinu og talið eins mikið og hátt og ykkur sýnist.
Ég er svona flughrædd eins og þú. Vakta líka flugfreyjurnar, svipinn á þeim og svoleiðis. Ég er alltaf fullviss um að ég sé að fljúga út í opinn dauðann í hvert sinn sem ég ferðast með flugvél.
Svava frá Strandbergi , 21.6.2008 kl. 20:04
Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar dúllurassgötin mín.
M. Hér er ástæðan http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/entry/326353/
Anna systir mín kær. Hef skilað kveðju. Rasistinn sendir kveðjur til baka.
Hrönnsla. hehe hef alltaf vitað af margbreytileika þínum.
Ólöf. Ég get ekki sagt með réttu að ég sé flughrædd. En ég nálgast þá hræðslu meir og meir með hverju árinu sem líður.
SBG. Ég veit. Ég veit. Gamla góða samviskubitið.
Lára Hanna. Hi neighbor (eða næstum því). Er í litlu þorpi sem heitir Overton (mitt á milli Andover og Basingstoke).
Jóna Á. Gísladóttir, 21.6.2008 kl. 20:26
Aaww Litli kallinn saknar ykkar, það hlýtur samt að vera ljúfsár tilfinning..
En eins og ég hef sagt áður þá er ég ekki flughrædd þannig sko, bara hrædd við flugvélarnar sjálfar,í loftinu, þegar ég er ekki í þeim heldur niðri á jörðinni og sé þær fljúga lágt..
Guðríður Pétursdóttir, 26.6.2008 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.