Sunnudagur, 15. júní 2008
Heilaþvottur
Þessi frétt og þetta, næstum því fjörutíu ára gamla mál, er ágætis áminning um hversu mikið er hægt að fokka upp hausnum á fólki.
Svona einöngruðum hópum (oft sértrúarsöfnuðir) er í svo til öllum tilvikum stjórnað af sjálfskipuðum einræðisherrum. Geðsjúkum og siðblindum aðilum sem hungrar í völd. Þeir einangra fólkið sitt frá umheiminum og heilaþvo það smátt og smátt.
Listin er alþekkt í smækkaðri mynd, þ.e. inn á heimilum þar sem andlegt ofbeldi er notað til að brjóta niður sjálfsmynd makans (og barna) smátt og smátt, þar til viðkomandi er orðinn einráður innan veggja heimilisins og stjórnar því hverja hinir umgangast.
Svo er stærri myndin. Hann Hitler boy. Hann var virkilega fær í þessari listgrein og þurfti ekki einangrunina til að vinna fólk á sitt band.
Illskan er alls staðar. Líka þar sem hennar ætti að vera síst von.
Vill fá frelsi áður en hún deyr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:49 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Þetta er óhugnanlegt konsept og hefur tekið marga til sín. Það hafa verið sýndir fróðlegir þættir á discovery í vetur um sértrúarsöfnuði, afar merkilegt að sjá hvernig þessir menn ná fólki á sitt vald. Þeim tekst að heilaþvo fólk þannig að langan tíma tekur að koma þeim aftur á rétta braut ef það þá yfirleitt tekst.
Manson hópurinn var einmitt einn þessarra.
Ragnheiður , 15.6.2008 kl. 23:46
Hún á það ekki skilið konan, hún gaf fólkinu ekki frelsi, svo hún fær ekki sína ósk....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:51
Jóna mín: Illskan er ávallt þar sem við eigum eða teljum okkur síst eiga von á henni!
Himmalingur, 15.6.2008 kl. 23:55
Ragga. Þetta mál er eins og tekið úr einhverri hryllingsmynd.
Róslín. Nei manni finnst að ef lífstíðarfangelsi eigi einhvern tíma við, þá er það í þessu tilviki.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.6.2008 kl. 23:55
Hilmar. Já því miður er það sennilega rétt hjá þér.
Jóna Á. Gísladóttir, 15.6.2008 kl. 23:57
Mér finnst að ef þetta fólk virkilega og innilega iðrast fyrir það sem það gerði að þá ætti það ekki að dirfast að biðja um reynslulausn eða annað slíkt, ekki ætlast til að fá samúð neinstaðar frá...
Guðríður Pétursdóttir, 16.6.2008 kl. 00:24
Ere ekki sagt að maður þurfi að ganga í skóm meðbróður síns til að í raun geta dæmt hann. Margt af þessu fólki er frá brotnum heimilum eða hefur orðið fyrir áföllum og villst af réttri braut. Ég er ekki að mæla því bót frekar að benda á hve heppin við erum að hafa ekki þurft að ganga þessa braut það er nefnilega ansi mjó lína þar á milli. Og við þurfum ekki einusinni að fara aftur i Hitler Jona í gær var maður brenndur lifandi í Afríku af dómstól götunar Mannkyninu gengur ekki mjög vel að þroskast
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.6.2008 kl. 00:53
Guðríður. Ég veit reyndar ekki hvort þessi kona hefur séð ljósið. Kannski gerði hún það fyrir fjöldamörgum árum síðan.
Jón Aðalsteinn. Þar er ég þér gjörsamlega sammála. Ekkert okkar veit í raun hvernig við myndum bregðast við vissum aðstæðum, fyrr en á reynir. En ég er í raun ekki að gagnrýna ''flokkinn'' hér heldur miklu fremur ''einræðisherrana''. Raunar er þetta bara smávegis pæling hjá mér um hversu auðvelt er að heilaþvo fólk. Okkur öll.
Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2008 kl. 00:57
Þetta er var nú mjög sérstakur hópur sem mig minnir að hafi í rauninni líkt við trúarhópa án þess beint að vera einkennandi trúarhópur. Þetta voru svokallaðir hippar á mikilli sýru og öðrum efnum sem vissulega lutu stjórn frá Manson.
Saga er til af því að Manson hafi verið einn af mörgum útlendingum sem kom til Íslands að vinna í fiski löngu áður en þetta átti sér stað og ku hann hafa dvalið á Seyðisfirði við þá iðju.
Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 01:34
Einræðisherrann gæti líka komið frá brotnu heimili.. hver heilaþvoði hann "in the first place"..
Guðríður Pétursdóttir, 16.6.2008 kl. 01:41
Sæl Jóna.
Ég man vel eftir þessum hryllilega atburði og meira segja lýsingarnar á athæfinu. Ég mun aldrei geta skilið þetta mál né önnur keimlík. Hryllingur !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 02:39
Ég skil hana mæta vel að vilja fá frelsi... Hlýtur að vera ömurlegt að sitja inni í 37 ára.
Og hvaða fangi vill ekki frelsi?
Glæpurinn sem hún framdi var hæðilega ljótur og miskunarlaus. Hún fékk dóm fyrir glæpinn og er nú að verða búin að afplána hann. Þ.e.a.s klárar þegar hún deyr.
Ekki smuga að mínu mati að hún eigi að fá að sleppa áður.
Eigðu góðan dag væna mín
Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 06:11
Víst er það því miður svo að allt of mikil illska býr í allt of mörgum. En ég ætla ekki að setjast í dómarasætið. Ég tel það nefnilega líka vera vondur staður.
En Jóna mín..................... einhverra hluta vegna get ég ekki skoðað bloggið hjá þér nema fara í gegnum stjórnborðið hjá mér. Var búin að reyna í nokkra daga en þá kom alltaf upp gluggi eins og ég væri ekki innskráð og hefði gleymt lykilorðinu mínu. Fattaði svo í morgun hvernig ég gæti lesið bloggið hjá þér. Veist þú eða einhver afhverju svoleiðis er?
Knús í daginn til þín krútta
Tína, 16.6.2008 kl. 09:35
Æi það er svo erfitt að setja sig í dómarastólinn í svona málum...auðvitað hugsar maður fyrst..ekki veittu þau Sharon Tate ósk sína um að fá að lifa þangað til barnið hennar fæddist og afhverju á þá að aumka sig yfir Susan Atkins þó hún sé að deyja...en svo er annað..hversu bættur er maður að vilja þeim vondu alltaf það versta...er það ekki bara að setja sig á sama plan og "vondikallinn" er á?..
Tek það fram að ég er ekki að réttlæta morðin sem þau frömdu eða að hún eigi að fá frelsi...en þetta fólk var "misnotað" andlega..með heilaþvotti..og var eiginlega ekki dómbært á það sem það var að gera..það eru þessir "höfuðpaurar" sem eru verstir...auðvitað laðast einhverjir durtar að þeim líka en samt sem áður er þetta fólk sem er ekki andlega á réttri hillu í lífinu og það nýta þeir sér þessir sem eru yfir hinum...
Úff held ég hætti núna ég gæti gert bók um þetta
Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.6.2008 kl. 11:59
Ég held að ekki sé hægt að fá fólk til að gera hluti sem eru í algjörri mótsögn við siðferði þess og samvisku. Þessir einræðisherrar eru ótrúlega lunknir við að finna sér fylgdarmenn sem eru ekki haldnir mikilli samvisku. Mér finnst minna en engin ástæða til að hleypa þessari konu út, hún var dæmd í lífstíðarfangelsi og það á að fá að standa.
Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:10
Sammála Helgu. Thad verdur ad taka afleidingum gerda sinna. Tala nú ekki um thegar svona hryllilegir verknadir áttu sér stad. Fórnarlømb theirra fengu enga miskunn fordum.
María Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:30
Skiptir ekki mestu máli hvort fólk hafi breyst og sjái eftir gjörðum sínum. Líður manni e.h. betur að sjá til þess að aðrir þjáist.
Guðmundur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:37
Ég man mjög vel eftir þessum morðum. Fréttir af þeim sátu í manni í marga mánuði eftir þetta ódæði. Ég sé engan tilgang í að þessi kona fái frelsi. Svo einfalt er það.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:04
Ég er sammála Helgu varðandi það 'að ekki sé hægt að fá fólk til að gera hluti sem eru í algjörri mótsögn við siðferði þess og samvisku'.
Það er ekki einu sinni hægt þó að það sé dáleitt.
Manneskjur sem gera svo hryllilega hluti að myrða konu sem er komin átta og hálfan mánuðiá leið eiga vart til neitt sem heitir samviska. Þannig fólk hlýtur að vera ólæknandi siðblindingjar, sem vita mun á réttu og röngu þó þeir hafi enga samvisku.
Þessi kona fær enga samúð hjá mér. Vona samt að Guð fyrirgefi henni þegar hún deyr.
Svava frá Strandbergi , 18.6.2008 kl. 01:16
Algjörlega sammála Á.B.H. Er hún ekki búin að sitja inni í tæp 40 ár?? !!!!!
Og hver er "lífstíðardómur" á Íslandi??
"I rest my case"
K.kv. E
Edda (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:27
Gleðilegan 19. júní bloggvinkona
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:31
Jóna Bleika, nú er dagurinn komin, þ.e.a.s. Kvenréttindadagur Íslands - vertu nú í bleiku hjá rasistanum og athugaðu hvað hún segir!
Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:34
Til hamingju með daginn Jóna mín.
Linda litla, 19.6.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.