Föstudagur, 13. júní 2008
Ófarir annarra
Það styttist í sumarbúðarferð hjá Þeim Einhverfa.
Skipulagið fyrir þessa viku og svo þessar tvær sem hann verður í burtu, komið í litríkt stundarskrár-form og útprentað.
Það er ótrúlegt að sjá hvað þessi pappírssnifsi sem hanga á ísskápnum veita honum mikla hugarró. Á hverjum degi þegar hann kemur heim úr Vesturhlíð skundar hann beint inn í eldhús, nær sér í tússpenna og gerir snyrtilegan kross yfir daginn sem er að enda. Svo les hann upp dagskránna fyrir næsta dag.
Gelgjan kom heim úr Vindáshlíð í gær. Sæl og glöð með dvölina og hefur haft frá nægu að segja. En hún er líka afskaplega sátt við að vera komin heim. Og það er gott.
Ferðataskan hennar stóð í holinu í kvöld og beið þess að verða tæmd. Sá Einhverfi sýndi henni mikinn áhuga og ég hef grun um að hann hafi viljað athuga hvort fötin hans væru í þessari tösku. Man án efa eftir niðurpökkun fyrir sumarbúðirnar í fyrra.
Ég átti samtal við vinkonu mína í síma í fyrrakvöld og hún kom mér til að gráta úr hlátri. Ég þarfnaðist þess. Það líður of langt á milli hláturskasta þessa dagana.
En vinkonunni var ekki jafn mikill hlátur í hug. Ekki í fyrstu. Hún sagði farir sínar ekki sléttar eftir tilraun til sjálfs-vöxunar með köldum vaxstrimlum. Sagðist vera ofsalega dugleg að bera á sig body lotion þessa dagana og gera sig fína og sæta. Ákvað að bæta um betur og fjarlægja nokkur hár hér og þar. Tók fram strimlana, hitaði milli handanna eins og ætlast er til og lagði þá svo á lærið. Sléttaði vel og vandlega úr og reif af. Hárin sátu sem fastast. En þar að auki var hún nú með vaxklístur á lærunum. Gummsið sat allt saman eftir og hún náði því engan veginn af.
Hvernig í andskotanum er hægt að selja svona drasl, sagði hún pirruð á meðan ég nánast pissaði á mig í mestu hláturskviðunum.
Það er gott að þú getur hlegið, sagði hún stúrin. Lærin á mér voru svo vel límd saman að ég datt næstum því fram fyrir mig í sturtunni á eftir.
Það var þá sem ég byrjaði að grenja úr hlátri. Sá þetta auðvitað allt saman ljóslifandi fyrir mér.
Æi það er svo gaman þegar einhver segir manni skemmtisögur. Hafiði tekið eftir því að fyndnustu sögurnar snúast alltaf um ófarir.. annarra?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 1640368
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Já
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 01:00
Það er gott að vera "náttúrulega" laus við allt hár á óæskilegum stöðum, ég hef aldrei rakað eða vaxað mína fögru fótleggi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.6.2008 kl. 01:08
Hemm... já, ég hef tekið eftir því...
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.6.2008 kl. 01:42
Hún á eflaust eftir að brosa að þessu þegar fram líða stundir. Það er kannski skiljanlegt að henni sé ekki hlátur í huga svona strax á eftir
Anna Gísladóttir, 13.6.2008 kl. 08:49
GRENJJJJJ ÚR HLÁTRI!!!!
Greyið vinkonan en vá hvað þetta er fyndið samt...
I. Hulda T. Markhus, 13.6.2008 kl. 09:08
Já, ófarir annara... laaaaang bestu sögurnar!
Vilma Kristín , 13.6.2008 kl. 09:22
Minntu mig á að segja þér söguna af áspreiuðu sokkabuxunum sem frú Steingerður hélt einu sinni að gráupplagt væri að nota.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:24
Heima-vax hahahahahahahaha.Ég man kreppuna sem mamman fór í í fyrra þegar sá "einhverfi"fór í sumarbúðirnar.Hann skemmti sér manna best þarna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:34
Hehe, þú átt klikkaðar vinkonur.
Heyrðu, vertu endilega ekki að kíkja í innboxið þitt, hvað þá heldur að svara meilunum þínum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 11:26
Omg hvað þetta er fyndið
Elísabet Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 11:29
Jóna! Afhverju kallarðu barnið ekki með nafni hér á blogginu? Mér persónulega finnst eðlilegra að gera það. Ekki taka þetta sárt en spurningin stendur samt eftir.
Kveðja.
Logi (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:22
Ó já, kannast við það. Hlæ alltaf af manninum mínum ef hann meiðir sig ( sko lítið) honum til lítilla kátínu.
M, 13.6.2008 kl. 14:09
bara elska svona hrakfallasøgur. Fékk smá fruss vid thessa sko..! heheheh...sá thetta lika alveg fyrir mér...
María Guðmundsdóttir, 13.6.2008 kl. 15:52
Bergljót Hreinsdóttir, 13.6.2008 kl. 16:13
mér finnst líka mjög gaman að hlæja að mínum eigin +oförum, svona þegar nógu langur tími er liðin frá þeim....
Eins og til dæmis þegar Nick kom með húsgögnin til mín var Flóki í baðinu,ég bað Hörð að vera hjá honum meðan ég fór og náði í eitthvað af dóti niður með Nick.
Svo þegar ég kem með fyrsta hlutinmn upp er Flóki búinn að kúka í baðið og maka honum út um allt,allt vatnið farið úr baðinu, ekkert nema útsmurður kúkur, á gólfinu, baðinu og að sjálfsögðu honum sjálfum...
Það var ekki fyndið.. og er ekki orðið fyndið ennþá.. en verður örugglega fyndið seinna,kannski
Guðríður Pétursdóttir, 13.6.2008 kl. 17:15
Það er nauðsynlegt að hlægja og satt að segja erum við oft að hlægja að óförum annarra, en svo að okkar eigin er smá tími er liðin frá.
Sumir hlægja svo dillandi hlátri og eiga erfitt með að stöðva hann. Viðstaddir smitast og úr því verður mikið hláturkast. Hláturinn lengir lífið.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.6.2008 kl. 19:44
Mín vinkona hló dátt að mér þagar ég datt niður tröppurnar í búðinni 101 nótt á laugaveginum fyrir mörgum árumþað var svo sárt að það leið næstum yfir mig og verkirnir í hnénu slæmirog til að gera langa sögu stutta þá endaði ég í aðgerð á hnénu daginn eftirannars knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.6.2008 kl. 19:58
Ágætt er að senda börn sín af heiman öðru hverju, ágætar er að þau rati heim aftur, brauðmolalaust.
Vek athygli á því að einungis annað kynið hefur athugasemdast & sammálast um gráglettnina í húmör yfir óförum annara, enda erum við menn mannlegir & mannvinir miklir í mannelsku okkar.
Ástundum því lítt slíkann kvenlegann kvekindiszgab.
Ófarir vinkvennzlis þíns áskapast af þeim bjánaskap sumra kvenna að halda að menn girnist þær ekki með 'húð & hári' & taka því seinni factorinn út.
Steingrímur Helgason, 13.6.2008 kl. 22:04
Held ég haldi mig við Veet, leist ekkert á lýsinguna á vaxmeðferðina ... en mig langar SVO til að heyra söguna hennar Steingerðar um áspreiuðu sokka- buxurnar, hef aldrei alveg "fattað" það dæmi .
DORIS (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:56
Góð saga
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 01:46
kannast alveg við þetta (klístrið sko),,,en ekki orð um það hér
Ásgerður , 14.6.2008 kl. 09:24
innlitskvitt
Emma Agneta Björgvinsdóttir, 14.6.2008 kl. 13:18
Ég bara skil ekki af hverju konur vilja fjarlægja hár á fótum eða annarsstaðar. En sagan er góð.
Jens Guð, 14.6.2008 kl. 21:10
...
Æ, greyið samt, leiðinlegt að lenda í þessu örugglega.....
Ég þori ekki að segja frá óförum annarra, en þú veittir mér innblástur af nýrri skemmtilegri færslu, takk fyrir það Jóna mín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.6.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.