Leita í fréttum mbl.is

Toppmyndir

ég get ekki kvartað yfir því að ekki sé hugsað um mig.

Fyrir nokkru síðan, áður en ég breytti um þema hérna á síðunni, sendi Guðríður Péturs, bloggvinkona mér banner. Henni þótti sennilega sorglegt að sjá bara nafnið mitt efst á síðunni. Svartir stafir á hvítum grunni. Eins fátæklegt og það getur orðið.

Bannerinn sem hún sendi mér var mjög flottur en ég náði ekki að setja hann inn, sama hvað ég reyndi. Tölvutæknin er ekki mín sterka hlið og því hélt ég að þetta væri einhver klaufaskapur í mér.

Gunnari Svíafara þótti síðan mín líka eitthvað dapurleg og sendi mér hugmynd að banner. En hann komst svo að því að með það þema sem var á síðunni minni var ekki mögulegt að skipta um toppmynd.

Ég fékk mér því tómataþema og treysti því að Gunnar myndi útvega mér eitthvað með rauðum lit í.

Það gerði hann. Dúllaði í þessu fram og til baka. Var ekki ánægður og snyrti aðeins. Sendi mér aftur. Og ég setti inn bannera og tók út aftur og setti inn aftur, eins og ég hefði aldrei gert neitt annað á ævinni. Komst að því að ég er ekki eins vonlaus í tölvumálum og ég hélt.

En toppmyndin á síðunni minni er í boði Gunnars Svíafara. Og hér er ég að setja inn færslu um málið þó hann hafi bannað mér að segja frá því að hann hefði gert þetta fyrir mig. En ég hlýði nú ekki öllu sem mér er sagt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er mjög, mjög flott toppmynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðríður. Gunnar þakkar þér.. og ég líka

Jóna Á. Gísladóttir, 11.5.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var einmitt að spá í því hvernig þú hefðir farið að því að gera svona flotta toppmynd. Gunnar er snillingur, spurning hvort hann taki þetta að sér

Gleðilegan mæðradag

Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Huld. Ég á náttúrlega ekki að segja frá þessu en ég sótti námskeið í photoshop fyrir einhverjum árum síðan og svona toppmynda-gerð ætti að vera pís off keik fyrir mig. En allur lærdómurinn er fokinn út um gluggann. Það er rétt að Gunnar er snillingur.

Gleðilegan mæðradag til þín líka.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.5.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Toppmyndin er glæsileg og vísar svo skemmtilega til þinna yndislegu færslna.

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 14:45

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

gott ad eiga góda ad  og bara flott toppmynd.

María Guðmundsdóttir, 11.5.2008 kl. 14:59

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Persónuleg og flott toppmynd.  Og habbðu það.  Til hamingju með móðurstandið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 14:59

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú ert svo mikil dúlla, Jóna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 15:05

9 Smámynd: Halla Rut

Flott toppmynd.

Halla Rut , 11.5.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Flottur bannerinn

Valgerður Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 16:19

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þetta er mjög flott toppmynd og Gunnar svíafari er bara snillinguren annars til hamingju með daginn elsku Jóna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2008 kl. 16:57

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottur banner.

Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 18:50

13 Smámynd: Ómar Ingi

Svalur borði.

Ómar Ingi, 11.5.2008 kl. 20:45

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mjög smart.

Heiða Þórðar, 12.5.2008 kl. 00:04

15 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Guttinn flutti að heiman um helgina

Fékk að vera hjá stóra bróðir og neitar bara að koma heim aftur

Svo við gamla settið horfum bara á sjónvarpið án allra spurninga um hvað sé að gerast í myndinni

Knús í Árbæinn

Anna Margrét Bragadóttir, 12.5.2008 kl. 00:55

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær toppmynd

Marta B Helgadóttir, 12.5.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband