Leita í fréttum mbl.is

Fyrir hönd Þess Einhverfa og fjölmargra annarra fatlaðra barna, biðla ég til fyrirtækja og fjársterkra aðila

 

Hér koma tvær færslur frá því í fyrrasumar. Sú fyrri skrifuð  þegar var verið að undirbúa Þann Einhverfa undir sumarbúðardvöl og sú seinni eftir fyrsta sólarhringinn hans í sveitinni.

Ég á ekki von á öðru en að hann verði jafnvel spenntari að komast í burtu frá okkur þetta sumarið.

Á eftir færslunum kemur svo beiðni um fjárstyrk til handa foreldrafélagi Öskjuhlíðarskóla, vegna reksturs á sumardvöl krakkanna.

 

Langar að biðja ykkur, bloggvini mína, að hugsa ykkur um, hvort þið þekkið einhvern aðila sem er í þeirri stöðu að vilja / geta mögulega veitt okkur fjárhagslegan stuðning. Margt smátt gerir eitt stórt.

Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti: jonag@icelandair.is

 

Sá Einhverfi að yfirgefa okkur

Bretinn og Sá Einhverfi liggja í sófanum og knúsast. Á milli blogg-ferðalaga er ég í óða önn að merkja föt og pakka niður.

Ian er að fara í sumarbúðir í dag og við munum ekki sjá hann í heila viku. Það tekur um það bil 4 daga að venjast því að þurfa ekki að hlusta eftir fótataki hans á efri hæðinni og reyna að fylgjast með hvað hann er að bardúsa á neðri hæðinni. Fann hann skúffukökuna? Kláraði hann hana? Gaf hann hundinum með sér? Eru kettlingarnir allir á sínum stað? Læsti hann hundinn úti í garði. Var þetta Ian að skella niður klósettsetunni? Var hann að kúka eða pissa? Er Ian kominn út á pall á nærbuxunum? Í rigningunni?

Að kvöldi dags er maður kominn með verk í eyrun af allri hlustuninni en nú er sem sagt að renna upp vika án eyrnaverkja. Það er yndislegt hversu ánægður og sáttur hann er við að vera að fara í sumarbúðirnar. Þetta er í 3ja skipti sem hann fer og orðið ekkert mál. Fyrsta skiptið var hreint helvíti... fyrir mig.

Þegar ég rifja upp fyrsta skiptið sem Sá Einhverfi fór í burtu í sumarbúðir (þá 6 ára) sé ég hversu gífurlegar framfarir hafa orðið á drengnum. Í fyrsta skiptið var bara pakkað niður í tösku, krakkinn settur í bílinn og keyrður upp í sveit. Það þýddi ekkert að tala við hann og reyna að útskýra hvert hann væri að fara, afhverju og hversu lengi. Honum var því bara skutlað og svo stungu foreldrarnir af með tárin í augunum. Sögðum starfsfólkinu bara að hringja ef eitthvað væri en vorum sjálf byrjuð að hanga á símalínunni sama kvöld en náðum ekki sambandi. Morguninn eftir var ég ekki í rónni fyrr en ég náði í gegn. Hvernig borðaði hann? Var ekkert mál að fá hann til að sofna? Hvernig svaf hann? Vaknaði hann fyrir allar aldir?......

Sjö dögum seinna sóttum við hann og ég gat ekki beðið eftir að líta krakkann augum. Á meðan ég lifi gleymi ég ekki svipnum á honum þegar hann sá okkur. Hann sat og var að teikna þegar við komum. Þegar hann leit upp og kom auga á okkur þá las ég úr svipnum örlitla feimni og svo undrun.

''Heyrðu já..... þetta fólk. Núúúúúú... fer ég heim aftur? Ég á sem sagt ekki að vera hér alltaf....''

Ég hélt það myndi líða yfir mig þegar það rann upp fyrir mér ljós. Ég meina.... hvernig átti hann að vita að við værum ekki búin að gefa hann? Enginn sagði við hann; þetta eru sumarbúðir og hér verður þú í 7 daga. Svo koma mamma og pabbi að sækja þig. Enda hefði hann ekki skilið orð af því.

Í dag tekur hann bara dagatal með sér og ég merki inn á dagatalið hvenær við komum að sækja hann. Pís off keik.   Ian og Bosi


Það er ekki sama sundbuxur og sundbuxur

Við ókum Þeim Einhverfa í sumarbúðirnar í gær. Hann var glaður og kátur og ofsalega stoltur að fá að draga ferðatöskuna sína út í bíl. Og þegar við komum þangað þá beið hann eftir að taskan væri komin út úr bílnum.  Það er svo gaman að sjá hvað skilningurinn hjá honum eykst mikið frá ári til árs. Núna spurði ég hann álits á dóti og DVD myndum sem fóru ofan í tösku og hann svaraði. Alveg yndisleg tilfinning. Ég veit að þið skiljið mig sum en önnur ekki og það er líka allt í lagi. En hugsið þá bara um fyrstu skrefin, fyrsta orðið, fyrstu sjálfstæðu ákvörðunina hjá börnunum ykkar. Svona er ég heppin. Ég er ennþá að fá að upplifa svona yfirþyrmandi gleði yfir litlum þroskaskrefum.

ianmedferdat

Ég hringdi í sumarbúðirnar í dag til að athuga hvernig Þeim Einhverfa reiddi af svona fyrsta kvöldið og nóttina.

Ekkert mál var mér sagt. Fór að sofa eins og ekkert væri og svaf í alla nótt. Aðeins örlítið vandamál og það var þegar verið var að fara í sund í morgun. Þá uppgötvaði guttinn að sundbuxurnar voru nýjar. Það féll ekki í kramið. Mamman ákvað að láta loks verða af því að kaupa nýjar sundbuxur og senda hann með í sumarbúðirnar. Þessar nýju eru alveg eins og hinar eldri en svona sirka 3 númerum stærri.

Það upphófst því einhver svakaleg rekistefna í búningsklefanum en gaurinn lét sig á endanum var mér sagt, því honum þótti rennibrautin einfaldlega of spennandi til að láta þetta stoppa sig lengi. En hann þurfti greinilega að láta aðeins í sér heyra.

Litla lúsin hennar mömmu sinnar (Jenný ég er ekki tilfinningarík). Ég sakna hans en er alveg svakalega fegin að vera laus við hann.... í smá tíma.


Umsókn um styrk vegna reksturs sumardvalar fyrir fötluð börn 

Foreldra – og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla, FSÖ, hefur í um 30 ár staðið fyrir rekstri sumardvalar fyrir nemendur skólans en nemendur eru þroskaheft og fjölfötluð börn sem ekki getað stundað nám í heimaskóla vegna fötlunar sinnar.

Sumardvölin er staðsett að Laugalandi í Holtum í Rangárvallasýslu og stefnt er að því að hún verði starfrækt í 6 vikur sumarið 2008. Fjöldi barna á hverju tímabili er um 15-25 börn og er dvalartími hvers barns 1- 2  vikur. Samtals voru dvalarvikur barnanna síðasta sumar 104 talsins og börnin um 61. Undanfarin ár hafa 70-80% nemenda skólans nýtt sér sumardvölina sem segir meira en mörg orð um mikilvægi starfseminnar.

Sumardvölin gerir börnunum kleift að dvelja í sumardvöl á sínum eigin forsendum til jafns við ófatlaða jafnaldra sína. Einnig veitir hún fjölskyldum þessara barna möguleika á hvíld frá erfiðu uppeldishlutverki. Sem stuðningsúrræði við þessar fjölskyldur er starfsemi sumardvalarinnar því ómetanleg.

Ljóst er að ekki verður hægt að starfrækja sumardvölina í sumar nema með styrkjum frá einkaaðilum til viðbótar við framlag frá ríki, sveitarfélögum og með dvalargjöldum. Miðað við rekstraráætlunina vantar um 5 milljónir króna sem foreldra- og styrktarfélagið mun leita til fyrirtækja og annarra styrktaraðila með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta hef ég bak við eyrað

Ragnheiður , 2.4.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég skal skoða þetta.  Hvað með alla Lionsklúbba og fl. sem styrkja árlega.  Komið er venjulega að tómum kofanum þegar leitað er til fyrirtækja, ja nema þá þessara stóru.  Baráttukveðja inn í daginn.

Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2008 kl. 07:52

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Upplýsingaflæðið þarf sem sagt að vera það sama til hans og annarra. En sá hefur samt verið rólegur þó hann hefði ekki hugmynd um framhaldið.

Frábær skrif... og já til lukku með viðtalið um daginn. Þú varst rosaflott

Linda Lea Bogadóttir, 2.4.2008 kl. 08:11

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

sjálfsagt að hafa það í huga ef maður veit af einhverjum sem styrkir,en takk fyrir skrifin þín.

María Anna P Kristjánsdóttir, 2.4.2008 kl. 08:48

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Skal sannarlega reyna að upphugsa eitthvað.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.4.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: M

Skal hafa þetta bak við eyrað Jóna og reyna hvað ég get. 

Hef séð krakkana í sundlauginni á Laugalandi en það er laugin "okkar" við bústaðinn.  Allir með bros út að eyrum  

M, 2.4.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég þekki mínus engan.. því miður

en ef ég heyri af einhverju eða skildi detta eitthvað í hug þá man ég eftir ykkur

Þetta er örugglega alveg frábært fyrir alla aðila að fá svona frí.. Hann er örugglega orðinn hundþreyttur á ykkur sko..

Animated GifsAnimated GifsAnimated Gifs   Animated Gifs

Guðríður Pétursdóttir, 2.4.2008 kl. 11:03

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta skal ég sko kanna, ekki nema sjálfsagt.  Kveðja til þín mín kæra og Bóthildur biður fyrir knús og geldingana  hún er enn með allt en hefur ekki hugmynd um hvað það er

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 15:01

9 identicon

Þetta ætla ég að hafa bak við eyrað,  ég bið um leyfi til að copera þessa færslu þína til þess að senda í tölvupósti á nokkra fjársterka aðila.    Ertu til í það ?

Mér finnst sjálfsagt að hjálpa til eins og ég get.

Knús á þig Jóna..  þú ert frábær.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:24

10 Smámynd: Birgitta

Þú ættir endilega að koma af stað dreifimeili eða setja hérna inn færslu sem er auðvelt að kópera og senda af stað. Þar væri gott að hafa upplýsingar um hvert á að leita fyrir þá sem hafa hug á að styrkja.

Birgitta, 2.4.2008 kl. 16:27

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi þið eruð svo mikil krútt. Ef þið hafið tíma þá megið þið endilega copera það sem hér er undir og senda út um víðan völl í tölvupósti:

Umsókn um styrk vegna reksturs sumardvalar fyrir fötluð börn 

Foreldra – og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla, FSÖ, hefur í um 30 ár staðið fyrir rekstri sumardvalar fyrir nemendur skólans en nemendur eru þroskaheft og fjölfötluð börn sem ekki getað stundað nám í heimaskóla vegna fötlunar sinnar.

Sumardvölin er staðsett að Laugalandi í Holtum í Rangárvallasýslu og stefnt er að því að hún verði starfrækt í 6 vikur sumarið 2008. Fjöldi barna á hverju tímabili er um 15-25 börn og er dvalartími hvers barns 1- 2  vikur. Samtals voru dvalarvikur barnanna síðasta sumar 104 talsins og börnin um 61. Undanfarin ár hafa 70-80% nemenda skólans nýtt sér sumardvölina sem segir meira en mörg orð um mikilvægi starfseminnar.

Sumardvölin gerir börnunum kleift að dvelja í sumardvöl á sínum eigin forsendum til jafns við ófatlaða jafnaldra sína. Einnig veitir hún fjölskyldum þessara barna möguleika á hvíld frá erfiðu uppeldishlutverki. Sem stuðningsúrræði við þessar fjölskyldur er starfsemi sumardvalarinnar því ómetanleg.

Ljóst er að ekki verður hægt að starfrækja sumardvölina í sumar nema með styrkjum frá einkaaðilum til viðbótar við framlag frá ríki, sveitarfélögum og með dvalargjöldum. Miðað við rekstraráætlunina vantar um 5 milljónir króna sem foreldra- og styrktarfélagið mun leita til fyrirtækja og annarra styrktaraðila með.

 

Jóna Á. Gísladóttir

netfang: jonag@icelandair.is

sími 840 7114

Jóna Á. Gísladóttir, 2.4.2008 kl. 16:33

12 identicon

Búin að því, komið á 25 aðila.

Vona að það skili sér.  Bestu kveðjur frá Færeyjum.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 16:40

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég skal gera mitt besta Jóna mín

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2008 kl. 17:28

14 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Frábær færsla,  settir meira segja orð á mínar hugsanir

Takk

Sigrún Friðriksdóttir, 2.4.2008 kl. 20:53

15 Smámynd: Ómar Ingi

já þú segir nokkuð

Ómar Ingi, 2.4.2008 kl. 20:57

16 Smámynd: Gunna-Polly

sendi þetta á nokkra aðila

Gunna-Polly, 2.4.2008 kl. 21:46

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sendi þetta um víðan völl. Vonandi að verulega vel safnist. Þetta er greinilega meira en mjög þarft málefni.

Helga Magnúsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:15

18 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Kíki á málið.

Bergljót Hreinsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:27

19 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég reyni hvað ég get Jóna.  Ef allt bregst verðum við að blása til vorhátíðar, og hefja þannig söfnun. Eða Sumarkomuhátíðar,   eða Uppskeruhátíðar, þar sem "styrkveitendur" uppskera eins og þeir sá,  þ.e.a.s. þakklæti okkar bloggara sem getur birst í hinum ýmsu myndum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.4.2008 kl. 00:50

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bloggvina basar með heimaprjónuðum sokkum og súkkulaðikökum ef allt annað bregst.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 09:15

21 identicon

Bendi þér á að senda umsókn á styrkur@actavis.is

garmann (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 09:37

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tek undir með LG.  Höldum hátíð ef þeir ríku halda að sér höndum.

Knúsí

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 09:45

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lilja og Katrín. Þið eruð mun meiri stórhugar en ég . Ég sé þetta samt alveg fyrir mér; vorhátíð með sölubásum hihi.

takk fyrir að senda út dreifi-tölvupóst fyrir mig. Þið eruð yndisleg.

Ég er líka búin að fá töluvert að tölvupósti þar sem fólk er að benda mér á leiðir.

Garmann. takk fyrir þetta. Ég kýldi á 'ða og sendi strax umsókn.

Jóna Á. Gísladóttir, 3.4.2008 kl. 09:49

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenfo. Ertu byrjuð að baka fyrir kökubásinn?

Jóna Á. Gísladóttir, 3.4.2008 kl. 09:50

25 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Auðvitað sendir maður þetta áfram og bendir á bloggið þitt. En nú annars skellum við öll í köku eða sokka fyrir basarinn

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 10:29

26 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ég skal gera það sem ég get Jóna

Líst vel á sölubásana :) 

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.4.2008 kl. 12:06

27 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ÉG VERÐ að viðurkenna eitt Jóna!

Þegar ég sá þig fyrst á blogginu, var búin að lesa einhverstaðar að þú værir alveg æðislegur bloggari. Þá sat ég langt fram eftir nóttu að lesa bloggin þín, og einmitt rakst ég á þessi.

Ég vona innilega að einhverjir styrki þetta góða málefni, ég myndi gera það ef ég ætti peninga!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:39

28 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG veit að á heimasíðum nokkurna fyrirtækja í bænum eru slóðir á beiðni um fjárstyrk vegna ýmissa hluta, ég sótti einu sinni um styrk frá VÍS þegar ég var að gefa út jólablað fyrir X-D hér á Selfossi, þeir styrktu okkur svo ég er viss um að þeir mundu styrkja svona gott framtak. Endilega ef þú eða aðrir í fjáröflun hafið tíma kíkið þá á síður tryggingarfél. ofl. og sækið um styrki.     

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 21:19

29 identicon

Eg les alltaf bloggid thitt, hef reyndar aldrei adur kommentad en nuna finnst mer thorf, og dyrka thann einhverfa og ykkur oll, vona endinlega ad guttin komist i sumarbudir, her eru nokkur fyrirtaeki med styrki.

http://www.avant.is/UMAVANT/MARKADSMAL/Pages/styrkbeidnir.aspx

http://www.frost.is/styrkbeidnir/

http://egils.is/olgerdin/is/styrkbeidnir/styrktarbeidni/

http://www.samskip.is/samskip/styrkbeidnir/

http://www.adalskodun.is/A%C3%B0alsko%C3%B0unhf/Styrkbei%C3%B0nir/tabid/76/Default.aspx

http://www.nyherji.is/um-nyherja/beidnir/

http://dev02.simi.is/Brunnar/hvk/vefbeidnir.nsf/webrequest?openform

http://www.europay.is/umborgun/fyrirspurn/augl-styrkir/

http://www.atvr.is/desktopdefault.aspx/tabid-32//36_read-254/

http://nesprydi.is/Umsoknir/Auglysinga_og_styrkbeidnir/

http://www.eimskip.is/desktopdefault.aspx/tabid-362/

http://www.glitnir.is/Einstaklingar/Umsoknir/Styrkur/

http://www.kaupthing.is/?PageID=313

www.landsbanki.is/umlandsbankann/auglysingarogstyrkir/

Sigga (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 21:47

30 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Ég sendi þetta áfram á nokkra vini og ættingja, þau kannski þekkja e-n sem getur styrkt... Vona það a.m.k.

Sigríður Hafsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband