Leita í fréttum mbl.is

Sylvía Nótt höfðaði vissulega til mín en núna vil ég alvöru

 

Ég elska Sylvíu Nótt. Henni tekst meira að segja að sjokkera mig sem er ekkert auðvelt. Ég vildi að hún færi út og keppti fyrir okkar hönd í Eurovision í denn og hef no regrets about that, at all.

En ég er ekki til í að senda annað grínatriði út núna. Eða á ég kannski frekar að segja svona semi-tónlistaratriði. Ho ho ho we say hey hey hey... er skemmtileg og gott til síns brúks en þetta er ekki tónlistarfólk og stelpurassgatið er auðvitað engin söngkona, enda reynir ekki mikið á þá hæfileika í þessu lagi.

Af einhverjum undarlegum ástæðum hef ég ekkert fylgst með Laugardagslögunum. Það er í fyrsta skipti á minni stuttu ævi (**hóst**) sem ég hef ekki fylgst með undankeppni Eurovision svo ég ákvað að bæta úr því í gær. Hlustaði á öll lögin, spáði og spekúleraði.. en ég þurfti ekkert að spá lengi.

Eurobandið

Lagið sem hefur allt til að bera í þessa keppni er This is my life eða á hinu ástkæra ylhýra: Fullkomið líf. Sungið af Regínu Ósk og Friðriki Ómari. Tvö af okkar flottustu söngvurum í dag.

Lagið er grípandi með fjörugan danstakti. Ætti að höfða bæði til þeirra yngri og þeirra eldri.

Ég hef tröllatrú á þessu lagi og ætla að gefa því mitt atkvæði í kvöld. Ég hvet alla til að taka þátt og kjósa. Komið út úr skápnum krakkar. Við vitum öll að allir hafa áhuga og skoðun á Eurovision þó að margir neiti að viðurkenna það.

Og auðvitað vil ég að þið kjósið This is my life með Eurobandinu en ég ræð því víst ekki (**andvarp**)

Klikkið á linkinn, hækkið í botn og dansið svolítið. Ég lofa því að dagurinn verður bjartari og skemmtilegri fyrir vikið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hélt hér í byrjun viku að það væru bara tvö lög í boði, þvi það var aldrei talað um önnur, (ég náttl. fylgist ekki vel með þáttunum hóst) en svo komst ég að því að það eru 6 önnur og þar á meðal lög sem ég er miklu hrifnari af og ætla að kjósa eitt af þeim í kvöld.  Kemur í ljós hverjir vinna, en góða skemmtun.  Flowers For You

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

En hvernig finnst þér Don´t wake me up með R.... Gröndal?

Markús frá Djúpalæk, 23.2.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég hélt líka með Sylvíu, enda er Ágústa Hvergerðingur, enn ég ætla bara að halda með því lagi sem vinnur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.2.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Æ hvað ég er sammála - ég held að við höfum verið fyndin einu sinni - en ath. bara okkur fannst við flott og fyndin....... Mitt atkvæði fer til Friðriks og Regínu - leyfum þeim að vera stolt okkar og prýði í keppninni úti!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 23.2.2008 kl. 15:52

5 identicon

Ég er sammála þér Jóna. Ég hef lítið fylgst með enda prósessinn ótrúlega langdreginn í ár. Ég heyrði eitthvað af þessum lögum og fannst þau misgóð. Í guðanna bænum hleypið ekki Hey hey hó hó hnökkunum út. Það væri eins hægt að senda súludansarana hans Guðmundar út! Ekki beint talent sem að lekur af þessu fólki, en það er nóg af gervibrúnku og hárlit. Þetta er svo skelfilegt show að það hálfa væri nóg. Sylvía Nótt fölnar við hliðina á þeim (literally).

En, ég held að Regína og Friðrik hljóti að vinna þetta. Bara flott og frambærileg. Fannst reyndar lagið með Haffa Haff töff lag og svolítið öðruvísi og Lullaby to Peace líka.

Anyway, kjósa svo!

Linda (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hélt það væri bara ég, sem fyndist stelpan ekki hafa hæfileika í hey hey hey we say ho ho ho eða eitthvað svoleiðis..

Ég er samsinnis þér ; ÁFRAM THIS IS MY LIFE

Vonandi tekst þeim í þetta skiptið að komast út - hafa bæði verið í 2-3 sæti, svo nú er þeirra tími kominn!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:00

7 Smámynd: M

Alveg sammála, kjósum Fullkomið líf. Nú veit ég hvað ég geri í dag (sjá bloggið mitt )  DANSA !!!!

Gleðilegan eurovision dag 

M, 23.2.2008 kl. 16:01

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála þér að kjósa Fullkomið ´líf ég ætla að kjósa það.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.2.2008 kl. 16:07

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha M ég var að koma úr heimsókn af þinni síðu og þarna ertu.

Jón Arnar. Þú ert of professional í þessu

Högni. Ef þú hefur ekki skoðun þá skaltu kjósa This is my life fyrir Jónu-sín. Kommasoooo

Linda. Enga hnakka núna. Sammála

Róslín. nei nei elskan mín. Allir hljóta að sjá að litla dúlludósin getur ekki sungið. Allavega ekki nóg til að vera frambærileg í svona keppni.

Markús. Ragnheiður er eitt af mínum uppáhalds en þetta lag finnst mér bara svo flatt.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.2.2008 kl. 16:09

10 Smámynd: Ómar Ingi

Jóna

Alvöru lag þyrfti að fara í alvöru keppni , Evróvision er Grín , en samt góða ástæða til að halda partý og detta í það , þess vegna er það vinsælt á Íslandi.

Hvað segir Bretinn yfir þessu rugli eða er hann ennþá að syngja lagið sem Bretarnir sendu með Buck Fizz eða hvað þér hétu nú

Vertu stillt og kysstu littlu dúlluna þína hann Ian frá mér

Ómar Ingi, 23.2.2008 kl. 16:12

11 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Friðrik Ómar og Regínu ekki spurning

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 16:56

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég held að eftirspurn eftir Íslenskri kímni sé í sögulegu lágmarki.

Hvað með Skagfirsku sveifluna sem kemur fram í Baggalútslaginu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 16:58

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

best að leggja orð í belg.

ég ætla ekki að kjósa neitt. þó hef ég skoðun á málinu. ég er alveg verið sammála Jóni Arnari, en Hó Hey lagið er ekki frumlegt heldur. það er þó mun skemmtilegra atriði finnst mér.

ástæðan fyrir að ég ætla ekki að kjósa er einfaldlega sú að ég er þverhaus og dettur ekki í hug að spandera hundraðkalli í ómerkilegt atkvæði. þó myndi ég kjósa oft, væri raunveruleg hætta á að Geirmundarsveiflan ynni og ef hægt væri að kjósa á móti lagi. Baggalútslagið var öðruvísi og sæmilega áheyrilegt fyrst, en þegar það breyttist í Geirmundarpopp súrnaði það all svakalega.

Brjánn Guðjónsson, 23.2.2008 kl. 18:02

14 identicon

þessu hey ho lagi hefur verið hampað mikið á úrvarpsstöðvunum undanfarna daga þannig að kæmi mér ekki á óvart þótt það ynni...en hvað með dr. spock á þá gaura það væri svona öðruvísi og kúl að senda þá:)

steiner (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 18:12

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála, alvörulag að þessu sinni.  Silvía var flott en nú er best að snúa við blaðinu.  Veit ekki hvort ég nenni að fylgjast með þessu í kvöld,

Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2008 kl. 18:47

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er ekki búinn að heyra öll lögin en það eru margir sem tala vel um þetta lag... það verður bara betra og betra.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2008 kl. 20:55

17 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þér, hefði samt helst vilja spóla til baka og senda Regínu með lagið, Þér við hlið frá 2006 keppninni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 21:12

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

ókey

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.2.2008 kl. 21:39

19 Smámynd: Guðmundur Halldórsson

Þessi keppni er grín og við eigum að taka þessu sem gríni. Sendum þessi tvö, þau hljóta að vera að grínast með þetta lag sitt!

Guðmundur Halldórsson, 23.2.2008 kl. 21:46

20 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

mér finnst alveg alveg nóg komið af djóki eins og þetta með Silvíu..sendum Regínu og Friðrik Ómar..

Agnes Ólöf Thorarensen, 23.2.2008 kl. 21:52

21 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þegar ég heyrði lögin hérna rétt áðan þá sannfærðist ég um það að hnakkarnir ega ekkert erindi á Eurovision, það ega hins vegar Regína og Friðrik skilið.

Þorsteinn Valur, ég er þér hjartanlega sammála. Hvað það væri gott að geta spólað svona til baka

Ólafur Björn Ólafsson, 23.2.2008 kl. 21:53

22 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég eyddi einni viku á Krít árið 2006 ..Ég ásamt öðrum íslendingum sem sóttu Ktít heim þá tel ég mig heppna að hafa ekki öðru sinni á æfinni hlotið hálsbrot...Þjónar hinna ýmsu veitingahúsa þar vildu slá alla Íslendinga flata..vegna fáráðleganlegar aðkomu Silvíu nætur í keppninni sem var út úr öllu korti á heimsmælikvarða...Vona að núna verði Íslenska þjóðin ekki jafnæst og ætli sér að vinna keppnina...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 23.2.2008 kl. 22:02

23 identicon

Þetta komment er alveg óháð einhverju júró júró, enda missti ég af keppninni því ég var að lesa blogg - þitt blogg!

Þetta eru með eindæmum mögnuð, einlæg, grátbrosleg og brosgrátleg skrif. Með húmorinn og passlegan sjálfshátíðleika í fyrirrúmi. Ég las allt bloggið upp til agna, færslu fyrir færslu, rétt eins og ég væri að lesa spennandi bók sem ekki er hægt að leggja frá sér.

Ég bíð spennt eftir því að þú gerist rithöfundur svo mikið er ljóst - þú ert frábær penni!

Guðrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 22:43

24 Smámynd: Sporðdrekinn

Jæja kona nú ættir þú að vera ánægð

Sporðdrekinn, 23.2.2008 kl. 23:01

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hó hó hó hvað!! þetta er sko lífið muuuuhaaaaaaaa.

Ólafur Björn. Ég er viss um að þú átt þinn þátt í að þau unnu.

Jón Arnar. Þú ert drengur góður

Guðrún Magnúsdóttir. Vá! Takk fyrir mig. Ég er stolt af því að þú hafir tekið þér tíma á laugardagskvöldi til að renna yfir heilt ár af bloggfærslum  En ég lofa því að rétta lagið komst áfram.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.2.2008 kl. 23:04

26 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já Ommi ég gleymi að segja þér að Bretinn vann einu sinni með Bucks Fizz. Tók upp eitthvað með í gamla daga. Svo já.. hann er ennþá að raula Bucks Fizz.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.2.2008 kl. 23:07

27 identicon

sammála með Sylviu nótt!Og vinningslagið núna,en ég var að pæla í hver er stílistinn og sviðstjórinnmér fanst hún mjög flott í svana búningnum enpældu í hvernig hún stóð eins og kjúklingur sem búið er að hengja.

Inga María Pálsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 23:10

28 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Verð að segja eitt!!
Er fólk búið að gleyma að það var ekki Silvía í fyrra? Eiríkur Hauksson var nú í fyrra og stóð sig með príði..
Sem betur fer unnu þau Friðrik og Regína, þau voru langbest

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.2.2008 kl. 10:40

30 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Bara asskoti flott lag. Stud og allir tjútta med eda eitthvad.. allavega,hef ekki heyrt nein ønnur en thetta hljómadi bara nokk flott. Takk fyrir linkinn Jóna,hafdi ekki heyrt thetta fyrr en nú

María Guðmundsdóttir, 24.2.2008 kl. 11:38

31 Smámynd: Unnur R. H.

Mér fannst besta lagið vinna, en mér fannst ho ho what ever, besta skemmtiatriðið og eins og krakkarnir segja, sonna dáldið tekno

Unnur R. H., 24.2.2008 kl. 12:18

32 Smámynd: krossgata

Mér fannst Sylvía Nótt fín, get tekið undir það... en annað ekki.  Ég samt eins og svo margir hef lítið fylgst með þessum ógnarlanga aðdraganda.  Horfði á helminginn í gær.  Hélt með HóHey og uppþvottahönskunum.  Ég er á því að "alvöru" er bara ekki fyrir íslendinga,   svo við eigum bara að halda okkur við fíflaganginn.  Mér finnst betra að við séum misskilin og skutlað á botninn fyrir fíflagang, en vera misskilin og skutlað á botninn fyrir eitthvað sem á að vera alvöru, með boðskap eða innihaldi. 

HóHey var í sönnum anda Evrovision, léttklætt fólk og einfalt lag.  En þetta hallærisdansatriði á bak við Friðrik og Regínu er náttúrulega í þessum krúttlega strippsjóv-anda keppninnar, svo það á kannski smugu.  ???

krossgata, 24.2.2008 kl. 13:22

33 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi nei Jóna Ágústa!! Skammast´ín!! Þoli ekki þetta This is my life júrópoppdanstrash-lag! Við erum búin að heyra þennan hrylling í skrilljón útgáfum og ekkert frumlegt á ferðinni.... nema kannski hárlengingarnar hennar Regínu

Dr.Spock hefði brillerað og ekki orð um það meir! :)

Heiða B. Heiðars, 24.2.2008 kl. 14:47

34 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

í tilefni konudagsins og "this is my life"

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.2.2008 kl. 20:01

35 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ósammála, með öllu, hata lagið hata hann... búið mál..Yahoo Emoticons

En þú veist ég dýrka þig Yahoo Emoticons

Guðríður Pétursdóttir, 24.2.2008 kl. 20:54

36 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með konudaginn Jóna

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:10

37 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með konudaginn elsku Jóna!

Edda Agnarsdóttir, 24.2.2008 kl. 21:31

38 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ég kaus þetta lag, fannst það einfaldlega flottast og flutningurinn frábær. Ég hefði hins vegar alveg viljað sjá Magna og Birgittu í 2ru sæti og Ragnheiði Gröndal í 3ja. Er ekki alveg að fíla þetta gúmmíhanskadjók, he he .. :)

Hólmgeir Karlsson, 24.2.2008 kl. 22:13

39 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ofsalega eruð þið sætar. Er konudagurinn í dag? Ég fylgist aldrei með.

æi vitiði það er ekkert að marka mig. Ég er Júró aðdáandi. Mér finnst að við eigum að taka þátt burtséð frá slöku gengi. Mér finnst það í rauninni ekki skipta neinu máli. Ég er þessi týpa sem sit með gæsahúð af þjóðarstolti fyrir framan sjónvarpið á meðan íslenska atriðið er flutt. Og skammast mín ekkert fyrir það. Altso gæsahúðina

Jóna Á. Gísladóttir, 24.2.2008 kl. 22:15

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er þetta alvöru?  Ég sem hélt að þetta væri tæknigrín

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 23:23

41 Smámynd: Svava frá Strandbergi

'Og það vann!'

Svava frá Strandbergi , 24.2.2008 kl. 23:54

42 Smámynd: Ómar Ingi

Awwww

Marr man nú ýmislegt um Bretan

Ómar Ingi, 25.2.2008 kl. 00:04

43 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Hohoho-heyheyhey.................. Þeirra atriði varð reyndar slakara með hverri keppni, fílaði það best fyrst! En er svosem sátt við this is my life, ekta júróvisjón e-ð....

Sigríður Hafsteinsdóttir, 25.2.2008 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband