Leita í fréttum mbl.is

Nýtt eða gamalt samband?

 

Það var farið út að borða með afmælisbarnið í gær. Að hennar eindregnu ósk. Foreldrarnir, Gelgjan og Unglingurinn. Sá Einhverfi var hjá Fríðu Brussubínu & co, sem var afskaplega gott. Það er ekki beint til að slaka á að taka hann með sér á fjölfarinn veitingastað á kvöldmatartíma. Og þess utan átti Gelgjan að hafa alla athyglina.

Þó var annað sem fangaði athygli mína og það var par á næsta borði. Myndarlegir krakkar. Og ekki beint krakkar reyndar, ég giska á að þau hafi verið 25-30 ára. Ég á ofsalega erfitt með að ákvarða aldur fólks.

Þau sátu á móti hvort öðru og struku handarbök hvors annars og töluðu saman.

Nýtt samband, hugsaði ég. Svo einbeitti ég mér að mínum eigin sessunautum.

En þar sem þau voru í beinni sjónlínu við mig þá komst ég ekki hjá því að gjóa á þau augunum öðru hvoru og alltaf voru þau jafn vel fléttuð saman í gegnum hendurnar. Þangað til herrann sleppti hægri hendinni af dömunni sinni til að skafa úr jöxlunum með litla putta. Þau hafa þá líklega verið búin að snæða þegar þarna var komið sögu.

O jæja, hugsaði ég. Þau eru allavega ekki svo nýtt par. Orðin sátt við að sýna á sér mannlegu hliðarnar. Kannski jafnvel farin að ropa upphátt í návist hvors annars.

Ég fylgdist með af áfergju. Var spennt að vita hvað hann myndi finna og hver yrði nýtingin af þeim fundi. En hann virtist ekki finna neitt svo hann greip aftur um hendur stúlkunnar og hóf að strjúka á henni handarbakið með umræddum litla putta.

Þá runnu á mig tvær grímur. Ég get ekki ímyndað mér á hvaða tímapunkti þetta par er statt í þróun sambandsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég meina það og hef ekkert meira að segja

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.1.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Ragnheiður

Sætir þú á næsta borði við mig og kallinn þá gætirðu haldið að við værum í nýju sambandi. Hann er duglegur að klappa mér og knúsa. Meira að segja í röð í Bónus...hehe. En hann hefur nú ekki kraflað einhverju úr tönnunum á sér í leiðinni. Hann kann sig nú.

Ragnheiður , 12.1.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ragga. Ég er fegin hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Jóna þó, það er eitt að kíkja en annað að kjafta frá  ... klappaðu bara handarbakið á Bretanum og þá mun hann ... sama hvort byrjar, he he ..

(p.s. ég er bara að stríða þér)  ..

Hólmgeir Karlsson, 12.1.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hólmgeir. Ég er alltaf að klappa Bretanum

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 13:52

6 Smámynd: Ómar Ingi

Fékk semsagt Gelgjugreyið Litla athygli frá þér á sjálfum ammælisdeginum sínum útaf einhver bol sem með Litla fingri var að strjúka og skafa úr jöxlum á svipuðum tíma.

Jóna þó

Ómar Ingi, 12.1.2008 kl. 14:27

7 Smámynd: Hugarfluga

Til hamingju með dótturina.

Hugarfluga, 12.1.2008 kl. 14:28

8 identicon

Til hamingju með dóttluna þína, alltaf gaman að fara út að borða og skoða mannlífið í leiðinni ...

Maddý (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 14:34

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ómar minn. Gelgjan fær alltaf næga athygli

Takk Maddý og Fluva

Alfa. Það er nebblega soldið gaman að pæla í þessu. Í sumum tilvikum má líka gera ráð fyrir að fólki líði SVO vel í návist hvors annars að nærveran sé stundum nóg. Að geta verið saman í þögn og liðið vel með það getur líka þýtt að sambandið sé mjög náið.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 15:03

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góð færsla og pæling. Það er svo gaman að skoða mannlífið, spá í fólki og hvar það er statt í lífinu. Pabbi minn fór stundum með mér út að ganga, þegar ég var barn. Hann kenndi mér að ímynda mér hitt og þetta um annað fólk, pæling út frá leikara bakgrunninum hans. Reyna að átta sig á fólki og setja sig í spor þess og líðan. Þetta var leikur hjá okkur og mér finnst enn gaman að gera þetta, svona ein og sér.

Til hamingju aftur með dótturina. Vonandi verður gaman í veislunni um helgina, átti það ekki að vera nokkrar veislur annars? Eða er ég að rugla?

Bjarndís Helena Mitchell, 12.1.2008 kl. 15:14

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bjarndís. Ég skil hvað þú ert að fara. Ég er stundum búin að spinna heilu sögurnar um fólk áður en ég veit af. Held þeim samt út af fyrir mig

Í kvöld er náttfatapartý með bestu vinkonunum og svo fjölskylduafmæli á morgun. Í næstu viku verður svo bekkjarafmælið. Það er allt að gerast.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 15:20

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Heiða. Það var það sem ég hugsaði en sagði ekki....

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2008 kl. 15:59

13 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er búin að vera með mínum maka í nærri 17 ár , við erum svona haldast í hendur, strjúka og flétta saman fingrunum par svo að ég býst við að maður geti verið yfir sig snerti hrifinn af makanum á öllum tímapunktum sambandsins  

Makinn minn myndi nú samt aldrei þurrka afgangana úr tönnunum á handarbakið á mér

Sporðdrekinn, 12.1.2008 kl. 16:25

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sé að þú ert svona svipaður pælari og ég! En ég myndi segja að þetta samband væri á millistiginu  

Til hamingju aftur með stelpuna

Huld S. Ringsted, 12.1.2008 kl. 16:42

15 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Nýjabrum eða gamaltbrim...
Það er líka gott að "þegja" saman...
Það getur verið mælikvarði á afslappelsi viðkomandi...

Freyr Hólm Ketilsson, 12.1.2008 kl. 16:49

16 Smámynd: Hafmeyjan

Sæl Jóna

Hef ekki áður kvittað hér, en hef lesið allt sem þú hefur skrifað. Er mikill aðdáandi af skrifum þínum. Finnst þú frábær penni og yndislegt að fá að fylgjast með ykkur fjölskyldunni . Skemmtilegast af öllu þó er þegar að það koma smásögur frá þér þá hreinlega hverf ég inní söguna og gleymi mér þangað til hún er búin og úpps verð aftur ég . Langaði líka að benda þér á mynd sem ég er að horfa á akkúrat núna í RÚV, um einhverfu. Ég gerði ritgerð í skólanum um þetta efni þar sem bent er á samband milli einhverfu og bólusetningu barna, langar að senda þér hana ef þú hefur áhuga?

Kær kveðja, Hafmeyjan

Hafmeyjan, 12.1.2008 kl. 17:27

17 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Til hamingju með gelgjuna Góður dagur ég á líka afmæli þennan dag 11 janúar.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 12.1.2008 kl. 18:14

18 Smámynd: Heidi Strand


Einu sinni snæddum við á Holti á menningarnótt. Við næsta borð var ungt par og herrann var greinilega í fyrsta sinn að fara út með dömu. Í lokin snýtti hann sér í tauservíettuna og skellti henni á diskinn með sósu- og matarafgöngum áður en hann strunsaði með dömuna út.

Heidi Strand, 12.1.2008 kl. 18:44

19 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Fólk er svo mismunandi. Ég veit um hjón sem eiga fjóra "næstum uppkomna" stráka búin að vera saman í kringum 25 ár og ég er viss um að hann strjúki alltaf handabakið á henni og haldi utan um hana hvar sem þau eru.. hann er mjög ástfanginn og ánægður með henni og með hana..

svo eru sumir sem eru.. bara .. ekki svoleiðis

Guðríður Pétursdóttir, 12.1.2008 kl. 19:59

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiiiiii hvað ég er fegin að vera ekki sú eina sem býr til sögur um fólk í umhverfinu!!

Ég var farin að halda að ég væri eitthvað skrýtin

Hrönn Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 20:19

21 Smámynd: Vignir

Bara að kvitta fyrir innliti...góð færsla :)

Vignir, 12.1.2008 kl. 21:51

22 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ein gömul vinkona mín sagði mér einu sinni að sambandið væri smollið

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 22:50

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

afsakið þetta hlé....já að sambandið væri sem sagt orðið hversdagslegt þegar hún væri að kúka og hann að raka sig á meðan.  

Það má allavega segja að þua hafi verið orðin ansi afslöppuð gagnvart hvort öðru..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 22:52

24 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir frábærlega skemmtilega færlsu, og öll kommentin bæta hana enn

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.1.2008 kl. 23:36

25 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Oh hvað þetta er fallegt allt saman...!
Var einu sinni boðið út að borða á Ask í hádeginu... og sátu þá miðaldra hjón(55-65) að borða á næsta borði. Þau sögðu ekki orð við hvort annað allan tímann sem þau sátu þarna - Ég hins vegar sagði nokkur við sessunaut minn en ekki strukum við nú samt hvort öðru   Sennilega ekki nægjanlega ástafangin bara !

Linda Lea Bogadóttir, 14.1.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband