Leita í fréttum mbl.is

Reðursafnið vs Downsarar

 

Ég myndi auðvitað gráta ef þetta væri ekki svona djöfulli fyndið. Og þó... er hægt annað en að hlæja að fáránleikanum í forgangsröðun og mati... já hverra... á hvað er mikilvægt og hvar peningar ríkisins eru best geymdir.

Hér kemur örsaga; byggð á staðreyndum. 

Félag áhugafólks um Downs heilkenni sótti um styrk hjá ríkinu fyrir sín félagasamtök. Held það hafi verið milljón sem þau báðu um. Þau fengu 500 þúsund. Voru afskaplega glöð og í rauninni undrandi. Vá við fengum fimmhundruðþúsundkrónur!!! Áttu greinilega ekki von á því.

Skuggi féll á gleðina þegar þau komust að því að Íslenska reðursafnið fékk úthlutað á sama tíma 800 þúsund króna styrk. Hið íslenska fokking reðursafn!!

ER EINHVER HEIMA!!!!

Eru menn farnir að selja á sér reðurinn? Ég hélt að reðursafninu væri ánöfnuð öll þessi tippi. Ekki það að ég hafi neitt á móti reðursafninu. En ég er á móti því að skattpeningarnir mínir séu notaðir til að halda starfseminni gangandi.

Ég spyr; er þetta í nafni menningar sem svona styrkir eru  veittir.

Ég get alveg ímyndað mér að hægt hefði verið að gera eitthvað gagnlegt við þessi 800 þúsund. Hvað með allt hitt sem er verið að gefa pening í úr ríkissjóði. Eru birtir listar yfir það einhversstaðar hvað ég og þú erum að borga fyrir?

Ég er samt alveg að komast í jólaskap. Og ég er að fara á jólatónleika Bóóóóóóóó á sunnudagskvöldið.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maður getur keyft fjárlagaheftið og séð úthlutanir góða.  Hvernig væri að við fjárfestum í eins og einu eintaki og bærum saman fjárframlög til óþarfa eins og reðursafnsins og félagasamtaka um mannúðarmál og sjá hver hefur vinningin?

Ég er game, en þú?

Annars er ég í kasti.  Er Bretinn búin að ánafna sínu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er eiginlega grátbroslegt,

svona fara menn með skattpeningana okkar

Marta B Helgadóttir, 5.12.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Signý

Forgangsröðun stjórnvalda er með öllu óskiljanleg. Hvað ætli þeir ætli að gera við 500-700 milljónirnar sem á að skera niður í heilbrigðiskerfinu?

Fleh... I do not comprehend.

Friður!

Signý, 5.12.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, stundum veit hægri hendin ekki hvað sú vinstri var að bralla. Það er bara lítið samræmi í öllu svona hjá okkar háttsettu stjórn. Spurningin er líka hvar forgangsröðunin eigi að vera, versus hvar hún er í raun og veru.

Bjarndís Helena Mitchell, 5.12.2007 kl. 00:10

5 Smámynd: Fishandchips

Enn eitt dæmið um hvað við Íslendingar erum góðir í að forgangsraða.

 Hef verið svolítið í því að vinna fyrir hin ýmsu líknarsamtök, auðvitað að reyna að safna pening. En hef tekið eftir því að þeir sem búa í fínu, dýru hverfunum, eða þeir sem eru nafnkunnir og allir vita að hanga ekki á horstráinu, eru allt of blankir eða uppteknir til að hlusta á þetta betl.

En gamla konan/maðurinn, eða öryrkinn/námsmaðurinn vilja oftast styrkja, auðvitað ekki stórar upphæðir, en hver 500 - 1000 kallinn skiptir máli.

Fishandchips, 5.12.2007 kl. 00:11

6 identicon

Mæli með því að áhugafólk um fjárveitingar skoði þetta.  Einkum þar í skjalinu sem stendur "Sérstök yfirlit I" og áfram.  Þar eru báðar þær fjárveitingar sem þú nefnir - og margar, margar fleiri.
http://www.althingi.is/altext/135/s/0339.html

Sigurður (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:21

7 Smámynd: Gerða Kristjáns

Sér er nú hver forgangurinn

Gerða Kristjáns, 5.12.2007 kl. 10:07

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Uff, ljótu hálfvitarnir. Hef ekki skoðað þetta safn og hef ekki áhuga. Hægt að safna skemmtilegri hlutum en tippum allra landdýra, eða sjávar. Ég veit um miklu, miklu betri staði fyrir svona 800. þús kall.  Takk fyrir að benda á þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 10:44

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er sannarlega lýsandi. Auðvitað skilur maður að það verður að leggja fé í að varðveita karlmennskutáknin. Annað væri náttúrlega alger ósvinna.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.12.2007 kl. 10:55

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðmundur. Ég myndi kíkja við ef ég ætti leið þarna um.. það er engin spurning. En ég þarf væntanlega að borga mig inn. Ekkert frítt þar.

Jenný. Bretinn hefur ánafnað sínu til mín

Marta. Nákvæmlega!!

Signý. ....vandi er um það að spá... en eitt er víst að alltaf verður sama ruglið í gangi

Bjarndís. Það er góður punktur.

Fishandchips. Þessu get ég trúað

Sigurður. Takk kærlega fyrir linkinn. Kominn inn í favorites hjá mér. Nú á að fylgjast með sko.

Gerða. Stórkostleg forgangsröðun. Maður þekkir mann.. býst ég við

Ásdís. Við værum nú ekki í vandræðum með að nýta þessi 800 þús.

Steingerður.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 11:02

11 identicon

þetta er ein af ástæðunum ég ekki flyt heim til íslands með mína "downs" dóttur. Þá meina ég að sjálfsögðu ekki tippasafnið en forgangsröðunin hjá íslenska velferðarþjóðfélaginu. Held að íslenskir stjórnmálamenn ættu að fara að hugsa um síns eigin tippi - ekki gefa peninga til þess að geta sett annara manna á söfn.

egga la (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:00

12 identicon

 kemur helst í hugann!

Margrét Laxdal (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:11

13 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Á sama tíma og fjöldi einstaklinga þarf að rembast við að halda bærileg jól fyrir 29.000 getur reðursafið keypt fleirri tippi. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.12.2007 kl. 12:56

14 identicon

Kannski á að einkavinavæða eitthvert ofur typpið. Þegar hlutabréfin falla verður allt falt. Mótvægisaðgerð vegna allra femínistana. Kannski talið skynsamlegra að styrkja svona reður safn veglega frekar en DOWNSARA, svona ferðamanna vænna þú veist, gefur meira til baka strax til ríkisins þú veist, þetta er náttúrulega reðursafn þú veist, það er einstakt þú veist, .....þú veist........

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:01

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Lestur á þessari færslu þinni í gærkvöldi varð kveikjan að þessari færslu hér.  Þetta er þörf umræða, svo ekki sé meira sagt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2007 kl. 13:02

16 Smámynd: Þingmaður

Ekki að ég vilji gera lítið úr Downs-heilkenninu, en ég held að Reðursafnið fái fjárframlög af því að það er eitt af þjóðardjásnum Íslands. Útlendingar hafa mikinn áhuga á Reðursafninu og vilja skoða það. Í stað þess að fussa og sveia yfir fjárveitingunum og spyrja "Hvers vegna fá aðrir ekki meira?", væri nær að líta til þess hvað er grætt með fjárveitingunni.

Þingmaður, 5.12.2007 kl. 14:40

17 identicon

Mér finnst að Kolbrún Halldórs og félagar i feministahreyfingunni ættu hið snarasta að

bera fram tillögu á hinu háa Alþingi að það verði sett á stofn ”Vagínusafn”.

Til að tryggja fullkomið jafnrétti ætti að setja í lög að fyrir sérhvern reður á Reðursafninu sé sýnd passandi  vagína.

Ragnar (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:43

18 identicon

Mig langar alveg að skoða þessi typpi þarna norður á Húsavík og finnst safnið frábært enda stofnaði einn af gömlu menntaskólakennurunum mínum það. Finnst í góðu lagi að styrkja starfsemina en ég spyr mig samt af hverju Downssamtökin fengu ekki bara sína milljón!

Kona að vestan (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:53

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já krakkar mínir. Þetta er alveg yndislegt þetta velferðarþjóðfélag sem við búum í. Það er sko ekki velferðar neitt nema að fólk vinni af sér rassinn og sé heilbrigt. Um leið og eitthvað bjátar á, er fólki kastað út í ystu myrkur, þar sem það má bara eiga sig. 

Kona að vestan. Auðvitað er í góðu lagi að styrkja alls konar menningu og alls konar ''óþarfa''. En varla ferð þú út í búð og kaupir þér pels ef þú átt ekki fyrir mat handa börnunum þínum!!! Orðið forgangsraða þýðir að gera fyrst það sem er nauðsynlegt, svo getur maður farið að leika sér. Svo það er ALLS EKKI í lagi að styrkja Reðursafnið eða annan óþarfa á meðan fólk sveltur á litla Íslandi, skorið er við nögl öll framlög við sjúkra, langveikra barna, öryrkja, aldraðra. Ummönunarstörf einskis metin og launuð eftir því og.... æi þú veist þetta vel. Nema að þú sért af strútsætt og sért með hausinn á kafi ofan í jörðinni.

Svo snýst þetta ekkert akkúrat um Downs og Reðursafnið. Það eru bara ótal mörg svona dæmi í gangi. Fullt fullt af milljónum sem fara í alls konar hluti sem eiga að laða að ferðamenn. Það er spurning hversu vinsælt landið verður þegar börnin okkar verða farin að betla á götum borgarinnar.

Þingmaður. Ertu þingmaður? eða langar þig að vera þingmaður? Sennilega ertu bara á réttri leið.

Ragnar. Alveg er merkilegt hvað þú og þér um líkir þurfið að blanda feministum inn í allan skapaðan hlut. Og þegar þú talar um passandi vagínu....? hmmmm.... makes me wonder....

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 15:22

20 Smámynd: Þingmaður

Jóna: ég tel mig hafa verið nok kurteisan og prúðan þegar ég svaraði annars ómálefnalegri færslu þinni, en fæ í staðinn helberan dónaskap í andlitið. Hvers vegna heldur þú að þér leyfist að sýna mér dónaskap? Er það vegna þess að ég skrifa ekki undir nafni? Eða er það vegna þess að ég er fyrrum þingmaður? Eða e.t.v. vegna þess að ég er ósammála þér?

Þingmaður, 5.12.2007 kl. 15:53

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gott innlegg.

ÞINGMAÐUR, hvað er dónalegt við þetta?:"Þingmaður. Ertu þingmaður? eða langar þig að vera þingmaður? Sennilega ertu bara á réttri leið."

Ég sé ekki dónaskapinn - fyrirgefðu!

Edda Agnarsdóttir, 5.12.2007 kl. 16:04

22 identicon

Já þingmaður þar kom mergur málsins, málefnalegt eða ómálefnalegt það skiptir í raun ekki mál heldur hvað græðist. Það græðist frekar lítið á fólki með DOWNS-heilkenni nema þá kannski á safni. Enn reður hefur ávalt verið eitt af þjóðardjásnunum. Og á þeim græðist mikið.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 16:04

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kæri fyrrum þingmaður. Mér þykir leitt ef ég hef móðgað þig þó ég skilji ekki hvernig. Ég verð að segja að ég furða mig á athugasemd þinni um að færslan mín sé ómálefnaleg. Hún átti aldrei að vera málefnaleg í þeim skilningi orðsins. Ég tel hana þó koma til skila hvað mér finnst um málið. Það er það sem skiptir máli fyrir mig.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 16:07

24 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Merkilegt alveg...þetta er Íslensk BYGGÐASTEFNA í framkvæmd.

Meðan reðursafnið var hér í Reykjavík efast ég um að það hafi fengið nokkra styrki frá ríkinu, en um leið og það er flutt útá land þá er það orðið styrkhæft.

Vel að merkja þá er ég hlynntur þessu safni.  Ég er hins vegar alfarið á móti því að ríkið styrki atvinnustarfsemi eins og þetta, þó svo að hún sé staðsett á landsbyggðinni.  Fyrirtæki á landsbyggðinni þurfa að bera sig rekstrarlega eins og önnur en það á ekki að halda þeim gangandi með ríkisstyrkjum.

Hlutverk ríkissins er að styrkja verkefni eins og Félag áhugafólks um Downs-heilkenni.  Þannig er skattpeningum okkar best varið en ekki með því halda á floti atvinnustarfsemi sem ekki ber sig án afskipta ríkisins, hvar svo sem sú starfsemi er staðsett á landinu.

Ef Þingmaður vill hafa aðra skoðun má hann það en hann ætti að gera það undir nafni.

Áfram með gott blogg, Jóna!
Ólafur H. Guðgeirsson

Ólafur H. Guðgeirsson, 5.12.2007 kl. 16:41

25 Smámynd: Þingmaður

Jóna: Það hefur kannski bara legið eitthvað illa á mér hérna áðan. Að sjálfsögðu má fólk segja það sem því sýnist um hvaðeina.

Ólafur: Finnst þér ekki skjóta svolítið skökku við að vera í einni setningu talsmaður frjálsrar samkeppni á markaði og jafnrar stöðu aðila í rekstri en í næstu setningu að heimta þess að málfrelsi manna verði skert, vilji þeir ekki tjá sig undir fullu nafni? Ég kann illa við svona tvískinnung í málflutningi.

Þingmaður, 5.12.2007 kl. 17:03

26 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Maður skilur ekki alltaf forgangsröðun þeirra Alþingismanna! Jóna, ekki vissi ég að þú værir Bóari!!!!!

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.12.2007 kl. 19:34

27 Smámynd: Egill

nú vinn ég með fötluðum og er ekkert ef ekki á móti því að þeir þurfi að sitja á einhverjum haka þegar kemur að einu né neinu.

en ég vil ekki vera skjóta fólk niður áður en allar upplýsingar liggja fyrir framan mig.

vil koma með nokkra punkta sem gætu haft áhrif á þetta.

1: reðursafnið er þa eina síns tegundar í heiminum svo framarlega sem ég veit, það er eins og var tekið fram hjá einhverjum hér ofar að ferðamenn vita af þessu og fyrir vikið er ákveðinn "attraction" punktur fyrir ferðamenn. reðursafninu verður haldið áfram gangandi fyrir þessa fjárhæð geri ég ráð fyrir. mögulega gera þetta á einhvern máta enn áhugaverðara safn en það er núna og þá auki það aðdragandaáhrif þess

2: vitum við hvað félag áhugafólks um downs heilkenni ætlar að gera við peningana, eru þau með húsnæði sem þau halda uppi, safn, eða kannski heimasíðu til að auka vitneskju landans um downs heilkenni, það er mjög þarft vil ég taka fram !

3: söfn vs félög ,  ég sé fyrri mér svona í snatri hvort þarf á meiri fjármunum.

eitt þykir mér samt slæmt í þessum annars mjög svo skemmtilega og áhugaverða pistli þínum Jóna. en þú segir að þú viljir ekki að þínir skattpeningar séu að halda uppi þessu reðursafni.

hvað með þjóðmynjasafnið, eða önnur söfn sem fá styrki sem þessa, það sem einhverjum okkar finnst áhugavert finnst öðrum drepleiðinlegt og óáhugavert.  ríkisstjórnin tekur sér greinilega ekki það bessaleyfi að ákveða hvað fólk á að geta skoðað ef það kýs að fara á eitthvert safn, mér finnst þú ekki í neinni stöðu til að gera það heldur.

og með því að ákveða hverjir fá styrki og hverjir ekki, þá ertu að gera einmitt það. 

Egill, 5.12.2007 kl. 19:50

28 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er frekar hlægilega hallærislegt!!

Huld S. Ringsted, 5.12.2007 kl. 20:05

29 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Þetta er alveg typpikal fyrir forgangsröðina í þjóðfélaginu .

Ég hélt að þetta reður safn væri grín og tómstundariðja eldri herramanns ,sem ætlar að hafa sinn eigin reð til sýnis eftir sinn dag ( var ekki svo ?) .Nei þetta er virðulegt félag sem hlýtur styrki ja hérna hér ekki er nú öll vitleysan eins myndi amma segja . Ef reðurinn fær 800 þús og ekki hægt að brúka þá ætti félag áhugafólks um downs heilkenni að fá 8milljónir .

Egill okkur einum gæti dottið þessi vitleysa í hug þess vegna erum við ein , væri ekki betra að gefa bara út bók með myndum af öllum þessum reðum ?  

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 5.12.2007 kl. 20:15

30 identicon

Þetta er mesti fáránleiki sem ég hef séð lengi.(asnalegra en siðmennt,vantrú og kristni samanlagt)Og get ekki hætt að hlæja og græt af vonsku á sama tíma.Svo er ég búin að skoða reðursafnið. Ég hefði úthlutað því 0 krónur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 20:25

31 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Rúna. Ég er forfallinn Bóari og er stolt af því. Jenný heyrirðu það!!

Egill. dont get me started á styrkjum varðandi menningu. Eins og ég segi einhvers staðar hér í athugasemdakerfinu þá snerist þessi pistill að sjálfsögðu ekki eingöngu um þessa tvo styrki. Þetta er dæmi um forgangsröðun á úthlutun peninga úr ríkiskassanum og mér þykir hún fáránleg. Og ég hef fullan rétt á að hafa á skoðun. Ég er ekki að ákveða neitt. Ef ég gæti ákveðið eitthvað varðandi þessa hluti þá væru þeir ekki svona. Trúðu mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 21:17

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ólafur H. Ég er innilega sammála þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 21:18

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Ég heyri, ég heyri, er í þessum töluðu orðum að tala við Þjóðminjasafnið og er að reyna að útvega 45 snúningaplötu þar sem Björgvin syngur jólalög og hún fer undir jólatréð hjá þér. Og á meðan ég man ætli tónlistarmenn séu.. nebb hvaða vitleysa

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 21:57

34 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný, reyndu að fá grammófón og nál í leiðinni elskið mitt

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 22:04

35 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Forgangsraða Jóna og þú ætlar á Bó

Ertu nokkuð með brotna framtönn ??????????????

Ég bý svo vel að eiga "grammfón" og það er allt í lagi að hlusta á Bó en að þurfa að horfa á hann

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 5.12.2007 kl. 22:59

36 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hulda what can I say.. i just love the guy  ég held líka að hann hafi gert við framtönnina fyrir löngu síðan.. um svipað leyti og ég lét gera við mína

Jóna Á. Gísladóttir, 5.12.2007 kl. 23:27

37 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt Jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.12.2007 kl. 23:42

38 Smámynd: Karl Tómasson

Það er margt skrýtið í kýrhausnum kæra Jóna bloggvinkona.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 5.12.2007 kl. 23:44

39 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Fjárlög? Don't get me started!!!

Laufey Ólafsdóttir, 6.12.2007 kl. 08:18

40 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

leimó....voðalega er þetta öfugsnúið eitthvað

Guðríður Pétursdóttir, 6.12.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband