Leita í fréttum mbl.is

Nćst vel ég gufuna takk

 

Í dag hugsađi ég mér gott til glóđarinnar eftir vinnu.

Alla jafna get ég ekki fariđ í rćktina eftir vinnu, ţar sem ég ţarf ađ vera komin heim í tíma fyrir Ţann Einhverfa. En hann fór í skammtímavistunina í dag og Gelgjan á fimleikaćfingu. Mér fannst ég frjálsasta manneskjan í öllum heiminum.

Planiđ var ađ fara í rćktina kl. 16:30 og taka allan pakkann. Nýta allar 50 mínúturnar sem eru í bođi, fara í sturtu á eftir og svo í GUFU. Fíla mig eins og Hollywood stjörnu sem vćri á launum viđ ađ liggja í dekri og vera á egó-flippi.

En stundum fara hlutirnir ekki eins og ćtlađ er, ég rauk út úr vinnunni allt of seint, keyrđi til Báru vinkonu minnar (JSB) og 2 mínútur í leikfimitíma var ekkert stćđi ađ finna. Ég tók skyndiákvörđun. Ég ţoli ekki ađ missa af upphitun í ţessum tímum svo ég ákvađ ađ drífa mig heim, galla mig upp og fara međ Vidda hund hringinn í kringum Rauđavatn. Ţessi göngutúr tekur klukkutíma ef ég geng rösklega og ţađ er jafn góđ líkamsrćkt og hver önnur. Ađ vísu er engin vatnsgufa heima hjá mér en alveg ágćtis sturta.

Um leiđ og Viddi sá mig taka fram gönguskóna og vindbuxurnar byrjađi hann ađ hoppa og hringsnúast í forstofunni eins og upptrekktur leikfangahundur. Upp, vinstri snúningur, upp, hćgri snúningur...

Loksins var kellingin komin í allan gallann og út héldum viđ. Regndroparnir voru kaldir viđkomu en ţađ var nćstum ţví logn. Viddi var eins og kálfur á vori og afskaplega kátur.

Niđri viđ Rauđavatn höndlađi hann illa spenninginn ţegar úr einni átt nálguđust okkur tveir hestar međ knapa og kona međ svarta labradortík úr annarri. Viddi byrjađi ađ gelta enda Íslendingur af lífi og sál og vildi fá ađ ţefa af ţeirri svörtu. Fannst hún eflaust afar myndarleg og spennandi. Labradortíkin var laus, enda hlýđin og róleg stelpa.

Ég bauđ glađlega góđan dag en tíkin sýndi Vidda netta fyrirlitningu og eigandi hennar sýndi okkur báđum ýkta fyrirlitningu. Hunsađi kveđjuna frá mér og strunsađi áfram. Fannst ţessi geltandi íslenski vitleysingur hvorki sér né tíkinni sambođin og ég sennilega mjög neđarlega í goggunarröđinni fyrir ađ eiga hund sem geltir.

Viđ Viddi héldum í humátt á eftir ţeim mćgđum, ég hálfmóđguđ en Viddi fann greinilega lyktina af tíkinni allan hringinn í kringum fjandans vatniđ og hagađi sér eins og vitleysingur. Ţađ verđur sko klippt undan honum fljótlega.

Skömmu seinna mćttum viđ virđulegum bulldog međ eiganda sínum. Viddi sýndi enga stillingu frekar en fyrri daginn og rauk til á hans allra heilagasta. Sko hundsins. Vonađist sennilega til ađ hafa hitt á ađra tík. Bulldoginn var ekki par hrifinn af ţessum yfirgangi, urrađi valdsmannslega  og áđur en Viddi vitleysingur vissi hvađan á sig stóđ veđriđ, lá hann skjálfandi undir hundinum og ţorđi sig ekki ađ hreyfa. Hinn stóđ virđulegur og sigri hrósandi yfir honum og vissi sem var, ađ hann hafđi sýnt Davíđ hvar hann keypti öliđ.

Ţađ hlakkađi örlítiđ í mér og ég róađi órólegan eigandi hundsins sem hélt sennilega ađ ég yrđi brjáluđ. Ég veit bara ađ ef Viddi vćri krakki ţá vćri hann lagđur í einelti í skóla ţví hann fćri svo í taugarnar á hinum krökkunum. Öđrum hundum finnst hann bara ótrúlega pirrandi.

Viđ komum heim eftir klukkustundar göngutúr, blaut eins og hundar af sundi dregnir. Ég fann hvorki egóistann né Hollywood stjörnuna í sjálfri mér á ţessum klukkutíma.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo mikla Jónu ađ finna í eftirfarandi:"Ţađ verđur sko klippt undan honum fljótlega." ROFL

Hei var ekki hittingur í kaffi áćtlađur á ţessum frelsisdögum? Ég spyr háđulega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

heyrđu... frelsisdagar eru ađ fara fyrir lítiđ. Bođiđ í afmćli á morgun eftir vinnu. En svo á ég Breta sem er betri en enginn. Kaffi almost anytime honey

Jóna Á. Gísladóttir, 8.11.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Ţađ minnkar eitthvađ fjöriđ í Vidda fljótlega, sýnist mér!

Ívar Pálsson, 8.11.2007 kl. 00:11

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já Ívar ef ég fć einhverju ráđiđ

Jóna Á. Gísladóttir, 8.11.2007 kl. 00:14

5 Smámynd: Guđrún Jóhannesdóttir

ţađ er eins gott ađ karlpeningurinn hagi sér vel

Aumingja Viddi

Knús

Guđrún Jóhannesdóttir, 8.11.2007 kl. 00:16

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábćr 

Fór líka í hundblautan göngutúr í kvöld og ţađ var ćđislega hressandi.  Oft ţrćlfyndiđ í göngutúrum ađ hitta á hundaeigendur í glímu viđ dýrin sín og annarra  

Marta B Helgadóttir, 8.11.2007 kl. 00:19

7 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Vona ađ ţú notir ekki sömu ađferđ á Bretann ef hann er međ stelpulćti   Belly Laugh Viddi er bara eđlilegur Íslendingur og ekkert snobb.

Ásdís Sigurđardóttir, 8.11.2007 kl. 00:28

8 Smámynd: Ómar Ingi

Greyiđ Viddi

Ómar Ingi, 8.11.2007 kl. 00:42

9 Smámynd: Guđríđur Pétursdóttir

ţér hefur liđiđ frekar eins og starfsmanni hollywood stjörnu sem var sett fyrir ađ viđra hundinn rétt áđur en ţú ćttir ađ fara og ná í gulrótarköku gerđa úr nýuppteknum gulrótum og fara međ galakjólinn í hreinsun

Guđríđur Pétursdóttir, 8.11.2007 kl. 01:54

10 Smámynd: Sigríđur Hafsteinsdóttir

Hva, auđvitađ varstu Hollívúdd stjarna! Fattađiru ekki ađ ţetta var einmitt krúsjal lykilatriđi í nýjustu Óskarsverđlaunamyndinni og ţú, ađalhetjan, varst ţarna úti ađ ganga í rigningunni ađ hugsa um lífiđ og ALLT og í bakgrunninum ómađi e-r svona kvikmyndatónlist...........pjúff...löng setning hjá mér...

Sigríđur Hafsteinsdóttir, 8.11.2007 kl. 03:33

11 identicon

Vá hvađ ég kannast viđ svona hundagöngu sögu   ég fć alveg flash back úr mínum göngutúrum

Ásta Pálína Hartmannsdóttir (IP-tala skráđ) 8.11.2007 kl. 07:33

12 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

"Ég veit bara ađ ef Viddi vćri krakki ţá vćri hann lagđur í einelti í skóla ţví hann fćri svo í taugarnar á hinum krökkunum. Öđrum hundum finnst hann bara ótrúlega pirrandi."  hér brjálađist ég úr hlátri, ein međ sjálfri mér í vinnunni..Jóna ţú bjargađir enn einum dimmum morgninum Takk fyrir mig 

Harpa Oddbjörnsdóttir, 8.11.2007 kl. 08:37

13 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég ţekki Rauđavatnsgöngur vel ...hćtti ţó ađ fara fyrir stuttu....of margir hestar og hundar fyrir mig sem er skelfingu lostin viđ dýr ! Manninn mín fer núna bara einn !

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 09:39

14 Smámynd: krossgata

Einhverra hluta vegna verđur mér hugsađ til skötusels ţegar talađ er um ađ klippa burt kúlurnar hans Vidda.  Skötuselskarlinn getur ekki veitt og verđur sníkjudýr á "skötuseljunni", ţar veslast hann upp og verđur eiginlega bara ađ eistum.  Ţeim er misskipt gćđunum í ţessum heimi.  Einn missir kúlur en annar endar sem bara kúlur. 

krossgata, 8.11.2007 kl. 10:02

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

HaHa mér finnst ţetta svo fyndiđ jóna ađ ég sprakk af hlátri Ći elsku Viddi ţinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.11.2007 kl. 10:28

16 Smámynd: Heiđa B. Heiđars

Hollywoodstjarnan er í naglanum og egóistinn er í pennanum;)

Heiđa B. Heiđars, 8.11.2007 kl. 11:45

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttlegt ţótt ekki sé minn sagt! Knús á ţig Jóna mín, vonast til ađ hitta ţig einhverntíma hjá Báru!

Edda Agnarsdóttir, 8.11.2007 kl. 13:56

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fyrirsögnin ţín var villandi fyrir mig í ţetta skiptiđ! .. Hélt ţetta tengdist útvarpsstöđvum, hefđir heyrt eitthvađ hrćđilegt á Bylgjunni eđa FM og vćrir bara ákveđin í ađ stilla á gufuna hér eftir! .. Eins gott ađ dćma ekki bara eftir ,,headlines" ... er annars reynd ,,hundamamma" átti yndislega,  ekkert allt of vel gefna tík (sorry Hneta í hundahimnum).. hún var svolítill töffari og fattađi oft ekkert goggunarröđina..  .. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2007 kl. 15:20

19 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Segi ţađ sama og Jóhanna, hélt ađ ţú vildir bara hlusta á "gömlu góđu gufuna"

En er ţetta ekki týpískt međ íslenska karlmenn (hvort sem ţeir eru af hundakyni eđa mannlegu) sjálfsagt ţakkar Bretinn sínu sćla eftir ađ lesa ţessa fćrslu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.11.2007 kl. 16:01

20 Smámynd: Helga Linnet

Hefur ţér aldrei dottiđ til hugar ađ verđa rithöfundur

Eins gott ađ kallinn ţinn sýni ekki tilburđi af hrifningu í garđ hins kynsins (ađ ţér undanskilinni) svo ţú hótir ekki ađ klippa undan honum  ROFL

Helga Linnet, 8.11.2007 kl. 17:49

21 identicon

aaahhhh, verandi FYRIR UTAN rćktina og 2 mín í tíma og hćtta viđ, bruna bara í burtu aftur, mér finnst ţađ svo frábćrt. hmmm, hóst, hóst, kannast nebbenilega viđ svona hátterni hjá sjálfri mér...hei, snobbiđ međ hundinn svarta, ţađ er bara eitt sem ţarf ađ gera og hefur eitthvađ međ strigapoka og ţunga steina ađ gera...hóst.

alva (IP-tala skráđ) 8.11.2007 kl. 19:54

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meil honní

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2007 kl. 20:00

23 identicon

 Viddi er eins og chi váa(kann ekki ađ skrifa ţađ) og litlir kallar. Ekkert nema hávađinn.Ekki eru kúlurnar teknar af hávćrum og montnum köllum ţví ţá Vidda vitleysing?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 8.11.2007 kl. 20:01

24 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.11.2007 kl. 20:04

25 identicon

Sko ég var mest ađ pćla í titlinum, var alltaf ađ bíđa eftir ţví ađ ţú fćrir ađ skrifa eitthvađ um Rás 1. Langar leiđslur - ţorrí.

... En eftir ađ hafa kynnst honum Vidda og ţér ţá er ég eiginlega móđguđ út í ţessa međ labradorinn.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 9.11.2007 kl. 00:30

26 identicon

Ég er bara ađ lesa ţetta blogg í fyrsta sinn en ţú hefur greinilega eitthvađ alveg sérstakt. Óborganleg nálgun á hlutina.

Bjarni (IP-tala skráđ) 10.11.2007 kl. 10:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband