Föstudagur, 26. október 2007
Það sést hverjir drekka Egils Kristal
Ég er kókisti. Sko Coca-cola-isti. Það rennur skiljiði.
En undur og stórmerki gerðust fyrir nokkrum mánuðum síðan og það var að ég ánetjaðist Egils Kristal með sítrónubragði og nú tek ég Kristalinn fram yfir kókið. Nema með sumum mat. Þetta er stórt skref í rétta átt. Næst verður það kristaltært bergvatn sem ég verð háð og þá er þetta komið.
En þegar ég datt niður á Kristalinn þá hugsaði ég; jahá.. það sést hverjir drekka Egils Kristal og nú verð ég gangandi auglýsing fyrir Egil Skallagrímsson. Lagði mjög jákvæða, heilbrigða og jafnvel mjónu-lega merkingu í þetta slogan hjá Agli. En ekkert gerist. Enginn segir við mig; Það sést að þú drekkur Kristal.
Svo ég er farin að velta því fyrir mér hvort ég sé að misskilja þetta allt saman. Hvað meinar Egill eiginlega með þessu?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:48 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640373
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Iss það er aldrei neitt að marka þessar auglýsingar, það sést ekkert á manni nema maður haldi á helv. flöskunni. Mér finnast þetta hundvondir drykkir. Annars hélt ég að þú værir komin í baby doll og byrjuð að gefa afmælisgjöfina
Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 00:39
Ásdís nú er ég að fara í Baby doll.
Arna, já af tvennu illu, eða þannig þá held ég að vatn með gosi sé betra en svartur drykkur með gosi
Jóna Á. Gísladóttir, 26.10.2007 kl. 00:49
Ég veit satt að segja ekki hvað Egill meinar en ég skal spyrja hann næst þegar ég hitti hann ef það er í góðu?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 01:03
Bíddu nú aðeins við, hvað meinar þú með því að láta flakka að vatn með gosi sé betra en svartur drykkur með gosi ? Get ég greint einhvern r-isma í þessu ef ég virkilega myndi nenna að leggja mig niður við að greina það?
Æji, sorrí, ég bara varð ...
Persónulega er ég lítill goskall, ég náttla bý við besta vatn í heimi ókarbóneitað, blanda það með oftlega með því sem að finnst í grænmetis & ávaxtaskúffunni, þrátt fyrir að mér alveg hundleiðist að þrífa þessa safapressu.
Grajtjú með Nick..
Steingrímur Helgason, 26.10.2007 kl. 01:22
Ég er PepsiMax-isti af verstu gerð - þ.e. ég drekk alltof mikið af gosi. Ég veit af því, og hef minnkað það en ekki nóg. Það sést ekki á mér að ég drekk það heldur ... góður punktur hjá þér: ég veit ekki hreinlega hvað Egill Skallagrímsson er að meina með þessu slogani...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 07:56
Ohhh, þið eruð svo mikil kjánaprik. Þið þurfið að halda á flöskunni, vera með tandurhreint handklæði um hálsinn og í strigaskóm. Þá eruð þið kristalsfólk. Annars var ég að skrifa virkilega fróðlega og stórkostlega morgunfærslu um vatn ... tónlistarsmekk vatns, hættuna af því að blóta í baði og svona. Ekki missa af þessu, frú Jóna krútt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.10.2007 kl. 08:15
Það er alltaf verið að blekkja mann eitthvað! Auglýsingar eru víst ekki alltaf sannar !
Sunna Dóra Möller, 26.10.2007 kl. 10:16
ekkert svart gos! var orðin viðþolslaus af verkjum í löppunum, einhverra hluta vegna hætti ég að drekka kók (ekki af því að ég hefði tekið þá ákvörðun það bara fór svona) eftir tæpa viku var ég mun betri, og nú mánuði síðar er ég assskoti fín :) "bank bank bank" og " sjö níu þrettán"
Guðrún Jóhannesdóttir, 26.10.2007 kl. 10:34
TIl hamingju. Sjálfur losnaði ég undan kókinu þegar ég smakkaði rauða Kristalinn í fyrsta skipti. Stefnan er á þessa sömu línu, bergvatn í Gvendarbrunni og engar refjar.
B Ewing, 26.10.2007 kl. 10:52
Enginn sagt það við mig heldur en það er rétt það sést ef maður drekkur kók .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:57
Ég drekk Kristal með eplabragði eða mexíkó læm. Það sést alltaf þegar ég drekk Kristal, ég drekk hann nefnilega bara úr flöskunni. Mér finnst hann bara ekki gera sig eins vel í glasi.
krossgata, 26.10.2007 kl. 11:29
Sleppa kókinu, taka lýsi (á fastandi maga) á morgnana. Þannig berst það út í blóðið og "smyr" liði og fleira. Sykurinn þynnir liðvökva, sem getur svo brotist út með einkennum liðagigtar eða verkjum þeim sem Guðrún lýsir í athugasemd nr. 11.
Sigurður Axel Hannesson, 26.10.2007 kl. 14:41
Nákvæmlega Jóna. Ég hef aldrei þolað þessa auglýsingu. Hún gefur frekar neikvæð skilaboð. Ég upplifði hana að minnsta kosti eins og þú. Það sést á útlitinu á fólki hvort það drekkur Kristal eða ekki.
Ég er hrikalega mikill kókisti, hef reyndar lagast með árunum. Leggst reyndar stundum svo lágt að fá mér Pepsí Max, en bara í neyð.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 15:44
".......your body is a temple......."
Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 16:00
Ég fór líka að hata þetta lag í kjölfar auglýsingarinnar.
Verð að hætta þessari neikvæðni.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 16:07
Hvað eruð þið eiginlega að tala um? Skil ekki rass í bala!
Edda Agnarsdóttir, 26.10.2007 kl. 16:20
Kristalskona
Ég féll fyrir grænum
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.10.2007 kl. 17:44
Sýran í kókinu leysir upp beinin, þannig að það sést vel löngu seinna! Maískornsíróp (e. corn syrup) m.a. í kóki er sú drulla sem hugsanlega á stóran þátt í lítt eftirsóknarverðu líkamsástandi flestra Ameríkana. Sykurinn vita allir síðan um. Þessi nöðrueitursblanda fengist aldrei samþykkt hjá FDA ef hún væri að koma á markað fyrst núna.
Það er fyndið að því minna sem átt er við vatnið okkar tæra, því betra er það að gæðum, þannig að greiða þyrfti hærra verð fyrir það ef flest fólk væri skynsamt. Sama með fiskinn og flesta neysluvöru. Förum nær upprunanum!
Ívar Pálsson, 26.10.2007 kl. 19:04
Það sést nú oft frekar hverjir hafa verið að drekka eitthvað sterkara en Egils kristal ! .... Hæ, hó, jibbí jei og jibbí jibbí ..... hik!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.10.2007 kl. 20:05
... af hverju ætli brennivínsframleiðendur auglýsi ekki: ... það sést þú drekkur Smirnoff Vodka... hmm... það sést allavega á mér... (jæja, sást... hef ekki bragðað þennan eðaldrykk síðan í Húsafelli 69)...
Brattur, 26.10.2007 kl. 20:09
Mér finnst að Egill eigi að greiða þér fyrir svona auglýsingu...Nú fara allir að drekka Egils Kristal í stað gosdrykkja með sykri ! Takið bara eftir því, nú fer að sjást meira í fólk með Egils Kristal í hönd og drekka fyrir framan ykkur svo það "SJÁIST" . En að sjálfsögðu er best að drekka "besta vatn í heimi" beint úr krananum
Elva (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 20:21
Eins og mælt úr mínum munni frú Jóna.
Ég varð líka fyrir miklum vonbrigðum þegar ég hafði þambað Egils Kristal með lime bragði í langan tíma í stað diet-kóks og ENGINN SAGÐI NEITT!
Létum við sumsé báðar plata okkur??
Katrín Brynja (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:14
Jenný mín ég treysti því að þú látir hann heyra það.
Steingrímur. hehe Það er ekki spurning að það vottar allavega þarna fyrir mismunun eftir litarhætti. En því óviðkomandi, þekkirðu Bretinn einhvers staðar frá?
Doddi. Ef þú vilt halda þig við svörtu drykkina þá mæli ég með Coke light. Ekkert Pepsi neitt
Gurrí .Þetta er afar góður punktur. Ég þarf að finna íþróttatýpuna í mér
Guðmundur. Ég veit ekki hvað Vífilfellsmenn segja við þessu
Ella. Við erum greinilega sami grautur í sömu skál
Sunna þú segir nokkuð. Hef aldrei spáð í það
Guðrún. Athyglisvert
B. Ewing. Er það Bobby ?
Birna Dís. Einmitt finnst þér þetta ekki óþolandi?
Krossgata. Best í flösku í bíl. Best í glasi heima
Lísa mín Lára. Harðfiskur er ekki heppilegur snakkbiti fyrir mig þar sem mér þykir sérstaklega ljúft að smyrja hann þykkt með smjörva
Sigurður Axel. Omega 3 töflur frá Herbalife eru minn skammtur á morgnana
Gunnhildur. Út með Pepsíið. Þú þarft líka að finna íþróttatýpuna í þér
Hrönn. I know I know
Edda. hahaha þú ert krútt
Hulda. Grænn er líka ágætur. En ekki eins góður og sá guli
Ívar þú hefur mikið rétt fyrir þér þarna
Kristjana. Ég verð bara að viðurkenna að kranavatnið finnst mér bara ekkert sérstaklega gott. Allavega ekki svona kikk-gefandi
Jóhanna hehe já hætt við því að það verði enginn misskilningur með það
Brattur. Ekki trúi ég því að þú hafir verið drekkandi Vodka árið 1969. Hvað varstu? 10 ára?
Elva. Ég sendi þeim reikning
Kata mín krútt. Þú ert nú svo falleg og frískleg að það er ekki á það bætandi. Snúðu þér aftur að Diet kókinu
Jóna Á. Gísladóttir, 26.10.2007 kl. 21:40
Hey kannski er það það sem er að gera útaf við mig í löppunum, ég er að farast þessa dagana, alveg ógeðslegt, vakna við verki og allt..
En ég hef heldur ekki skilið þessa auglýsingu eða þennan frasa.. Það ætti að vera frekar, "það sést hverjir hafa drukkið egilskristal í langan tíma sem og verið duglegir í ræktinni og slakað á nammi áti.."
Guðríður Pétursdóttir, 27.10.2007 kl. 23:10
Það sést ef ég hef verið að drekka Egils Kristal því hann gýs oftast yfir mig alla, sama hversu varlega ég opna fjárans flöskuna!
Þórdís Guðmundsdóttir, 28.10.2007 kl. 18:50
Svartir kóladrykkir eru viðbjóður. Lituð sykurleðja. Í raun eru þeir drykkir gráir en það er sett í þá svart litarefni.
Egils kristallinn er hressandi drykkur þegar hann er kaldur. Það er ástæða til að vara við því að mikið magn sé drukkið af honum án þess að narta í eitthvað með. Annars skolar hann steinefnum úr líkamanum.
Jens Guð, 28.10.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.