Leita í fréttum mbl.is

Örlítið meira um fatamál

 

Hér sit ég og get ekki annað. Í þvottavélinni rúlla gallabuxur fram og aftur. Fyrir utan buxurnar sem ég keypti í kellingadeild Hagkaupa í gær eru þetta einu buxurnar sem ég passa í.

Ég er ekki alveg í stuði til að fara í kellingabuxunum í vinnuna á morgun svo ég bíð eftir að þvottavélin ljúki sínu verki. Þá get ég hent gallabuxunum í þurrkarann og skriðið undir sæng. Og það verð ég að fara að gera (þó fyrr hefði verið) ef ég ætla að vakna kl. 6 í fyrramálið til að fara í leikfimi hjá henni Báru vinkonu minni.

Það eru nú meiri ósköpin hvað maður þarf að plana mikið á kvöldin til að leikfimisdæmið gangi upp svona snemma á morgnana.

Það þarf náttúrlega að ákveða hvaða fötum eigi að klæðast daginn eftir og koma þeim vel samanbrotnum ofan í íþróttatöskuna.

Það þarf að ferja andlitið á sér úr töskunni sinni yfir í íþróttatöskuna, þ.e. meiki, púðri, sólarpúðri, maskara, varalit, glossi, augnblýanti og einhverju fleiru sem ég man ekki í augnablikinu. Svo þarf að passa upp á að íþróttafötin séu tilbúin, helst á ofni svo það sé heitt og gott að fara í þau á köldum morgnum. Sítrónukristalls flaskan þarf að vera á sínum stað í ísskápnum svo ég geti gripið hana með mér að morgni. Og ég sem hef alltaf haldið því fram að skipulagning sé ekki mín sterka hlið.

Ég varð að breyta um skóáætlun á síðustu stundu þar sem Sá Einhverfi er enn við sama heygarðshornið, þ.e. andsetinn af Emil í Kattholti. Hann tók kúrekastígvélin mín með rúnnuðu tánni, í kvöld og dýfði þeim ofan í vatnsdallinn hjá hundinum. Skítastígvél.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sætar myndir af þér á sæiðunni hennar Mörtu! Gott að vera hjá Báru - mæti þangað þrisvar í viku.

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó það er erfitt að vera karríerkona á bullandi uppleið.  Ó svo stutt síðan my dear.  Ég myndi reyna að bjarga öllum stígvélum heimilisins frá Emil från Lunneberga!

Smjúts á þig og góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla svo sem ekki að fara nánar út í þetta dæmi.  Bara láta vita að ég ylgist með.

Jens Guð, 18.10.2007 kl. 00:15

4 identicon

æi,Jóna, ég elska þig.............

þórdís (sem var að vinna með þér í den) (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 02:40

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Flott greinin þín í mogganum í dag.

María Kristjánsdóttir, 18.10.2007 kl. 07:54

6 Smámynd: Guðný GG

innlitskvitt

Guðný GG, 18.10.2007 kl. 08:28

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æðisleg greinin þín í mogganum í dag, vonandi sér Jóhanna hana og kemur til ykkar á hátíðina.

Huld S. Ringsted, 18.10.2007 kl. 08:29

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ofsalega flott grein í mogganum í morgun! Þú ert algjör snilldarpenni !

Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 08:36

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, ef eitthvað verður ekki búið að gera í málunum á hádegi skal ég hundur heita. Frábært Opið sendibréf hjá þér í Morgunblaðinu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.10.2007 kl. 09:12

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð greinin þín í mogganum Jóna mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.10.2007 kl. 09:26

11 identicon

Flott grein í mogganum.  Vel skrifuð og skemmtilega orðuð :O)

Jóhanna getur ekki annað en komið

Hrefna (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:33

12 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Jóna! þetta er alveg æðislega flott grein hjá þér, þú ert listar penni.

Eins og Skagastúlkan segir, þá er allt eins von á því að eitthvað verði búið að gera á hádegi, ég skal hinsvegar taka það að mér að heita hundur ef Jóhanna mætir ekki á hátíðina á Föstudaginn.

Kjartan Pálmarsson, 18.10.2007 kl. 09:36

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær greinin þín í Mogganum í dag

Marta B Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 09:42

14 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Hæ Jóna.  Var að lesa bréfið þitt í Mogganum.  Frábært, frábært bréf!  Svona á að gera þetta! 

Kveðja, Þórdís 

Þórdís Guðmundsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:00

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvaða grein!!!!!!!!????? Svona...segja mér!

Heiða B. Heiðars, 18.10.2007 kl. 10:16

16 Smámynd: krossgata

Það er sko ekkert auðvelt að vera nútímakona í dag.  Fólk að uppgötva vöðva sem það vissi ekki að það hefði.  Ertu nokkuð með harðsperrur í skipulagningarvöðvunum? 

Ég sagði Mogganum upp um daginn, hvað er að gerast?

krossgata, 18.10.2007 kl. 10:25

17 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

djö... mér finnst ég missa af öllu sem fútt er í verandi í Finnlandi. Ég myndi nú kalla það gott skipulag að geta mætt í ræktina kl 6, er sjálf ekki komin lengra en það að sjá það fyrir mér hvernig ég stælist og hressist á því að fara í ræktina, en næ ekki að koma því í framkvæmd. Er annars að verða háð því að lesa pistlana þína, dásamlegir.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:56

18 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þú ert hörkugóður penni Jóna, greinin þín í Mogganum er algjör snilld

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.10.2007 kl. 11:27

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ok...skil! Samantekin ráð að segja mér ekki HVAR í mogganum ég finn þessa fjárans grein Búin að fletta honum fram og til baka

Heiða B. Heiðars, 18.10.2007 kl. 11:33

20 Smámynd: Sunna Dóra Möller

bls 30 í umræðuhlutanum

Sunna Dóra Möller, 18.10.2007 kl. 11:37

21 identicon

Sæl Jóna!

 Ég er afar ánægð með greinina þína og virkilega gaman að lesa um samskipti ykkar Ians. Sjáumst á morgun í Vesturhlíð.

 Kær kveðja Sigurlaug, móðir Georgs Þórs í Vesturhlíð.

Sigurlaug Lára Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 12:14

22 Smámynd: Guðný GG

Frábær grein Jóna ,hún Jóhanna getur ekki hundsað þetta boð .Liggur við að ég mæti sjálf til að fylgjast með því sko

Guðný GG, 18.10.2007 kl. 13:07

23 identicon

Sæl Jóna! 

Er hálf háð blogginu þínu og það er í mínum daglega blogg rúnt! Frábært og alltaf gaman að lesa!
Ég er búsett erlendis og sé því moggan ekki nema bara mbl.is- ekki vildiru vera svo væn að setja greinina hér inn?

Með kærri kveðju Ásta í UK

Ásta (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:19

24 identicon

Vá hvað ég dáist að þér fyrir að nenna þessu morgunleikfimistússi með öllu sem því tilheyrir. Ég sé að ég væri algjörlega vonlaus í þessari deild.

Las greinina þína. Get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart hvað hún var frábær. Sami flotti frásagnarstíllinn og boðskapurinn hitti fyrir vikið algjörlega fullkomlega í mark. Til hamingju með þig  og gangi þér vel í baráttunni.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:57

25 Smámynd: Vilborg

Frábær grein hjá þér...þu ert svo frábær penni!  Vona að Jóhanna mæti til ykkar....ég veit að ég væri til í að sjá þennan flotta stað!

En það er hægt að lesa greinina hér: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1170603  vonandi í lagi að skella linknum hingað inn

Vilborg, 18.10.2007 kl. 14:41

26 Smámynd: Vilborg

Virkar ekki svona en það er hægt að fara í gagnasafnið á mbl og slá Jóna Gísladóttir í Orðaleit og þá birtist greinin.

Vilborg, 18.10.2007 kl. 14:44

27 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Ég verði greinilega að drífa mig í að lesa moggann. Ég er að reyna að koma pósti á þingmenn og þetta er svo erfitt þegar úthaldi er lítið og ég þarf alltaf að vera að hvíla mig á milli.  Hlakka til að sjá ykkur skvísurnar í TV.  Eigðu góðan seinnipart, ég var ekki vöknuð í fyrripart   

Famous 1 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 14:59

28 identicon

Jóna, ég vona að Jóhanna mæti. Til hamingju hvað þú ert þrautseig og duglega að klæða þetta erfiða ástand í skemmtilegan búning.

Elísa (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 15:57

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Var að lesa eftir þig þrumugreinina í Mogganum áðan.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.10.2007 kl. 16:39

30 identicon

Þú ert flott í mogganum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:10

31 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Tek undir með öllum þeim sem hrósa greininni þinni. 

Örugglega mikil kúnst að skrifa svona skemmtilega en beitta grein um svona alvarlegt málefni. 

Björg K. Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 18:03

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

thanks guys. Ég yrði ofsalega glöð ef Jóhanna mætti með fylgdarliði. Það myndi þá væntanlega þýða að pressan yrði á staðnum. Er það ekki annars? Láta embættismenn ekki pressuna vita þegar þeir fara í svona leiðangra?

Jóna Á. Gísladóttir, 18.10.2007 kl. 18:26

33 identicon

Flott grein !! Stolt af þér!!

Auðvitað mætir Jóhanna hvernig er annað hægt? Eftir svona huggulegt boð.

mums (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 18:29

34 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Svo má bara reyna að bjóða pressunni á staðinn ....?

Marta B Helgadóttir, 18.10.2007 kl. 20:21

35 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hef ekki enn séð greinina en reyni að leita hana uppi á morgun.

Þetta er einmitt það sem stoppar mig frá morgunleikfimi. Meika ekki þetta skipulag

Skítastígvel! Mjög krúttlegt aflestrar, sennilega ekki eins krúttlegt að vakna og skella sér óvænt í blaut stígvél... 

Laufey Ólafsdóttir, 18.10.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband