Fimmtudagur, 11. október 2007
Konur eru skrítnar skrúfur
Við konur erum stórfurðulegur þjóðflokkur. Það verður nú bara að segjast eins og er. Að karlar séu frá Mars og konur frá Venus er kannski klisja. En sönn klisja er það, eins og svo margar aðrar reyndar.
Í vikunni setti ég inn færslu sem var svona hugleiðing og upprifjun á fituskeiðum sem ég hef gengið í gegn um, um ævina. Í athugasemdakerfinu við þeirri færslu fékk ég staðfest frá nokkrum karlmönnum að hugsunarháttur okkar kvenna um þau mál er þeim hulin ráðgáta.
Í morgun, eftir æfingu, framkvæmdi ég gjörning fyrir framan spegil. Á meðan ég dúllaði mér við þennan gjörning rann upp fyrir mér ljós hversu fáránlegur hann er.
Eftir hopp og skopp, magaæfingar, rassa- og hundaæfingu, lóðalyftinar fyrir brjóstvöðva, þríhöfða, tvíhöfða og sexhöfða eða hvað þetta heitir nú allt saman er ég ansi rjóð í framan. Það hef ég reyndar nefnt áður. Eftir sturtu og þerring með handklæði er ég byrjuð að svitna aftur og er þá rjóð og glansandi í andliti.
Þá er dreginn upp úr töskunni alls konar útbúnaður sem á að láta mig líta út fyrir að vera mennska og jafnvel bara nokkuð álitlega. Þessum græjum, sem eru u.þ.b. 78% af þyngd íþróttatöskunnar, er hrúgað á borð fyrir framan spegil og svo hefst ég handa. Fyrsta skref er að maka farða í andlitið sem þekur vel og losar mig við rjóðu kinnarnar. Svo er settur augnblýantur undir neðri augnahárin og ef ég er í stuði þá fer hann líka á efri augnlokin. Svo er það hvítur eye-liner inn í augnhvarmana. Maskari bætist við ef langt er liðið frá litun á augnhárum. Og svo er það punkturinn yfir i-ið; kinnalitur til að ná fram þessu náttúrulega og ferska lúkki sem rjóðar kinnar gefa manni.....
Maður ætti kannski bara að leyfa upprunalega rjóðu kinnunum að njóta sín... eða hvað?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1640374
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Hm, erum við þá skrýtnar skrúfur afþví að konur mála sig? Ég er ekki alveg að ná þessu Jóna mín með skrúfuna, hún er kannski laus í mér ef ég hef einhverja?
Edda Agnarsdóttir, 11.10.2007 kl. 17:42
Einmitt... algerlega sammála þér... þess vegna mála ég mig bara svona spari-spari. Nýt þess að vera ekkert að stressa mig á að sulla einhverju framan í mig til þess að þrífa það af mér eftir nokkra klukkutíma!?
Svandís Rós, 11.10.2007 kl. 17:50
Já þetta er ansi furðulegt þegar að þú setur þetta upp svona he he
Einar Bragi Bragason., 11.10.2007 kl. 18:03
Sammála því...........samt mála ég mig alltaf og fer ekki út úr húsi án maskara og sólarpúðurs...
Sunna Dóra Möller, 11.10.2007 kl. 18:07
Hummmm..... en er það rétti rauði liturinn?
Ég nota amk soldið svona brúnan tón í kinnalit.... þannig að ég gæti nottla ekki notað náttúrulega rauða.. hann er bara ekki í réttum litatón
Heiða B. Heiðars, 11.10.2007 kl. 18:07
Fitumálin eru skemmtilega afstæð. Flestum sem horfa á mynd af sér tekna tíu árum áður finnst þau sjálf flott þá, en af hverju ekki á þeim tíma? Af því að viðmiðið er breytt. Áður var það fyrirsæta, en nú er það kannski að vera eins og maður var áður.
Rétt förðun hámarkar fegurðina. Þó má manni ekki blöskra eins og kl. átta á morgnana í háskóla í USA þegar gyðingaprinsessurnar voru búnar að mála sig og spreyja stjarfar frá því í bítið á hverjum morgni. Það er nú samt fulllangt bil á milli þeirra og náhvítrar ómálaðrar mussukonu með nær engin viðmið.
Ívar Pálsson, 11.10.2007 kl. 18:08
Skemmtileg færsla málari góður.
Tilvitnun:
"Í athugasemdakerfinu við þeirri færslu fékk ég staðfest frá nokkrum karlmönnum að hugsunarháttur okkar kvenna um þau mál er þeim hulin ráðgáta."
Tilvitnun lýkur.
Þeir voru reyndar bara tveir, með huldar ráðgátur.
Þröstur Unnar, 11.10.2007 kl. 18:15
Hahah góður punktur hjá þér Jóna, ég er svona náhvít mussukona sem málar sig bara spari. En svoldið skondi hjá þér, er árangurinn í samræmi við væntingarnar ? eða ættiru bara að skella þér rjóð í vöngum í vinnuna
Langar líka að óska þér til hamingju með "skítasokkana" alveg frábært !!!!
Knús og klemm
Sigrún Friðriksdóttir, 11.10.2007 kl. 18:36
Margar konur eiga bara ekki að "mála" sig...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.10.2007 kl. 19:02
Ég er ekki mikill málari en þegar ég set mig í gírinn þá er ég ágæt í því, en kalt vatn er nú sjálfsagt það sem mest hefur komið við mitt andlit.
En við erum skrítnar skrúfur, því er ég sammála. Er þó búin að ákveða að 1 kíló per. ár frá 40 ára aldri er gott fyrir útlitið og heilsuna.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2007 kl. 19:09
hahahaha ... gavöð hvað þú hefur rétt fyrir þér! En make no mistake (eins og Bush segir gjarnan): Náttúrulega rjóðar kinnar geta verið flekkóttar og gljáandi og þess vegna er mjöööög mikilvægt að púðrast og kinnalitast til að vera húsum hæf. Ég ætlaði nebblega einu sinni að vera "au natural" og fékk komment frá kollega sem var eitthvað á þennan veg: "Ertu lasin?" .... need I say more?
Hugarfluga, 11.10.2007 kl. 19:14
Edda. Færsluna ber ekki að taka háalvarlega. En já, við erum skrítnar skrúfur, allavega í augum karlmanna.
Svandís. Já maður spáir stundum í það hvort það taki þessu
Einar Bragi. þetta er pæling
Sunna Dóra. Uppfinning sólarpúðursins var guðsgjöf til kvenna.
Heiða. Kinnaliturinn minn er rauðbleikur. Ég set hann undir sólarpúður til að ná fram extra góðu lúkki
Ívar. Nákvæmlega! Maður horfir á 10 ára gamla mynd af sér og hugsar: Bíddu.. yfir hverju var ég að kvarta á þessum tíma?
Þröstur. Þeir voru þrír = nokkrir, og svo náttúrlega allir hinir sem lásu pistilinn og hristu hausinn í stað þess að kommenta. Og vertu svo úti
Sigrún mín, árangurinn er aldrei í samræmi við væntingarnar. Annað hvort er hann verri en væntingarnar eða betri. Aldrei í samræmi. Skítasokkar eru góðir
Jóna Á. Gísladóttir, 11.10.2007 kl. 19:19
Gunnar Helgi. Þær konur sem ekki eiga að mála sig eru að gera eitthvað vitlaust. ''Rétt'' og fallega máluð kona er alltaf fallegri en ómáluð. Þó að hún sé náttúrulega falleg. það er staðreynd.
Ásdís. Frábært Mottó.
Hugarfluga. Þetta er góður punktur hjá þér. Náttúrulegt er ekki gott.. nema að það sé gott
Jóna Á. Gísladóttir, 11.10.2007 kl. 19:21
Bíddu, sagði ég eitthvað móðgandi?
Þröstur Unnar, 11.10.2007 kl. 19:27
Hér er nú málingardótið látið eiga sig nema svona á hátíðist og tyllidögum. Enda horfir ung dóttir mín á mig stórum furðuaugum ef hún hefur séð mig vel málaða - hugsar nú örugglega ehv sem svo hvort pabbi sé búinn að finna sér nýja konu haha
Dísa Dóra, 11.10.2007 kl. 19:30
við erum stundum skrítnar skrúfur. Sundtaskan mín er full af meiköppi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 19:40
Já Jóna mín við konur eru stór skrítnar. En eitt get ég sagt þér máluð fer ég út meira segja út í búð.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.10.2007 kl. 19:42
þið eruð bara frábær!
Kolgrima, 11.10.2007 kl. 19:43
Ég er svo LJÓT án meiköpps, alveg hreinasatt. Kinnalitur er alltaf fallegri en hinar náttúrulegu rósrauðu kinnar með köflum og æðaslitum. Reyndar má bíta í varir, nærri til blóðs, ef mikið liggur við, en það er aldrei jafn gott og alvöru varalitur.
Ergó: Maður málar sig ekki til að draga fram fegurð, heldur til að skapa hana því eftir 18 þá er maður náttúrulega rotinpúrulegur. Híhí
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 20:26
Er ekki ein leiðin til að hafa gott sinni, að láta sér líða vel í eigin skinni ?
Albatross (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:40
Aaah - konu og útlit - það sem vér karlar köllum - hégómi.
Og það sem er lagt á sig til að ná útlitinu.
Halldór Sigurðsson, 11.10.2007 kl. 21:02
Dásamleg lýsing á meiköppinu.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:29
Aha...sökum víðtæks ofnæmisvesens þá hef ég orðið að sætta mig við orginal andlitið sem sífellt hrörnar...alveg í skökku hlutfalli við innihald þessarar konu. Þið sjáið það nú í Kompás hvernig kona á fimmtugsaldri kemur fram ómáluð með öllu
Ragnheiður , 11.10.2007 kl. 21:33
Ég vann eitt ár með gullfallegri konu sem að eyddi hátt í klukkutíma á hverjum morgni í að mála sig. Hún hafði náð einhverjum titli í fegurðarsamkeppni. Stundum mætti hún of seint í vinnuna. Þá var hún ómáluð en ekkert síður lagleg. Bara öðruvísi falleg. En hún tók þá upp spegil og málaði sig og meikaði í næstum klukkutíma. Þvílíkt puð. Og það óþarft puð.
Förðunarvörur eru sífellt að leggja undir sig stærra hillupláss í apótekum og stórmörkuðum. Auglýsingar á förðunarvörum er sömuleiðis æ fyrirferðameiri í kvennablöðum.
Ég er með svona vörur í heildsölunni. Samt sem áður tel ég förðunarvörur vera ofnotaðar all svakalega. Flestar íslenskar konur eru fallegar ómálaðar. Flestar ættu að halda förðun í lágmarki. En vissulega getur létt og "rétt" dregið fram og/eða undirstrikað fegurstu andlitsdrætti. Það veit ég vegna þess að ein systir mín kennir förðun.
Jens Guð, 11.10.2007 kl. 21:42
það er gaman að mála sig af og til, en á hverjum deigi því nenni ég ekki. Dáldið eins og jólin væru ekki skemmtileg ef þau væru alla daga er afstaða mín í þessu máli og ég tel að konur sem eru háðar púðri og svoleiðis dóti séu í vondum málum. Mála þær sig í útilegum ? eða útá sjó..?. Færi aldrei í frystihúsið án maskaran, fyrr mun ég dauð liggja en láta hjóm þetta stjórna mér, ég er fegurðardrottning af guðs náð.
Fríða Eyland, 11.10.2007 kl. 21:49
,,Konur eru skrítnar" tek undir það, skrúfur og ef ég tek út orðið skrítnar s.s. konur eru skrúfur, mhm okey jahá jæja það er nú það og það held ég, veit ekki.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.10.2007 kl. 22:58
Ég tel meiköpið mitt lífsnauðsynlegt.....hef einu sinni týnt því.....ÖLLU....jább öllu saman en ég fékk það reyndar aftur.... og ég hélt að lífi mínu væri lokið í smá tíma (eða þið vitið svona smá allavega hehe)
En að öllu gríni slepptu þá get ég hreinlega ekki farið út úr húsi án þess að mála mig.....sérstaklega þar sem að starfsgreinin mín byggist nú soldið á þessu og ekki get ég mætt í vinnu ómáluð og ekki með krem og verið að predika yfir öðrum haha
Hjördís Ásta, 11.10.2007 kl. 23:05
Ég er með unglingsstelpu á heimilinu og kemst sjaldan í spegilinn. Geng um úfin og ómáluð þessa dagana og það er mjög frelsandi tilfinning. Mæli með því Let it shine baby!
Laufey Ólafsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:14
Ég nota maskara og bláan augnblýant á augnlokin og er þá upptalin mín málaraiðn, dagleg. Fer vel í tösku, tekur stutta stund. Varalit hef ég aldrei komist upp á lag með að líka og nota líklega svona á 2ja ára fresti. Meik svona 1-2x á ári og þá oftast að vetri til. Það er morgunljóst þegar ég fer yfir þetta að ég er kolómögulegur málari, en ég fer ekki úr húsi án þess fyrsttalda.
.... nema utan-við-mig-morgnana. Ef ég geri ekki allt í réttri röð gæti ég farið út greidd, með augnblýant og ilmvatn og gleymt maskaranum! Þá er dagurinn ónýtur.
krossgata, 11.10.2007 kl. 23:35
Ég hef aldrei almennilega skilið þessa "flytja-með-mér-allt-baðherbergið-í-ræktina" heilkenni... Ekki það að ég treð nú vanalegast einhverju í og á augun á mér svona dagsdaglega en þetta meik dót nenni ég ekki... Mér finnst ég nefnilega svo sæt þegar ég næ sama lit í andlitið á mér og er á hárnu mínu
Signý, 11.10.2007 kl. 23:37
hahaha þið eruð nú alveg frábær. Kona skreppur í bíó og kemst að því við heimkomu að sitt sýnist hverjum um meiköpp.
Ég hef gengið í gegnum tímabil þar sem ég lét sjá mig algjörlega skammlaust ómálaða. Geri það reyndar enn, og þá aðallega um helgar þegar ég neyðist til að fara úr náttbuxunum og í föt til að fara út í búð. kannast við það sem Jens talar um; spegill upp á borð í vinnunni og tekin rispa, en bara sonna 5 mínútna.. ekki klukkustund.
Arna og Ragnheiður, mér hrýs hugur.... sérstaklega svona seinni ár..
Takk fyrir komment þið öll guys
Jenný kannski getum við eytt stund saman, forljótar og ómálaðar yfir kaffibolla og sígó?
Jóna Á. Gísladóttir, 11.10.2007 kl. 23:41
Oh Jón Arnar hvað þú ert duglegur. Ég geri allt of lítið af svona fyrirbyggjandi. Reyni svo að breiða yfir ósómann með förðunarvörum
Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 00:02
Meiköppið verður ótrúlega ómissandi. Jafn nauðsynlegt eins og að fara í föt áður en maður fer út af heimilinu. Svo kemur sumarfríið og þá um leið hættir meiköppið að skipta máli, gleymist að mestu nema jú spari, þangað til vinnan byrjar aftur eftir frí.
Marta B Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 00:38
Ég viðurkenni að ég er ekki mikið að mála mig. En þegar maður gerir það, þá heldur maður að þá verði maður rosa pæja. Það er ágætt að lifa í sjálfsblekkingu annað slagið
Ásta María H Jensen, 12.10.2007 kl. 01:07
það er viðbjóðsleg klisja að margar konur þurfi ekki að mála sig, 99% þurfa þess alveg nauðsynlega en alltof margar hlýða ekki þessu kalli og labba um hræðandi mann og annan (aðallega mig og börn) það er ekkert eins fallegt og geislandi velmáluð kona!
en æfingarnar þínar fyrir framan spegilinn skil ég hinsvegar ekki.
halkatla, 12.10.2007 kl. 10:00
ööö hvað er meiköp?? haha ég get svo svarið fyrir það að 5 ára gömul dóttir mín á meira snyrtidót en ég..
ég bara er ekki þessi týpa að nenn að vera með þetta drasl í andlitinu allann daginn....en mér finnst rosalega gaman að mála mig þegar ég er að fara í eitthvað "fínt"
en þetta með kílóin....iss ég er feit og ég held að ég bara sé hætt að spá í það..megrun er fitandi á allann hátt svo það er kominn tími á eitthvað nýtt...
Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.10.2007 kl. 10:49
Skemmtileg færsla, málningarvenjur okkar og hugsunarháttur eru karlmönnum hulin ráðgáta En annars fer ég sjaldan útúr húsi ómáluð og ég viðurkenni það alveg.. ég mála mig á hverjum degi fyrir skólann og hef aldrei komið ómáluð í skólann síðan ég var í 10. bekk.. og ég viðurkenni það alveg.. tekur mig svona hálftíma að gera mig til á morgnana og oft meira en klukkutíma fyrir böll og svoleiðis.. en það gerir heilmikið fyrir sjálfstraustið mitt og skapið.. líður alltaf betur og ég veit að ég er fallegri máluð en ómáluð það er bara staðreynd, eins og á við (flestar) margar aðrar, þó auðvitað sé til staðar e-r náttúruleg fegurð, er alltaf hægt að undirstrika hana með make-uppi..
En auðvitað er gott að hafa hugfast að ''minna er meira'' ...
HerdíZ (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 10:55
Marta. þetta er nákvæmlega svona eins og þú segir. Gleymist svolítið í sumarfríinu allavega þegar málningarvinna og arfareytingar eru á verkefnalistanum
Ásta María. engin sjálfsblekking þar. Auðvitað ertu pæja í fullum meiköpp-skrúða
Villa. Já ég þakka allavega oft fyrir að vera ekki karlmaður þegar ég lít í spegil á morgnana. Vita að ég geti lagað það sem blasir við mér.
Anna Karen hvað meinarðu kona? Skilurðu ekki æfingarnar mínar? meiköpp æfingarnar meinarðu?
Ásta Björk ég bíð spennt eftir að öðlast sama þroska og þú.. þ.e. að sætta mig við mig eins og ég er
Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 11:08
HerdíZ. Algjörlega true. Less is more
Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 11:09
Hégómi, hégómi - kannski óöryggi ? ... get sagt þér/ykkur sanna sögu af sjálfri mér: Ég var einu sinni að fara nývöknuð og ,,morgunfögur" út í garð í sólbað beygði mig niður til að rétta úr sólstólnum og stóð upp og ,,pang" ..rak hausinn upp undir glugga og það kom gat og fossblæddi. Maðurinn kom hlaupandi með handklæði og tilkynnti að hann myndi keyra mig á slysó - ég bað hann um að hinkra - hljóp inn á bað til að setja á mig maskarann! .. úff..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.10.2007 kl. 11:23
Nei, nei, less is not enough þegar kemur að sparsli. Hvernig væri að við förum að láta verða af hitting? Áður en ég reyki ekki lengur. Komasho!
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 12:39
Ég dáist alltaf að konum sem ná að mála sig áður en þær fara í vinnuna. Ég er enn að basla við að muna eftir símanum,lyklunum,peningaveskinu etc.
Mér finnst þið allar snillingar bara fyrir að muna eftir þessu...
mums (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 12:55
Jóhanna..... mér finnst þú ótrúlega hugrökk að játa þetta
Jenný mín. Ég bíð spennt eftir heimboði
Áróra. Þetta hefur ekkert með minni að gera, heldur heitir þetta að vera meðvitaður um að náttúrulega fegurðin var uppseld þegar Guð var að skammta við minn getnað. Annars ert þú ein af þessum konum sem kemst auðveldlega upp með að vera ómáluð. Dökk augnumgerð, góð húð og kyssulegar varir. Staðreynd. En þú yrðir auðvitað ennþá meira bjútífúl við smá makeöpp.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 13:41
Sko ég las engin komment hér..
en ég tek þetta bara svona í törnum.
Eins og núna hef ég ekki málaði mig svo vikum jafnvel mánuðum skiptir..
svo koma tímabil sem ég geri það á hverjum degi...
Ég er reyndar alltaf voðalega ánægð með mig
Guðríður Pétursdóttir, 12.10.2007 kl. 14:45
Þetta er frábær pæling hjá þér og oft hef ég velt því fyrir mér þegar ég dreg á eftir mér átta kílóa handtösku fulla af ýmsu snyrtidóti hvort ég virkilega þurfi nú á þessu öllu að halda. Niðurstaðan er alltaf sú sama; ég þori ekki að henda neinu eða skilja það eftir heima því þá er ég fullviss um að ég þurfi bráðnauðsynlega á því að halda á morgun.
Steingerður Steinarsdóttir, 12.10.2007 kl. 14:58
Ég er rosalega "svagur" fyrir konum sem mála sig á rauðu ljósi.
Halldór Egill Guðnason, 12.10.2007 kl. 15:38
Já Guðríður mín. Smám saman fækkar tímabilunum sem þú ert ómáluð. Ég held ég geti lofað þér því.
Steingerður. Eins og mælt úr mínum munni. ég gæti þurft á þessu að halda á morgun, svo ég þori ekki að taka það úr töskunni í dag. Þó ég hafi ekki notað hlutinn í allt að 6 mánuði.
Halldór. Á hvaða ljósum sástu mig í morgun
Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 15:41
Ég kann eina sögu, sem mér dettur í hug þegar ég les Jóhönnu, ég var í útlöndum og brunabjölluhelv. fór í gang undir morgun og hlupu flestir út, sumir byrjuðu á að kíkja fram á gang og sonna ein snéri sér á hina og sagðist ekki hlusta á þessa vitleysu, en ein úr hópnum snaraðist í og settist svo niður og dundaði við að láta á sig eyrnalokkana, ég get sagt ykkur það að hefði hotelið brunnið þá hefðu nokkrir Íslendingar farist þarna.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.10.2007 kl. 19:01
Högni þetta er íslenskt syndrome ... að halda alltaf að brunabjölluhelvítið sé bilað.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.10.2007 kl. 21:08
Ja það er allavega búið að hlægja mikið af þessum "heimskulegu" viðbrögðum okkar og við erum líka búin að skammast okkar því að þarna hefðu einhverjir farið heim í farangursrýminu ef eldur hefði gengið laus.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.10.2007 kl. 01:05
Með fullri virðingu fyrir öllu þessu eiturefnabrasi ykkar skvísanna.... Hvað er málið með það að eyða hálfum deginum í að plokka á ykkur augabrúnirnar, til að þær verði minni, og eyða svo restinni af deginum í að lita þær svo þær virðist meiri???
Karlmaður (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 02:02
hehe. Ég veit það ekki.. svei mér þá. Annars litum við ekki augabrúnirnar til að þær virðist meiri (jú kannski þær sem plokka þær niður í ekki neitt neitt) heldur til að þær virðist dekkri. Biiiiig difference you know
Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.