Miðvikudagur, 3. október 2007
Lexía dagsins: Aldrei að treysta undirmönnum fyrir velferð sinni
Allir kannast við ''trausts-æfinguna''... þessa þar sem maður á að láta sig detta, afslappaður og fullur trúnaðartrausts afturábak. Treysta því að skólasystkini/vinnufélagar/námskeiðsfélagar grípi mann.
Þessi æfing var tekin á námskeiðinu í gær. Og önnur æfing sem ég hef aldrei heyrt um né séð. Og hún var virkilega skemmtileg.
Hópnum, um 20 manns, var raðað upp með nokkuð jöfnu millibili í kringum malarvöll. Kannski svona 10 metrum að lengd. Svo batt stjórnandi námskeiðsins trefil fyrir augun á okkur (einu í einu) og við áttum að hlaupa langsum eftir malarvellinum, blindandi.
Þessi æfing snýst um það að treysta á að fólkið í kringum völlinn stoppi okkur af þegar út á enda er komið. Eða þá ef innbyggði áttavitinn bregst og fólk hleypur út til hliðanna í staðinn fyrir beint áfram.
Minn áttaviti virðist aldrei hafa verið til. Ég hljóp af stað og tók óafvitandi ákveðna stefnu til vinstri. Var nokkuð góð með mig og hljóp á ágætis hraða. Allt í einu fann ég að það var einhver hindrun fyrir framan mig og á sama sekúndubroti byrjaði þessi hindrun að tala. Mér brá svo mikið að ég byrjaði að öskra og virtist ekki geta hætt því. Hélt áfram eftir að ég reif af mér trefilinn og sá einn vinnufélagann beint fyrir framan mig. Greinilegt að einhver stressviðbrögð gerðu þarna vart við sig.
Fólk hljóp þarna um víðan völl. Sumir af nokkru öryggi og hefðu endað upp á þjóðvegi ef þeir hefðu ekki verið stoppaðir. Sá næstsíðasti ákvað að treysta fullkomlega á vinnufélaga sína og tók á þvílíkan sprett að það var engu líkara en hann ætlaði að setja met í spretthlaupi. Hlutirnir gerðust hratt og þar sem ég stóð á hliðarlínunni fóru að renna á mig tvær grímur. Ljósastaurar voru meðfram vellinum á hægri hönd og þaðan sem ég stóð virtist maðurinn stefna á einn slíkan. Þetta var einn af stjórum fyrirtækisins og sitthvoru megin við staurinn sem hann stefndi á stóðu tveir undirmenn hans. Karl og kona. Hvort um sig hélt að hitt myndi stoppa hann af svo bæði stóðu þau nokkuð afslöppuð með staurinn á milli sín. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að góla sem einhver viðbrögð urðu en það var of seint. Yfirmaður þeirra hljóp á staurinn. Bang. Fólk tók andköf og hélt niðrí sé andanum. Þegar hann reif af sér trefilinn og óskaddað en annars grimmúðlegt andlitið birtist, sprungu allir úr hlátri. Mjög traustvekjandi og samúðarfullur hópur þarna á ferð.
Það er aldeilis hægt að treysta á ykkur, sagði hann heldur þóttalega.
Ég veit ekki alveg hvernig lífið hjá þessum tveimur undirmönnum hans var í vinnunni í dag en það er alveg öruggt að þessi létta traust æfing bar ekki tilætlaðan árangur á þessu námskeiði. Eða hvað finnst þér Hjölli?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1640375
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Jóna, þú öskrar, rosalega ertu paranojuð mar og treystir ekki vinnufélugunum. Reyndi að sjá mig sjálfa við þessar aðstæður og ég get sagt þér það hér og nú að ég hefði ekki farið eitt einasta fet ef ég hefði átt að treysta einhverjum fyrir mér og ég með bundið fyrir augun. Það eru amk ekki margir sem ég treysti það er greinilegt.
Aumingja yfirmaðurinn. Sá hlýtur að hafa fundið til í andlitinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 21:52
Þú verður Jóna greinilega ekki sú næsta sem færð (að fjúka) uppsagnarbréf.
Eiríkur Harðarson, 3.10.2007 kl. 21:58
Hefði hann ekki endað úti í Varmá ef staurinn hefði ekki stoppað hann ? Kannski voru þau að vona að hann hitti ekki staurinn og hyrfi bara.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.10.2007 kl. 22:13
Maður verður leiður á þessum traustæfingum ef það er mikið af þeim. Ég hugsa að ég hefði hlaupið í litla hringi - meðvitað
krossgata, 3.10.2007 kl. 22:16
Mann greyið var náttúrulega staur-blindur og því fór sem fór En hvurslags vinnufélaga átt þú eiginlega ? allavega virðast þeir ekki standa saman allir sem einn eins og við KR ingar höfum tamið okkur undanfarnar aldir og reynt að breiða út þann boðskap, sem greinilega hefur ekki náð til allra
Kjartan Pálmarsson, 3.10.2007 kl. 22:23
alltaf gaman að smá mistökum ekki sattt hehehehh, þetta átti nú að vera gaman
Guðríður Pétursdóttir, 3.10.2007 kl. 22:40
knús til þín elsku Jóna
Kristín Katla Árnadóttir, 3.10.2007 kl. 23:16
Úff, ekki gott að lenda á staur. Vonandi var samt gaman og að þú hafðir gott af þessu. Allavega gott að vita hvernig maður bregst við sjálfur og hversu vel maður treystir hinum þegar mikið liggur við.
Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 23:51
Díta (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:54
Ég veit ekki hversu "pottþéttur" svona traustleikur er, en mér leist helvíti vel á hann. Bæði með öskrið þitt og samstarfsfólkið sem ekki bjargaði yfirmanninum. Ætli sé hægt að lesa eitthvað út úr þessu?
Takk fyrir að segja frá!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 02:16
Greyjið yfirmaðurinn.
Ásta María H Jensen, 4.10.2007 kl. 02:27
Þetta er nú meira fjörið.
Jens Guð, 4.10.2007 kl. 03:15
Innlitskvitt til þín, Jóna, af því það er svo langt síðan ég hef kvittvað hjá þér, og þakklæti fyrir að fá að lesa skemmtilegar frásagnir. Kær kveðja að norðan
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.10.2007 kl. 07:01
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 08:34
Nú skilurðu af hverju ég var "næstum" búin að pissa á mig af hlátri - ákkúrat á svona starfsdegi Ég hef aldrei séð neitt eins fyndið og manninn sem hljóp "með einbeittum vilja" beint á hlið - upp á hól - og datt!!!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 4.10.2007 kl. 09:04
hehe frábært .......ég mundi aldrei þora af stað ef það væri bundið fyrir augun á mér.
ég held samt að fólkinu (þessu sem stóð við staurinn)hafi ekki liðið rosalega vel í vinnunni ..sérstaklega ekki ef eitthvað hefur sést á manngreyinu
Ásta Björk Hermannsdóttir, 4.10.2007 kl. 09:18
hehehehe
Ég les þessa síðu á hverjum morgni og fer iðulega með bros út í daginn á eftir
Guðný Linda Óladóttir, 4.10.2007 kl. 09:26
Óboj - það hefur ekki verið auðvelt fyrir þessa tvo að mæta í vinnuna eftir þetta og horfa í augu yfirmannsins.
En veistu, ég held samt að þetta atvik hljóti að hafa fengið á hann - grínlaust - ég hugsa að það hefði fengið á mig. Vona bara að hann hafi húmor fyrir þessu.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.10.2007 kl. 11:47
Ég svaraði "commenti" þínu á minni síðu.
Halla Rut , 4.10.2007 kl. 12:34
Djö. hefur verið gaman, hefði viljað verra áhorfandi. Ég hefði nú ekki þorað að hlaupa. Hvernig líður samstarfsmönnum þínum,? Nokkuð uppsagnir í gangi'? kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 14:20
Ég hef tekið þátt í nokkuð svipaðri athöfn nema að þá voru mynduð nokkurskonar göng af fólki sem allt hélt úti báðum efri útlimum þannig að við fyrstu sýn sýndist ekki nokkur leið í gegn um göngin. Síðan áttum við einn af öðrum að ekki labba heldur hlaupa í gegn um fjárans göngin og treysta á það að gangliðar myndu sjá á manns auma og lyfta höndunum svo ekki hlytist mikill skaði af . Þetta gekk að mestu leyti slysalaust en ég man þegar kom að mér að leggja fríðleika minn að veði og vaða með andlitið fyrst í gegn um þessa þvögu að mér varð mjög svo hugsað til eins nokkuð stæðilegs vinnufélaga míns sem hafði komið sér fyrir á besta stað í línunni með furðu hlutlausan svip og fannst mér jafnvel votta fyrir smá glotti á honum. Ósjálfrátt fór ég að hugsa með mér hvort hann væri ekki örugglega búin að gleyma rifrildinu sem við lentum í á síðustu jólabollu ? ?
Kej, 4.10.2007 kl. 14:43
Svona leikir eru alþekktir út leiklistinni, og gott að vita að það er farið að taka þetta upp á vinnustöðum. Yfirmannstuskan hefur væntanlega gert sér grein fyrir því svona eftir á að það er bara ekkert að stóla á undirmannsræflan hehehehehe. Þannig að hann gengur svo út frá því í praxis væntanlega
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 21:32
hehehe takk fyrir komment öll. Kristinn hvernig fór þetta. Einhver sjáanleg lýti á annars mjög svo fríðu andliti þínu?
Ólína auðvitað fékk þetta á hann. fékk líka á mig í sannleika sagt. En sem betur fer varð hann var við breytingu á jarðvegi og setti fyrir sig hendina. Ekkert höfuðhögg sem betur fer.
Ingibjörg I know what you mean
Lísa mín Lára.. ég lít á allar svona vinnuuppákomur sem skemmtilega tilbreytingu frá hversdeginum. Yfirleitt eru fyrirlesarar sem halda allskyns námskeið, sem betur fer yfirleitt skemmtileg og hresst fólk. Farðu bara með það í huga að skemmta þér. Reyndar er svolítið annað að þurfa að eyða laugardegi í þetta (ef þú áttir ekki hvort sem er að vinna, skiluru)
Jóna Á. Gísladóttir, 4.10.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.