Leita í fréttum mbl.is

Afmæliskort til mömmu

 

Gelgjunni þykir gaman að skipuleggja. Og hún sá til þess að eitthvað skemmtilegt biði eftir mömmu hennar (moi) þegar ég vaknaði í gær. Sem var ekki fyrr en um hádegi.

Þegar ég kom niður með koddafar á andlitinu var hún búin að gera borða úr nokkrum A4 blöðum og láta pabba sinn hengja hann upp á vegg; Til hamingju með afmælið mamma.

Á skenknum var lítil og sæt gjöf til mín og afmæliskort sem var skipulagt af henni. Hún fyllti sjálf út stöðu hvers og eins, þ.e. hvernig þeir tengjast mér og svo átti hver og einn að skrifa sjálfur nafnið sitt við það ''starfsheiti''. Í kortinu, sem verður geymt um ókomin ár, var textinn eftirfarandi:

Mamma! (Jóna*) Til hamingju með 39 ára afmælið!

Þín dóttir: Anna Mae **

Þinn stjúpsonur: Daníel ***

Þinn sonur: EMIL IDA ANTON ****

Your man: Nick *****

 

 Útskýringar:

* Ég er auðvitað ekki mamma Bretans og strangt til tekið ekki Unglingsins

** Þetta var einfalt

*** Já, það er eins gott að hlutirnir séu kallaðir réttum nöfnum

**** Sá Einhverfi var gallharður á að skrifa ekki nafnið sitt. Valdi frekar Emil í Kattholti, systur hans Ídu og pabbann Anton

***** Best að hafa þetta á ensku því pabbinn er breskur

 

Þessi stelpa á alveg örugglega eftir að geta nýtt sér skipulagssýkina í því starfi sem hún velur sér í framtíðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábær fjölskylda.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.9.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Guðný Linda Óladóttir

Krúttileg fjölskylda og krúttileg færsla

Alltaf gaman að eiga afmæli og sérstaklega þegar eithvað svona bíður manns

Guðný Linda Óladóttir, 24.9.2007 kl. 11:42

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í krúttkasti.  Hún er dúlla

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

  börn eru svooo yndisleg.

Til hamingju mað afmælið 

Sigríður B Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 11:45

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

frábært afmæliskort :)  gerast nú tæplega flottari. Elska svona púsl hjá krökkum   til hamingju með daginn í gær.

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.9.2007 kl. 12:00

6 Smámynd: Ragnheiður

snilld...hún hefur viljað fyrirbyggja að þú ruglaðist í því hver var hvað

Ragnheiður , 24.9.2007 kl. 12:00

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flott hjá henni ,góð fjölskylda.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 12:32

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með afmælið í gær!!

Þín bloggvinkona Skessa*
*Er bara skessa en heiti Heiða :)

Heiða B. Heiðars, 24.9.2007 kl. 13:03

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Meil darling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 13:19

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með daginn í gær 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.9.2007 kl. 13:46

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Aftur meil ´sskan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 14:36

12 identicon

Til hamingju með afmælið í gær

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 16:59

13 identicon

Oh en sætt.

Til hamingju með afmælið í gær :) 

Ragga (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 17:42

14 identicon

Til hamingju með afmælið í gær Jóna mín. Þú átt greinilega alveg yndislega fjölskyldu.

Sigga (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:49

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg dóttir, fallegrar móður!

Til hamingju með hana

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 20:07

16 Smámynd: Ómar Ingi

Sá Einhverfi var nátturulega langflottastur HAHAHAHA Snillingur

Ómar Ingi, 25.9.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband