Fimmtudagur, 20. september 2007
Hálfs árs bloggafmæli
Um þessar mundir á ég hálfs árs bloggafmæli. Nánar tiltekið skrifaði ég mitt fyrsta blogg 24. mars á þessu ári.
Vinir mínir, sumir, stóðu á öndinni þegar ég hóf að birta myndir af fjölskyldunni. Ég var spurð hvort ég hræddist ekki svoleiðis.. ég vissi aldrei hverjir væru að lesa og skoða bloggið mitt.
Vissulega er það rétt. Það er misjafn sauður í mörgu fé. En ég hef líka ákveðið að hafa ekki sífelldar áhyggjur af því. Það þýðir ekki neitt. Hverskonar líf væri það að velta sér upp úr því alla daga hvað einhverjir perverskir einstaklingar hugsa eða gera. Þeir eru alls staðar eins og dæmin sanna.
Margir hafa líka sagt við mig að þeir furði sig á því hvernig ég geti bloggað svona um mín persónulegu mál. Allt sem gerist innan veggja heimilisins. Það þykir mér fyndið. Auðvitað er ég ekki að blogga um allt sem gerist heima hjá mér. Hugsið ykkur ef ég setti inn færslu í hvert sinn sem ég yrði ósátt við Bretann og lýsti í smáatriðum ágreiningsefnum okkar. Hver myndi nenna að lesa um það! Enginn. Trúið mér.
Það er gaman að skoða gamlar færslur og athugasemdir við þær. Fólk sem ég þekkti hvorki haus né sporð á á þeim tíma en finnst ég þekkja í dag. Sem er auðvitað ekki rétt en svo sannarlega hef ég orðið margs vísari um þetta fólk.
Ég fæ að fylgjast með sorgum og sigrum bloggvina og það er í rauninni ótrúlegt, og að sama skapi fallegt, hvað fólk bloggar af mikilli einlægni. Ég hef líka fylgst með bloggurum sem voru mjög ópersónulegir á sínu bloggi í byrjun en hafa opnað sig smátt og smátt.
Það er skrýtin tilfinning að hafa áhyggjur af/gleðjast með/gráta með fólki sem maður þekkir ekki neitt. Stundum er ég að velta fyrir mér; ætli so-and-so hafi fengið starfið. Ætli so-and-so fái niðurstöður frá lækninum í dag. Ætli so-and-so fái íbúðina. Ætli so-and-so hafi fengið inngöngu í skólann. Ég vona að so-and-so líði betur í dag.... o.sfrv. Fyrir vikið finnst mörgum vinum mínum og kunningjum ég stórskrýtin.
Meira að segja Bretinn er farin að þekkja sum ykkar með nafni og ég tala um ykkur. Yfir kvöldmatnum til og með
Þetta er lítið, skrítið og skemmtilegt samfélag sem ég villtist inn í til að reyna að efla í mér pennann. Það hefur tekist, en ég fékk svo mikið meira en það að launum.
Ekki spillir fyrir að ég hef náð tengslum aftur við vini úr fortíðinni sem hafa rekist á bloggið mitt fyrir tilviljun og látið vita af sér.
Takk kæru bloggvinir, og þið öll, fyrir samveruna síðustu sex mánuði
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Athugasemdir
Til hamingju með bloggafmælið Jóna
Annars átti ég tveggja ára bloggafmæli í september þar sem ég byrjaði að blogga mitt Huldublogg
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.9.2007 kl. 17:12
Til hamingju dúllan mín, með áfangann. Heimur minn væri fátækari án þín og þú veist að ég meina það
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 17:14
Takk sjálf mín kæra, þú trónir meðal efstu á minni síðu. Þú hefur þegar kennt mér margt um einhverfu. Ég verð þér þakklát fyrir það. Ég held áfram að vera áhugasamur nemandi hjá þér og nýt hvers orðs sem þú skrifar.
Síðan mín varð ársgömul núna í september, afmælinu var frestað
Ragnheiður , 20.9.2007 kl. 17:16
Huldublogg (svona átti það að vera)
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.9.2007 kl. 17:18
Kjartan Pálmarsson, 20.9.2007 kl. 17:21
til hamingju með bloggafmælið, les alltaf bloggið hjá þér þó ég sé ekki alltaf að tjá mig með athugasemdum.
Hallgrímur Óli Helgason, 20.9.2007 kl. 17:23
Til hamingju með hálfa árið Jóna ;o)
Vignir, 20.9.2007 kl. 17:25
Til hamingju með áfangann . Jóna mín þú ert ein af mínum bestu bloggvinkonum.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.9.2007 kl. 17:26
Til hamingju með bloggafmælið
Huld S. Ringsted, 20.9.2007 kl. 17:28
Til hamingju með daginn! Alltaf jafn gaman og fróðlegt að lesa síðuna þína. Held að ég hafi fylgst með henni nánast frá upphafi.
Svavar Alfreð Jónsson, 20.9.2007 kl. 17:39
Gott hjá þér Jóna, ég hélt að þú værir sjóuð í bloggbransanum en þetta er þá bara í þér. Ég byrjaði líka í mars sl. (5/3/07) og hef lært mikið af þessu í mannlegum samskiptum og sjálfstjáningu. Hughreystandi orð á réttum tíma eins og frá þér við upphaf skrifta minna skipta verulegu máli, takk!
Ívar Pálsson, 20.9.2007 kl. 17:46
Hamingjuóskir frá mér
Guðný GG, 20.9.2007 kl. 18:03
Innilega til lukku og ert alveg að 150.000 innlitum. ´Þú ert sko mega bloggari. Ég hef ekki hugmynd um hvenær ég startaði minni síðu, held samt að það hafi verið fyrir jól, svona fyrir börnin en fattaði löngu seinna að það væri hægt að eignast vini og þá rúllaði þetta af stað, asnaðist reyndar til að henda út fullt af eldri bloggum og myndum er hætt því núna. Kær kveðja frá okkur Bódísi.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 19:13
Jæja elskan þetta er nú afrek sem gefur hverjum EINASTA svo mikið, við má bæta að lestur þinna færslna gefur bæði þér/og þeim er lesa. Svo mikið að ekki er hægt að lýsa því með orðum.
Þú ert bloggvinkona NR. 1



Eiríkur Harðarson, 20.9.2007 kl. 20:14
Bloggheimar væru mun fátækari án þín, elsku Jóna. Það er mjög gefandi að lesa bloggið þitt. Til hamingju með hálfs árs afmælið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.9.2007 kl. 20:21
Til hamingju með bloggafmælið..Bloggaðu sem allra mest
Unnur R. H., 20.9.2007 kl. 20:29
Þú ert gefandi, nærandi, hvetjandi, huggandi, fræðandi, uppörvandi. Þú ert hlekkur í keðjunni.
Til hamingju og takk fyrir mig.
Þröstur Unnar, 20.9.2007 kl. 20:32
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 20:35
Já, til hamingju með afmælið og takk fyrir mig.
Gísli Hjálmar , 20.9.2007 kl. 20:47
Jóna - Ég hefði ekki viljað missa af blogginu þínu fyrir nokkra muni. Það líður aldrei sá dagur að ég heimsæki ekki síðuna þína minnst einu sinni oftast miklu oftar. Ég er alveg sammála þér með galdurinn sem felst í blogginu.
Til hamingju með þig.
Þú ert meira en frábær - líka sá Einhverfi, Bretinn, Gelgjan, Nancy May, Viddi, kisurnar, sögurnar þínar, ... (gleymi ég einhverju eða einverjum - vona ekki - ef svo -þorrý) 
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 20:59
Já ég man alveg þegar ég varð vör við þig á blogginu...og fannst mikið til koma. Ég var sjálf skelfingu lostin yfir öllum þessum hugrökku bloggurum og datt aldrei í hug að ég myndi blogga sjálf. Hef núna bloggað síðan í janúar um allt mögulegt og aldrei skemmt mér betur og eignast æðislega vini og eflt sjálfstraustið mitt. Blogg er svo gott..sérstaklega þegar maður er fjarri heimaslóðum og ég held að á einhvern undarlegan hátt hafi það orðið til þess að nú stefni ég á heimferð. Tengdi mig við landið mitt og nú langar mig bara heim.
Bloggið þitt hefur veitt mörgum innsýn í líf sem ekki allir þurfa að kljást við..og veistu að ég held að með því að gefa hvort öðru hlutdeild í lífi hvers annars aukist samkenndin og þetta mannnlega fær að koma í ljós.
Til hamingju með frábært blogg stelpa mín
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 21:01
til hamingju... en hvað er að því að vera með myndir ?...
Brynjar Jóhannsson, 20.9.2007 kl. 21:23
Til hamingju með afmælið. Það er alltaf gaman að lesa skrifin þín
Marta B Helgadóttir, 20.9.2007 kl. 21:36
Til hamingju með bloggafmælið elsku Jóna. Já ég er sammála þér með að fara að þekkja bloggvinina smátt og smátt. Það er svo skrítið að maður finnur þörf fyrir að fá fréttir af þeim sem maður tengist hér. Þetta er bara gott mál og okkur til framdráttar, það er að segja ef við erum ekki að bölsótast út í hvort annað.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:47
Af öðrum ólöstuðum eruð þið Gurrí skemmtilegustu bloggararnir... og það er eins gott að hvrug ykkar taki upp á því að hætta eða eitthvað álíka vitlaust!!
Sex mánuðir er bara rétt byrjunin og tekur því varla að nefna það þar sem þú átt eftir að blogga svoooo rosalega lengi :)
Heiða B. Heiðars, 20.9.2007 kl. 21:48
Til hamingju. Það er alltaf gaman að koma og heimsækja þig og eins og þú segir þá er ótrúlegt að finna svona marga sem maður finnur svona mikla samkennd með án þess að hafa nokkurn tíma hitt þá in person...... og svo spillir ekki fyrir að rekast á fólk sem maður var löööööngu búinn að týna.
Já ég veit þetta er fullflókið en ég er bara svo flókinn karakter.....
Þú ert yndi
Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 22:16
Skál fyrir því sæta
Ómar Ingi, 20.9.2007 kl. 22:37
Jóna mín, ef þú hefðir ekki bloggað hefðum við kannski aldrei náð saman aftur. Til hamingju með bloggið og það máttu vita að skrifin þín gefa lífinu lit og ímyndunaraflið örvast við skrifin þín.
Knús úr Kópó
Elísa (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:43
Til hamingju með afmælið og vonast ég til að þú munir halda þau mörg í viðbót okkur hinum til ánægju og yndisauka.
krossgata, 20.9.2007 kl. 22:56
Þú ert SVO SÆT OG YNDISLEG Jóna. Mér hefur fundist mjög skemmtilegt að lesa bloggið þitt og það kom mér skemmtilega á óvart að baki Marilyn Monroe var hún Jóna.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 23:06
Takk elskurnar mínar fyrir yndislega fallegar kveðjur. Þið gerið mig feimna. og í leiðinni staðfestið þið allt sem ég sagði í færslunni.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 23:07
Til hamingju með ammælið og takk innilega fyrir mig, eins og ég hef áður sagt þá hef ég grætt ómælanlega á að hafa ratað hér inn og fengið að vera með.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.9.2007 kl. 23:21
Til hamingju með bloggafmælið. Þú ert virkilega skemmtilegur penni.. takk fyrir mig. Bestu kveðjur
Ragna (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 23:28
Til hamingju með afmælið

elsku besta Jóna og takk fyrir öll einlægu skrifin þín svo ekki sé minnst á allar hlýju setningarnar sem þú hefur skilið eftir á blogginu mínu. Á mínu heimili flokkast þú með bestu vinum þó ég hafi aldrei hitt þig né séð. Þegar ég hef sjálfur skirfað eitthvað á bloggið mitt, heyri ég oftar en ekki frá strákunum mínum: "pabbi hvað heldurðu að Jóna segi um þetta", eða "pabbi hefur Jóna kommentað á ....
Þú ert frábær Jóna:)
Hólmgeir Karlsson, 20.9.2007 kl. 23:31
Til hamingju með afmælið Jóna mín.
Blogghringurinn auðgaðist mikið hjá mér þegar ég datt inn á bloggið þitt. Sjálf er ég búin að blogga í rúm þrjú ár og hef lært ýmislegt á því. Og eignast fullt af vinum sem ég hef aldrei séð í rauninn og líka endurnýjað kynni við gamla vini. En síðast en ekki síst nota ég síðuna mína til að láta systkini mín sem búa um allan heim vita af mér.
Þegar ég svo flutti mig yfir á moggabloggið útviklaðist þetta allt saman og satt að segja veit ég ekki hvar þetta endar. En ég elska bloggið
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 20.9.2007 kl. 23:36
Takk sömuleiðis...megirðu blogga um ókomna tíð.
Brynja Hjaltadóttir, 20.9.2007 kl. 23:40
Til hamingju með sexið og sömuleiðis takk fyrir viðkynninguna rúsínan mín.
Edda Agnarsdóttir, 20.9.2007 kl. 23:59
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 00:03
Til hamingju með áfangann, endilega haltu áfram þínu striki. Þú ert náttúrulegur penni og mér finnst alltaf gaman að lesa bloggið þitt.
Bjarndís Helena Mitchell, 21.9.2007 kl. 00:07
Ég man þegar þú byrjaðir.......ég helt þú værir pabbi
Tómas Þóroddsson, 21.9.2007 kl. 00:33
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 06:35
... Jóna er BEST!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 06:36
Til lukku með áfangann og takk fyrir mig í leiðinni.
Halldór Egill Guðnason, 21.9.2007 kl. 10:05
Til lukku
Þú vonandi bara heldur áfram á sömu braut, finnst ofsalega gaman að lesa síðuna þína, svo ekki sé talað um sögurnar þínar
Guðný Linda Óladóttir, 21.9.2007 kl. 13:24
Til hamingju með 1/2 árið í blogginu mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt og er farin að koma á hverjum degi....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.9.2007 kl. 14:54
Sætt
Ég tek þetta til mín og þakka þér sömuleiðis.
Hugarfluga, 21.9.2007 kl. 15:50
Til hamingju með afmælið elskan. Þú ert algjört yndi!
Heiða Þórðar, 21.9.2007 kl. 17:35
Haltu áfram í mörg hálf ár í viðbót.
Gúrúinn, 21.9.2007 kl. 18:12
Til lukku með hálfa árið.....vonandi heldurðu áfram á sömu braut, það er svo gaman og lærdómsríkt að lesa bloggið þitt
Berta María Hreinsdóttir, 21.9.2007 kl. 19:08
Til hamingju með Bloggafmælið Jóna það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt
Einar Vignir Einarsson, 21.9.2007 kl. 20:50
Þú ert bara snillingur
Garún, 21.9.2007 kl. 22:15
Kva, við erum þá jafnaldrar í bloggeríinu. Ég er dáldið á þessari línu þinni líka, blogga um allt sem að mér finnst, blanda famelíunni minni alveg óhræddur í þetta líka & okkar dúddi. Bloggið er nokkurs konar andleg ruslafata viðkomandi & annað hvort kemur maður nakinn fram eða feikar meikið.
S.
Steingrímur Helgason, 22.9.2007 kl. 00:53
Þetta hálfa ár er búið að vera alveg frábært fyrir okkur hin. Takk fyrir mig
Kolgrima, 22.9.2007 kl. 01:12
Mér er nákvæmlega sama um það hvað margir lesa bloggfærslur þínar. Já, ætli það sé ekki álíka langt síðan að ég byrjaði að blogga. Það var reyndar í febrúar. Ég vissi ekkert um blogg fyrir þann tíma. En fljótlega datt ég inn í fastan blogglestrarrúnt. Ég man ekki hvernig að hann byrjaði. Jú, ég fann gömul skólasystkini, gamla vinnufélaga og vini. Svo bættist þú við ásamt Jenfo, Gurrí Har og nokkra aðra. Ég sá skemmtilegar færslur sem að endurtóku sig í að vera skemmtilegar. Allt í einu stóð ég mig að því að vera farinn að lesa bloggið þitt daglega. Mér til skemmtunar.
Ég man ekki hvort okkar bankaði upp sem bloggvinur. Ég held að ég hafi varla haft frumkvæði að bloggvinum nema kannski 5 sinnum eða svo. En hvort okkar sem að hafði frumkvæði að því að við urðum bloggvinir þá get ég sagt í einlægni að - svo að ég hafi þetta víðtækt - þá ertu inni á mínum topplista yfir þau blogg sem að ég kíki á daglega.
Frumsömdu sögurnar þinar og frásagnir af daglegu amstri hafa veitt mér ómælda skemmtun. Ég kvitta ekki alltaf fyrir innlit. Engu að síður ertu mjög skemmtilegur bloggari. Ég þekki þig ekkert persónulega og er næsta kynslóð fyrir ofan þig í aldri. Takk fyrir mig.
Jens Guð, 22.9.2007 kl. 05:05
Til hamingju með áfangann.
Takk fyrir skemmtileg blogg.
Svava frá Strandbergi , 22.9.2007 kl. 13:44
En nú ætla ég að gerast frek. Ég vil biðja þig um nýja bloggfærslu. annrs held ég að eitthvað sé að hjá þér og hef áhyggjur.

Edda Agnarsdóttir, 22.9.2007 kl. 19:53
Sæl Jóna og til hamingju með afmælið, ég hef verið svo önnum kafin að ég hef varla haft tíma í að lesa blogg en reyni að kíkja á þig þó ég kommenti ekki. Takk fyrir mig og haltu áfram á sömu braut, þú gefur lífinu lit.
Helga Auðunsdóttir, 22.9.2007 kl. 20:35
Meil elskan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 21:10
Til hamingju. Þú ert ein af fáum sem ég hef haft frumkvæði að verða bloggvinur. Það er útaf hlýjunni sem alltaf er í þínu bloggi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.9.2007 kl. 23:29
Ég trúi því varla að þú hafir bara verið að blogga í 6 mánuði. Haltu því áfram!! Það er svo gaman að fylgjast með ykkur..kveðja Áróra í "fjósinu" eða þannig..
mums (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 01:26
Til hamingju með blogg afmælið :-) Gaman að fá að vera einn af vinunum
Ásta María H Jensen, 23.9.2007 kl. 23:36
Ég man það núna að ég bankaði upp á hjá þér til að gera daglega bloggrúntinn minn auðveldari.
Jens Guð, 25.9.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.