Föstudagur, 14. september 2007
Páfagaukurinn sem skipti um kyn
Skrif Jenfo fyrr í dag um nýja fjölskyldumeðliminn minnti mig á pistil eftir mig sem birtist í tímaritinu Dýrin mín fyrir einhverjum mánuðum síðan. Ákvað að skella honum hérna inn.
Fyrsta gæludýrið mitt
Sem barn var ég svo mikill dýravinur að það jaðraði við þráhyggju. Ég elskaði öll dýr og sú ást átti sér engin takmörk. Ég mátti engan ferfætling sjá, þá varð ég að strúka honum og klappa. Amma hafði oftsinnis varað mig við því að nálgast bundna hunda en ég lét það sem vind um eyru þjóta.
Eitt sinn sá ég hvítan fallegan hund, bundinn í heimkeyrslu og ég byrjaði að tala blíðlega til hans og nálgaðist hann hægum skrefum með útrétta hönd. Hundurinn stóð grafkyrr og starði á mig. Ég hef verið aðeins 8-9 ára gömul en samt sem áður hringdu einhverjar viðvörunarbjöllur í kollinum á mér. Ég tók eftir því að hvutti hafði enga vinalega tilburði í frammi og dillaði hann ekki rófunni. Aðvörunarorð ömmu hafa haft eitthvað að segja því ég ákvað að taka enga áhættu og sneri við. Í því tekur hundurinn á rás og stekkur á eftir mér geltandi og urrandi. Hann náði að glefsa í olnbogann á mér og rispa mig lítilsháttar áður en bandið stöðvaði hann. Svolítið svona eins og í teiknimyndunum.
Ég var auðvitað skeflingu lostin og svolítið sár en samt æpti ég hástöfum á eigandann sem kom aðvífandi og hóf að slá til hundsins: Ekki lemja hann, ekki lemja hann.Ég slapp með skrekkinn og lærði af þessari reynslu en þó ekki meira en svo að ég var bitin af villiketti sem ég ætlaði að vera góð við, þegar ég var unglingur.Ég fékk aldrei að eiga hund eða kött en ég átti fiska og eftir grát og gnístran tanna eignaðist ég páfagauk. Hann var ljósblár og mér þótti ég aldrei hafa séð neitt eins fallegt. Og það var nú meira hvað þetta litla kvikindi var bráðskemmtilegt. Hann elskaði að bera smádót í gogginum og henda því fram af borði. Hann óð út í Cerioos og Cocoa Puffs diskana mína eins og þeir væru hans einkatjarnir og hann sat tímunum saman á öxlum mínum eða höfði og skeit mig alla út. Amma var ekki hrifin en mér var alveg ákvæmlega sama, ég elskaði hann út af lífinu.
Einn daginn sat hann í herberginu sínu (sem hann hafði alveg út af fyrir sig), ofan á lítilli plastkanínu sem var í miklu uppáhaldi hjá honum, og leit afskaplega veiklulega út. Var sljór til augnanna og lyngdi þeim aftur í sífellu. Ég hljóp fram í eldhús í ofboði. Amma, amma, Borró er veikur, ég held bara að hann sé að deyja.Amma fylgdi mér eftir og hefur eflaust vonað að fugl-kvikindið lægi þar með lappir upp í loft þegar við kæmum inn í herbergið.Þegar þangað kom sé ég einhverja skrítna hvíta kúlu ofan á plastkanínunni. Það tók mig svolítinn tíma að átta mig á að þetta var egg. Borró verpti fúleggi, kom upp um kynferði sitt en hélt nafninu þar sem Borró gat alveg eins verið stelpunafn eins og stráka-nafn.
Borró eignaðist mann sem hún kúgaði, verpti fleiri eggjum, ekki fúleggjum í þetta skiptið og ákvað svo að yfirgefa bónda, börn og bú.
Einn daginn flaug hún út um herbergisgluggann og stillti sér upp á húsþak. Nágrannarnir hlupu áhyggjufullir fram og til baka í garðinum (þar sem það var nágrannastelpan sem var sek um að hafa opnað gluggann), afi veifaði fuglabúrinu og kallaði á Borró og ég held að amma hafi verið að því komin að pissa í buxurnar af hlátri. Hún vissi sem var, að ef Borró hafði verið á báðum áttum um hvort þetta ætti aðeins að vera stutt útsýnisflug eða hvort hún ætti að fljúga suður á bóginn, þá tók hún endanlega ákvörðun um það síðarnefnda þegar hún sá búrið. Hún þoldi ekki þennan rimlakassa enda var hún ekki vön að vera lokuð inn í honum. Hún hafði alla tíð haft heilt herbergi út af fyrir sig.
Og þarna sat hún á þakskegginu og skáskaut augunum niður til okkar. Amma sór og sárt við lagði að sigurglott hefði verið á andlitinu á fuglinum. Inni fyrir tísti og gargaði móðursjúki bóndinn hennar, nú konulaus.
En Borró hóf sig til flugs, blakaði litlu vængjunum í kveðjuskyni og hún og heiðblár himininn urðu eitt. Við sáum hana aldrei aftur. Söknuðurinn var mikill og enginn páfagaukur sem ég eignaðist eftir það komst nálægt því að geta tekið sæti hennar.
Einhvern tíma mun ég festa kaup á stórum og litríkum páfagauki, en eins og staðaner í dag með naggrís, hund og 3 ketti á heimilinu væri það ekki skynsamlegt.Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640371
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Æi dúllan, jesúsinnminnlangarsvoklípaogknúsa. Arg, krúttkast. Okkar er líka blár og er ekki hrifin af að vera í búri.
Takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 19:07
Frábær pistill
Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 19:13
Góð saga og vel skrifuð. En hvað varð um eggin, nennti Borró hin sjálfstæða ekki að sitja á þeim? Og þá ungana?
(PS: kíktu á póstinn þinn).
Ívar Pálsson, 14.9.2007 kl. 19:44
Jóna mín það gengur alveg að eiga bæði kött og páfagauk. Ég átti um tíma kött og nokkra páfagauka. Kisi var alsæll og sat langtímum fyrir framan fuglabúrið og fylgdist áhugasamur með. Fyrir hann var þetta var eins og að búa í spennumynd.
krossgata, 14.9.2007 kl. 20:47
humm.. ég hef verið með fiska, finkur, kött, hund, börn og eiginmann allt í einum pakka og ég held...
að það hafi virkað
Good luck to you and...
Guðrún Þorleifs, 14.9.2007 kl. 20:54
Ég set mörkin við hunda og ketti - sérstaklega eftir að hamstur sem bróðir minn átti át drjúgan part af teppi í herberginu mínu
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 20:59
Unnur R. H., 14.9.2007 kl. 21:49
Þú ert svo góð stelpa... dýravinir eru gott fólk.
Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 22:16
Yndisleg saga. Ég hef alltaf verið forfallinn dýravinur og börnin mín hafa erft þetta. Sú yngri talaði bara dýramál fyrstu 3 árin og þverneitaði að tala mannamál. Sé að þitt heimili er álíka líflegt og mitt. Knús!
Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:16
Jæja Jóna eftir lestur þessarar sögu spyr ég, hvernig gengur að hjá þér að finna útgefanda á þínum frábæru sögum (frásögnum.) Þú ert ritsnillingur
Eiríkur Harðarson, 14.9.2007 kl. 23:43
Falleg grein, góð saga. Endilega láttu það eftir þér að fá þér nýjan fugl.
Bjarndís Helena Mitchell, 14.9.2007 kl. 23:52
Ég er fæddur og uppalinn í svit norður í útjaðri Hóla í Hjaltadal. þar brá svo við eftir að Stebbi bróðir rotaði og drap hanann á bænum að ein hænan - sú sem var karlkynslegust - breyttist í hana. Alveg furðulegt dæmi.
Þar fyrir utan eru páfagaukar merkilegir fuglar. Eldri sonur minn keypti páfagauk á 260 þúsund kall. Það þótti mér heldur vel í lagt. En páfagaukurinn er bara skemmtun. Hann spjallar við mann eins og manneskja. Og er bráðfyndinn.
Hann talar heilar setningar og málvitundin er eins og hjá mannseskju. Rífur stólpakjaft og svarar fyrir sig fullum hálsi.
Dæmi: Hann á það til að lemja vængjum og garga. Þá er sagt við hann: "Núna verður þú settur inn í búrið þitt og breitt yfir það svo að þú haldir kjafti."
Eitt sinn þegar að hann tók svona garg og vængjasláttssyrpu sagði yngir sonur minn við hann; "Heyrðu, þetta gengur ekki."
Þá sagði fuglinn: "Ókey, ókey. Engin læti. Ég skal bara fara sjálfur inn í búrið og steinhalda kjafti. En þú verður að breiða yfir búrið af því að ég kann það ekki."
Jens Guð, 15.9.2007 kl. 00:54
Jens ýkt góður
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 01:31
Æ .. sætt
Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 02:02
Falleg frásögn. Ég er líka dýravinur það var svona hjá mér ég mátti aldrei eiga nein dýr eins og mig langað til þess, en eftir ég varð fullorðin fékk ég kisur og fiska og fleiri dýr. Svo fékk ég hana Tótu mína sem ég elskað útaf lífinu og er nú dáinn.Þessi elska sem ég sakna mikið. Knús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 11:47
Frábær pistill
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 12:41
Frábær færsla. Ég er veik fyrir Labrador, Svörtum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.