Leita í fréttum mbl.is

Fólkið í vinnunni er hvert öðru falskara og ómerkilegra

Ég er búin að vera spá og spekúlera í gangi stjarnanna fyrir vinnufélagana, og hvaða áhrif þær hafi á persónuleika þeirra. Af einhverjum ástæðum eru allir hérna á skrifstofunni undirförlir lygarar, ómerkilegir snobbarar, frekir valdasjúklingar eða einskis nýtir smjaðrar.

Þetta er svo ég: 

Vog (23. september - 22. október):

Þú þykist veraljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég sem hélt að þú værir allt öðruvísi - svona getur fólk platað mann?  Hvernig gengur annars með byrjunina góðu?

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 12.9.2007 kl. 11:09

2 identicon

Ekkert hrædd um að missa vinnuna fyrir að dissa hana á netinu?

Það hefur nú gerst sko! 

Arnar (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:14

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe. Ekkert að gerast. Ekki enn. En plottið er samt að myndast í vinnuskjalinu. fyndið hvað það hefur tekið mig langan tíma að finna nöfn á fólkið. Skiptir ekki öllu.

En þú my dear. Hvernig gengur?

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 11:15

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Arnar. Talarðu af reynslu? Ef ég meinti eitt orð af þessu þá hefði ég kannski áhyggjur.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 11:17

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna og ég sem elska þig!!!!!!!!!!!!!! Hehe fékk svona spá um daginn og Steingeitinn er ekki að meikaða.  Smjúts

P.s. Fékk vægt áfall þegar ég fór inn á síðuna, ég er svo vanaföst að það er hættulegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 12:12

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hversu ómögulegur er krabbinn  ?  

Kjartan Pálmarsson, 12.9.2007 kl. 12:22

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Bíddu bíddu, ertu að tala um Vatnsberann? - vog (sé það núna) og vatnsberi eiga greinilega eitthvað sameiginlegt.

Eigðu góðan dag mín kæra.

Heiða Þórðar, 12.9.2007 kl. 12:34

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Stjörnukort þitt er vel sérstakt (tvöfalt Stellium): fjórföld Vog (Sól, tungl, Venus/Merkúr) og fjórföld Meyja (Mars, Júpíter/Plútó og Úranus). Satúrnus er sem tangarhald í Hrúti. Þannig að sjálfið, tilfinningarnar og innri manneskjan er margföld lista- samskipta- Vog en vinnan, drifið, valdið og atorkan er í nákvæmu, gagnrýnu, sjálfsóöruggu Meyjunni. Þessi Meyjarlýsing þín á vinnufélögunum er kostuleg í ljósi þess! Eru árekstrar daglegt brauð?

Sem ofurbloggari þá færðu nákvæma stjörnukortalýsingu senda frítt frá mér ef þú sendir mér fæðingarstað og tíma á ip@sea.is    Fæðingardagurinn var í Íslendingabók, sorrý!.

Ívar Pálsson, 12.9.2007 kl. 12:45

9 Smámynd: Anna Sigga

 Ok, frábært, ég er líka vog... ég sem hélt í heimsku minni að ég væri góða að upplagi

Anna Sigga, 12.9.2007 kl. 13:24

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hét i fyrstu að þú værir að að tala um vinnufégana þá var þetta stjörnuspáin þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.9.2007 kl. 16:45

11 identicon

Það er aldeilis :D

Ragga (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:57

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 17:13

13 Smámynd: Eva

Jahérna,,,,,,,,,,,,,,,,,, en gangi þér vel í ræktinni og ég vona að húðliturinn sé búinn að jafna sig.

Eva , 12.9.2007 kl. 17:21

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er mín:

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember)
Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.9.2007 kl. 18:35

16 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Veit ekki hvort er betra Steingeit eða Vog

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.9.2007 kl. 18:39

17 Smámynd: krossgata

Merkilegt hvað þessar fullyrðingar, persónulýsingar og tilvitnanir í fleyg orð sem fólk kallar stjörnuspár pirra mig.  Ég verð að fara að gera rannsókn á þessu.  Mér er lífsins ómögulegt að sjá spár úr þessu.  Ég legg til að þetta verði kallað stjörnumerkjalýsingar.    Ah, hvað mér myndi þá líða mikið mikið betur.  Ég finn það bara strax við tilhugsunina eina saman.

krossgata, 12.9.2007 kl. 18:45

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flautíflautíflautíkarll.  Komasho!

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 19:40

19 identicon

Ojjjj hvað þetta er andstyggileg lýsing. Hafi þetta verið í Mogga þá legg ég til að sá/sú sem skrifaði fái að fjúka - Það er bannað að segja ljótt um Jónusína. Hún er engill, krútt, heiðarleg og kemur til dyranna eins og hún er klædd - síðast þegar ég sá í svartri blússu með smellum. Ég man það af því að hún var búin að lýsa þessari blússu á blogginu sínu. Svo var hún í .... æ það skiptir ekki máli. Hún er alltaf flott en þessi skrifari er dóni  En blogg-lookið þitt er flott

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:47

20 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er rétt, Krossgata, ofangreint eru ekki stjörnuspár. En svokallað framvindukort sýnir t.d. Satúrnus á Mars einmitt núna hjá Jónu, sem útskýrir kannski færsluna. Það er hægt að fara ansi djúptí þetta ef maður vill, en við vitum öll að Jóna er ekki eins og þessi harði texti sem hún birti.

Ívar Pálsson, 12.9.2007 kl. 20:09

21 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur... öðrum.

þetta er ég. Viðurkenni ekki meira. Anna þú gerir mig feimna . Ívar ég vildi gjarnan fá svona stjörnukort en ég veit ekki klukkan hvað ég fæddist. held samt um kl. 9 um morgunn.

Anna Sigga. Við vogirnar erum englar í mannsmynd eins og Anna bendir á.

Gunnar þetta er ansi niðrandi ummæli hehe

Hulda Bergrós. Einn í vinnunni hjá mér er á sama plani og þú. Hann var kallaður Your highnes í allan dag.

Kjartan, hér er krabbinn:

Krabbi (21. júní - 23. júlí):  
Þú þykist veratöff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig,  nemameð því að væla og kvarta. Þú ert  fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum  minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og  hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og  sjálfsvorkunnsamur

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 22:53

22 Smámynd: Ívar Pálsson

Jóna, ég þarf tölvupóst frá þér (sbr. 9) til þess að geta sent greininguna. Lestu vel núna Satúrnus á Mars tengilinn í 22 hér að ofan, t.d. vegna nýjustu færslanna þinna.

Ívar Pálsson, 14.9.2007 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband