Mánudagur, 13. ágúst 2007
Ég hef tekið áskorun Ellýar.......
......og ráðleggingum Jennýar.
Ég á fund með útgefanda í fyrramálið. Fokk it... eða þannig.
Hef ákveðið að taka Secret-ið á þetta. Hugsa jákvætt... allt að því hrokafullt. AUÐVITAÐ kemur eitthvað jákvætt út úr þessu. AFHVERJU ætti það ekki að gera það?
Aldingarðurinn my arse....
Og svo er það hin hliðin. Rowling, mamma Harry Potter, þurfti að tala við þó nokkuð marga útgefendur áður en hún fékk samning. Svo að fá ''nei'' er ekki banvænt.
Ég er farin á taugum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:36 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
flott hjá þér Jóna
Hallgrímur Óli Helgason, 13.8.2007 kl. 21:40
Glæsilegt hjá þér Jóna, stolt af þér stelpa
Gangi þér vel ljúfan og sendi strauma og krosslegg fingur...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.8.2007 kl. 21:45
flott hjá þér, mikið rétt hjá þér nei er ekki banvænt en einhvern vegin er ég viss um að þú fáir jákvætt svar því þú ert snilldarpenni!
Huld S. Ringsted, 13.8.2007 kl. 21:46
Bíddu með að fara á taugum þar til eftir fundinn. Þá ferðu á taugum vegna léttis.
Komasho
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 21:50
Hey!!! Æðislegt! Ég er viss um að það kemur eitthvað gott út úr þessu. Don't you worry girl! þú ert bara rétt að byrja, gangi þér vel á morgun!
Elín Arnar, 13.8.2007 kl. 21:55
Til hamingju með þessa ákvörðun Jóna. Ég segi það enn of aftur þú átt eftir að verða frægur rithöfundur. Flott að taka þann pól í hæðina að þetta skuli ganga vel, því þá hlýtur það að ganga vel.
Svava frá Strandbergi , 13.8.2007 kl. 21:56
Ég veit bara það, að ég myndi kaupa og lesa bækur eftir þig Jóna. Þú ert frábær penni.
Gangi þér rosalega vel. Sendi þér fullt af Secret straumum á þetta
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 22:01
Skil ekki þetta Secret. Gangi þér hroðalega vel Jóna
Þröstur Unnar, 13.8.2007 kl. 22:03
Hey gleymdi einu. Það er ekki bara Elly, við höfum mörg hér, lengi skorað á þig að gera þetta.
Þröstur Unnar, 13.8.2007 kl. 22:05
Þú getur líkað hugsað dæmið þannig að í raun getur þú ekki tapað á svona fundi. Ef á þessum bæ er ekki sá áhugi sem þú væntir þá hefur þú samt ekki lagt neitt það undir sem þú berð skaða af. Það getur líka verið vont fyrir sjálfstraustið að gera sér of miklar væntingar. Ég er ekki að draga úr þér kjark. Heldur að búa þig undir að útgáfufyrirtæki verða oft að segja nei þó að þau hafi ágætis viðhorf til þess sem þau skoða. Eru hinsvegar mörg umsetin.
Ég hef tekið þátt í bókaútgáfu og þekki dæmið frá þeirri hlið. Skrifaði reyndar líka vinsæla bók fyrir aldarfjórðungi eða svo.
Mundu að Bítlarnir fengu nei hjá Decca þegar þeir leituðu útgáfu á sinni fyrstu plötu. Líka Stuðmenn.
Gangi þér vel. Hver sem niðurstaðan verður á fundinum þá hefur þú hæfileikann sem rithöfundur með þér.
Jens Guð, 13.8.2007 kl. 22:08
Frábært Jóna - samgleðst þér innilega með þetta
Björg K. Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 22:18
Takk krakkar mínir. Þið eruð yndisleg. og já Þröstur minn. Það er vissulega rétt hjá þér. Þið hafið öll kvatt mig svo um munar og ég get sagt ykkur það að eftir að ég byrjaði á blogginu hafa fæðst um 15 smásögur á móti 0 næstu 20 ár á undan. Fyrir það er ég ofsalega þakklát ykkur. Því þið voruð það sem ég þurfti; þakklátir lesendur. Ég er svo hégómagjörn muniði. Ég þurfti greinilega áheyrendur til að eitthvað gerðist Nafn Ellýar er í fyrirsögn til að fá fleiri til að lesa bloggið . Ég er rotin að innan sem utan.
Jens, það er rétt að það getur verið vont fyrir sjálfstraustið að gera sér of miklar væntingar en í Secret segir að jákvæðar hugsanir ali af sér jákvæðar niðurstöður. Ég ætla því að taka Secret á þetta og ef þeir segja nei við mig þá trúi ég því að það sé bara vísir af einhverju meira og betra annars staðar.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 22:18
Algerlega frábært......fyrir svona fjórum árum settist ég niður og skrifaði mína fyrstu bók..sendi handritið á netinu og mætti svo í samtal hjá útgefanda og skrifaði undir samning. Bara si sona og þetta var bara hugdetta hjá mér að prófa. Svo maður veit aldrei...þú bara heldur þínu striki sama hvað hver segir og ef þú ert með góða hugmynd til að vinna að sem vekur áhuga kemur bókin þín út. Þú getur meira að segja gefið hana út sjálf um allan heim...það eru óendanlegir möguleikar.Ég veit um fólk sem lætur bara prenta upplag eftir þörfum og selur á netinu..þú getur líka bara gert e bækur og alles. Sjáðu bara fyrir þér útkomuna hvar þú vilt vera og þannig verður það. Hvort sem það verður á morgun eða eftir mánuð.
En spennandi..ég vona að ég sofi..hehe.
Knús!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 22:21
Þetta gerist ef kjarkurinn er til staðar. Til hamingju Jóna mín og gangi þér vel eða á maður kannski frekar að segja puffpuff?
"Ekki eru til haldbetri bönd og afltaugar mannlegs samfélags en gagnkvæm hjálpsemi."
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 22:26
Yerrrrrsssss!!!!!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 22:28
Flott hjá þér þetta með Elly. Þú hefur sko margborgað mér þessa litlu hvatningu mína.
Þröstur Unnar, 13.8.2007 kl. 22:30
Gangi þér vel, elskan, breik a legg og allt það! Vona að þú hafir valið rétta útgefandann ... annars er það bara næsti!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.8.2007 kl. 22:38
Ég tek bara undir allar hvatningarnar, gangi þér bara æðislega vel.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.8.2007 kl. 22:38
Jens og katrín. Mig langar að vita meira um bækurnar ykkar.
Björg mín. Takk innilega fyrir. Já, þó að ekkert gerist þá er þetta stórt skref fyrir mig. Er bara soldið ánægð með mig. Og ykkur öll reyndar
Edda. Enn ein spakmælin frá þér sem rata inn í skissubókina mína. Ég er samt búin að týna einum sem ég fékk frá þér í kommenti um daginn. Búin að skrolla hér fram og til baka og finn þau ekki. plís segðu að þú vitir um hvað ég er að tala.
Anna.
Þröstur. Afhverju finnst mér þú vera reiður við mig þessa dagana?
Takk Gurrí mín. Ertu í bolnum frá mömmu?
Högni og Arna. Takk fyrir.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 22:53
Áfram Jóna!! Er ekki í nokkrum vafa um að þetta verði allt saman jákvætt og gangi vel.
krossgata, 13.8.2007 kl. 22:54
Æðislegt Jóna mín ég er að reyna að gefa komment þú er fábær.
Kristín Katla Árnadóttir, 13.8.2007 kl. 22:58
Frábærar fréttir, hef reyndar verið að reyna að komast inn á síðuna þína í allt kvöld en aldrei tekist, en loksins, svona rétt fyrir rúmferð. Bóthildur er tómur unaður, sefur, leikur sér og gleður okkur á allan hátt. Er núna að safna góðum myndum í vélina, set inn nokkrar í vikunni. Við Bóta sendum hörku kveðjur til þín við höfum rosalega mikla trú á þér sem rithöfundi og reyndar mörgu öðru, hún er búin að hvísla því að mér hvað þið séuð frábær fjölskylda.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 23:00
Þetta er ekki spurning, hárrétt ákvörðun hjá þér! Tek undir öll góð hvatningarorð hér að framan og þó sérstaklega orð Katrínar "sjáðu fyrir þér útkomuna hvar þú vilt vera"
Fallegt af þér Jóna að deila þessu með okkur
Marta B Helgadóttir, 13.8.2007 kl. 23:07
Húhaaaa... frábært að heyra Jóna. Farðu endilega fram á fyrrnefnda fyrirframgreiðslu (sex kúlur í það minnsta) og mundu að besta leið þín til að spá fyrir um framtíð þína er að skapa hana sjálf.
Hugsa jákvætt til þín í fyrramálið...
Ellý Ármannsdóttir, 13.8.2007 kl. 23:07
Hef ekki glóru um það Jóna mín. Það er fjarri lagi að svo sé.
Þröstur Unnar, 13.8.2007 kl. 23:08
Gangi þér vel!
Hver er annars útgefandinn?
Eva Þorsteinsdóttir, 13.8.2007 kl. 23:11
Hugsa bara ég er best og ef þeir sjá það ekki þá sér það einhver annar og þeir missa kökuna.
Gangi þér vel.
Halla Rut , 13.8.2007 kl. 23:25
Fínt Jóna tvær flugur slegnar í einu höggi, losnaðir við einn köttinn, og síðan þetta fína sem ég allir hafa skrifað á undan mér
Eiríkur Harðarson, 13.8.2007 kl. 23:28
gangi þér ótrúlega vel á þessum fundi á morgun. Það vantar ekki góðu straumana frá okkur hérna eins og þú sérð.
Ég fer að vorkenna Tolla tollverði, er hann ekki að vera búinn að labba gat á skóna ? Og kominn á víðtækan bömmer,sífellt hent út í nóttina ?
Ragnheiður , 13.8.2007 kl. 23:46
flott hjá þér..... sendi þér jákvæða strauma í fyrramálið,,,,,,, kv frá aðdáanda
Fanney Björg Karlsdóttir, 13.8.2007 kl. 23:49
Frábært, gangi þér súper vel í fyrramálið
Gerða Kristjáns, 14.8.2007 kl. 00:05
Kæra Jóna.
Ég þurfti bar að lesa þinn texta einu sinni eins og ég sagði forðum.
Bestu kveðjur úr Mosó.
Karl Tómasson, 14.8.2007 kl. 00:54
Jóna mín, tollarinn heimtaði að rjúka á stað, það héldu honum engin bönd.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 01:14
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 01:35
Tek undir allar góðar óskir til þín, Jóna Farðu á fundinn fremur en á taugum ...
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.8.2007 kl. 06:52
You go girl! Þarna þorðir þú fram á brúnina og ég er ánægð með þig..... Taka Leyndarmálið á þetta - trúðu mér - það virkar.......
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 14.8.2007 kl. 08:18
He he Þú ert ekkert farin á taugum, kanski dáldið ( mikið) stressuð
Góð ákvörðun og við stöndum að baki þér. (það er nú ekkert smá )
Go girl
Bloggvinaknús
Guðrún Þorleifs, 14.8.2007 kl. 09:01
Frábær ákvörðun hjá þér skvísa Eigum eflaust eftir að kaupa og lesa stór verk eftir þig í framtíðinni
Gangi þér vel
Sólrún, 14.8.2007 kl. 09:05
It´s About Time Jóna
Ómar Ingi, 14.8.2007 kl. 09:24
Georg Eiður Arnarson, 14.8.2007 kl. 09:52
Jæja...Klukkan er orðin ellefu hjá mér og ég bíð spennt!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 10:08
Kannski líka af því að ég er einmitt alveg að fara fram á mína brún rétt bráðum...allt í undirbúningi. Samkenndartilfinning mín kæra..samkennd!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 10:10
Frábært! - jii hvað ég er spennt Krossa putta fyrir þig
Birna Dís , 14.8.2007 kl. 10:31
Mikið líst mér vel á þig núna Jóna. Þú getur þetta alveg :)
Ragga (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 10:31
mannstu eftir 80's slagara þar sem í viðlaginu var alltaf sungið nú meikarðu það Gústi........Raulaðu á leiðinni til útgefandans nú meikarðu það Jóna, afþví að ég held að það sé einmitt málið. Þetta er pottþétt þitt haust og vetur til að meika það. Gangi þér vel. Stórt knús til þín frá mér
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 14.8.2007 kl. 11:25
Leiðir okkar lágu aldrei saman,
leitt var nú það, Marilyn Monroe,
ég vildi stúdera Gagn og gaman
og grandskoða með þér berjamó.
Gangi þér vel í lífinu og öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur, Jóna mín Á. Þú getur það og ef þú getur það ekki, getur það enginn. Alla vega fáir.
Steini Briem (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:35
Takk elsku dúllurnar mínar. Þið eruð alveg ótrúleg. Ef allt annað bregst held ég bara áfram að skrifa fyrir ykkur. Þakklátari áheyrendur get ég ekki fengið . Nú er auðvitað ekkert að gera annað en að bíða. Handrit liggur hjá útgefanda og í bili er þetta úr mínum höndum.
Elín ég man svo sannarlega eftir þessum slagara og við getum bara snúið þessu upp í nú meikarðu það Gústa (Ágústa)
Steini takk fyrir kvæðið . Þekkjumst við?
Georg. Afhverju grettir þú þig? Af því ég kom ekki á þjóðhátíð?
Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 13:25
Hjartanlega til hamingju með þá ákvörðun JÓNA..... Ég vona að þér gangi vel með þetta... gott að vita að ég sé ekki sá eini sem er í the secret programminu hérna
Brynjar Jóhannsson, 14.8.2007 kl. 13:46
ok...vá! Það er ekki sjens að ég nenni að lesa ölll kommentin sem eru komin yfir 50...
Ég segi bara þetta og er sama hvort einhver hefur sagt það áður eður ei...
YOU GO GIRL....!!!
Guðríður Pétursdóttir, 14.8.2007 kl. 14:20
Til lukku með ákvörðunina og að vera búin á fundinum
Frábært
Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 14:31
Ég er ekki viss, Jóna mín Á. Ég hef kynnst flestum konum eftir að skyggja tekur.
Steini Briem (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 14:55
í kremju, skelkuð og endirinn gangi þér vel.PS misstir af miklu ,Lundin var góður.
Georg Eiður Arnarson, 15.8.2007 kl. 00:11
Jóna, bókin sem ég skrifaði heitir Poppbókin. Hún kom út 1982 eða 1983. Var úttekt á íslenskri poppmúsík.
Á þessum tíma skrifaði ég reglulega um poppmúsík fyrir 12 blöð og tímarit. Þegar ég var beðinn um að skrifa bókina þá afgreiddi ég hana eins og blaðagrein. Áttaði mig ekki á að hún yrði enn í dag heimild í ritgerðum og blaðagreinum.
Bókin er kæruleysislega skrifuð og var fljótfærnisverkefni. Ég skammast mín fyrir þessa bók í dag. En hún kom út á réttum tíma. Mokseldist og ég gat keypt mér íbúð fyrir höfundarlaunin. Þetta var á pönkárunum þegar ég rak pönkplötubúð og var á kafi í að setja upp pönkhljómleika og var rífandi kjaft um skallapopp og annað í poppmúsík sem ég var í uppreisn gegn.
Samt er Poppbókin ekki alvond. Í henni birti ég margar ágætlega teiknaðar myndir af poppurum. En einnig klaufalegar fljótfærnisteikningar.
Enn í dag, aldarfjórðungi síðar, fæ ég á hverjum vetri margar upphringingar frá fólki sem er að vinna úr bókinni sem heimild. Fyrir örfáum dögum heyrði ég fjallað á mjög jákvæðan hátt um þessa bók í útvarpsstöðinni Reykjavík FM 101,5. Ég bara roðnaði og fékk mér nokkra bjóra.
Jens Guð, 15.8.2007 kl. 02:10
Jens, takk fyrir þetta. Ég man eftir þessari bók. Ekki það að ég hafi lesið hana en ég man eftir coverinu og segir kannski hversu áberandi hún var um tíma. Helvíti gott að geta keypt sér íbúð fyrir höfundarlaunin. Ég stefni á að geta keypt mér fartölvu
Jóna Á. Gísladóttir, 15.8.2007 kl. 11:31
Ummm Bjór
Ómar Ingi, 15.8.2007 kl. 18:43
Flott saga hjá þér, þetta var allt eitthvað svo raunverulet ég bara datt inní það að sjá herbergið fyrir mér sem að við vorum stödd í. Hvernig væri að koma með eins í viðbót?
Sigurður Andri Sigurðsson, 16.8.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.