Leita í fréttum mbl.is

HEFNDARÞORSTI - Glæpasaga - 1. hluti - ekki fyrir viðkvæma

 

Best var að nota Rohypnol. Nauðgunarlyfið.

Með þeim hætti voru þeir svo yndislega meðvitaðir um hvað var að gerast. Hvað var í þann veginn að fara að gerast.

Með þessum hætti gat hún talað við þá. Sagt þeim hvaða álit hún hefði á þeim. Bæði núna og þá.

Martraðirnar fylgdu henni enn eftir öll þessi ár. Jafnt í svefni sem vöku. Hún vissi að þannig yrði það alltaf. En hún taldi sig hafa ráð sem gæti linað andlega og líkamlega sársaukann, sem var henni samferða gegnum hverja stund dagsins.

 

Gerðu það, ekki senda mig í skólann. Leyfðu mér að ver heima. Bara í dag. Mamma. Gerðu það.

Örvænting. Ekki óþekkt.

En mamma sá það ekki. Mamma var ein og þreytt og vildi börnunum sínum aðeins það besta. Þar með talið menntun. Og í skólann skyldi stúlkan fara.

 

Hún lagði upp með langtímamarkmið og þolinmæðina eina að vopni fyrir tólf árum síðan. Það hafði borgað sig og eftir aðeins einn enn, yrði hún komin að leiðarlokum.

Bak við luktar dyr og myrkvða glugga lagði hún á ráðin um örlög fimmta og síðasta fórnarlambsins. Hún hafði lagt nótt við dag til að afla sér upplýsinga um manninn. Hvar hann ætti heima, fjölskylduhagi, venjur, vinnustað, félaga, uppáhaldsmat...

Ekkert sem snerti þennan mann var henni óviðkomandi. Hann skyldi þjást. Eins og hún hafði þjáðst í 18 ár. Eins og hún hafði syrgt það sem var, og það sem hefði getað orðið. Eins skyldi hann syrgja.

 

Enginn var vondur við hana í skólanum. Ekki beinlínis. Ekki fyrstu árin. Það var afskiptaleysið sem særði barnssálina og plantaði fyrstu örunum.

Í fyrsta og öðrum bekk átti hún hauk í horni þar sem kennarinn var. Litla og þéttvaxna eldri konu með stóran og mjúkan faðm. Hún varð bráðkvödd sumarið eftir að litla stúlkan lauk öðrum bekk. Það varð upphaf þrautagöngunnar.

 

Það hafði veitt henni mismikla fullnægju að koma hinum fjórum á kné. Það varð hún vissulega að viðurkenna fyrir sjálfri sér. Þeir sem áttu mest voru skemmtilegasta verkefnið. Þeir misstu mest. Hvað varðaði einn af þeim varð hún að beita sig hörðu til að halda sínu striki, því eftir því sem hún lærði meira um hann, þeim mun betur líkaði henni við hann. Hún blekkti sjálfa sig ekkert í sambandi við það. Hann var líka sá eini sem hún fylgdi til grafar. Reyndar fór hún bara í kirkjuathöfnina. Þar var fjölmennt og hún gat gert sig ósýnilegri en nokkru sinni fyrr. Með dökk, stór sólgleraugu á andlitinu og víðan klút um hálsinn sem hún gróf andlitið í. Enginn tók eftir henni. Öðru máli hefði gegnt ef hún hefði mætt í kirkjugarðinn. Hún tók ekki sénsinn á því.

 

Þriðji bekkur. Stúlkan fann að afskiptaleysið var á undanhaldi. Hún vissi ekki hvort var verra. Afskiptaleysið eða háðsglósurnar. Í fyrstu frá stúlkunum. Svo tóku strákarnir undir. 

Heimalærdómurinn hennar hvarf og kennarinn talaði til hennar í hæðnistóni. Þótti gaman að fá bekkinn til að hlæja. Á hennar kostnað. Skórnir hennar hurfu margoft og hún gekk á sokkaleistunum heim. Daginn eftir voru skórnir ávallt á sínum stað. Eitt sinn voru buxurnar hennar teknar á meðan hún var í leikfimi. Þann dag fann hún sér dimmt horn og bærði ekki á sér í margar klukkustundir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Frábær mynd í blogginu á undan. Hlakka til að lesa söguna þegar ég kem frá þjálfa á eftir. Kisa er velkomin á föstudag, ég verð samt ekki heima frá 13-16.30 annars alveg og alla helgina hlakka mikið til.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Birna Dís

Frábær saga eins og venjulega  Gaman af þessum sögum sem maður þarf að hluta til að semja sjálfur. Heldur mér upptekinni heillengi við að semja í kringum þær.

Birna Dís , 7.8.2007 kl. 13:13

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff Jóna nú rennur mér kallt vatn milli skinns og hörunds. Brilljant og ég minni á Bjart.  Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásdís mín við finnum einhvern tíma.

Birna Dís. Ekki tapa þér í skáldagáfunni. Nokkrir hlutar eftir

Jenný mín. þetta er nú bara sagan sem rataði í Mannlífsbókina um daginn. Ég var svo fúl út í þá að sleppa skáletrinu, mér finnst sagan næstum því ólæsileg án þess. Svo ég ákvað að skella þessu hér inn.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: Birna Dís

Tók ekki eftir "1. hluti"  Þú verður þá að drífa í að setja hina hlutana inn. Áður en mín saga verður orðin betri

Birna Dís , 7.8.2007 kl. 13:23

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það verður spennandi að lesa framhaldið.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2007 kl. 13:25

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bara?? Er í lagi meððig?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 13:56

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

haha. ég er bara að meina að það er ekki eins og ég sitji hérna núna og þetta sé að vella upp úr mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 13:58

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hversu margir hafa ekki einmitt upplifað þetta sama. Án þess kannski að gerast hefndarenglar. Bara hafa gengið með minningarnar á bakinu í gegnum lífið.

Markús frá Djúpalæk, 7.8.2007 kl. 14:13

10 Smámynd: Birna Dís

Enn meiri ástæða til að henda inn restinni þá Jóna - ég er ekki nógu þolinmóð

Birna Dís , 7.8.2007 kl. 14:21

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er með glæpasögurnar ofan í tösku, nú langar mig rosalega að sækja bókina og klára söguna þína en ef ÞÚ DRÍFUR ÞIG, STELPA ... að koma þessu inn þá vil ég frekar útgáfuna hérna með skáletrununum. Þetta lofar góðu!!!!!!!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 15:12

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

segi það sama, lofar góðu.. ég bíð spenntust

Guðríður Pétursdóttir, 7.8.2007 kl. 16:04

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég las söguna í júlí og hún er góð, sammála þér með skáletrunina.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 17:12

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Þori ekki, er viðkvæmur.

Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 17:18

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég býð spennt eftir framhaldinu

Huld S. Ringsted, 7.8.2007 kl. 17:32

16 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Meira takk! Hið fyrsta, get varla farið heim án þess að hafa lesið part II.

Markús frá Djúpalæk, 7.8.2007 kl. 17:57

17 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gæsahúð og spenna. Hlakka til framhaldsins

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 7.8.2007 kl. 18:08

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Framhald glæpasögu takk

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 18:34

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

flott... vildi að fleiri góðir pennar færu á þessa braut...Vantar sögur sem vekja skilning. Bíð spennt eftir framhaldinu

Heiða B. Heiðars, 7.8.2007 kl. 18:35

20 Smámynd: Hugarfluga

Þú heldur mér algjörlega við efnið. Það gerist ekki oft. Meira, meira, meira!!

Hugarfluga, 7.8.2007 kl. 19:15

21 Smámynd: Elín Arnar

Hressandi! Kona sem gerandi. Ég bíð spennt eftir meira

Elín Arnar, 7.8.2007 kl. 19:18

22 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Þetta er einmitt sagan sem ég las yfir hafi á leið til London í sumar.

Brynja Hjaltadóttir, 7.8.2007 kl. 19:18

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

En Brynja, nú hefurðu ská-letrið. Sem vantaði í bókina. Og gerði fjandans söguna óskiljanlega. Ásdís skilur það. Er það ekki Ásdís?

ALLIR AÐ FATTA SKÁLETRIÐ. SKÁLETRIÐ ER FORTÍÐIN. HITT GERIST Í NÚTÍÐINNI. ALLIR MEÐ!!!!???

Framhald á morgun börnin góð.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 19:23

24 Smámynd: Hugarfluga

Skáletrið er fotíðin, hitt er nútíðin. Skáletrið er fortíðin, hitt er nútíðin. Aaaah, ég skil.

Er þá skáletrið fortíðin?

Hugarfluga, 7.8.2007 kl. 19:31

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 asninn þinn

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 19:32

26 Smámynd: Huld S. Ringsted

við skiljum!! getur þá framhaldið komið núna, er orðin þreytt að sitja svona og bíða

Huld S. Ringsted, 7.8.2007 kl. 20:01

27 Smámynd: Ragnheiður

frábær saga ég bíð spennt eftir framhaldinu !

Ragnheiður , 7.8.2007 kl. 20:02

28 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög grípandi frásögn Jóna .... innilega til hamingju með söguna þína!  ...bííííð eftir framhaldinu 

Marta B Helgadóttir, 7.8.2007 kl. 20:02

29 Smámynd: Þröstur Unnar

Ákvað að þora. Frábært, meira, meira,

Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 20:15

30 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

mér dettur í hug..... er skáletrið fortíðin?

Frábær saga!!

Knús á þig dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 20:58

31 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Skortíðin fáletruð

Guðríður Pétursdóttir, 7.8.2007 kl. 21:07

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

og beintíðin er núletruð

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 21:23

33 Smámynd: Hugarfluga

Ég ætla að skila túrkislituðu Tigergleraugunum. Stafirnir ruglast þegar ég nota þau.

Hugarfluga, 7.8.2007 kl. 21:29

34 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hunangsflugan þín þarna. Hættu að gera grín að mér. Þér verður sko ekki boðið í útgáfuteitið og ég mun hafa allar kynningarauglýsingar og letur í bókinni með skáletruðum texta.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 21:44

35 Smámynd: Ómar Ingi

NICE

Bíð spenntur eftir framhaldinu

Ómar Ingi, 7.8.2007 kl. 22:43

36 Smámynd: Jens Guð

  Þú ert svakaleg.  Þetta er flottur stíll.  Einkum er flott hvernig þú skautar framhjá smáatriðum og leyfir hugmyndaflugi lesandans að tengja á milli þar sem þú stiklar á stóru.  Ég er með bókmenntadellu og hef sérlega gaman af því þegar rithöfundar ráða við svona stílbrigði. 

Jens Guð, 7.8.2007 kl. 23:15

37 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Ommi minn.

Jens. haha. þetta er svona basic story. Gaman að heyra að þetta geti flokkast undir einhvern stíl.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.8.2007 kl. 23:50

38 identicon

Stundum er gott að finna bloggfærslur bloggvinkvenna svona seint - styttri biðtími eftir framhaldinu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 00:57

39 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hlakka til að lesa framhaldið.

Svava frá Strandbergi , 8.8.2007 kl. 01:59

40 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

... og svo fór að snjóa...

Á að láta mann bíða endalaust...loksins þegar maður gefur sér smá tíma til að taka bloggrúnt.

Lofar góðu

Þorsteinn Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband