Leita í fréttum mbl.is

Spjarir og spik

Bretinn er í sturtu. Ekki að það sé í frásögur færandi. Er bara svona að leyfa ykkur að fylgjast með hvað er að gerast innan veggja þessa heimilis.

Ég fór í sturtu á meðan Bretinn steikti hamborgara og franskar ofan í Unglinginn og Gelgjuna. Sá Einhverfi fékk pasta. Enda svolítið sér á báti. Á fleiri en einn hátt.

Og þó að við förum oft í sturtu af tilefnislausu, þá er tilfefni núna. Bretinn og ég ætlum að fara eitthvað út að fá okkur snarl. Og kannski eins og eitt eða tvö rauðvínsglös. Ætlum svo að forða okkur úr miðbænum áður en skríllinn mætir á staðinn. Kannski að kíkja í heimsókn eitthvert. Eins og einn kaffibolla til Hafliða og Ellisifar. Kaffibolla eins og aðeins Ellisif getur framkallað. Ellisif er fallega mamman muniði!?

Tilefnið fyrir tilefninu er ekki neitt. Nema að Bretanum langar að eyða tíma með mér. Fjarri bloggvinum. Hahahaha. Nú fannst mér ég fyndin. Nei, fjarri börnunum. Og mig langar að rifja upp hvernig er að vera með Bretanum. Fjarri börnunum.

Ég sit hér sallaróleg á meðan Bretinn sturtast, set inn þessa færslu og sötra rauðvín.

Fyrir 10 mínútum síðan var ég ekkert róleg. Ég týndi á mig hverja spjörina á fætur annarri og reif mig jafnharðan úr henni aftur. Til og með klippti neðan af gallabuxum til að athuga hvernig þær færu mér hnésíðar. Skipti um skó fjórum sinnum og svitinn lak niður bakið á mér. Svona pirringssviti. Þetta er of þröngt, þetta er of vítt.... nei annars. Fann ekki eina spjör sem var of víð. En ég sættist að lokum á skyrtu sem er nógu víð til að fela björgunarhringinn... hringina kannski.

Að lokum ákvað ég að bros og kátína klæddi mig betur en allar heimsins spjarir. Beint bak og reist höfuð væri glæsilegra en 11% líkamsfita.

Því sit ég hér tilbúin. Bíð eftir að Bretinn finni sér hentugar spjarir svo ég geti farið og gúffað í mig einhvers staðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert KRÚTT

Skemmtið ykkur hættulega vel í kvöld og komið heim á réttum tíma börnin góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góða skemmtun!!! Sammála öllu sem Jenný segir!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.7.2007 kl. 19:54

3 Smámynd: Hugarfluga

Úú jeeee ... góða skemmtun, Jónulingur. Erum tvö í koti og erum að útbúa himneska máltíð; nauta-ribeye með bökuðum sætu kartöflu, lauk, papriku og kúmen, borið fram með kaldri piparsósu og djúpu rauðvíni. Njóttu kvöldsins!

Hugarfluga, 28.7.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

En gaman, þetta er það besta sem maður gerir - njóttu vel.

Edda Agnarsdóttir, 28.7.2007 kl. 20:17

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góða skemmtun ...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.7.2007 kl. 20:23

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir börnin góð.

Hugarfluga. Mmmmm, get ég ekki bara komið til þín í staðinn fyrir að fara á veitingastað?

Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2007 kl. 20:34

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott hjá ykkur!!

Skemmtið ykkur vel og njóttu kvöldsins og rauðvínsins

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 20:45

8 identicon

Þessi lestur bjargaði mínu sálarlífi. Það er svo gott að vita að fleira enda á að finna svona loose skyrtu eða mussu. Það er dálítið erfitt að telja björgunarhringina akkúrat þessa studnina enda búin að sporðrenna veglegan skammt af lambahrygg og Häggen Daz ís með þeyttum rjóma (aðspringaúrspikikarl)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 20:47

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiiihvað það er kominn tími á svona kvöld fyrir mig og minn..hér sit ég í íslenskri lopapeysu..alveg mögnuð flík til að hylja meira en 11% líkamsfitu og læt mig dreyma um alvöru steik og bernaisósu sem bretar selja ekki. En það er  í lagi...björgunin kemur frá íslandi næsta föstudag með birgðir og þá verður veilsa. Ekki grill..því það er ekki veður til þess en veisla samt. Eigið góða kvöldstund turtildúfur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 21:01

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða skemmtun og njótið vel. Fátt er notalegra en að fara útaðborða á fallegu kvöldi.

Eitt trix sem vinkona mín kenndi mér sem er flugfreyja, er að vera með bara nógu rauðan varalit... ef hann er nógu rauður þá tekur enginn eftir björgunarhringjum..

Marta B Helgadóttir, 28.7.2007 kl. 21:02

11 Smámynd: Hugarfluga

Jóna .. hmmm .. góð hugmynd. Hvur veit ... one day?

Hugarfluga, 28.7.2007 kl. 21:37

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

eigðu gott kvöld

Huld S. Ringsted, 28.7.2007 kl. 21:40

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigið þið gott kvöld.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.7.2007 kl. 21:57

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða skemmtun, þú ert óborganleg!

Heiða Þórðar, 28.7.2007 kl. 22:37

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Góða skemmtun mín kæra!! Sveiflaðu bara augnhárunum og settu stút á rauðmálaðar varirnar og þú slærð í gegn í bænum.... og bretinn fellur AFTUR

Heiða B. Heiðars, 28.7.2007 kl. 23:22

16 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sé þú tekur mark á draumráðningunni minni, he he ... frábært og vonandi skemmti þið ykkur vel.... en by the way ... fórstu nakin út með brosið og kátínuna að vopni ... eða missti ég af einhverju...

Hólmgeir Karlsson, 29.7.2007 kl. 00:07

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir góðar kveðjur krúttin mín. 

Anna, það er ljóst að við erum ekki einar

Katrín. Það er furðulegt að ekki sé hægt að fá bearnes sósu... reyndar ekki mikið pakkasósu-úrval í UK

Marta, ég hef heyrt þetta með rauða varalitinn. Og sólgleraugu. Þetta tvennt saman og kona er glæsileg. Það er verst hvað rauður varalitur klæðir mig svakalega illa.

Hólmgeir. Auðvitað tók ég mark á draumaráðningunni þinni. Eða kannski Bretinn því hann átti hugmyndina af kvöldinu. Þú greinilega misstir af einhverju því ég nakin á almannafæri.... það væri umhverfisslys.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband