Leita í fréttum mbl.is

Þau hafa þjáðst nóg

Þetta mál er hræðileg eins og alltaf þegar börn eru numin á brott. Ég er sannfærð um að af tvennu illu sé betra að hafa lík til að jarða heldur en að velkjast í vafa alla ævi um afdrif barnsins síns.

Ég vona að öllu hjarta að ekki verði tekið upp þeirri vitleysu að kæra foreldra Madeleine litlu. Hver væri tilgangurinn í Guðanna bænum. Enginn getur dæmt þau harðar en þau sjálf og hvað yrði um hin börnin þeirra ef þau yrðu fundin sek. Yrðu þau ekki tekin af þeim. Og hvað svo?

Nei, ég sé ekki tilganginn.


mbl.is Foreldrar Madeleine sæta vaxandi gagnrýni í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segi eins og Kristjana - vona svo sannarlega að hún finnist!

Foreldrum hennar hlýtur að líða hræðilega og ég sé engan tilgang með því að kæra þau. Enginn getur dæmt þau eins hart og þau dæma sjálf sig.

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 00:31

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Mikið er ég sammála ykkur öllum.

Hólmgeir Karlsson, 27.7.2007 kl. 00:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er enginn bættari með því að setja af stað einhverjar nornaveiðar en ég hef skrýtna tilfinningu gagnvart þessu máli og hef haft frá byrjun.  Sjáum til.  Auðvitað vona ég eins og allir að elsku litla telpan finnist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 00:57

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Guð hvað ég er sammála þér.  Veit um ófáa foreldra sem hafa ekki gert mistök. Það borgar sig ekki að dæma. Og refsing þeirra er virkilega sú versta sem hægt er að hugsa sér. Skil hreinlega ekki fólk sem vil gagnrína foreldrana og draga þau til saka.  Ekki vildi ég vera í þeirra sporum.  Þau eiga virkilega alla mína sammúð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.7.2007 kl. 01:52

5 identicon

Sammála ykkur hér. Það fyrsta sem ég hugsaði var, Er refsingin ekki nóg að búa við sektarkenndina og óvissuna alla ævi og á svo að fara að svipta hin börnin réttinum til að vera með foreldrum sínum? Ég skil ekki alveg svona þankagang.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 02:24

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vona svo mikið að elsku bamið finnist og ég finn til með forereldum.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.7.2007 kl. 08:30

7 identicon

Sumt fólk í heiminum er svo grimmt og nornaveiðar hafa alltaf verið þeirra ær og kýr. Þannig fólk vil ég skjóta, en það telst víst ofbeldi og ég má ekki sýna slíkt. Ég segi eins og Jenný, það er einhver skrítin tilfinning í mér gagnvart þessu máli, en ég get ekki útskýrt það betur.

Fyrst og fremst vonast ég eftir því að Madeleine sé á lífi og líði eins vel og henni getur. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 08:56

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála þér Jóna. En það er líka eftirtektarvert að foreldrarnir hafa vakið athygli á hvarfi barna almennt og það eru óhugnalegar tölur sem koma upp og vekja ekki jafnmikla athygli og þetta mál hefur gert. Í Bretlandi hverfa um 70 börn á ári, það er aldurinn frá fæðingu til 18 ára. Sem betur fer skila þau sér nokkur aftur og önnur finnast, en allt of mörgum börnum er ekki vitað neitt um.   

Edda Agnarsdóttir, 27.7.2007 kl. 10:44

9 Smámynd: Halla Rut

Ég held að þau hafi þegar fengið stærsta "dóm" lífs síns. Yfirgáfu börnin sofandi í hótel íbúð og fóru út að borða með vinum rétt hjá. Þetta mun liggja á þeim alla ævi. Er það ekki nóg.  Langt mál væri það ef dæma ætti alla foreldra sem gera líkt og þessir foreldrar gerðu. Það yrði enginn endi á því. 

Halla Rut , 27.7.2007 kl. 11:49

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það er rétt Edda. Foreldrarnir hafa virkilega vakið athygli á þessum málum og þau vilja stofna net, sem færi sjálfvirkt af stað í allri Evrópu held ég um leið og barn hverfur. Það þykir ljóst að barnaræningi á flótta kems ansi langt áður en lögreglan aktar á málið. Doddi og Jenný. Eruð þið þá að meina hvort foreldrarnir eigi þátt í hvarfinu? Eða einhverjir þeim tengdir?

Jóna Á. Gísladóttir, 27.7.2007 kl. 11:49

11 Smámynd: Ómar Ingi

Mér finnst skýtalykt af þessu máli öllu saman. En auðvitað má ekki dæma þetta fólk fyrirfram , læt mér nægja að segja það sem Doddi kom inná er alveg sammála honum   sjá hér

"það er einhver skrítin tilfinning í mér gagnvart þessu máli, en ég get ekki útskýrt það betur.

Fyrst og fremst vonast ég eftir því að Madeleine sé á lífi og líði eins vel og henni getur. "

Ómar Ingi, 27.7.2007 kl. 11:49

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef grun um að okkur Jenný gruni það sama, þó svo hvorug okkar sé tilbúin að opinbera það á netinu. Tíminn leiðir það í ljós.  Eftir allan þenna tíma er spurning hvort er betra/verra að lifa eða deyja, fer eftir hvað er í gangi.  Ekki misskilja mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 12:07

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ha?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 12:57

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jenný og Ásdís, nú eruð þið of djúpar fyrir mig...skilekki

Marta B Helgadóttir, 27.7.2007 kl. 14:23

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er allavega sammála Ásdísi varðandi það að dauðinn er ekki alltaf það versta. Því miður er hætt við því að litla stúlkan lifi ekki í neinum vellystingum, þ.e. ef hún er lifandi. En ég vil helst vera strútur núna. vil ekki hugsa um þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.7.2007 kl. 15:58

16 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég held að allir hafi einhverntímann gerst sekir um gáleysi af einhverju tagi. Stundum kemur það manni í koll...stundum ekki. Svoleiðis er nú bara lífið. Fullt af andartökum sem við getum ekki breytt þó við vildum. Ég tel  foreldra stúlkunnar vera búin að taka út sinn dóm..margfaldan.

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.7.2007 kl. 16:13

17 Smámynd: Jens Guð

  Ég tel að óreyndu ómaklegt að ráðast á foreldra stelpunnar.  Þetta eru Bretar sem miða aðstæður við sitt umhverfi.  Barnsrán eru sem betur fátíð í Bretlandi.  Að óreyndu held ég að barnsrán séu líka fátíð í Portúgal.

  Ég var í næstum aldarfjórðung giftur hálf bandarískri konu.  Við fórum stundum með syni okkar til Bandaríkjanna.  Ættingjar konunnar lögðu hart að okkur að sleppa ekki hönd af drengjunum þegar við vorum í verslunarmiðstöðvum eða annarsstaðar þar sem fólk er á ferli.

  Þetta var skrítin upplifun.  Bæði fyrir okkur foreldrana og drengina sem voru vanir frjálsræði.

  En samtímis blasti við okkur auglýsingar á mjólkurfernum um tínd börn,  "posterar" á götum og jafnvel fólk á gangi með auglýsingaspjöld við þjóðvegi.

Jens Guð, 29.7.2007 kl. 00:48

18 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég verð að vera með þeim sem finna þessa skrítnu lykt, þótt ég sé með ekkert lyktarskyn....

Ég hef haft eitthvað skrítið í maganum útaf þessu máli...

Guðríður Pétursdóttir, 29.7.2007 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband