Leita í fréttum mbl.is

Silungs- eða laxaflök á grillið - sérstaklega ætlað Jenfo

Stórt laxa- eða silungsflak

Mango chutney, smjör (má sleppa), sojasósa og 1 gott hvítlauksrif

pressa hvítlaukinn saman við mjúkt smjör og hræra út í mango chutney.

Smyrja þessu á flakið. Þekja vel.

skvetta slatta af sojasósu yfir (ekki þó of mikið).

Hita grill á blússhita, leyfa að hitna í allt að 20 mín.

setja flakið í álpappír, loka. Grilla í 4 mín í lokuðum álpappír og 4 mín í opnum. Líka hægt að grilla bara á álbakka eða klemmu.

Ef þetta á að taka extra stuttan tíma, skella þá bara tilbúnu kartöflusalati í dós í borðið og sturta úr einum poka af fersku káli í skál, og dós af hvítlaukssósu (t.d. frá Kjarnafæði).

Þetta er hriiiiiiiikalega gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta verður prufað á föstudaginn kjútípæ.  Hvernig vissir þú að ég ætlaði að hafa silung í kvöld?  Sko, ætlaði að kaupa silungsflök til að baka í ofni í matinn í kvöld og húsbandið strækaði og heimtaði kjöt.  Það lá við handalögmálum í Hagkaup í Kringlunni.

Lalalala hann vann addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 17:59

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú sagðir það í einhverju kommenti einhversstaðar. Það er fylgst með þér kona. Ég fæ fisk líka yfirleitt samþykktan með semingi. Ég bara skil ekki þetta stöðuga kjötát á karlmönnum. fyrir tíð Bretans var það fiskur 4-6 x í viku en er nú orðið 4x í mánuði. Aaaargh...

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 18:18

3 identicon

Namm namm!

Ragga (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 18:20

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

æðisleg uppskrift hjá þér ég verð að prufa þessa. má ég það ????

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 19:36

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Má ég prufa þetta, mér líst svaka vel á þessa uppskrift því ég elska lax?

Svava frá Strandbergi , 11.7.2007 kl. 19:41

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Auðvitað prufið þið þetta elsku börn. Þetta er hrikalega gott og líka ofboðslega fljótlegt sem skemmir ekki fyrir.

Guðný gaman að sjá þig.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 19:43

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það var ég sem byrjaði með silunginn.  Jóna ertu "hætta" nei djók. Guð hvað ég hlakka til að fá kisu "mína" hvað borðar hún elskan?

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 20:10

8 Smámynd: svarta

Juuuuuuuuuuuuu hvað mér langar heim til Íslands og fá alvöru silung. Hér í innlöndum Englands er ekkert annað að fá en eldisfisk og ég er með fordóma. 

svarta, 11.7.2007 kl. 20:12

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mmm nammi nammi namm - ég prófa þetta.

Edda Agnarsdóttir, 11.7.2007 kl. 20:19

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ásdís hvað meinarðu ''hætta'' ?? Kisa drekkur vatn og borðar þurrmat. Svo er bara spurning hvað þú vilt dekstra hana mikið.

Svarta. Hvar ertu?

Edda. Þetta er mjög gott. Mæli sko með þessu.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 20:29

11 Smámynd: Helga Auðunsdóttir

Hvenær verður manni svo boðið í svona herlegheit :)

kærar matarkveðjur, Helga :)

Helga Auðunsdóttir, 11.7.2007 kl. 20:33

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Helga. Þú veiðir, ég elda.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband