Leita í fréttum mbl.is

Er ég í fitun?

Þar sem það var með eindæmum rólegt í vinnunni í dag ákvað ég að skella mér í Kringluna í hádeginu og kíkja á útsölurnar. Það hefði ég ekki átt að gera.

Ég er á því að allar konur eigi að taka ástandspróf við innganginn á Kringlunni. Stjórnarmenn Kringlunnar eiga að setja það sem skilyrði fyrir inngöngu kvenmanns að hún taki stöðupróf á andlegu jafnvægi og áliti á eigin líkama og útliti. Ef þeir koma þessari reglu ekki á fljótlega verða þeir allavega að veita áfallahjálp við útganginn.

Ég stefndi á að finna mér svartar buxur með frekar klassísku sniði og/eða skyrtu, boli eða bara eitthvað toppstykki. Hver af þessum flíkum átti að eiga það sameiginlegt að leyna öllu sem mér þykir miður fara á eigin líkama. Ég fór inn sem sterk kona (að ég hélt), fullkomlega sátt í eigin líkama, vel til höfð um hár og andlit og allt að því bólulaus.

Í stað þess að koma valhoppandi út úr kringlunni með einn til tvo plastpoka dinglandi í annarri hendinni sátt með mig og mín nýju föt, kom ég út sem rjúkandi rúst, með glansandi nef, úfið hár og niðurbrotin á sál og líkama.

Ég er sannfærð um að ef ég hefði tekið áðurnefnt stöðupróf þá hefði mér verið vísað frá. Það sem er undirliggjandi hefði komið í ljós. Ég er overweight, middle aged woman og langt frá því að vera sátt við útlit mitt, þyngd, líkamsvöxt eða aldur. Djöfull er maður ofboðslega ruglaður.

Ég veit þó að Bretinn verður glaður að heyra hversu naumlega hann slapp fyrir horn með lækkandi inneign á reikningnum..... hei... það er að renna upp fyrir mér ljós. Bara núna. Á þessu andartaki. Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir þig afhverju Bretinn er svona duglegur að elda og sulla saman alls konar rjómasósum og smjörsteiktum sveppum, steikja beikon og kaupa rjómatertur.

Ég mun eiga orð við manninn í kvöld, það er alveg ljóst.  fat


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú, nú bara verið að horfast í augu við raunveruleikann í vinnutímanum.  Muhahahahahaha, hvenræ er mér boðið í mat?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

B-i-t..

Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ef þú vilt hann ekki þá tek ég hann

Guðríður Pétursdóttir, 9.7.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nú veit ég af hverju mér er svona illa við búðir ...........

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 16:58

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég vorkenni Bretanum  ef þú ætlar að taka hann í gegn Jóna mín

Kristín Katla Árnadóttir, 9.7.2007 kl. 17:30

6 identicon

Ég er ekki miðaldra en ég á það nú til að koma mjög þunglynd úr búðarferðum.... sérstaklega eftir ferðir í Zöru.

Díta (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 17:32

7 Smámynd: krossgata

Mér finnst alltaf best við þessar aðstæður að fara með möntruna "það er aldrei of mikið af góðri konu", helst meðan ég sigli gegnum skóg af svöngum, tálguðum beinasleggjum, sem ekki hafa kraft til að standa undir sjálfum sér og liggja þ.a.l. eins og hráviði eftir.

krossgata, 9.7.2007 kl. 18:18

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ elskurnar mínar, kona á sextugsaldri eins og ég er búin að læra það að reyna ekki við búðir með litlum fötum. Það er gott ráð t.d. í Hagkaup að byrja í xxxxxL deildinni og fikra sig svo niður í venjulega deild það bústar upp egóið    svo ef ég er svona borderline þunglynd, þá er ég búin að koma upp þeim frasa" iss þeir kunna nú ekkert að sauma lengur á alvöru konur " 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 18:26

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís góð.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2007 kl. 19:16

10 identicon

Er það kannski þess vegna sem mönnum er já illa við búðarferðir með konunum sínum, (svona eins og Gurrí bendir á)??

Annars er hold flott! More of you to love, og allt það. En við verðum jú alltaf að passa upp á andlegu hliðina ... sem eini karlmaðurinn so far í kommentunum hér ... þá vona ég að þú farir rólega með Bretann. Maður sem eldar fyrir þig og heldur vel utan um peningana ... hljómar sem ótrúlega traustur maður.

svona eins og ég ... (enda stefni ég á að elda mikið fyrir Veigu ... )

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:22

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðríður. Við getum kannski komist að einhverju samkomulagi

Gurrí ég er glöð að ég skuli hafa opnað augu þín fyrir þessu

Lísa ég er fegin að vera ekki ein, skiluru

Díta passa sig á Zöru. Roooooooosalega litlar stærðir þar

Kristín ég fer varlega

Ásdís. Takk fyrir ábendinguna. Prófa þetta næst. En Bretinn mun ekki þakka þér.

Doddi......  Langar líka að benda þér á að þú ert að segja að Gurrí sé karlmaður

Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2007 kl. 20:31

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Getur maður fengið endurforritun hjá Bretanum?

Þröstur Unnar, 9.7.2007 kl. 20:41

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þröstur ertu þá að meina að þú viljir láta forrita þig eða konuna þína?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2007 kl. 20:46

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Mig darling

Þröstur Unnar, 9.7.2007 kl. 20:52

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað af eiginleikum Bretans er það sem þú sækist mest eftir Þröstur minn. Er það fitunar-áætlunin og það sem býr þar að baki?

Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2007 kl. 20:55

16 Smámynd: Þröstur Unnar

Hef ekki þá eiginleika, að geta eldað og haldið utan um peninga. Þess vegna er ég líka í einbúð í dag.

Þröstur Unnar, 9.7.2007 kl. 21:00

17 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þú hefur kjark til að viðurkenna viðkvæmt mál. svona opinberlega en það er bara til góðs eins og sjá má á kommentunum.

Benedikt Halldórsson, 9.7.2007 kl. 21:05

18 identicon

Hey - viljandi misskilningur Jóna! Gurrí er yndisleg kona, en hún benti mér þarna á gott svar fyrir þá menn sem "þola ekki" búðarrápið ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:07

19 identicon

Jóna mín, ég skal koma með þér og vera sérlegur ráðgjafi þinn í innkaupum.  Ég er sko snillingur í þessu. 

Iwanna Humpalot (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:08

20 identicon

Mætt á bloggsvæðið  og hef þetta að segja: Þú verður að átta þig á því Frú Jóna að EINA ástæðan fyrir því að þú fórst tómhent út er sú að stærðirnar sem eru seldar á útsölum, eru á útsölum af því að þær seljast ekki - af því að þær eru of litlar á 90% kvenna, við erum nefnilega þessar eðlilegu, ekki gleyma því!!! - Knús frá Essex

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:32

21 identicon

Já, Anna kom með svarið!
Ég varð svo þunglynd eftir einhverja svona Outlet ferð einhvern tímann, að ég settist nær grenjandi útí bíl til Makans. Fattaði síðan þetta stærðarplott... Þá leið mér aðeins betur.

Maja Solla (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:48

22 Smámynd: Unnur R. H.

Ehhhh bara að gera eins og ég FARA EKKI Í KRINGLUNA! Ég verð svo hræðilega þunglynd því þá fatta ég alltaf hversu vel vaxin ég er á öfugum stöðum!!!

En þú ert bara góð

Unnur R. H., 9.7.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1640372

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband