Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Karlmönnum er líka nauðgað
Fólk er almennt forviða á þessum dómi. Og ekki er það skrítið. Ljóst þykir að konan hafi verið beitt ofbeldi og þvinguð til samfara en.... hvað....???
Manni fallast hendur. Það er ekki fyrir venjulegt fólk að fá einhvern botn í lögfræðilegar ástæður að baki þessari sýknun.
Við eigum svo langt í land. Á svo mörgum sviðum. Gífurlegar framfarir hafa orðið síðustu 30 ár hvað varðar jafnrétti kynjanna, viðurkenningu á samkynhneigð, átröskunarsjúkdómum og geðsjúkdómum. Falin mein í þjóðfélaginu hafa komið upp á yfirborðið svo sem heimilisofbeldi, misnotkun á börnum og svo mætti lengi telja. En betur má ef duga skal.
Klárlega lifir mýtan enn góðu lífi. Kona, sem er nauðgað, er drusla. Á einn eða annan hátt bauð hún sig fram. Ég vitna hér í bókina Kynlíf frá árinu 1937:
''Náttúran hefur verndað konuna gegn ágengni og samförum, sem ekki er óskað eftir, með því að koma leggangaopinu fyrir á hinum leyndasta og bezt varða stað líkamans. Leggöngin eru í skjóli búksins að ofan og hinum sterkustu vöðvum líkamans til hliða og að neðan. Ennfremur er leggangaopið hulið skapahárunum ásamt skapabörmunum. Allar þessar varnarráðstafanir gera það að verkum, að ekki er auðvelt að komast inn í leggöngin, og yfirleitt ómögulegt gegn vilja konunnar. Hinu algenga yfirvarpi kvenna, að þeim hafi verið nauðgað, ber að taka með tortryggni. það er í rauninni ekki hægt að hafa samfarir við konu, sem berst á móti.''
Ég er persónulega sannfærð um það að hér kemur ekkert til með að breytast í viðhorfi karlmanna (og ég er ekki að meina allra karlmanna) og vissulega sumra kvenna fyrr en karlmenn sem hafa orðið fyrir nauðgun stíga fram.
Karlmönnum er nauðgað. Karlmönnum er nauðgað af öðrum karlmönnum og vissulega eru þess dæmi að mönnum hefur verið nauðgað af konum. Karlmönnum er byrlað nauðgunarlyfið, bornir heim af tveimur eða fleirum og nauðgað.
Og aðeins er hægt að reyna að ímynda sér hvernig væri að vera í sporum samkynhneigðs karlmanns að kæra stefnumótanauðgun. Ég hef allavega aldrei heyrt um slíkt. En endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
Vonandi finna karlkynsfórnarlömb nauðgana kjarkinn, og þá stuðning frá þjóðfélaginu um leið, til að kæra glæpina. Þar til held ég að dómsvaldið verði fast í sínum fornaldarhugsunarhætti og engin skref tekin fram á við.
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Enski boltinn, Formúla 1, Íþróttir, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
Ég held það sé mikið til í þessu hjá þér. Tilvitnunin er eins og blaut tuska beint í fésið á manni, þegar rennur upp fyrir manni að svona virðist þankagangurinn vera enn í dag.
krossgata, 5.7.2007 kl. 23:20
Þetta er allt mjög snúið. Hvað er til ráða?
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2007 kl. 23:25
Held að þú ættir að lesa dóminn í heild sinni áður en þú dæmi dóma málsins.
K Zeta, 6.7.2007 kl. 00:03
varst þú líka að horfa á law and order jóna mín
Það virðast vera fá ráð í boði.. en það mundi eflaust breyta einhverju ef karlkynsfórnarlömb mundu gefa sig fram.. en svo veit maður ekki...
Með þessum dómi er að vissu leiti verið að gefa leyfi til að nauðga, svo lengi sem það sé gert á vissan hátt, þeas eins og þeirri kemur fram í fréttagreininni
Guðríður Pétursdóttir, 6.7.2007 kl. 00:06
Góður pistill, ég held ég sé bara alveg sammála þér. Það er algerlega fáránlegt að sjá hvern sýknudóminn á fætur öðrum án þess að maður komi endilega auga á ástæður sýknunar.
Sigrún Ósk Arnardóttir, 6.7.2007 kl. 00:17
K Zeta. Af hverju gerir þú ráð fyrir því að hún hafi ekki lesið dóminn?
Guðrún (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:37
Ef konu er nauðgað og húm ver sig til dæmis með hníf...er hún af flestum dæmd sem hetja en ef karlmaður gerir það sama er hann dæmdur fyrir tilraun til manndráps, þetta er satt, þetta hefur gerst....Á Íslandi. Ef þú ert nauðgari færðu gula spjaldið í réttarsal á Íslandi en ef þú ert að stela mat færðu rauða spjaldið og ert rekinn út af vellinum. Takk fyrir að vera bloggvinur minn
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.7.2007 kl. 01:55
Hvar er athugasemdin mín (froðufellandibrjálaðurúrreiðikarl)ARG?????????????????????????????
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 09:46
Bjó í Bandaríkjunum. Þá var þar öldungardeildarþingmaður, Jesse Helms, sem bannaði fóstureyðingar í NC. Lengi höfðu fóstureyðingar verið leyfðar ef konum hafði verið nauðgað. En hann komst að þeirri niðurstöðu að kona geti eingöngu orðið ófrísk ef hún hefur notið samfaranna. Þess vegna væri "vísindalega" ómögulegt að verða ófrískur eftir nauðgun. Þetta var ekki fyrir 100 árum. Og ekki fyrir 20 árum. Það eru innan við 10 ár síðan þetta var.
svarta, 6.7.2007 kl. 10:07
Je dúdda mía. Svarta, ertu ekki að grínast með þetta. Hvað er að í þessum heimi?
Elsku Jenný mín. Það hefur verið lokað á þig um óákveðin tíma
Guðríður, nei ég var ekki að horfa á Law and Order. Var eitthvað svona mál í gangi þar?
Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 10:41
Það eru til dæmi þar sem karlmönnum hefur verið nauðgað á Íslandi og maðurinn kærði. Það var reyndar ekki samkynhneigður maður heldur 20 strákur sem varð ofurölvi og skilinn eftir í herbergi þar sem partíið var. Þar veittist ókunnugur maður að honum og var staðinn að verki. Svo svoleiðis er til í sögunni.
Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:13
já það var eitthvað um karla nauðganir í þættinum, þar sem karlagreyjunum var byrlað inn þetta ropanol.. eða hvað sem það nú heitir
Guðríður Pétursdóttir, 6.7.2007 kl. 13:16
Smá komment frá Helms eftir 9.11 í NY. En svo er ég hætt því hann er orðinn gamall og elliær.
Helms, 83, writes that when 3,000 people died on Sept. 11, 2001, "the American people responded with shock, sadness and a deep and righteous anger - and rightly so. "Yet let us not forget that every passing day in our country, more than three thousand innocent Americans are killed" through abortion.
svarta, 6.7.2007 kl. 13:16
Hallgrímur takk fyrir innlegg. Kannski var það einmitt málið; hann var staðinn að verki og vitni að atburðinum.
Kristjana. Það gætir allavega einhverja áhrifa frá honum.
Guðríður. Einmitt. Rohnypnol
Svarta. Ég reyndar vissi ekki að það væru svo margir. Það má heldur ekki gleyma því að það eru Bandaríkjamenn að drepa Bandaríkjamenn. Skelfilegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 13:55
Flottur pistill hjá þér. Það þarf svo miklu meiri umræðu um þetta mein og meinið liggur fyrst og fremst í viðhorfum og túlkun á því hvaða tegund af ofbeldi felst í nauðgun. Mér sýnist þessi dómur afhjúpa þetta mein algjörlega.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 14:15
Úff, aldrei fyrr á ævinni hefur mig langað að efla til bókabrennu en þessi bók sem þú vitnar í freistar mín verulega.
Eitt sem ég hef hvergi séð minnst á er það að hinir ýmsu fræðingar mæla einmitt með því að konur berjist ekki á móti sé verið að nauðga þeim til þess að minnka líkurnar á varanlegum og alvarlegum líkamlegum skaða. Það er því sorglegt ef það á að nota það á móti fórnarlömbum að þau vilja komast sem heillegust út úr þessum skelfilegu aðstæðum.
(úff, hvað ég er alvarleg..... tótallí á of karakter;)
Díta (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 14:17
Þetta er mjög góður pistil hjá þér Jóna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2007 kl. 18:43
Þetta var fróðleg lesning ekki síður innleggin sem eru hér, mér er alveg óskilanlegt hvernig í ósköpunum þessir dómarar komust að þessum dómi
Helga Auðunsdóttir, 6.7.2007 kl. 20:21
Eftir að lesa dóminn í heild þá fær maður nú aðeins aðra sýn á atburðinn. Allavega ég.
Brynja Hjaltadóttir, 6.7.2007 kl. 22:37
Hérna meilar kona annari konu og heldur að hún sé leið og þá er hún að fíflast. OMG addna (slefandireiðikarl).
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 22:53
hin konan sem fær mail frá annarri konu er kona sem gjarnan grínast með öðrum konum svo framarlega sem konur kynnast.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 23:04
rasskynnast?
Brynja Hjaltadóttir, 7.7.2007 kl. 00:04
Brynja þó
Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 00:21
Því miður virðist þetta viðhorf enn í gangi. Ótrúlegur dómur. Sýkna. Sveinn Andri greinilega fær lögfræðingur.Dómararnir ekki með fulle 5. Sektin er nokkuð augljós í þessu máli. Ég vona að það verði áfrýjað.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.