Leita í fréttum mbl.is

Séð & Heyrt

Færsla Benedikts bloggvinar um fyrirsögn Séð & Heyrt um skilnað Samherjahjónanna; ''Dýrasti skilnaður Íslandssögunnar'' kveikti á þessari færslu.

Séð & Heyrt svífst einskis og sýður saman ótrúlegustu fyrirsagnir á forsíðu blaðsins, hannaðar til að grípa augað og kveikja slúðurþorsta landans (ég er ekkert saklaus þar).

Benedikt veltir því fyrir sér hvað geri þennan skilnað dýrari en aðra skilnaði.

Inn í blaðinu er afar stutt grein um málið, sem fyrir vikið er í engu samræmi við æpandi forsíðufyrirsögnina. Í þessari stuttu grein er ekkert sem bendir til þess að skilnaðurinn verði hjónunum dýr heldur eiginlega þvert á móti. Þetta virðist allt vera með fullu samþykki beggja aðila og ætti því að ganga í gegn slétt og fellt. 

Fyrir fáeinum árum síðan grétum við vinkonurnar af hlátri yfir myndatexta í þessu annars ágæta blaði. Þetta var texti með mynd af fáklæddri leikkonu á strönd þar sem hún var að sinna móðurhlutverkinu.

Textinn var einungis þrjú orð og okkur til skemmtunar slengjum við þessum orðum oft fram og hlæjum alltaf jafn mikið. Textinn var svona: ''Ánægð með appelsínuhúð''. Þvílíkir snilldarpennar þarna á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Forsíðan er alltaf svo dramatísk svo kannski finnur maður ekki fréttina inni í blaðinu!!

Huld S. Ringsted, 4.7.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil ekki leggja mitt af mörkum við að halda svona blaði gangandi og veit því ekki um hvað málið snýst.  Hver eru samherjahjónin?  Eru það Elton Jhon hjónin?  Hm..

Nú verð ég að brjóta prinsippið af því Gurrí verður í næsta SogH.

Úlalala þetta fólk sem maður kynnist á blogginu.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Jóna, ég er mjög ánægður með að þessi athugasemd mín um "dýran hjónaskilnað" hafi "kveikt" á þinni færslu en ég verð að játa að S&H fer oft í taugarnar á mér án þess þó að það haldi fyrir mér vöku eða komi mér í vont skap...

Benedikt Halldórsson, 4.7.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Óli Jón

Auglýsingar S&H eru sérkafli út af fyrir sig. Svona auglýsingar hafa dunið yfir okkur í gegnum tíðina:

Birgir missti fótinn í bílslysi!
Halla og Finnur skilja í Mónakó!
Barbara týndi barninu sínu í London!

Séð og heyrt - gerir lífið skemmtilegra!

Yfirleitt var þetta alltaf upptalning á einhverjum hrakförum eða ógæfu, en alltaf gerði S&H lífið skemmtilegra :)

Óli Jón, 4.7.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Huld. Nákvæmlega málið.

Jenný. Elsku kellan mín. Ég vissi heldur ekki hver samherjahjónin voru fyrr en ég las það í blaðinu. Ég vissi samt af Samherja. þetta fólk sem þú kynnist á blogginu er smátt og smátt að brjóta niður prinsippin þín. Muuuhhaaaaaa

Bendikt. Æi, orðaði ég þetta eitthvað asnalega? Sorry.

Óli Jón. Hahahahahaha. Svo djöfulli skemmtilegt eitthvað.

Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2007 kl. 22:22

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er ekki með á nótunum..ég kaupi aldrei séð og heyrt. En það virðist vara lagt mikið uppúr "góðum" fyrirsögnum

Rúna Guðfinnsdóttir, 4.7.2007 kl. 22:57

7 identicon

Sá nákvvæmlega þetta blað á hárgreiðslustofunni síðasta mánudag. Sá strax að þetta var eins og venjulega „ekki“frétt, henti því aftur á borðið og sótti mér Vikuna hennar Gurríar, alsæl með mig ... og Gurrí

Það fer nánast allt í pirrurnar á mér við Séð og Heyrt, en þó sérstaklega svigarnir:

 Jónsi(19) og Eydís(29) flott saman - Arrrrrgggg -

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband