Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Maður er bara orðinn hagmæltur
Sá Einhverfi kom heim úr sumarbúðunum með hor í nös og hósta. Var svo kominn með hitavellu í morgun svo hér sit ég, heima, og get ekki annað.
Ætti svo sannarlega að nota tækifærið og gera eitthvað uppbyggilegt fyrir heimilið og ekki síður nýta góða veðrið og reita illgresi. Barasta nenni þessu ekki.
Nú er guttinn steinsofandi í sófanum í stofunni (thank God for that). Hann er búin að taka syrpu út á palli og kríta upp kreditlista í gríð og erg. Svo þegar pallhúsgögnin eru orðin fyrir listaverkasköpuninni þá á bara að færa þau til. Ef ég hefði ekki stoppað þetta þá væri ég núna með kreditlista einhverrar bíómyndar yfir endilangan pallinn hjá mér. Nýja pallinn minn!! O jæja. Fer af í næsta regnskúr.
Gelgjan spurði með þjósti þegar hún vaknaði í morgun: ''Afhverju eru allir heima''.
Vonbrigðin yfir heimavinnandi mömmunni (er það annars ekki partur af húsverkunum að blogga ) voru þó ekki vegna þess að hún ætlaði að detta í það eða neitt slíkt. Ástæðan var sú að nú fengi hún engan verkefnalista og þar af leiðandi engan vasapening.
Ég tók nefnilega þá ákvörðun að setja henni fyrir einhver smávegis heimilisstörf á hverjum degi á meðan ég væri í vinnunni og hún fengi 200 kr á dag fyrir það. Við byrjuðum á mánudaginn og fyrstu tvo dagana hefur hún tekið þetta mjög alvarlega og gert töluvert meira en henni er sett fyrir. Er afar stolt af afrekum sínum sem hún má alveg vera, 10 ára barnið. En það spilar líka stóra rullu að mamman íhugar bónusgreiðslur þegar afrekin eru svo stór og mörg.
Hei, kannski ætti ég að taka upp krosssauminn minn sem er farinn að rykfalla ofan í poka og setjast út og sauma í sólinni.
(Setjast, sauma, sólinni. Vá næstum því ljóð. Fellur pottþétt undir menning og listir og ljóð)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Ljóð, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 1640367
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
pottþétt
Guðríður Pétursdóttir, 4.7.2007 kl. 14:16
Já út í sólina meðan að hún er hér. Vonum svo að hún láti sjá sig meir í sumar.
Ragga (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 14:27
Þetta með rykfallna pokann með saumadótinu - eru til öðruvísi pokar með saumadóti??? Minnir mig líka á það að vera eins og "herptur handavinnupoki"..... Ekki þú og ég - nei.......
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 4.7.2007 kl. 14:43
Já Jóna mín varðu út í sólina og sauma meðan þú getur.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.7.2007 kl. 15:25
Borgaðu barninu, hvaða nánasarháttur er þetta. Skv. launastefnu AS'I þá eiga verkamenn rétt á fullum launum þegar verkefnaskortur hjá atvinnurekanda ríður yfir. Þú ert ljóðræn. Úje
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2007 kl. 16:28
Já fínt að virkja börnin í heimilisverkin og borga þeim smotterí fyrir. Mín þrú setja í þvottavélina, þurrkarann, uppþvottavélina, ryksuga, þurrka af og svona ýmislegt sem til fellur. Og jú auðvitað til að fá smá aur í vasann :)
Litli listamaðurinn þinn hefur greinilega viljað hafa pallinn aðeins litríkari litir lífga upp á umhverfið, svo skolast þetta nú af í næstu rigningu eins og þú sagðir sjálf
Sólrún, 4.7.2007 kl. 19:13
Þú gætir líka saumað út einn kreditlista í sængurver handa drengnum ... hann yrði örugglega kátur :)
Hólmgeir Karlsson, 4.7.2007 kl. 20:04
Hver er þessi maður? Þessi sem nú er orðinn hagmæltur. Hann virðist vera allstaðar. Skrítið hversu oft hann ætti ekki að gera eitthvað. Eins og til dæmis, maður ætti að hætta þessari vitleysu. Stundum er hann með vinum sínum og þá telja þeir ýmislegt, sbr. menn telja að Alþingi setji lög ... eða menn telja að mannréttindi séu mikilvæg. En hver er þessi maður? Og hverjir í ósköpunum eru þessir menn?
Já ég veit. Ég á að vera úti
svarta, 4.7.2007 kl. 21:16
Maður er nefndur....
Jóna Á. Gísladóttir, 4.7.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.