Fimmtudagur, 28. júní 2007
málning á brjóstum og víðar
Eins og ég sagði áðan þá fór ég út í garð og byrjaði að reita arfa. Þar sem ég er þekkt fyrir flest annað en að vera mikil útivistarmanneskja þá á ég ekki einu sinni föt í garðinn. Og þá meina ég einhver svona föt sem mér er sama um og er tilbúin að skríða í á hnjánum í moldarbeðum o.þ.h.
Ég gramsaði þó í skápnum upp á von og óvon og fann buxur sem ég nota aldrei, klippti neðan af þeim því þær eru svo síðar. Svo skellti ég mér hvítan stuttermabol en innan undir hann fór í topp sem nær niður fyrir rass því buxurnar eru svo assgoti lágar í mittið. Get ekki verið þekkt fyrir að liggja út í beði með boruna beraða.
En af því að mér finnst nú ekki sérstaklega skemmtilegt að reita arfa þá var ég fljót að finna upp á einhverju öðru að gera. Mála! Það þarf að mála grindverkið fyrir framan hús ásamt bílskúrshurðinni og gluggakörmum. Nóg að gera á þessum bæ.
Ég tók fram pússi-rafmagnsgræjuna sem ég-veit-ekki-hvað-heitir og hamaðist á gluggakörmum, hurðum og grindverki. Fann svo svarta málningu inn í bílskúr og byrjaði að maka á grindverkið. Ég er ekki vön. Það verður að segjast eins og er. Mörgum sinnum er ég búin að styðja mig við nýmálaðan girðingarstaur, strjúka fingrum ötuðum málningu í gegnum ný-strípað hárið og greinilega klóra mér í vinstra brjóstinu (eða kannski rak ég það utan í hliðið) því það er svart (bolurinn auðvitað). Ég er ekki enn búin að skoða bakhlutann á mér en ég hef líka þurft að hysja upp um mig buxurnar mörgum sinnum og því er hætt við að rassinn á mér sé í svartara lagi.
Jæja, nú er ég búin í pásu. Ætla út aftur og mála meira.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
-
solskinsdrengurinn
-
skrifa
-
jenfo
-
gelgjan
-
annambragadottir
-
marzibil
-
brynja
-
hk
-
gurrihar
-
lehamzdr
-
katlaa
-
eddaagn
-
jahernamig
-
hronnsig
-
martasmarta
-
katrinsnaeholm
-
palmig
-
ipanama
-
hallarut
-
tommi
-
ktomm
-
poppoli
-
svavaralfred
-
kollajo
-
bergruniris
-
bene
-
bennason
-
jensgud
-
solrunedda
-
heidathord
-
ringarinn
-
tofraljos
-
kjaftaskur
-
ormurormur
-
zeriaph
-
unns
-
ellasprella
-
hjolagarpur
-
salka
-
nonniblogg
-
markusth
-
rebby
-
birna-dis
-
garun
-
landsveit
-
olofannajohanns
-
brylli
-
evaice
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
rustikus
-
singer
-
jaxlinn
-
krossgata
-
mummigud
-
blekpenni
-
gerda
-
baddahall
-
holi
-
grafarholt
-
gudnylinda
-
thegirl
-
gretarorvars
-
thordis
-
herdis
-
mammzan
-
sigthora
-
bet
-
saedis
-
emmgje
-
sigurjonsigurdsson
-
janus
-
astromix
-
overmaster
-
thorasig
-
gudni-is
-
sunnadora
-
kjarrip
-
810
-
gislihjalmar
-
beggagudmunds
-
sirrycoach
-
betareynis
-
ilovemydog
-
rannveigmst
-
stormadis
-
perlan
-
bergdisr
-
skondrumamma
-
snar
-
stormur
-
ljonid
-
raggipalli
-
hjordiz
-
almaogfreyja
-
katja
-
lady
-
sigrunfridriks
-
zunzilla
-
olinathorv
-
bidda
-
smjattpatti
-
jogamagg
-
disadora
-
harpao
-
fuf
-
alexm
-
larahanna
-
juliaemm
-
saemi7
-
gudrunmagnea
-
svala-svala
-
kari-hardarson
-
hlf
-
hlinnet
-
annagisla
-
einari
-
lena75
-
hector
-
saethorhelgi
-
ernafr
-
birnarebekka
-
heidistrand
-
kerla
-
hannamar
-
jara
-
supermamma
-
monsdesigns
-
malacai
-
solveigth
-
siggathora
-
senorita
-
snjaldurmus
-
photo
-
stingi
-
pollyanna
-
steingerdur
-
icekeiko
-
majaogco
-
skordalsbrynja
-
danjensen
-
lilly
-
heidabj
-
omarpet
-
helgamagg
-
nori
-
jamesblond
-
gretaulfs
-
rattati
-
hogni
-
ragjo
-
kolgrima
-
skjolid
-
hugrunj
-
egill75
-
amman
-
liljabolla
-
asgerdurjoh
-
okurland
-
rannthor
-
svalaj
-
siggith
-
vefritid
-
zsapper
-
laz
-
graceperla
-
rannug
-
agbjarn
-
alliragg
-
fjarki
-
birtabeib
-
roslin
-
lindape
-
rosa
-
tinnaeik
-
muszka
-
krummasnill
-
lindalea
-
fjola
-
solan
-
scorpio
-
evabenz
-
isleifure
-
karitryggva
-
ellasiggag
-
beggita
-
ollabloggar
-
madddy
-
songfuglinn
-
emm
-
lindagisla
-
turettatuborg
-
einarsigvalda
-
huldadag
-
siggasin
-
credo
-
loathor
-
carma
-
komaso
-
fifudalur
-
rosabla
-
lillagud
-
eythora
-
griman
-
eyrunelva
-
svanurg
-
strumpurinn
-
godihundur
-
hallidori
-
annriki
-
sibbulina
-
helgurad
-
huldumenn
-
julianamagg
-
berglindnanna
-
huldam
-
joik7
-
venus
-
osland
-
liso
-
amaba
-
asako
-
hryssan
-
mammann
-
leyla
-
gunnarggg
-
sigrunzanz
-
fanneyunnur
-
himmalingur
-
helgabst
-
bostoninga
-
christinemarie
-
jea
-
elisabeta
-
perlaoghvolparnir
-
meyjan
-
wonderwoman
-
coke
-
ragnhildurthora
-
gullilitli
-
tommi16
-
ea
-
mariaannakristjansdottir
-
einarorneinars
-
lindalinnet
-
joninaros
-
reynzi
-
rosagreta
-
lauola
-
reynir
-
elinora
-
ma
-
olapals
-
bestalitla
-
kolgrimur
-
handtoskuserian
-
vonin
-
kaffi
-
einarhardarson
-
gleymmerei
-
brandarar
-
alf
-
hreinsamviska
-
litlakonan
-
lucas
-
reisubokkristinar
-
jgfreemaninternational
-
olofdebont
-
thjodarblomid
-
vilma
-
ollana
-
gudrununa
-
holar
-
gotusmidjan
-
huldastefania
-
mubblurnar
-
bjarnihardar
-
vild
-
skrudur
-
jyderupdrottningin
-
sifjan
-
letilufsa
-
hrundt
-
robbitomm
-
brudurin
-
anitabjork
-
blindur
-
astabjork
-
bailey
-
gattin
-
draumur
-
einhugur
-
trygg
-
eskil
-
evags
-
gudrunkatrin
-
gudrunss
-
nf26b
-
topplistinn
-
helgaas
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
innipuki
-
ingal
-
kikka
-
astroblog
-
oliskula
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
kariaudar
-
vga
-
thorolfursfinnsson
-
motta
Athugasemdir
OMG ég hélt að þú værir að lýsa mér! Erum við systur, eða mæðgur eða frænkur eða frændur???? Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 17:05
Þú ert semsagt svona utan við þig...... eins og ég ;)
Eva Þorsteinsdóttir, 28.6.2007 kl. 17:05
Jenný ég held við séum frændkonur í beinan karllegg systur föður barnabarna beggja.
Eva.. ég held ég hafi ekki einu sinni þá afsökun.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 17:07
Jóna mín, meila þér söguna og Abba ævintýrið fljótlega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 17:11
hver er beggji??
Guðríður Pétursdóttir, 28.6.2007 kl. 17:11
Afi barnabarnanna.
Anna Einarsdóttir, 28.6.2007 kl. 17:17
of course...
Guðríður Pétursdóttir, 28.6.2007 kl. 17:20
Hvað skolli ertu dugleg, Iss er hræðilega utanvið mig eins og þú
Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2007 kl. 17:29
Þetta er bara allt í lagi..þetta fer af..með tímanum
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.6.2007 kl. 17:41
Rúna Guðfinnsdóttir, 28.6.2007 kl. 18:27
Hugarfluga, 28.6.2007 kl. 19:24
Ósköp er nú annars notalegt að vera komin með mynd á þig, kæra bloggvinkona.
Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 19:47
Oh hvað þú hlýtur að vera smart og kúl núna
svart er flottast, sérstaklega með röndóttu, varstu ekki annars í röndun (lesist strípum) um daginn??? 
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:08
Jenný. Í alvöru!? frábært.
Guðríður. ég sé að Anna hefur svarað þessu
Kristín Katla. Jebb, óvenju dugleg í dag
Guðmundur og Rúna. Finnið ykkur aðra síðu til að ræða mig ykkar á milli
Hugarfluga.
Hefur það komið fyrir þig
Heiða. Ég var að uppgötva að við erum ekki formlegar vinkonur. Hef bætt úr því og borið upp bónorð
Anna. Ég er alltaf smart og kúl
en extra núna. Eins og Zebra hestur.
Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 20:32
Hvernig lítur lyklaborðið þitt út núna ... engar svartar slettur á því?
Og þó það kannski eigi ekkert við hér, þá hef ég mikinn áhuga á bodypaint....
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:45
Jóna mín núna er bara að fara út og mála dágóða stund með hvítu og þá verður þú orðin eins og dalmatíutík
Helga mín er álika í málningarvinnunni... áður en eitt pensilfar er komið á vegg er hún orðin klístruð uppúr og niðrúr og meiri málning komin á pensilskaptið en í burstann sjálfan. - Þannig að hún er nú orðin stikkfrí í þessum efnum
Þorsteinn Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 20:51
Hmmm máling, jú mér finnst gaman að mála eins og þér Jóna, enda á ég orðið alveg spess málingarföt sem hylja mig vel eins og síðermapeysur.. verst þegar málingin lekur inn um ermaopið og upp undir axlir
ekki að það komi fyrir mig
.. vinkona mín sagði mér af því :)
Helga Auðunsdóttir, 28.6.2007 kl. 21:33
Doddi. Lyklaborðið er svart frá náttúrunnar hendi. Ég er það aftur á móti ekki svo bodypaint is happening.
Þorsteinn. Þú varðst að nota þetta orð er það ekki?! Tík!! Ég er sko ekkert stikkfrí. Hér fyrir utan getur að líta meistaraverk; hurðir, gluggakarma og grindverk. Þú getur sjálfur verið tík.
Helga. Lítill fugl hvíslaði því að mér að þú fengir ekki að mála lengur
Jóna Á. Gísladóttir, 28.6.2007 kl. 21:44
Hvernig heldur þú að þú lítir út eftir að verkinu verður lokið, það er að segja ef því líkur í sumar?
Hafðu það ætíð gott Litli SVARTI Sambó.
Eiríkur Harðarson, 28.6.2007 kl. 22:00
hahaha, mín sunnudagaföt eru einmitt þau föt sem þið notið í garðvinnuföt...
Nema auðvitað eitthvað sérstakt standi til
Guðríður Pétursdóttir, 29.6.2007 kl. 01:21
@ Jóna... Sorrý... ég kunni bara ekki við að segja dalmatíuhundur
Þorsteinn Gunnarsson, 29.6.2007 kl. 01:22
Eiríkur. Sennilega eins og litla svarta Samba
Elísabet. Þú ert ekki sem verst sjálf addna
Ægir. Það er reyndar bara assgoti gaman að mála. Ég er ekki svona skipulögð í fatamálunum eins og þú.
Guðríður. Ég þarf þá að skila fötunum fyrir helgina svo þú hafir eitthvað til að fara í á sunnudaginn
Þorsteinn. Er hundur í þér?
Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2007 kl. 01:25
hahaha,já takk ekki veitir af


ekki gleyma grænu húfunni og gráu sokkunum, alveg ómissandi á sunnudögum
Guðríður Pétursdóttir, 29.6.2007 kl. 01:27
Guðríður. Má ég hafa hvítu lakkskóna aðeins lengur. Plís
Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2007 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.