Mánudagur, 25. júní 2007
Bakþankar Gerðar Kristnýjar - mínir eigin þankar um frekjuna í ISG
Gerður Kristný er með bakþankana í Fréttablaðinu í dag. Þetta er skemmtilegur pistill hjá henni sem vekur mann til umhugsunar. Konur eru konum verstar.... og allt það.
Við könnumst öll við að karlmenn eru ákveðnir en konur frekar. Konur eru lauslátar en karlmenn ''skora'' o.sfrv.
Gerður Kristný kemur inn á þetta í pistlinum:
Þegar ég vann á vikublaði spurði ég eitt sinn kollega minn hvort honum þætti eðlilegt að þegar hann skrifaði um karla í nýjum samböndum segði hann að þeir væru ,,komnir með nýja upp á arminn'' en þegar konur byrjuðu með nýjum manni fylgdi alltaf sögunni að þær væru ''lausgyrtar''. Nei, ekki fannst honum þetta normalt svona þegar honum var bent á þetta og ég tók aldrei aftur eftir lausgyrtum konum í skrifum hans. Nú hef ég orðið vör við annars konar kvenfyrirlitningu í fjölmiðlum en það er þegar sagt er að konur séru ''frægar fyrir ekki neitt''. Aldrei sé ég svona skrifað um karla. Í Spegli Tímans var fyrsti ástmaður Karólinu af Mónakó aldrei kallaður ónytjungur. Nei, hann var glaumgosi.
Hún talar svo um öll skrifin um Paris Hilton og Önnu Nicole og vill meina að þessi frasi ''frægar fyrir ekki neitt'' eigi ekki við um þær þar sem þær hafa fengist við kvikmyndaleik og fyrirsætustörf og gerðir raunveruleikaþættir um þær. Auðvitað má deila um hvað sé ''ekki neitt'' en ljóst er að fólk hefur nú orðið frægt af minna en þetta.
Svo segir Gerður Kristný:
ÞVÍ brá mér í brún þegar ég sá fjallað á eftirfarandi hátt um Önnu Nicole í því annars ágæta tímariti 19. júní: ''Kona þessi hafði ekkert unnið sér til frægðar annað en að vera kynlífshjálpartæki fyrir karlmenn og gert út á það allt sitt líf.'' Þessi fyrirlitning í garð konunnar á hvergi við og síst í ársriti Kvenréttingafélags Íslands. Og hvað er líka átt við með ''allt sitt lif''? Er verið að ýja að því að Anna Nicole hafi verið að glenna sig framan í karlana sem gægðust ofan í vögguna hennar?
Svo kemur snilldin og hana á Ingibjörg Sólrún:
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu á fundi Kvenréttindafélgsins 19. júní og sagði þá nokkuð sem hér á vel við: ''Allt of margar konur gangast inn á orðræðu karla, þeirra skilgreiningu á því sem skiptir máli, bíða eftir þeim molum sem hrjóta af borði þeirra ef þær eru bara nógu hlýðnar.''
Er þetta ekki akkúrat málið með fjöldann allan af kvenfólki í pólitík. Óafvitandi beygja þær sig undir karlpeninginn í sama starfi og þyrstir í viðurkenningu frá þeim. Er það ekki ástæðan fyrir því að ISG hefur sætt svo mikilli gagnrýni að ákveðni hennar, einurð og sjálfstæði skín svo skýrt í gegn að karlpeningnum þykir nóg um. Hún er frekja ekki satt.... á þeirra mælikvarða.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1640371
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Það er nú helsti þröskuldurinn í allri kvennabaráttu að hin karllæga hugsun hefur yfirburði. Verstar finnst mér konurnar sem afneita jafnréttinu með því að segja t.d. "ég vil jafnrétti en ég er á móti feminisma". "Konur komast áfram á eigin verðleikum það þarf ekki kynjakvóta til (og dæma allar konur sem þurfa að sæta misrétti vegna kyns sem getulausa einstaklinga) og svo gæti ég lengi áfram haldið. Flottur pistill hjá þér eins og venjulega. Mér finnst Gerður Kristný afskaplega skemmtilegur penni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2007 kl. 13:11
Við erum lausgyrtar, þeir eru með nýja í takinu. Við verðum gamlar þegar við gránum fyrr hærum, þeir verða sjarmerandi. Við erum frekjur, þeir eru ákveðnir. Við bökkum á staur og erum glataðir bílstjórar, þeir eru vissir um að það var kona sem setti staurinn á kolrangan stað sem olli því að þeir sáu hann ekki og bökkuðu á hann ... og svona mætti lengi telja. Vil þó taka það fram að ég á ekki svona mann ... minn er mjúkur ... tíhí.
Hugarfluga, 25.6.2007 kl. 13:27
Takk fyrir frábæran pistil! Sammála öllu og mikilvægast finnst mér það sem fram kemur hjá ISG - þetta er akkúrat það sem brynast er að breyta en um leið erfiðast.
Gleymdi að lesa þessa bakþanka - tilefni til að leita að blaðinu og lesa allan pistilinn hannar Gerðar Kristnýjar.
Takk
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:55
Jæja þið eruð svona hressar stelpur
Ómar Ingi, 25.6.2007 kl. 21:14
Eldhressar alveg
Jóna Á. Gísladóttir, 25.6.2007 kl. 21:24
ISG kemur þarna að kjarna málsins eins og hún gerir oft svo snilldarlega.
Ég starfa sjálf í mjög karlægu starfsumhverfi, er eina konan í tíu manna stjórnunarteymi.
Ég er þar sem ég er auðvitað af því ég er FREK og ekki af neinum öðrum ástæðum.
Hef starfað við mína eigin "frekju" á fleiri vinnustöðum en þar sem ég er núna og áður var það alls ekki karllægt starfsumhverfi sem ég er að vitna til - sko þarna á gamla staðnum...
Það verð ég að segja að þessi frekjustimpill, ég fæ hann ekki frá körlunum - ég fæ hann frá kvenfólki
Marta B Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.