Leita í fréttum mbl.is

Fékk löngun til að eyða peningum

Afhverju sef ég ekki alltaf átta tíma. Það er mannbætandi að fá nægan svefn.

Á föstudaginn sótti Fríða, vinkona og stuðningsmamma með meiru, Þann Einhverfa í Vesturhlíð og tætti með hann og syni sína upp í bústað.

Bretinn og ég tættum í staðinn á Lauga-ás, þann klassíska veitingastað, með Gelgjuna og Vinkonuna. Ég át yfir mig svo um munaði og flissaði og hló að Gelgjunni og var því ekki til fyrirmyndar. Á heimleiðinni stoppuðum við í Skalla og náðum okkur í DVD mynd, The Queen. Assgoti góð mynd sem fékk mig til að fá samúð með Englandsdrottningu frú Stífelsi.

Að því búnu rotaðist ég í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Rumskaði við að Bretinn sagði; Ertu sofnuð. Já, svaraði ég. Og ekki bara það heldur er ég slefandi líka. Og ég þurrkaði slefið framan úr mér og rotaðist aftur. Að mínu mati er slef í svefni merki um hið fullkomna afslappelsi.

Ég vaknaði 08:45 í morgun (laugardag). Ennþá í sófanum. Fór á fætur. Fékk mér ljúffengt kaffi og ristað brauð, las blöðin og japlaði á nikótíntyggjóinu í sæluvímu.

Þegar ég sá fram á einveru fram eftir degi bauð ég Vidda í göngutúr og við bonduðum þvílíkt í eins og hálf tíma göngu.

flower

Um þrjúleytið í dag lýsti ég yfir áhuga á að fara út og eyða peningum. Bretinn tók nú bara vel í þessa hugmynd og þegar þetta er ritað er ég 2 bleikum og æðislegum hengiblómum ríkari og ekki nóg með það heldur standa hérna út á palli garðhúsgögn sem ég lét mig aðeins dreyma um að eignast á útsölunum í haust. Bretinn, aðhald mitt og samviska í fjármálum, fékk held ég bara aðsvif í dag og heimtaði borð og stóla á pallinn.furniture

  Í augnablikinu eru húsgögnin að rigna niður en ég held þau hafi bara gott að horfast í augu við veruleikann strax í fæðingu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 já, örugglega hárrétt ályktun með garðhúsgögnin og veruleikann! Ég fékk löngun til að eyða peningum í borginni og sú löngun varði í 2 daga, afraksturinn: - nei annars - þori ekki að segja - veit ekki alveg hver þarf að horfast í augu við hvaða veruleika

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 02:17

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Oh Anna. do tell do tell

Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 02:27

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Það er merki um almennilegt afsleppi þegar maður slefar í svefni..... kannast svo við það.

Til hamingju með eyðsluna og afrakstur þess :)

Eva Þorsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 02:30

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Kannast við svona eyðslulanganir þegar garðhúsgögn, hengirúm, rólur og annað svona þykjustu útisumardót og græjur eru annarsvegar. Samt sakna ég  í raun minimalismans sem maður bjó við í upphafi búskapar eða kannki saknar maður bara nægjuseminnar... sem er löngu uppurin

Til hamingju með nýju húsgögnin og æðruleysi Bretans!

ps. Fyrrum tengdadóttir mín talaði einhverntíman um það sem hámark afslöppunar í svefni að vakna útúr slefaður með "sof-rendur". Finnst það enn jafn magnað orð!

Þorsteinn Gunnarsson, 17.6.2007 kl. 03:00

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ekki alvöru eyðsla mín kæra, bara æfing.  Take it from the one who knows

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 04:11

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En æðislegt að fara út að borða með fjölskyldunni og eiga notalega kvöldstund saman, og ekki er það verra að sofna í sófanum með slef og alles fram á morgun

Kristín Katla Árnadóttir, 17.6.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband