Miðvikudagur, 13. júní 2007
Skilyrði á skilorði
Ég hlustaði á Reykjavík síðdegis í þessar 15 mínútur sem tók mig að keyra heim úr vinnunni í dag. Heyrði viðtal við Frey Ófeigsson dómstjóra. Þó að blóðið virtist ekki renna í karlinum svona til að byrja með þá komst hann á flug eftir smá tíma.
Þið verðið að afsaka hversu ófagmannlega og kannski ómálefnalega ég kemst að orði hér en ég ætla að reyna að koma þessu frá mér;
Verið var að ræða hvort ekki stæði til að koma á hérna community service (man ekki íslenska hugtakið yfir þetta) í íslenskum dómum. Það er að fólk væri dæmt til að vinna fyrir samfélagið í stað þess að loka alla inni. Mér skildist að dómarar hafa ekki rétt til að dæma fólk til slíkrar vinnu en verið væri að skoða það.
Svo talaði hann um að hann myndi kjósa að geta sett miklu fleiri skilyrði inn í skilorðsbunda dóma. Dæmi: karlmaður lendir aftur og aftur fyrir dómsstólum vegna þess að hann getur ekki fengið sér í tánna öðruvísi en að berja mann og annan. Hann er dæmdur og fær skilorðsbundinn dóm og þá er sett inn sem skilyrði að hann setji tappann í flöskuna. Að öðrum kosti bryti hann skilorð og yrði þá stungið inn.
Freyr sagði slíkt stundum notað en vandamálið vera að ekki væru úrræði hér til að fylgja slíkum málum eftir og því skiluðu þessi skilyrði ekki þeim árangri sem annars væri hægt að ná.
Hann talaði líka um að hann vildi sjá miklu fleiri fá faglega hjálp, þ.e. frá sálfræðingum, geðlæknum o.sfrv.
Og þetta er einmitt málið. Ef aðeins væri lagt meira fjármagn í þennan málaflokk þá myndi það skila sér margfalt til baka út í þjóðfélagið á allan hátt.
Ég var að ræða við vinnufélaga minn um ungan mann sem ''lenti í því'' að myrða fjölskylduföður fyrir nokkrum árum síðan. Þetta var eins sorglegt og slíkir atburðir verða, algjörlega tilhæfulaus árás. Ungi maðurinn kexruglaður af dópneyslu eins og er nú yfirleitt tilfellið í þessum málum á Íslandi.
Þessi vinnufélagi minn þekkir til fjölskyldu unga mannsins og fylgist með honum og fær fréttir af honum. Hann situr að sjálfsögðu inni, skólabókardæmi um mann sem þarf að ná botninum til að átta sig. Hann er að taka stúdentspróf núna, hefur beitt sér fyrir góðum málefnum innan múranna og hefur svo sannarlega snúið frá villu síns vegar.
Þetta eru auðvitað afskaplega erfið og viðkvæm mál. Fjölskyldur fórnarlamba í morðmálum vilja sennilega ekkert frekar en að þeir seku sitji inni alla ævi og ég get ímyndað mér að það sé auðvelt að hata við þessar kringumstæður.
Svo er það hin hliðin. Fjölskylda sakamannsins sem þakkar fyrir að ástvinur þeirra fái annað tækifæri til að fóta sig í lífinu og finnst hann eiga það skilið eftir að hafa afplánað sinn dóm og svo sannarlega sýnt að hann hafi séð ljósið.
Ekki misskilja mig, ég er alls ekki að segja að morðingjar eigi að afplána sína dóma í community service. Ég er bara að flakka um víðan völl hér og velta þessum málum fyrir mér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Athugasemdir
Frábær pistill.
Þetta eru viðkvæm umfjöllunarefni og það eru margar hliðar á þessum málum. Öll gerum við mistök og allir eiga skilið annað tækifæri. Samfélagsþjónusta er ein leið af mörgum sem getur virkað fyrir suma. Engin leið til uppbyggingar er sú eina rétta held ég, glæpamenn eru örugglega jafn ólíkir eins og þeir eru margir, rétt eins og við hin....
Marta B Helgadóttir, 14.6.2007 kl. 00:26
Mér finnst samfélagsleg vinna vel koma til greina í þeim brotum sem snúa ekki að ofbeldis- og manndrápsmálum. Einnig er vitað að margir afbrotamenn eru í að fjármagna neyslu. Það er því ekki vitlaust ef hægt væri að skilyrða skilorð með því að viðkomandi væri edrú. Það hlýtur að vera hægt að kippa þessu í liðinn, það kostar ekki lítið að vera alltaf að setja sömu mennina í fangelsi fyrir sömu brot þegar engin afvötnun eða neitt slíkt kemur til.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 00:30
Æ þú ert svo skemmtileg. Var að lesa öll blogg hér fyrir neðan og meina þetta beint frá hjarta og hársrótum.
Brynja Hjaltadóttir, 14.6.2007 kl. 00:49
Takk fyrir góðan pistil Jóna. Mér persónulega finnst sorglegt að heyra um þessi dæmi þar sem ungt fólk sem leiðst hefur út í afbrot til að fjármagna fíkniefnaneyslu er sett með hardcore, siðblindum nauðgurum og morðingjum. Oft er þetta fólk ekki að upplagi neinn glæpalýður og myndi með réttri meðferð eiga góðan séns á því að ná sér út úr vitleysunni og lifa eðlilegu lífi. Þetta fólk finnst mér að ætti að setja í lokaða meðferð og síðan á áfangaheimili með samfélagsþjónustu. Að skella því innan um ofbeldismennina, nauðgarana og morðingjana gerir bara vont verra fyrir þetta fólk.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 01:06
Ég skil hvað þú meinar Jóna mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.6.2007 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.