Leita í fréttum mbl.is

Síðasti punkturinn í smásögunni sleginn

Var að reka endahnútinn á smásöguna. Margt gerðist á þeirri leið og m.a. er titillinn breyttur og jafnvel ekki endanlegur. Eins og er heitir hún Á ferðalagi hvernig sem viðrar en hét áður Vatnið sem hvarf.

Þorvaldur sæti hefur lýst því hvernig sögur skrifa sig sjálfar. Maður sé að skrifa og búin að plana eitthvað og svo barasta taki sagan allt aðra stefnu en maður áætlaði og maður ráði ekki neitt við neitt.
Ég hugsaði; yeah right. Maðurinn er náttúruskáld og svona gerist ekki hjá mér.

En vitið bara hvað! Það er nákvæmlega það sem gerist. Og ég ætla að nefna dæmi.
Þessi saga fjallar um dreng sem er mjög nákominn ömmu sinni sem deyr. Amman trúði á guð en drengurinn er ekki sannfærður. Hann verður reiður út í þennan Guð þegar amma hans deyr og leggur próf fyrir Guð sem á að sanna tilvist sína.

Ég var náttúrlega ekki búin með söguna í tímanum í gær en las upp það sem komið var. Sagði liðinu að ég hefði ekki hugmynd um hvaða vatn þetta væri sem ætti að hverfa. En ég væri ákveðin í því að sagan ætti ekki að vera svona eitthvað sentimental og ég þyrfti að ljúka þessari jarðarför af sem fljótast svo ég gæti snúið mér að prófinu á guð og allt það.

En viti menn! Sagan endar á því að vera UM jarðarförina.

Svona gerast kaupin á eyrinni.

VÁ HVAÐ ÉG GET SETT ÞESSA FÆRSLU Í MARGA FLOKKA. TIL OG MEÐ KVIKMYNDIR (þetta gæti orðið að kvikmynd), STJÓRNMÁL (málefni aldraðra koma þarna inn í), TRÚARBRÖGÐ (skýrir sig sjálft), MENNING OG LISTIR (skýrir sig sjálft hmmm)..... Finn samt enga tengingu við formúluna (líkfylgd fellur sennileg ekki þar inní) eða enska boltann (enginn Breti hér).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gaman að þú finnur þig í þessu. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað sem maður hefur gaman af. Gangi þér áfram vel

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 08:23

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segja það sama Jóna mín það er gott að þú finnur þig í þessu.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.5.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna með þína flottu íslensku og orðaforða er ég viss um að þú ert efni í flottan rithöfund.  Haltu áfram, líka eftir að þú ert hætt á námskeiðinu.  Vertu á undan Þorvaldi sæta að gefa út bók. Smjúts!

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 10:11

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já, finn mig í þessu. Vonandi er það ekki bara tímabundið. Ég vil þéna á þessum fjanda. Vantar peninga. vinnuveitandi Gurrí vill ekki sjá mig

Jenný þú færð mig til að roðna barasta. Flott íslenska og orðaforði. Ha bara sona. Takk knúsí knús.

Nú fríka ég alveg út á brosköllunum þegar ég kemst í Pésé tölvuna í vinnunni.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.5.2007 kl. 11:39

5 identicon

Glæsilegt!

Ég kannast við þetta upp að vissu marki, í sköpun breytist hugmyndin oft svo svakalega í ferlinu að maður verður stundum bara hissa sjálfur.  Þetta er það sem ég elska við hugmyndavinnu/sköpun. 

Ragga (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 12:07

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

já það er einmitt þannig, ég skrifaði heilmikið þegar ég var yngri bara skáldaði eitthvað og það varð stundum þannig að persónurnar vildu bara beinlínis ekki gera það sem maður ætlaði þeim að gera...

asnalegt en satt...

eins er það með þegar ég byrja kannksi að teikna eitthvað sérstakt td ljón þá endar það kannski sem rostungur eða eitthvað annað álíka fáránlegt

Guðríður Pétursdóttir, 30.5.2007 kl. 13:06

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég held að margir hafi þetta í eðli sínu þ.ám. þú auðsýnilega............ svo kveikir bloggið líka upp í þessum neista ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 30.5.2007 kl. 15:41

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eva nákvæmlega! það var bloggið sem loksins fékk mig til að setjast niður og byrja að skrifa. Búin að vera að bögglast með þetta í hausnum alla mína hunds- og kattartíð.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.5.2007 kl. 15:43

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Guðmundur ég þakka fyrir falleg orð

Jóna Á. Gísladóttir, 30.5.2007 kl. 23:41

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér fannst ævintýrið þitt á blogginu hennar Katrínar frábært. Ég held að þú sért fædd skáld.

Svava frá Strandbergi , 31.5.2007 kl. 00:01

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi það er stundum eitthvað svo óþægilegt að hrósa fólki sem maður þekkir ekki í raun...hljómar stundum eitthvað svo óekta. 

En það eru þrír bloggarar hérna sem ég les reglulega, þeir skrifa stundum færslu sem fá mig til að hugsa um hvað ég væri til í að lesa langa frásögn af því að stíllinn þeirra er með þennan óútskýrða "rythma" sem góðar bækur eiga sameiginlegan. Þú ert einn af þessum bloggurum

Heiða B. Heiðars, 31.5.2007 kl. 00:37

12 identicon

Ohhh hvað ég öfunda þig að vera á þessu námskeiði, og það hjá honum Þorvaldi. Hann er GULL!!! Ég vann með honum um tíma á auglýsingastofunni sem nú heitir Hvíta húsið. Bið að heilsa honum. Hvenær kemur svo bókin út??

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 01:01

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Stóð ég úti í tunglsljósi..sorry er bara að hlusta á óskastundina á rás 1..og bjöggi söng þetta beint í gegnum puttana á mer inn á bloggið þitt.

En vá hvað þetta er satt..etta með að söguþr´ðurinn tekur mann bara með og maður er furðulsotinn þegar maður lse svo það sem "maður" á að hafa skrifað. Ég er stundum dolfallin yfir skrifunum sem spretta upp á þessum ókennilega stað. Who am I..What Am I??? Where does this stuff come from??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 01:43

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vitiði það... ég er að fá mikilmennsku brjálæði hérna. Hættið þessu..... í bili. múúúúhhaaaaaaaaa

Jóna Á. Gísladóttir, 31.5.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband