Leita í fréttum mbl.is

Vantar smá hjálp - engin verðlaun í boði önnur en ánægjan

Svona áður en ég klikka á ''aftengjast'' fyrir svefninn þá dettur mér í hug að þið kæru bloggvinir, sem og aðrir bloggarar gætuð aðeins aðstoðað mig.

Annað kvöld, þ.e. mánudagskvöld, þarf ég að ljúka við smásögu og skila til Þorvaldar sæta.
Smásagan heitir Vatnið sem hvarf.

Mig vantar hugmyndir um það hvernig vatn getur horfið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort um stöðuvatn er að ræða, vatn í vaski eða krana, vatn í hundadalli, vatn í baði, poll...
Allt er opið.
Ástæðan getur verið yfirnáttúruleg, náttúruleg, af manna völdum, dýra völdum....
Hvað sem er.

Hugmyndirnar verða að vera stuttar og laggóðar því ég þarf svo að stela þeim frá ykkur.
Dæmi: pollur sem gufar upp í sól.
Eitthvað svona einfalt.

Og koma svo.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vatnið var numið á brott að nóttu til og sett niður í annan landsfjórðung. Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 02:38

2 identicon

Það gufaði upp, þetta var nefnilega svo kallað aqua vite, vatn lífsins, öðru nafni Ákavíti og það gleymdist að setja tappann á flöskuna

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 03:14

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Eina vatnið sem hverfur eru hillingar.

"Þyrstur og aðframkominn maður í eyðimörk sér vatn og vatnið er eins raunverulegt og sólbruninn, þorstinn, þurrkurinn og skíturinn í kverkunum. Hann heldur áfram, en vill ekki trúa því, að vatnið sé ekki vatn, heldur aðeins ímyndum og sjónhverfingar. Hann heldur í vatnið og vonina. Vatnið er líf sem heldur honum gangandi, því án hillinga og drauma missum við móðinn, án vatnsins og árbakkans sem er framundan hverfur vonin....", eða eitthvað í þessa átt.

Benedikt Halldórsson, 28.5.2007 kl. 03:24

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

skrýmslið Landsvirkjun mætir á staðinn og svolgrar upp til dæmis Þingvallavatn eða Gvendarbrunna

María Kristjánsdóttir, 28.5.2007 kl. 07:56

5 identicon

Tappinn var tekinn úr botninum og það rann að miðju jarðar.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 09:04

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

úpps er hugmundar snauð núna.. Sorry.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.5.2007 kl. 11:00

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

vá! þið eruð alveg frábær. Þetta kveikir svo sannarlega hugmyndir. Takk fyrir þetta kærlega. Nú er að einbeita sér að sögunni.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.5.2007 kl. 11:26

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

vatnið var einfaldlega drukkið....

Heiða Þórðar, 28.5.2007 kl. 11:45

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jóna mín..ég ætla nú bara að þakka þér fyrir hjálpina...þú kíktir við hjá mér og skrifaðir þessa íka frábæru sögu...ég yrði nú ekkert hissa ef þú verður sú sem hreppir verðlaunin að þessu sinni. En málið er annað sem ég er að þakka þér fyrir....í gegnum þig fann ég Þorvald og það sem hann er að kenna og ÞAÐ VAR SKO ÞAÐ SEM MIG VANTAR BRÁÐNAUÐSYNLEGA. Mig vantar að læra að skrifa bækurnar mínar!!! Leyfa þeim að komast í þessa veröd með alt sem þær langar að segja og deia með öðrum...

Takk takk...það var sko engin tilviljun að þú varðst á vegi mínum kona góð!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 15:04

10 identicon

Fær maður að sjá söguna þegar hún er klár??

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 17:57

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Anna það er bara aldrei að vita nema ég skelli henni hér inn seinna.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.5.2007 kl. 22:07

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það komu skrælnaðar verur langt utan úr geimnum frá uppþornaðri rauðgulri plánetu og sugu upp allt vatnið í geysistóran aftanítvatnssugutankvagn á græna geimskipinu sínu.

Svava frá Strandbergi , 30.5.2007 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband