Sunnudagur, 25. mars 2018
Helgarfjör
Í gærmorgun horfði ég á blánandi andlit sonar míns þar sem hann lá á gólfinu. Líkaminn kipptist til í flogaköstunum og froðan lak út um hægra munnvikið. Alveg eins og í bíómyndunum. Á enninu var ófögur blóðug kúla til marks um að lendingin hafði verið langt frá því mjúkleg. Á gólfinu við hlið hans lágu gleraugun sem höfðu bognað, en ekki brotnað, við höggið. Pabbi hans sem hafði verið sekúndubrotinu á undan mér fram úr rúminu og niður stigann sat við hlið hans og gerði það sem hann gat til að vernda líkama stráksins okkar fyrir frekara hnjaski og halda honum í hliðarstellingu svo öndunarvegurinn lokaðist ekki. Meira er ekki hægt að gera. Aðeins bíða með hamrandi hjarta eftir því að sekúndurnar silist áfram. Vona að flogakastið standi yfir sem styst og alls ekki lengur en tvær mínútur. Vona hann nái andanum aftur áður en það er orðið of seint. Vona að hann fari ekki úr axlarlið í þetta skiptið. Hringja með skjálfandi fingrum á sjúkrabíl til öryggis. Ef þetta skiptið skyldi ekki fá hamingjusaman endi. Hendast upp stigann aftur og ná í slopp fyrir manninn minn sem alltaf sefur eins og guð skapaði hann og sat því allsnakinn á gólfinu á neðri hæðinni.
Í þann veginn sem kastið gengur yfir, andardrátturinn að verða nokkuð eðlilegur og blái liturinn að hverfa úr andlitinu ganga inn tveir fallegir karlmenn merktir slökkviliðinu. Allir karlmenn sem ganga hér inn merktir slökkviliðinu eru fallegir í mínum huga og þeir hafa verið þó nokkrir. Hvort það sé vegna þess léttis og öryggis sem fylgir þeim skal ósagt látið. Drengurinn sýnir þó aldrei af sér mikla gestrisni í þeirra garð. Til þess þekkir hann einkennisbúninginn of vel. Nærvera þeirra þýðir að það er vesen í uppsiglingu. Heimsókn á bráðamóttökuna til að kippa öxlinni í lið. Það er bæði langt og sársaukafullt ferli sem hann hefur gengið of oft í gegnum. Hins vegar er enn sársaukafyllra að vera úr lið, svo af tvennu illu velur hann að vera samstarfsfús þegar svo ber undir og fara á bráðamóttökuna.
Í þetta skiptið gefur hann þeim illt auga undan ört stækkandi kúlunni á enninu. Með okkar hjálp bröltir hann á fætur og sest aftur við tölvuna, þaðan sem hann hafði fallið nokkrum mínutum áður. Hann ber fyrir sig báðar hendur og þar með er ljóst að öxlin er á sínum rétta stað. Það kemur gleðilega á óvart. Ekkert sem skýrir af hverju lengsta og óhugnalegasta flogið í langan tíma, með harkalegasta fallinu, sé svo til það eina sem endar með öxl til friðs.
Ég útskýri fyrir tvímenningunum að ungi maðurinn sé einhverfur og muni ekki svara spurninunum þeirra og alveg örugglega ekki vilja fara með þeim. Þeim þykir þó full ástæða til vegna fröken kúlu sem er á góðri leið með að fylla út umsókn um ríkisfang og eigin kennitölu.
En ungi maðurinn kýs að láta eins og hann sé einn í heiminum. Vart með fulla meðvitund ennþá heldur hann áfram þar sem frá var horfið; með heyrnartólin á höfðinu og Söngvaborg á tölvuskjánum hefur hann upp kraftlitla raust og raular með Siggu Beinteins, Maríu og Masa einhvern ógreinilegan texta. Hann lætur eins og hann viti hvorki af okkur, gestunum eða síamstvíburanum sem vex og dafnar á enninu á honum.
Sjúkraflutningamennirnir myndarlegu, merktir slökkviliðinu, geta ekki annað en kímt út í annað. Málin eru rædd fram og tilbaka, sjúkrasagan hans sögð, ekki í fyrsta og ekki síðasta skipti. Á endanum er ákvörðun tekin um að koma sjúklingnum ekki í frekara uppnám og leyfa honum að halda sig heima. Skýr fyrirmæli um að hringja aftur ef hegðun hans verði á einhvern hátt óvenjuleg. Gestirnir fara, eftir sitjum við og horfum hvert á annað. Foreldrarnir og systirin. Helgarfríið er hafið. Góður laugardagur, segi ég, sest niður og brynni músum.
Í sannleika sagt er hjartað á mér að springa og heilinn að vinna yfirvinnu sem ég næ ekki utanum. Hvað ef og hvað með og hvernig og hvenær . Allan daginn er ég að upplifa þessa einu og hálfu mínutu aftur og aftur í huganum. Sé fyrir mér blátt andlitið og líkamann í krampaflogum. Skelfingu lostin að þetta endurtaki sig. Næstum því hræddari um hvaða skaða fall gæti gert en flogið sjálft. Hrædd við að sofna. Hrædd við að vakna.
Einhverfi flogaveikissjúklingurinn virtist nokkuð áhyggjulaus. Hans lausn á þessu öllu var að skella plástri á ennið á sér. Plásturinn er 1/10 af stærð kúlunnar og situr akkúrat á toppnum á henni. Límið í sárinu.
Ég fór að hugsa um þá andlegu ánauð sem maður gengur sjálfviljugur inn í þegar maður verður foreldri. Að elska einhvern á þann hátt sem maður elskar börnin sín getur verið svo andskoti sársaukafullt. Ekkert gerir mann jafn vanmáttugan og að standa frammi fyrir því að geta ekki hjálpað barninu sínu. Ég hugsa til allra foreldra sem upplifa andlegan sársauka, einmitt vegna ástar á börnum sínum. Hvort sem þau eru börn að aldri eða fullorðin. Fötluð, eiga við geðræn vandamál að stríða, langveik, glíma við félagslega einangrun eða eru týnd í heimi neyslu, afbrota og ofbeldis.
Ég geri mér grein fyrir hversu lánsöm við erum. Hvert flogakast er áfall en ekki partur af daglegri rútínu. Hversu þakklátur getur maður ekki verið fyrir það? Eins og gleraugun í gærmorgun, þá bogna ég örlítið en brotna ekki. Ég er ákveðin í því.
Það er sunnudagsmorgunn. Kyrrlátur og án dramatískra uppákoma enn sem komið er (7-9-13). Í herberginu sínu situr sonur minn Quasimodo og horfir sáttur á Mjallhvíti og dvergana sjö.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1640567
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.