Leita í fréttum mbl.is

Sjálfsvorkunn og Veruleikafirring

turkeyÉg er á fitubömmer. Ég veit að það er ekki í tísku að vera á fitubömmer en mér hefur aldrei gengið vel að tolla í tískunni. Ég reyni samt. Nú er í tísku að vera sáttur í eigin skinni og þakklátur fyrir það sem maður hefur. Og er það af hinu góða. Ég er ansi gæfusöm manneskja og margt sem mér ber að vera þakklát fyrir. Og ég er það. Ég man samt ekki alltaf hversu gott ég hef það og hversu heppin ég er.

Stundum ráfa ég inn í bæinn Sjálfsvorkunn sem er staðsettur einhvers staðar í heilanum á mér og villist þar. En ég kem mér líka reglulega fyrir í Veruleikafirringu sem er alveg ágætis staður að vera á og er sunnar og sólríkari en Sjálfsvorkunn. Þá tel ég mér trú um að enginn sjái að ég sé vel yfir kjörþyngd og það sé þúsund sinnum meira virði að liffffa og njódda lífsins lystisemda í mat og drykk heldur en að halda sér í formi. Mér þykir nefnilega fátt skemmtilegra en að borða góðan mat og drekka vín í góðra vina hópi. Þegar ég er stödd í Veruleikafirringu þá trúi ég því líka að andlitið sem ég horfi á gleraugnalaus  í speglinum sé eins og það sem allir með 100% sjón sjái.

Sannleikurinn er sá að á sama tíma og ég er óendanlega þakklát fyrir að fá að eldast og það við fulla heilsu, þá þykir mér það drulluerfitt. Mér þykir erfitt að horfa á allt ytra útlit mitt ferðast suður á bóginn. Ég á bágt með að sætta mig við kalkúnahálsinn og Sankti Bernhards kinnarnar. Hégómagirni mín ríður ekki við einteyming og ég er ekki stolt af því. Hins vegar veit ég að mörgum líður eins, bæði konum og körlum. En karlar viðra nú almennt ekki svoleiðis hugsanir og konur eiga ekki að tala á þennan hátt. Þær eiga að vera þakklátar.

Ég er lífsreynd kona og veit fullvel að enginn getur gert neitt í mínum hversdagslegu og ómerkilegu vandamálum nema ég sjálf (og kannski lýtalæknirinn). En ég virðist ekki einu sinni hafa staðfestu og sjálfsaga til að auka vatnsdrykkju. Gutlandi hljóð berst úr símanum mínum á hálftíma fresti eftir að ég hlóð niður appi, til að minna mig á að skella í mig eins og einu vatnsglasi. Hljóðið virðist hins vegar frekar kveikja ljós í þvagblöðrunni en á þorstastöðvum. 

Ég mun því sennilega bara halda áfram á sömu braut og ég hef verið á frá því að ég man eftir mér; ég prófa nýtt, og auðvitað ávallt betra, mataræði á sirka 3ja mánaða fresti í þeirri trú að nú-er-hið-eina-rétta-fundið sem mun gera mig mjóa, húðina eins og á ungabarni og að sjálfsögðu færa mér hina einu sönnu hamingu. Því eins og allir vita er hún ávallt rétt handan við hornið, bara þegar ég er búin að....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband