Leita í fréttum mbl.is

Neyðarfundur

Ég er búin að vera óvenju upptekin á kvöldin undanfarið. Námskeiðið hjá Þorvaldi vini okkar og svo var efnt til neyðarfundar í kvöld.
Foreldrar barna í 2. og 3. bekk í Öskjuhlíðarskóla hittust í kvöld og lögð voru drög að áætlun um að knýja fram mannsæmandi menntun fyrir börnin okkar. Við höfum áhyggjur af því sem virðist vera minnkandi fjárveiting til skólans því starfsfólk skólans er að hætta í stórum stíl. Álagið er orðið svo mikið á hvern og einn vegna þessa og starfsfólkið gefst upp, Það lítur út fyrir dökk haust á þessum vettvangi. Við munum feta okkur upp valdastigann þar til árangri er náð. Við erum ákveðin í því að linna ekki látum fyrr en réttlætið nær fram að ganga. Það er ljóst eftir fund kvöldsins að það er vilji til að byggja upp sterka samstöðu meðal foreldra. Það eru systkinahópurinn Ótti, Reiði, Vanmáttur og Vilji sem rekur fólk áfram. Við ætlum ekki að láta bjóða börnunum okkar upp á þetta.
Hvert og eitt foreldri á þessum fundi hefur þurft að heyja hverja baráttuna á fætur annarri fyrir barnið sitt allt þess líf á einn eða annan hátt. Það er nóg komið. Hvernig í ósköpunum stendur á því að við þurfum að berjast fyrir því að börnin fái þá menntun sem önnur börn á þeirra aldri fá. Skólinn er að breytast í geymslustað og hverjum er um að kenna. Hvað er að gerast? Takmarkið er að komast að örsökinni og uppræta hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já fjandinn sjálfur að börnum skuli mismunað svona í skólakerfinu.  Áfram þið öll!

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Þetta er rétt hjá þér Jóna mín þétta er hrikalegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.5.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæl Jóna.
Ég er fyruum nemandi í þessum s´kóla og þá var útlitið ekki svona.
Haldið áfram að láta heyrast í ykkur og er sammála Jenný um að svona mismunun á börnum eigi ekki að sjást.
É styð ykkur í baráttunni.

Magnús Paul Korntop, 25.5.2007 kl. 18:31

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þið þurfið að hafa aðhald á ráðherra.  Hvernig gekk með söguna?

Tómas Þóroddsson, 25.5.2007 kl. 20:04

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já..hvernig fór með söguna?' Fékkstu eina lánaða eins og einhver bauð þér

Ef maður fylgist með peningaaustri þessa fólks sem á að stýra skútunni okkar, þá er allt á eins bókina lært. Það er skammtað skít úr hnefa í mennta-og heilbrigðismál sem og aldraðra. Það verður að vera afgangur til að liðið geti lifað flott, farið í utanlandsferðir, haldið uppi milljarða sendiráðum frá London til Lilongwe, ekki má vera með neinn nánasarhátt á þeim bæjum. Þetta hefur alltaf verið svona Jóna mín og verður svoleiðis enn og aftur.  Ég er hætt að hafa trú eða von á íslensku stjórnkerfi að eilífu, Amen.

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.5.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Góð hugvekja! "Skólinn er að breytast í geymslustað" segir þú og því miður finnst mér að margir foreldrar líti þannig á málið. Gangi þér og ykkur nú vel í þessu. Það þýðir ekkert að missa trúna eða vonina.

Svavar Alfreð Jónsson, 25.5.2007 kl. 22:50

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þakka ykkur fyrir kommentin. Eins og Korntop bendir á þá var ástandið í skólanum ekki svona. Það þarf ekki að fara lengra aftur en til haustsins 2006. Það var hreinlega yndislegt að koma inn í skólann, allir svo glaðir og kátir og andrúmsloftið svo létt og afslappað. Andrúmsloftið er gjörbreytt. Það er mjög skrýtið hversu áþreifanlegt þetta er.

Rúna ég bara neita að trúa því að ekki sé hægt að breyta ástandinu. Enda megum við ekki hugsa svona. Enginn má hugsa svona.

Þakka ykkur líka fyrir að sýna skrifunum mínum áhuga :o). Ég náði bara rétt að byrja en það var allt í lagi því við náðum ekki að fara í að lesa yfir smásögurnar. Gerum það á mánudaginn og þá verð ég búin að skrifa einhverja listasmíð. Sannið til

Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband