Leita í fréttum mbl.is

Afmeyjunin - Hin beina aðferð og Hin nærgætnislega aðferð

Úr bókinni Kynlíf eftir Fritz Kahn frá árinu 1937:

(Fyrri greinar úr bókinni um þetta efni: grein 168 Eftir veisluna, grein 169 Forleikurinn og grein 170 Særið ekki blygðunarkennd brúðarinnar, er að finna á þessari síðu.

 

grein 171. Hin beina aðferð.

Ef brúðurinn er hraust og sterkbyggð, og ef henni er lagið að mæta óþægilegum viðfangsefnum án tafar og undandráttar, þá er bezta aðferðin þessi: Ef blygðunarsemi er ekki til hindrunar (bezt er að dimmt sé í herberginu), þá dregur hún lærin upp að bolnum og heldur þeim síðan eins aðskildum og auðið er. Í þessari stellingu eru leggöngin eins opin og hægt er og meyjarhaftið er þanið og rifnar auðveldlega. Maðurinn færir getnarðaliminn milli skapabarmanna, upp að meyjarhaftinu, prófar mótstöðuna og viðkvæmnina með léttum þrýstingi og þrýstir honum síðan af afli gegnum haftið og þar með er afmeyjuninni lokið.

 

1937

grein 172. Hin nærgætnislega aðferð.

En ef brúðurin er fíngerð og viðkvæm eða sérlega feimin að eðlisfari svo að hún getur ekki fellt sig við hina ''beinu aðferð, þá verður að viðhafa nærgætni. Þannig hljóða arabisk fyrirmæli um þá aðferð, er nota skal: ''Sýnið mildi og nærgætni og reynið ekki að brjóta á bak aftur hina ólýsanlegu mótsöðu blygðunar hennar; hafið taumhald á hinni áköfu þrá yðar, og ef náttúran hefur gert yður of sterkan og þróttmikinn, þá hlífist ekki við að fresta tilraunum yðar til næsta dags eða jafnvel til þriðja dags''. Ef brúðurin er mjög viðkvæm, ætti brúðguminn að koma henni í skilning um, að hann ætli ekki að beita hana valdi, og láta sér nægja einfaldari athlot og reyna að venja hina blygðunarfullu konu við nálægð sína og karlmannleik. Þegar því marki er náð, ætti hann að láta sér nægja milda kynertingu og bíða átekta. Með rólegum fortölum og hægum aðgerðum, vinnur hann smátt og smátt bug á mótstöðunni, bæði hinni sálrænu og líkamlegu, og það miklu auðveldlegar en með valdbeitingu. Fyrstu nóttina ætti hann ekki að ganga lengra en hann álítur leyfilegt innan takmarka slíks skæruhernaðar. Hann ætti ekki að framkvæma afmeyjun fyrr en mótstaðan er þrotin, en hún varir venjulega ekki eins lengi og fyrst kann að virðast. Andstaða konunnar er eins og ísmoli. Í frosti heldur hann sér, harður eins og steinn, en í sólskininu bráðnar hann sem smjör. Þegar hin sálræna andstaða er horfin, fer hann með varúð að hinum lokuðu leggöngum, prófar mótstöðu meyjarhaftsins og reynir síðan að þrýsta limnum í gegn. Þegar hann er kominn þetta langt, er honum óhætt að ljúka verkinu með fullri karlmennsku. En hann verður fyrst að hafa komið getnaðarlimnum inn á milli innri skapabarmanna, upp að haftinu sjálfu. hann kyssir hana og með hönd yfir augu hennar þrýstir hann höfði hennar mjúklega en ákveðið niður í koddann. Hljóð, tár og andvörp, blandið sársauka og sælu, síðan bros og allir erfiðleikar eru á enda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó mæ god. Þvílík lesning. Hvar grefurðu þessar bækur upp?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

,,..ekki að leika sér með matinn"

Guðríður Pétursdóttir, 20.5.2007 kl. 13:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíðið á meðan ég æli ok búinen "nærgætna" aðferðin er frumskólun í að ekkert sé að marka mótstöðu en neitun konu.  Ég er farin að æla meira.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Birna Dís: úr bókaskápnum hjá ömmu

Guðmundur: já, það er erfitt að vera karlmaður ekki satt. Ekki að vita hvort eigi að standa eða sitja

Guðríður: þetta er rétt hjá Guðmundi, hljóðar eins leiðbeiningar um meðferð matar eða annarra dauðra hluta.

Jenný. Ég er sammála þér nema bara að ég hlæ á milli þess sem ég æli.. og grenja. Kallar fram alls konar tilfinningar. Það sem er verst er að þetta viðhorf er enn við lýði í mismiklum mæli eftir löndum og menningu. Erum sko ekki laus við þetta á litla Íslandi sem heldur að það sé svo andskoti framúrstefnulegt og jafnréttið allsráðandi.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.5.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ekki getur verið að  þér hafið þennan fróðleik, Frú Jóna, úr bókinni "Heilsurækt og Mannamein" ?? Þetta er bara yndislegt.

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.5.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: Didda

Snilldarlesning á mánudagsmorgni.......og fróðleg

Didda, 21.5.2007 kl. 10:15

7 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Hahaha.. fólk gat verið svo miklar teprur í gamla daga að það er bara æðislegt

Björn Kr. Bragason, 22.5.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1640367

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband