Leita í fréttum mbl.is

Skokk sökkar

Gelgjan sem er í 4. bekk var þreytt í morgun. Þegar ég hafði ýtt við henni tvisvar sinnum ákvað ég að leyfa henni að sofa yfir sig. Fannst dagurinn í dag jafn góður og hver annar til að byrja að láta hana taka ábyrgð á að vakna sjálf á morgnana.

Skólinn byrjar 08:10 og kl. 08:15 vakti ég hana. Henni stóð alls ekki á sama en hún má þó eiga það að hún var auðmýktin ein. Ég bjóst við því að hún yrði örg og æst og reið út í mig (hana kippir í kynið þessa elsku). Oooh sagði hún bara. Það verður ekkert smá skammarlegt að koma svona seint.

Ég skutlaði henni í skólann um leið og ég fór í vinnuna og hleypti henni úr við íþróttahúsið. Takk mamma sagði hún og kyssti mig bless. Ég horfði svo á eftir henni hlaupa á löngu leggjunum sínum (sem hún hefur vissulega ekki frá mér) að íþróttahúsinu. Þar tók einhver á móti henni í dyrunum og krafðist greinilega skýringa. Ég sá hvernig gelgjan boraði tá vinstri fótar ofan í glufu á gangstéttinni á meðan hún útskýrði seinaganginn. Táborunin er öruggt merki hjá henni um taugaóstyrk.

Kl. þrjú í dag hringdi hún í mig og var mikið niðri fyrir: Mamma, mamma, veistu hvað ég var heppin. Krakkarnir voru látin hlaupa Rauðavatnshring í íþróttatímanum. Ég er ekkert smáááááá heppin.

girl

Móðir hennar er hinsvegar örlítið efins um að lexía dagsins hafi haft tilætluð áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er upprennandi kjarnakona sem veit hvað hún vill!  Til hamingju með hana.!

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún er dugnaðar stelpa það er ekki hægt að segja annað hún á eftir að spjara sig.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 19:25

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hehehe,ágætt að missa af þessu....

Guðríður Pétursdóttir, 15.5.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband