Leita í fréttum mbl.is

Búin að rífa utan af mér leppana

Spjarirnar af mér liggja hér út um öll gólf en ég er kannski of snemma í því. O jæja. Það gerist þá ekkert annað en að Bretinn komi heim og verði voðalega glaður. Það vantar líka morgundöggina í garð nágrannanna svo ég bíð bara róleg enn um sinn með að striplast um Selásinn.

Annars er ég að uppgötva að bloggið mitt er hentugt fyrir vini og vandamenn fjær og nær. Fékk símtal í kvöld frá minni ástkæru Berlínar-Brynju. Hún hafði lesið færsluna mína frá því fyrr í dag, sá að ég yrði ein heima með hunda og börn i kvöld og ákvað að nota tækifærið og sló á þráðinn. Við erum búnar að spjalla saman í góðan tíma en rétt í þessu slitnaði símtalið og það virðist vera að við séum símasambandslaus við Þýskaland í augnablikinu. Allavega næ ég ekki sambandi við hana aftur. Kannski fékk hún bara nóg og ákvað að slíta samtalinu. Ég held ég hafi verið að uppfræða hana meira en góðu hófi gegnir um stöðu mála í pólitík á Íslandi. Sjáum til hvort samband komist á aftur.
Ég vona allavega að öðru sambandi sé endanlega lokið, þ.e. sambandi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Svei mér þá ef Jóna Marilyn er ekki bara að gerast þrælpólitísk á gamals aldri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Aldrei of seint Jóna, aldrei of seint

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.5.2007 kl. 08:33

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott að vera með áhuga á samfélaginu Jóna mín.  Það ER pólitík.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 1640368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband