Leita í fréttum mbl.is

Road rage

Ég er ein af þeim sem er afar spök í umferðinni og sætti mig við að það taki tíma að komast á milli staða á mesta annatíma á götum Reykjavíkur.

En það er eitt sem pirrar mig alveg óstjórnlega og gæti einn daginn breytt mér í froðufellandi og ofbeldishneigðan einstakling sem ryki út úr bílnum og byrjaði að berja með báðum hnefum á rúðuna á næsta bíl.

Það er beinlínis mannskemmandi að lenda fyrir aftan bílstjóra á beygjuljósum (sem eins og alþjóð veit eru ekki græn lengi í einu) sem heldur að hann sé einn í heiminum. Ég lenti fyrir aftan einn slíkan við Mjóddina í dag. Þetta var hugulsamur fjölskyldufaðir sem var í mestu makindum að spjalla við fjölskylduna sem var greinilega í sunnudags-ís-bíltúr. Hann var annar í röðinni á ljósunum, fyrsti bíllinn spýttist yfir en fjölskyldufaðirinn í bíl nr. tvö nálgaðist atriði úr The Exorsist því höfuðið á honum sneri næstum því öfugt á hálsinum svo mikið var að að tala við krógana í aftursætinu. Ég beið bara eftir því að rúðurnar yrðu útataðar í grænni spýju og þar með yrði eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar fullkomnað.

En ekkert gerðist, hvorki lituðust bílrúðurnar né hreyfðist bíllinn. Þá ýtti ég pen á flautuna. Eitt lítið bíbb og þegar enginn hreyfði á sér rassgatið ýtti ég öllu ákveðnari á flautuna. Þá loksins tók manngarmurinn við sér en haldiði ekki að hann hafi tekið u-beygju og það á hraða snigilsins. Því fór svo að aðeins tveir bílar fóru yfir í þetta skiptið.

Ég var ekkert að flýta mér. En ég hefði getað gólað. Hélt í staðin fyrirlestur yfir Gelgjunni að þegar hún fengi bílpróf bla bla bla....... Gelgjan er 10 ára. Hún horfði bara á mig með mæðusvip og sagðist aldrei ætla að taka bílpróf. Langar sennilega ekkert að fá leiðbeiningar í æfingarakstrinum frá manneskju með road rage heilkennið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóna Á. Gísladóttir
Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1640371

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband