Laugardagur, 21. apríl 2007
Bernskubrek og afleiðingar þeirra
Þegar ég var sextán ára villingur var ég kvöld eitt í partíi og svo var ákveðið að fara niður í bæ. Nið'rá Plan eins og það var kallað í mínum ungdómi og allir yfirgáfu partíið. Fyrir utan var einhver með ólæti, það var brotið ljós á vörubíl sem lagt þarna og löggan kom og hirti okkur. Fór með okkur niður á stöð og þar hímdum við í misgóðu ástandi í dágóðan tíma. Svo var okkur sleppt og djamminu haldið áfram. Seinna um kvöldið (nóttina) hélt þessi kjarni sem ég eyddi öllum kvöldum og helgum með, heim til eins af strákunum. Ekki í partý. Bara heim.. heim til Nonna. Við vorum alltaf heima hjá Nonna og það var aldrei partý. Við bara vorum þar. Eða það fannst okkur. Ég veit að mamma hans var ekki á sömu skoðun. Með hóp af unglingum hangandi heima hjá sér allar helgar og virk kvöld líka hefur ekki verið skemmtilegt fyrir hana. Hún réði bara ekki neitt við neitt.
Þetta umrædda kvöld erum við sem sagt að koma gangandi upp að húsinu og einn af strákunum ákveður að færa bílinn sinn sem var lagt á einhverjum óheppilegum stað. Ég bað hann um að leyfa mér að færa bílinn upp á bílaplan. Hann maldaði í móinn því auk þess að augljóslega ekki vera komin með bílpróf var ég sauðdrukkin. Ég hef sennilega sett stút á munninn og veifað augnhárunum því áður en ég vissi af var ég sest undir stýri og hann í farþegasætið við hliðina á mér. Svo byrja ég vitleysingurinn að bakka út úr heimkeyrslunni. Það gekk ágætlega en þegar að enda innkeyrslunnar er komið og tími kominn á að stíga á bremsuna þá virkaði ekki kerfið. Þ.e. heilabúið í mér. Og ég bakka út á götu í veg fyrir bíl. Bíllinn snarnegldi niður og ég fann loksins bremsuna. Ekki varð árekstur í bókstaflegum skilningi orðsins en þetta var lögreglubíll. Og út úr honum stigu sömu lögreglumenn og handtóku mig fyrr um kvöldið.
Ég minnist þessara manna alltaf með hlýju. Eftir að hafa handtekið mig 2x sama kvöldið og ég gerst svo kræf að framvísa ökuskírteini eldri systur minnar sem mínu (yeah right) létu þeir ekki svo mikið sem eitt styggðaryrði falla í minn garð. Þeir fóru með mig í blóðprufu upp á Borgarspítala og á meðan við biðum þar töluðu þeir við mig um vitleysisganginn í mér á föðurlegum nótum og meira að segja slógu á létta strengi inn á milli.
Eftir á að hyggja er skrítið að ekki var hringt í forráðamenn okkar... en nota bene, ætli sjálfræðisaldurinn hafi ekki verið 16 ár á þessum tíma svo það er líklega skýringin.
Einu eftirköstin sem þetta hafði fyrir mig var sekt sem aumingja amma mín borgaði. Þeir seinkuðu ekki einu sinni bílprófinu mínu sem ég hef alltaf furðað mig á. Strákurinn sem átti bílinn missti aftur á móti prófið í 3 mánuði.
Mér verður oft hugsað til þessa kvölds þegar ég les um unga ökuníðinga. Eða þegar ég er að reyna að höfða til skynsemi stjúpsonar míns sem er 16 ára og byrjaður að læra á bíl. Og ég er ekki bara að tala hér um að keyra drukkinn heldur bara almenna skynsemi í umferðinni. Gallinn er sá að við lærum ekki af annarra mistökum. Því miður. Við verðum að reka okkur á sjálf og sá árekstur getur oft verið ansi harður. Þegar við erum sextán, sautján ára höldum við að við séum eilíf, að við séum nafli alheimsins, að ekkert illt geti hent okkur og að ekkert illt geti orsakast af hegðun okkar.
Ég hafði ekki einu sinni þá afsökun að vera heimsk. Kærulaus já. Með mikilmennskubrjálæði, já sennilega. Lifði fyrir núið, já algjörlega. Sjálfselsk og eigingjörn, já. En ég var ekki illgjörn eða slæm manneskja. En ég var heppin. Ég rak mig á sjálf og það hafði ekki alvarlegar afleiðingar.
Því miður sleppa ekki allir jafnvel frá sínum bernskubrekum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1640369
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2019
2018
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- solskinsdrengurinn
- skrifa
- jenfo
- gelgjan
- annambragadottir
- marzibil
- brynja
- hk
- gurrihar
- lehamzdr
- katlaa
- eddaagn
- jahernamig
- hronnsig
- martasmarta
- katrinsnaeholm
- palmig
- ipanama
- hallarut
- tommi
- ktomm
- poppoli
- svavaralfred
- kollajo
- bergruniris
- bene
- bennason
- jensgud
- solrunedda
- heidathord
- ringarinn
- tofraljos
- kjaftaskur
- ormurormur
- zeriaph
- unns
- ellasprella
- hjolagarpur
- salka
- nonniblogg
- markusth
- rebby
- birna-dis
- garun
- landsveit
- olofannajohanns
- brylli
- evaice
- ingolfurasgeirjohannesson
- rustikus
- singer
- jaxlinn
- krossgata
- mummigud
- blekpenni
- gerda
- baddahall
- holi
- grafarholt
- gudnylinda
- thegirl
- gretarorvars
- thordis
- herdis
- mammzan
- sigthora
- bet
- saedis
- emmgje
- sigurjonsigurdsson
- janus
- astromix
- overmaster
- thorasig
- gudni-is
- sunnadora
- kjarrip
- 810
- gislihjalmar
- beggagudmunds
- sirrycoach
- betareynis
- ilovemydog
- rannveigmst
- stormadis
- perlan
- bergdisr
- skondrumamma
- snar
- stormur
- ljonid
- raggipalli
- hjordiz
- almaogfreyja
- katja
- lady
- sigrunfridriks
- zunzilla
- olinathorv
- bidda
- smjattpatti
- jogamagg
- disadora
- harpao
- fuf
- alexm
- larahanna
- juliaemm
- saemi7
- gudrunmagnea
- svala-svala
- kari-hardarson
- hlf
- hlinnet
- annagisla
- einari
- lena75
- hector
- saethorhelgi
- ernafr
- birnarebekka
- heidistrand
- kerla
- hannamar
- jara
- supermamma
- monsdesigns
- malacai
- solveigth
- siggathora
- senorita
- snjaldurmus
- photo
- stingi
- pollyanna
- steingerdur
- icekeiko
- majaogco
- skordalsbrynja
- danjensen
- lilly
- heidabj
- omarpet
- helgamagg
- nori
- jamesblond
- gretaulfs
- rattati
- hogni
- ragjo
- kolgrima
- skjolid
- hugrunj
- egill75
- amman
- liljabolla
- asgerdurjoh
- okurland
- rannthor
- svalaj
- siggith
- vefritid
- zsapper
- laz
- graceperla
- rannug
- agbjarn
- alliragg
- fjarki
- birtabeib
- roslin
- lindape
- rosa
- tinnaeik
- muszka
- krummasnill
- lindalea
- fjola
- solan
- scorpio
- evabenz
- isleifure
- karitryggva
- ellasiggag
- beggita
- ollabloggar
- madddy
- songfuglinn
- emm
- lindagisla
- turettatuborg
- einarsigvalda
- huldadag
- siggasin
- credo
- loathor
- carma
- komaso
- fifudalur
- rosabla
- lillagud
- eythora
- griman
- eyrunelva
- svanurg
- strumpurinn
- godihundur
- hallidori
- annriki
- sibbulina
- helgurad
- huldumenn
- julianamagg
- berglindnanna
- huldam
- joik7
- venus
- osland
- liso
- amaba
- asako
- hryssan
- mammann
- leyla
- gunnarggg
- sigrunzanz
- fanneyunnur
- himmalingur
- helgabst
- bostoninga
- christinemarie
- jea
- elisabeta
- perlaoghvolparnir
- meyjan
- wonderwoman
- coke
- ragnhildurthora
- gullilitli
- tommi16
- ea
- mariaannakristjansdottir
- einarorneinars
- lindalinnet
- joninaros
- reynzi
- rosagreta
- lauola
- reynir
- elinora
- ma
- olapals
- bestalitla
- kolgrimur
- handtoskuserian
- vonin
- kaffi
- einarhardarson
- gleymmerei
- brandarar
- alf
- hreinsamviska
- litlakonan
- lucas
- reisubokkristinar
- jgfreemaninternational
- olofdebont
- thjodarblomid
- vilma
- ollana
- gudrununa
- holar
- gotusmidjan
- huldastefania
- mubblurnar
- bjarnihardar
- vild
- skrudur
- jyderupdrottningin
- sifjan
- letilufsa
- hrundt
- robbitomm
- brudurin
- anitabjork
- blindur
- astabjork
- bailey
- gattin
- draumur
- einhugur
- trygg
- eskil
- evags
- gudrunkatrin
- gudrunss
- nf26b
- topplistinn
- helgaas
- helgatho
- hildurhelgas
- drum
- innipuki
- ingal
- kikka
- astroblog
- oliskula
- joklamus
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- kariaudar
- vga
- thorolfursfinnsson
- motta
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Innlent
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Frábær skrif hjá þér, fann mig algjörlega í þeim. Fann alveg hvernig þér leið þegar þetta gerðist og næstu daga á eftir. Svona atburðir þroska mann ótrúlega mikið.
Tómas Þóroddsson, 21.4.2007 kl. 23:40
Ég hef aldrei tekið bílpróf.. ég fékk samt einu sinni æfingaleyfi... ég fann að mér var ekki ætlað að keyra bíl.
Þegar ég var að læra þá m.a. keyrði á öfugum vegarhelming og fattaði ekkert afhverju ökukennara greyið var að taka í stýrið hjá mér, ég líka sleppti stýrinu einu sinni og hélt fyrir augun þegar mér fannst bíll nálgast ískyggilega hratt frá hlið.. ég klessti næstum aftan á í eitt sinn og gaf alltaf vitlaust stefnuljós
Ef ég væri með bílpróf mundi ég vilja samt kaupa mér gamla lödu sport eða saab og vera svona carpool fyrir pólverjana, hversu svöl væri ég þá...??
Guðríður Pétursdóttir, 22.4.2007 kl. 00:03
Guðríður, mér sýnist á þessu að þú sért svölust í farþegasætinu
Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 00:13
Tómas það er rétt. Maður gleymir þessu aldrei og mórallinn mikill lengi á eftir. Já, get ímyndað mér að þú eigir þér sögur
Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.